Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Núverandi stjórn Einingar. Frá vinstri Vilborg Guðjónsdóttir gjaldkeri, Guð-
rún Guðvarðardóttir ritari, Elísabet Eiríksdóttir formaður, Margrét Magnús-
dóttir varajormaður og Lísbet Tryggvadóttir meðstjórnandi.
Björn Jónsson:
VerkakvennafélagiS
ETNlNCf
40 nra
Nokkrir baettir úr sögu félagsins
» ——-------------------— §s
Upp úr aldamótunum síð-
ustu fór útvegur vaxandi hér
á Akureyri og jafnframt
fjölgaði stöðugt verkamönn-
um í bænum. Með útgerðinni
skapaðist einnig atvinna fyr-
ir verkakonur bæði við sölt-
un síldar á sumrum, af ís-
lenzkum og norskum skipum,
og við fisksöltun, fiskþurrk-
un og fiskþvott. Svo er að
sjálfsögðu hópur kvenna, sem
vann að þvottum, hreingern-
ingum óg öðrum störfum inn-
anhúss. Hinsvegar mun það
lítt eða ekld hafa tíðkazt hér
að konur ynnu eyrarvinnu.
Verkamenn hér á Akureyri
urðu meðal þeirra fyrstu hér-
lendis, sem stofnuðu með sér
félag og gerðist það nokkru
fyrir aldamót, en óyggjandi
heimildir eru ekki fyrir hendi,
enn sem komið er, hvort það
hefur verið 1894 eða 1896.
Hið elzta verkamannafélag
varð þó ekki langlíft, en upp
úr aldamótunum er enn stofn-
að Verkamannafélag Akureyr-
ar og síðan hefur þráður þess
félagsskapar aldrei slitnað.
Um 1915 stóð starfsemi
Verkamannafélagsins með
miklum blóma. Fundir voru
fjölsóttir og félagið lét flest
almenn mál bæjarins til sín
taka. Formaður var þá Jón
Bergsveinsson, hinn nýlátni
forustumaður Slysavamafé-
lags fslands, þá yfirsíldar-
matsmaður. Verkamannafélag-
ið hélt þá uppi kauptaxta
fyrir verkamenn, ýmist með
beinum samningum við vinnu-
veitendur eða á þann hátt að
auglýsa taxta, sem félags-
menn voru bundnir við og var
hann, er hér var komið sögu,
35 aurar á klst. og dagsverkið
, talið 10 stundir. Yfirvinna
taldist frá kl. 6 e.h. til kl. 12
á miðnætti og skyldi goldin
5 aurum hærra á klst., en
næturvinna og helgidagavinna
skyldi goldin með 50 aurum
á klst.
Kaupgjald verkakvenna var
aftur á móti því nær alger-
lega háð geðþótta vinnuveit-
enda og mun hafa verið allt
niður í 10 aura á klst. við
innivinnu og litlu hærra í
fiskvinnu. Fyrir söltun vom
greiddir 35 aurar fyrir salt-
aða tunnu hjá íslenzkum
vinnuveitendum en 40 aurar
hjá Norðmönnum, sem hér
lögðu upp.
------------------■
Verkamennlmlr
áttu frumkvæffið
Á aðalfundi Verkamannafé-
lags Akureyrar 24. janúar
1915 em kjör verkakvenna
tekin til umræðu og það hvort
ekki sé þörf á að stofnaður
sé félagsskapur verkakvenna.
Var hvort tveggja að kjör
þeirra vom hin hraklegustu
og einnig mun það hafa ýtt
undir að þá hafði fyrir stuttu
verið stofnað fyrsta verka-
kvennafélag landsins, Verka-
kvennafélagið Framsókn í
Reykjavík. Framsögumaður
málsins var Jóhann Jónsson,
síðar skósmiður. Gat hann
þess að hann hefði átt tal við
nokkrar konur um slíkan fé-
lagsskap og kvað hann þær
málinu mjög hlynntar, en
mundi vanta dugnað og fram-
takssemi til að hrinda þvf í
framkvæmd. Hvatti hann
mjög til að Verkamannafélag-
ið tæki höndum saman við
„hinar undirokuðu verkasyst-
vel tekið af fundarmönnum
öllum, nema einum, sem kvað
félaginu nær „að gæta eigin
hagsmuna en að fara að
skipta sér af því, sem því
kæmi ekki við“.
Samþykkti fundurinn að
skipa þá Jóhann Jónsson,
Trausta Reykdal, Lárus Thor-
arensen, Árna S. Jóhannsson
(síðar skipstjóra) og Erling
Friðjónsson til þess að stofna
verkakvennafélag.
------------------ !
„Töldu allír tíma
til kominn að hrinda
þrældómsoklnu“
Næsta skrefið að stofnun
félagsins var svo stigið með
undirbúningsfundi, aem hald-
inn var 7. febrúar 1915. Á
þeim fundi voru mættar 125
konur, ásamt nefndarmönnum
frá Verkamannafélaginu. Að-
alræðumenn voru Lárus Thor-
arensen og Trausti Reykdal.
Ræddi Lárus um almennt
gildi félagsskapar. Komst
hann m.a. að orði á þessa
leið: „Undirrót alls félags-
skapar er að halda saman og
knýta saman sem fastast sam-
vinnu- og félagsband meðal
einstaklinganna til að binda
fjöldann saman og til að
standa sem einn maður móti
utanaðkomandi áhrifum, sem
vilja þrykkja oss niður. Sam-
einaðir stöndum vér, sundr-
aðir föllum vér“.
Trausti Reykdal ræddi
kjaramálin og taldi heppileg-
ast að lágmarkskaup yrði á-
kveðið 25 aurar á tímabilinu
frá 1. maí til 1. nóvember,
en 20 aurar aðra tíma ársins.
vinnu yrði greitt 5-10 aurum
hærra og 50 aurar fyrir salt-
aða síldartunnu. Að lokum
segir í fundargerðinni: „. ...
og var það einróma álit fund-
arins að bæði væri nauðsyn-
legt og gagnlegt að slíkur fé-
lagsskapur væri stofnaður.
Töldu allir tíma til kominn
að hrinda þrældómsokinu, sem
vinnuveitendur og kaupmenn
hefðu lagt á þessa stétt til
langs tíma“.
Á undirbúningsfundinum
var einnig rætt um nauðsyn
/ .i
þess að bæjarfólk sæti fyrir
vinnu og um nauðsýn þess
að komið yrði á stofn ráðn-
ingarstofu fyrir verkafólk.
------------------- ■
„Skrifuðust 138 konur“
Strax næsta sunnudag, 15.
febrúar, er stofnfundurinn
haldinn í Gamla-Bíó, liúsi
Antons Jónssonar og var þar
samankomið mikið fjölmenni.
Fyrst var ræddur kauptaxti
og samþykktur í samræmi við
tillögur Trausta Reykdal, er
hann lagði fram á undirbún-
ingsfundinum.
Að umræðum loknum voru
fundarkonur innritaðar í fé-
lagið og greiddu félagsgjöld
sín um leið. „Skrifuðust 138
konur“, segir í fundargerð-
inni. Þá var kosin stjórn:
Guðlaug Benjamínsdóttir, for-
maður; Ingibjörg R. Jóhann-
esdóttir, ritari, og Hallfríður
Jóhannsdóttir, gjaldkeri. í
varastjórn voru kosnar Kristj-
ana Hallgrímsdóttir formaður,
Helga Tómasdóttir ritari og
Aðalbjörg Steinsdóttir gjald-
keri.
-»-í fundarlok ■ 'ávarpaði hinn
nýkjömi fyrsti formaður fé-
lagsins fundinn með ræðu og
þakkaði að lokum fulltrúum
Verkamannafélagsins fyrir
veitta aðstoð við stofnun fé-
lagsins.
------------------ a
Styrkiaust af
karlmanuaima hálfu
Stofnun félagsins fór þann-
ig fram með miklum glæsi-
brag og ótrúlega mikilli þátt-
töku þegar þess er gætt að
bærinn taldi þá inn eða innan
við 2000 íbúa. Verkakonum
óx mjög kjarkur og sjálfs-
traust og kemur greinilega
fram á næstu tímum, að þær
telja sig færar um að standa
á eigin fótum með félags-
starfsemi sína, enda gerðist
þess brátt full þörf, því
Verkamannafélagið sleppti
þegar öllum afskiptum af
málefnum þess. Á öðrum fundi
félagsins kemur hinn vaxandi
kjarkur og metnaður fram á
skemmtilegan hátt. Segir svo
í fundargerð:
„Formaður skýrði frá því
tilboði að Ölafur Friðriksson
kæmi á þennan fund og talaði
þar fyrir félagskonum eitt-
hvað þeim til hagræðis og
hvetti til hugrekkis, ef nokkr-
ar kynnu að vera veilar í
huga um framtíð félagsins.
Kvað stjórnina hafa afstýrt
þessu, þar eð hún vonaði á-
stæðuli'tið að óttast svo mjög
veilu í þessum efnum og bezt
áð reyna að halda þennan,
fund stýrklaust af karlmann-
ánna hálfu, þótt vel vildu, en
réð éindregið til að sækja vel
opinberan fýrirléstur, er Ól-
afur kynni síðar að halda um i
málefni verkafólks".
Á öðru starfsári sinu
breytti félagið taxta sínum á
þá lund að greiddir skyldu 60
aurar fyrir hverja saltaða
síldartunnu og önnur síldar-
vinna með 35 aurum á klst.
Raddir komu fram um að
hækka lágmarkskaup úr 20
aurum, sem gilt hafði nokk-
urn hluta ársins, í 25 aura
árið um kring. Ekki verður
séð af bókum félagsins að
kauptaxtinn breyttist næstu
árin, en árlega er taxtinn yf-
irfarinn og um hann rætt.
Fundargerðir á þessum ár-
um bera með sér að félags-
konur líta á félagið sem al-
mennt kvenfélag, sem engan
veginn einskorði starfsemí
sína við kaupgjaldsmál. Fé-
lagslífið stendur með miklum
blóma, fundir eru vel sóttir
og fræðslu- og skemmtistarf-
semi er allmikil.
Nokkrar breytingar verða á
stjórn félagsins eftir fyrstu
tvö árin. Guðlaug Benjamíns-
dóttir hættir formennsku eftir
tvö ár og var þá Guðný
Björnsdóttir kjörin formað-
ur, árið 1917, og gegndi því
starfi samfleytt til ársins
1921.
Afram haldið,
þótt örðu«rt KenK’i
Fyrstu árin eftir heims«
styrjöldina fyrri fór kaup«
gjald almennt hækkandi, enda
var þá dýrtíð mikil. I april
1920 samþykkti Eining kaup-
taxta á þá leið að lágmarks-
kaup í dagvinnu verði 1 króna
á klst, 1.25 kr. í eftirvinnu og
1.50 ltr. í nætur- og sunnu-
dagavinnu, og fyrir að kverka
og salta hverja sildartunnu
verði greiddar kr. 1.50 með
hlunnindum (aðkomustúlkur)
og án hlunninda kr. 2.00.
Félaginu tókst þó ekki að
halda þessum kauptaxta lengi,
enda var honum þegar í byrj-
un mótmælt af hálfu atvinnu-
rekenda og úr þessu fer kaup-
gjald yfirleitt lækkandi um
hríð: Árið 1921 gerir stjóm
félagsins fyrirspum til Rvik-
ur um kaupgjald og fær upp-
lýst að þar sé kvennakaup
80 aurar á klst, og kr. 2.10 á
fiskhundraðið, fyrir þvott. Að
þessum upplýsingum fengnum
ákvað félagið að kaup skyldi
vera 80 aurar á klst. og kr.
2.10 á hvert fiskhundrað, í
eftirvinnu kr. 1.25 og nætur-
og sunnudagavinnu kr. 1.50.
Árið 1920 er kaupið Komiá
niður í 50 aura á klst. og
eftirvinna í 75 aura á tíma-
bilinu frá 14. maí til 10. júlí,
en í 75 aura í dagvinnu frá
10. júlí til septemberloka.
------------------- I
Bjartsýnin
bar sigur úr býtum
Á þessum árum, sem félag-
ið varð að þola kauplækkanir
og margskonar harðræði af
hálfu atvinnurekenda, en
hafði ekki afl til að leggja
til verulegrar baráttu, fer
fundarsókn og áhuga félags-
kvenna hrakandi og er jafn-
vel rætt um að leggja félagið
niður. Litu sumar konur svo
á að eins og þá stæðu sakir
gæti félagið alls ekki þrifizt,
bæði sökum fámennis og
deyfðar og áhugaleysis meiri-
hluta félagskvenna, sem leiddi
til þess að félagið gæti ekki
fullnægt neinu af því, sem
það hefði á stefnuskrá sinni,
Þegar rætt er um framtíðar-
i. Framhald á 10; síðu,
ur'i. Var máli Jóhanns mjög Fyrir nætur- og sunnudaga-