Þjóðviljinn - 17.03.1955, Síða 12
vikið úr þingffokki
mannaflokksins
Broftrekstunnn var samþykktur með at-
kvœóum minnihluta þingflokksins
Þingflokkur brezka Verkamannaflokksins samþykkti í
gær meS 141 atkvæði gegn 112 tillögur stjórnar þing-
ilokksins um að víkja Aneurin Bevan úr honum.
1 þingflokknum eru 293 menn
svo að 40 hafa setið hjá eða
ekki sótt fundinn.
Hótuðu að segja af sér.
Attlee, formaður þingflokks-
ins lagði fram tillöguna um
brottrekstur Bevans. Hann og
aðrir í stjórn þingflokksins sem
að tillögunni stóðu hótuðu að
segja af sér ef hún yrði ekki
samþykkt.
Bevan gerði grein fyrir af-
stöðu sinni. Tilefni brottrekstr-
artillögunnar
var í orði
kveðnu að Be-
van lýsti yfir
óánægju með
stefnu flokks-
stjórnarinnar
varðandi vetn-
issprengjuna í
umræðum á
þingi. Raun-
verulega á-
stæðan er að
hægri mennimir, sem hafa
meirihluta í flokksstjórninni,
óttast vaxandi fylgi bæði þing-
manna og óbreyttra flokks-
manna við vinstri arminn, sem
Bevan er foringi fyrir.
Bevan
Málamiðlunartillaga felld.
Fundur þingflokksins felldi
með 138 atkvæðum gegn 124
tillögu frá þeim þingmönnum,
sem reynt hafa að miðla málum.
Var hún á þá leið, að framkoma
Bevans var vítt og trausti lýst
á forystu Attlees.
Búizt er við að stjóm þing-
flokksins tilkynni miðstjórn
Verkamannaflokksins brott-
vikningu Bevans úr þingflokkn-
um. Óvíst er þó að hægrimenn-
Framhald á 5. síðu.
Verkalýðshreyfing landsins
einhuga í kjarabaráttunni
Öll verkalýöshreyfingin stendur einhuga að vinnudeil-
um þeim sem nú eru aö hefjast. Alþýðusambandsþing var
einhuga um kröfumar um kjarabætur þó fast væri deilt
þar, og meðan deilumar standa er pólitískt vopnahlé 1
v erkalýðshreyf ingunni.
þJÓÐVILIIN
Fimmtudagur 17. marz 1055 - - 20. árgangur - - 63. tölulbai
Á þessa leið fórust Eggert Þor-
steinssyni orð á Alþingi í gær,
er rædd var tillaga Þjóðvarnar-
flokksins um skipu vinnudeilu-
nefndar.
Á sama fundi í sameinuðu
þingi var einnig rædd tillaga
tveggja Framsóknarmanna um
„samvinnunefnd um kaupgjalds-
grundvöll“.
Hannibal Valdimarsson lét þess
getið um þá tillögu, að hann
teldi ekki að með henni væri
fundið neitt allsherjarráð til að
afstýra verkföllum, en vera
mætti að samþykkt hennar yrði
Fötluðum drengjum boðið
til Danmerkur
e' —1—
Stig Goldberg heitir maöur, sem nú.um nokkurra ára
skeið hefur rekið sumardvalarheimili fyrir fötluö og löm-
uð börn í Danmörku og víðar í Evrópu. Hann hefur nú
boðið 3 fötluðum, íslenzkum drengjum á aldrinum 9 til
15 ára að koma til Danmerkur hinn 1. maí n.k. og dvelja
þar á einu slíku sumarheimili til 15. júní n.k.
Boði þessu hefur komið áleiðis
H. Petersen, formaður íslend-
ingafélagsins í Kaupmannahöfn.
Átti hann tal um þetta við for-
Þremnr bílum
stolið
í fyrrinótt var þremur bílum
stolið hér í bænum.
Hin fyrsta var fólksbifreiðin
R-6139. Hafði eigandinn stöðvað
hana framan við Laugavegsapó-
tek kl. að ganga tvö í fyrrinótt
meðan hann skrapp inn til að
kaupa meðöl. Fannst bifreiðin
nokkru síðar suður undir
Hvassahrauni sunnan Hafnar-
fjarðar. Hafði henni verið ekið
þar út af veginum allharkalega,
og má yfirbygging hennar heita
ónýt. Drukkinn maður var þar á
ferli skammt frá. Er talið að
hann hafi stolið bílnum, enda
þótt hann hafi þá sloppið furðu-
vel frá henni, þar sem hann var
aðeins lítið eitt skrámaður.
Þá var stolið annarri fólks-
bifreið, R-5666, en hún fannst
skömmu síðar úti á Valhúsahæð
á sprungnu dekki.
Loks var jeppanum R-1184
stolið frá Grundargerði 31.
Fannst hann síðdegis í gær hjá
Úlfarsá og hafði verið skemmd-
ur.
mann Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra, og mun það félag arinast
alla fyrirgreiðslu í þessu efni.
Þeir, sem kynnu að hafa á-
huga á þessu, eru beðnir að snúa
sér til formanns, Svavars Páls-
sonar, endursk., Hafnarstræti 5.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra hefur nú um skeið
haft til athugunar að byggja og
reka slíkt sumardvalarheimili
hér á landi. Nú býður hr. Stig
Goldberg einnig að senda megi
sem fararstjóra sérmenntaða
hjúkrunarkonu eða nuddkonu,
og fengi hún þá tækifæri til þess
að kynna sér stjórn og reksturs-
tilhögun alla á þessum heimilum.
Væri slík kynnisferð mjög gagn-
leg fyrir þá konu, sem stjórna
myndi væntanlegu heimili hér á
landi. Þær konur, sem hafa á-
huga á að fara þessa ferð, ættu
að snúa sér til formanns Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra og
fá um þetta frekari upplýsingar.
Frá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra.
Vísitalan óbreytt
w
Kauplagsnefnd hefur reiknað
út vísitölu framfærslukostnaðar í
Reykjavík miðað við verðlag 1.
marz s.l. og komizt að þeirri
niðurstöðu að hún sé óbreytt,
161 stig.
til einhvers gagns í framtíðinni.
Lagði hann áherzlu á að verka-
lýðshreyfingin myndi aldrei af-
sala sér rétti sínum til samninga
um kaupgjaldsmál og til verk-
falla, og eins mundu atvinnu-
rekendur fastheldnir á réttindi
sín sem þeir nú hafa.
Báðum tillögunum var vísað
til síðari umræðu og nefnda.
Tvö leikrit æfð í
Þjóðleikhúsinu
Nú eru tvö ný leikrit æfð af
kappi í Þjóleikhúsinu og verða
bæði væntanlega sýnd eftir
páska. Ánnað þessara leikrita er
gamanleikurinn Er á meðan er
eftir Hart Kaufmann og hefur
Sverrir Thoroddsen gert þýðing-
una; hitt leikritið heitir Krítar-
hringurinn eftir þýzka höfundinn
Klabund, samið eftir fornum kín-
verskum leik. Jónas Kristjánsson
hefur þýtt síðara leikritið ásamt
Karli ísfeld, sem sneri ljóðunum
leiknum.
Japanskur listdans í
Þjóðlelkhúsinu
12 Japanir væntanlegir í næstu viku og
sýna í fyrsta sinn á íöstudag
í næstu viku er japanskur listdansflokkur væntanlegur
hingað til lands. Munu Japanirnir hafa fimm danssýn-
ingar í Þjóðleikhúsinu og verður sú fyrsta á föstudags-
kvöldið, að öllu forfallalausu.
í þessum japanska dansflokki
eru 9 dansarar, 8 stúlkur og
einn karlmaður, og 3 hljómlist-
armenn, sem leika undir dans-
ana á japönsk strengjahljóð-
færi. Stjómandi flokksins er
kona, Miho Hanayagui.
Flokkur þessi er fyrsti japanski
ballettflokkurinn sem haldið hef-
ur sýningar í Evrópu. Var hann
í fyrstu ráðinn til að sýna í
einu stærsta leikhúsi Parísar um
hálfsmánaðarskeið í fyrrasum-
ar, en vegna gífurlegrar aðsókn-
ar varð að lengja ráðningartím-
ann í 5 mánuði. Síðan hafa Jap-
anirnir sýnt víða í Evrópu, m.
a. í Þýzkalandi og á Norðurlönd-
um, og hvarvetna vakið hina
mestu athygli enda sýningar
Ágæt aSsákn að Fjalla-Eyvindl í
Vestmannaeyjnm
Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi Fjalla-Eyvind í
fyrrakvöld. Sýningargestir voru á 5. hundraö og viötökur
sgætar. — Önnur sýning var í gærkvöldi og allir aögöngu-
miöar seldir.
Sýning þessi er í tilefni af
45 ára afmæli leikfélagsins. Að-
alhlutverkin, Eyvind og Höllu,
leika þau Loftur Magnússon og
Unnur Guðjónsdóttir.
Stefán Árnason yfirlögreglu-
þjónn, sem er einn elzti leikari
í Vestmannaeyjum, las á undan
sýningunni formála eftir Jakob
Jóhann Smára.
þeirra mjög sérstæðar og frá-
brugðnar því sem Vesturlanda-
búar eiga að venjast.
Dansarnir sem sýndir verða í
Þjóðleikhúsinu eru frá ýmsum.
tímum, sumir frá því um 600 e.
Kr., aðrir frá 15. öld og enn
nokkrir yngri. Stjórnandinn,
Miho Hanayagui, hefur samið
nokkra dansana.
Ekki er að efa að mjög mikil
aðsókn verði að þessum nýstár-
legu danssýningum hér, en byrj-
að verður að taka við pöntun-
um og selja aðgöngumiða i
Þjóðleikhúsinu i dag.
Þónrnn Jóbanns-
dóttir lék í brezka
sjónvarpið
Þórunn Jóhannsdóttir píanó-
leikari lék síðastliðið þriðju-
dagskvöld einleik í brezka sjón-
varpið með B.B.C.-sinfóníu-
hljómsveitinni undir stj. Clar-
ence Raybold. Viðfangsefnið
var tveir þættir úr píanókons-
ert í c-dúr (K467) eftir Mozart.
Sjónvarpssendingin tókst mjög
vel og vakti Þórunn mikla at-
hygli vegna æsku sinnar og
þroska.
Ætlar Bjarni Ben. a
hlífiskildi yfir cikrurunym?
Morgunblaðið birtir í gær
frétt um þá kröfu Hermanns
Jónassonar að framkvæmd
verði réttarrannsókn í sam-
bandi við mál Ragnars Blön-
dals h.f., og er frásögn þess
næsta athyglisverð. Prentar
blaðið upp allar helztu árásir
Jónasar Jónssonar á Hermann
með mikilli velþóknun og seg-
ir hlakkandi í fyrirsögn:
„Verða viðskipti Ragnars
Blöndals og Búnaðarbankans
skoðuð niður í kjölinn ?“ Hins
vegar minnist blaðið ekki einu
orði á okrarana og afrek
þeirra í sambandi við þetta
mál.
Virðist þetta benda til þess
að Bjami Benediktsson ætli
að haga rannsókn sinni á
næsta einhliða hátt og halda
hlífiskildi yfir okraranum.
Hefur hann sem kunnugt er
mikla þjálfun í hvers kyns
„réttarrannsóknum" og sér-
staka menn til að framkvæma
þær, Gunnar A. Pálsson,
Guttorm Erlendsson og aðra
slíka. Gæta þeir þess ævinlega
vandlega að niðurstöður „rétt-
arrannsóknanna“ verði eins
ráðherrann óskar og að ekkert
sannist um skjólstæðinga hans
og flokksbræður.