Þjóðviljinn - 17.03.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.03.1955, Síða 6
8) — ÞJÓÐVIUINN — Fimmtudagur 17. marz 1955 þiöeviuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, tvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f. Hvað dvelur tillögurnar? Varla verður um þaS deilt að á fáum eða engum sviðum kreppi eins að öllum almenningi og í húsnæðismálun- um. Vegna skorts á nægu íbúðarhúsnæði hefur húsa- leigan hækkað upp úr öllu valdi og 1 hana hverfur nú sífellt stærri hluti af tekjum verkamanna og annarra launþega. Beinar aðgerðir ríkisvaldsins eins og afnám bindingarákvæða húsaleigulaganna eiga og sinn stóra þátt í þeim okurkjörum sem almenningur er dæmdur til að hlíta. Sá fjölmenni hópur manna sem er að brjótast í aö koma upp þaki yfir höfuðið af eigin rammleik er þannig leikinn með lánsfjárbanni stjómarvaldanna að hann verður annað tveggja að selja íbúðir sínar og húseignir í -cfullgerðu ástandi eða leita á náðir okrarastéttarinnar og una okurkjörum hennar og svívirðilegri féflettingu. Stefna ríkisstjórnarinnar í lánsfjármálum virðist þannig við það miðuð að koma til liðs við þá ófélegu stétt manna sem gerir sér vandræði almennings að féþúfu. Og miklu virðist þessum brjóstabörnum ríkisstjómarinnar verða betur til liðs í lánastofunum en öllum almenningi sem mætir þar aðeins lokuðum dyrum. Því ætla verður að verulegur hluti þess fjár, sem okrararnir hafa undir hönd- um, sé komið beint frá sömu lánastofnunum sem neita almenningi um alla fyrirgreiðslu í sambandi við íbúða- byggingar. Það var eitt af loforðum ríkisstjómarinnar þegar hún tók við völdum eftir kosningarnar 1953 að finna lausn á sínu eigin lánsfjárbanni. Fram að þessu hefur setið við loforðið eitt og ekkert orðið úr framkvæmdum. Að vísu mun ríkisstjórnin hafa skipað fimm manna nefnd á s.l. •vori sem undirbúa átti tillögur í málinu. Nefndarmenn voru dr. Benjamín Eiríksson, Hilmar Stefánsson, banka- stjóri, Jóhann Hafstein, bankastjóri, Hannes Pálsson, lyrrv. bóndi á Undirfelli og dr. Björn Björnsson hag- iræðingur Reykjavíkurbæjar. Síðar var bætt í nefndina tveimur fulltrúum Landsbankans, Jóhannesi Nordal, hag- fræðingi og Gunnari Viðar, bankastjóra. Mun nefndin Iiafa skilað allviðamiklu bráðabirgðaáliti og síðar til- lögum til ríkisstjórnarinnar og hafa talsmenn og málgögn stjórnarinnar oft látið móðan mása um mikilvægi þeirra bjargráða í lánsfjármálum íbúðabygginga sem vænta megi á grundvelli tillagna húsnæðismálanefndarinnar. En við það hefur líka setið. Þótt komið sé fast að • þingslitum bólar ekki á bjargráðum ríkisstjómarinnar. Og það sem vekur slæman grun er að málgögn hennar eru orðin næsta hljóðlát og orðfá um fyrirætlanir hennar í þessu mikla hagsmunamáli. En hvað sem dvelur tillög- ur ríkisstjórnarinnar ætti henni að vera ljóst að því verð- ur ekki tekið þegjandi og möglunarlaust af þeim sem hafa lagt trúnað á áróður hennar og yfirlýsingar, reynist þær hjóm eitt og svik þegar til alvörunnar kemur. Þús- undir félítilla manna sem eiga íbúðir í’byggingu en eru stöðvaðir vegna lánsfjárskortsins, svo og þeir sem ekki hafa getað hafizt handa af sömu ástæðum þrátt fyrir rðkallandi þörf á bættum húsakosti, hafa treyst á loforð stjórnarflokkanna. Að gera ekkert eða koma með ein- liverjar sýndartillögur sem fáum eða engum koma að gagni væru hrópleg og óverjandi svik af hálfu ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar. Það er áreiðanlega ömggara fyrir almenning að fylgj- ast vel með aðgerðum stjórnarvaldanna í þessum efnum. Áróður íhaldsleiðtogans Ólafs Bjömssonar og annarra •slíkra fyrir minni fjárfestingu beinist framar öðm að í- • búðabyggingunum. Þar telur íhaldið heppilegast að bera niður til þess að koma hugsjón sinni um hæfilegt at- vinnuleysi í framkvæmd og draga þannig úr hættunni á kauphækkun! Og þá er ekki mikið verið að huga að því þótt biðin lengist á því að íbúðabyggingamar svari til , nauðsynlegrar fjölgunar íbúða og að fólkið sem býr í herskálum og öðm heilsuspillandi húsnæði eigi þess kost að losna úr prísundinni. 3 v . í ; i® Áleitnl USA knýr Arabaríki út á braut hlutleysisstelnu Vaxandi samdráttur me8 Egyptalandi og Indlandi gegn handamönnum Vesturvelda ¥ Tndanfarnar vikur hefir verið mikið um að vera í löndun- um við Miðjarðarhafsbotn. Hver ráðstefnan hefir rekið aðra, þjóðhöfðingjar og forsæt- isráðherrar hafa verið á ferð og flugi fram og aftur höfuð- borganna á milli í samningaer- indum. Ný hemaðarbandalög hafa verið mynduð en önnur eldri liðið undir lok. Allur þessi erill virðist ætla að hafa þær afleiðingar, að staða þessara landi á taflborði heimsmálanna raskist verulega. Slíkum breyt- ingum er vissulega töluverður gaumur gefandi, því að ríkin sem í hlut eiga liggja á kross- götum þar sem þrjár heimsálf- ur mætast og undir eyðimerk- ursandi þeirra er geymdur obb- inn af kunnum olíubirgðum heimsins. ¥»egar Frakkar slepptu völdum * í Sýrlandi og Líbanon í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, voru allár þjóðirnar við Mið- jarðarhafsbotn búnar að fá sjálfstæði að nafninu til. Brezka utanríkisráðuneytið átti drjúg- an þátt í því að bola Frökkum í burt. De Gaulle var Bretum ævareiður en fékk ekki að gert. Anthony Eden, sem þá eins og nú var utanríkisráðherra Chur- chills, átti síðan frumkvæði að því að myndað var bandalag allra ríkja Araba frá Irak í austri til Egyptalands í vestri. tögl og hagldir í Arababanda- laginu. 17 r SÞ ákváðu gegn vilja Breta •*-! að stofna sjálfstætt ríki gyðinga í Palestínu töldu Ara- barikin sig hafa loforð Breta fyrir stuðningi til að koma hinu nýja ríki fyrri kattarnef. Eins Erlend tídindi og kunnugt er fór það allt á annan veg. Arabaríkin fóru hin- ar mestu hrakfarir og kenndu um svikum Breta. Ósigrarnir í stríðinu gegn ísrael voru und- irrót þess að Farúk konungur hröklaðist frá völdum í Egypta- landi og til valda komust her- foringjar, sem eru mun harð- ari í horn að taka en hinn gjá- lífi konungur. Herforingjar þessir, með Gamal Nasser í fylkingarbroddi, voru að vísu hlynntir allnánum tengslum við Vesturveldin, en töldu það ráð vænlegast til að styrkja aðstöðu sína innanlands að Araba- bandalagið héldi í orði kveðnu hlutleysi í deilumálum aust- urs og vesturs. Við þetta vildi Dulles, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, með engu móti sætta sig. Götumynd frá Karachi, höfuðborg Pakistan. Algengustu farartœkin eru úlfaldamgnar. Hugðist Eden myndi tryggja að- stöðu Breta á þessum slóðum með stofnun Arababandalags- ins. í tveim ríkjanna, Irak og Jórdan, fer með völd konungs- ætt Hashemíta, sem Bretar hófu þar til valda eftir heims- styrjöldina fyrri. Höfðu Has- hemítar orðið að láta ríki sitt í Arabíu fyrir herkonunginum Ibn Saud en fengu nú ný og stærri lén af Bretum. Að auki þóttust Bretar hafa ráð Egypta- lands i hendi sér; pg þar með Skömmu eftir að A-bandalagið komst á laggirnar reyndu stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna í sameiningu að fá Arababandalagið í heild í hem- aðarbandalag við sig ásamt Tyrklandi, Iran og Pakistan. Sú tilraun mistókst. Þá var sá kostur tekinn að innlima .Grikk-. land og Tyrkland í A-bandalag- ið. Síðastliðið sumar var svo myndað Suðaustur-Asíubanda- lag Vesturveldanna með þátt- töku Pakistans; Erumkyöðullað stofnun þess var Dulles en hann lét ekki þar staðar numið. Draumur hans er og hefur lengi verið að slá hring ríkja í traustu hernaðarbandalagi við Bandaríkin um Sovétríkin, Kína og bandamenn þeirra. Þangað til fyrir ári síðan var stærsta skarðið í þennan garð í vestan- verðri Asíu. Nú er verið að fylla *upp í skarðið. Fyrst gerðu Pakistan og Tyrkland með sér hernaðarbandalag, sem var tengiliður milli A-bandalagsins og Suðaustur-Asíubandalagsins. Þvínæst hófust viðræður milli stjórna Tyrklands og Iraks og í síðustu viku var sáttmáli um hernaðarbandalag þeirra á milli undirritaður. Nú vinnur banda- ríska utanríkisráðuneytið að því að fylla í skarðið í múrinn með því að koma á hernaðar- bandalagi Irans við Pakistan í austri og Tyrkland og Irak í vestri. Hefði Dulles gefið sér tima til að fara að öllu með hægð og gát myndi honum vafalítið hafa tekizt með tímanum að ánetja í hernaðarbandalag sitt Arabaríkin öll með tölu. Hinar fámennu yfirstéttir sem eru einvaldar í löndum þessum eiga völd sín að miklu leýti undir vopnasendingum frá Vestur- veldunum og brézk og banda- rísk olíufélög eiga rriikil ítök í flestum ríkjanna. En Dulles er flest betur gefið en þolinmæðin. Eftir ósigurinn mikla þegar friður var saminn í Indó Kína þvert gegn vilja hans, verður hann að geta sýnt jákvæðan árangur af utanríkisstefnu sinni í öðrum hlutum heimsins. Hann lagði því allt kapp á að ánetja Irak sem fyrst enda þótt það kostaði það að Araba- bandalagið leystist upp og hin Arabaríkin yrðu óvinveittari Vesturveldunum en áður. Tlfl'eð því að semja við Irak eitt hafa Vesturveldin stór- móðgað Egypta. Þeir eru álíka fjölmennir og hinar Arabaþjóð- irnar til samans og telja sig því kjörna til forystu í samtök- um þeirra. Þegar kunnugt varð um samning Tyrklands og Iraks kallaði egypzka stjórnin saman aukafund utanríkisráðherra Arababandalagsins. Þar var til- kynnt að Egyptaland myndi segja sig úr bandalaginu og stofna annað með þeim ríkjum, sem staðráðin væru í að halda sér utan við stórveldaátök. Hafa Saudi Arabía og Sýrland þegar lýst yfir að þau muni fylgja Egyptalandi að málum. Jórdan fer vafalaust að vilja Breta í þessu máli sem öðrum en Líbanon og Jemen, máttar- minnstu Arabaríkin, vita ekki í hvom fótinn þau eiga að stíga. Athyglisvert er, að um sama leyti og egypzka stjórnin boðaði stofnun nýs Araba- bandalags þeirra ríkja, sem íli iJWiití Frambaldii& 11. eíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.