Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 31. marz 1955 Verkalýðssöngvar í guðshúsi 1 tilefni af 5 ára afmæli Söngfélags verkalýðssamtak- anna í Reykjavík get ég ekki staðizt þá freistingu að drepa niður penna. Margir hafa fylgzt með þessari starfsemi af miklum áhuga og þótzt eygja í henni það menningar- lega afl, sem auka myndi og víkka þann grundvöll sem verkalýðshreyfingin er byggð á. Um áratugi hefur verka- lýðurinn í landinu gert tilraun- ir sem miðuðu að sjálfstæðu menningarlífi hans. Ég vildi nota þetta tækifæri til að minnast einnar slíkrar. Það var' norður á Ólafsfirði fyrir nokkrum árum, að hópur karía og kvenna safnaðist sanian í guðshúsi staðarins. Þetta var eitt af hinum fögru haustkvöldum Norðurlandsins og þetta fólk var samankomið til að halda stofnfund Sam- kórs verkalýðs og sjómanna- fél. Ólafsfjarðar. Þegar hinum almennu fundarstörfum sem fólust í því að kjósa stjórn og fela trésmið kórsins að smíða söngbekki, var lokið, var gengið beint til dagsskrár og byrjað að syngja. .1 tvö ár starfaði þessi blandaði kór með miklum blóma. Fyrra árið hljómuðu verka- lýðssöngvarnir í kirkjunni en síðara árið í gamla barnaskól- anum. En starf hans lagðist niður þegar söngstjórinn fluttist hingað suður en við hann kannast margir lesendur blaðsins. Hann stjómar nú söngkór verkalýðssamtakanna í Reykjavík.. Eg vildi gjarna skrifa lengra mál um þennan sam- kór, sem ég hafði tækifæri til að starfa með bæði árin. En vegna rúmleysis verð ég að sníða því stakkinn. Ég vil þó geta einnar bjiðarinnar eða kvöldvökustarfseminnar. Það var sem sagt ekki SVÍR í Reykjavík sem átti hug- myndina að því kvöldvöku- formi sem bæjarbúar hafa kynnzt í Skátaheimilinu und- anfarna vetur. Það var 30 manna blandaður kór norður á Ólafsfirði sem áður hafði hald- ið slíkar kvöldvökur tvö starfsár í samkomuhúsi bæj- arins. Þessar kvöldvökur hafa tvímælalaust verið hvort tveggja, bezt sóttu skemmt- anirnar og jafnframt með mestu menningarsniði, sem smábær á Norðurlandi hefur haft uppá að bjóða að stað- aldri. Ég minnist þess einkum, hve unga kynslóðin sótti þess- Laus staða. Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða BYGG- INGAVERKFRÆÐING til að gegna starfi bygg- ingafulltrúa og ýmsum öðrum störfum í þágu bæj- arins. Umsóknir, ásamt skilríkjum og upplýsingum um fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 1. maí næstkomandi. Staöan veitist frá 1. júní. Akranesi, 28. marz 1955. Bæjarstjóri. Stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda beinir tilmælum til allra íélagsmanna um að loka skrifstoíum sínum föstudaginn 1. apríl n.k. í tilefni af því, að þann dag eru 100 ár liðin frá afnámi erlendrar verzlunareinokunar á Islandi. Stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda. ar kvöldvökur vel. Börn og unglingar fylltu að jafnaði allt að helming hússins en undantekningarlaust var hvert sæti skipað. Og fólkið kom fyrst og fremst til að syngja. Hið talaða orð var þó ekki sniðgengið og var lesin fram- haldssaga og jafnframt fluttu ýmsir borgarar bæjarins fræðsluerindi eða lásu frum- samin ljóð. Starfsemi S.S.O.V.Ó. endaði með því að kórinn fór söng- för til Siglufjarðar og söng þar við framúrskarandi góðar og alúðlegar viðtökur. Allt þetta kemur upp í hugann þegar SVlR heldur afmælis- samsöngva sína. Þá skilur maður þá staðreynd að það stendur ekki á fólkinu í land- inu til að starfa, heldur á þeim sérmenntuðu mönnum, sem telja sig til verkalýðshreyfing- arinnar, að leiðbeina og æfa. Eg hef þá sannfæringu að framtíð farsællar verklýðsbar- áttu sé undir því komin að verkalýðurinn sæki fram í tvennum skilningi. Annars- vegar er sú hliðin sem snýr að launabaráttunni. Þá bar- áttu verðum við alltaf að heyja meðan verkalýðurinn hefur ekki öðlazt þau réttindi sem honum ber í þjóðfélaginu. Hinsvegar verður hann að sækja fram á menningarsvið- inu. Eg hef þá trú að sú starf- semi, sem SVÍR hefur haldið uppi, muni í framtíðinni leiða til þess að verkalýðurinn myndi sjálfur grundvöllur að sjálfstæðu og víðtæku menning arlífi sínu. Ósk mín í dag er því sú, að alþýðan skilji nú þeg- ar mátt sinn og hlutverk og fylgi eftir til sigurs þeirri sókn sem nú er hafin. Hrafn Sæmundsson Sigurbjörn Kristinsson: „Við sjóinn“. Sýning Sigurbjarnar Þetta er geðþekk byrjanda- sýning. Hún lætur lítið yfir sér en hefur ýmsa kosti sem sjaldgæfir eru í list ungra mánna. Myndirnar eru hóf- samar, vandlega unnar og við- fangsefnunum haslaður þröng- ur völlur. Það er enginn ung- æðisháttur, engar öfgar, eng- in hliðarstökk. I hina röndina er þetta galli. Sýningin verð- ur full einhliða og nokkuð bragðdauf. En úr því hefði mátt bæta mikið með því að hengja myndirnar betur og hafa þær færri. Nokkrar myndanna bera af. Þar hefur Sigurbirni tekizt að skapa lít- inn heim, litaðan hans eigin persónu og þess umhverfis sem mest hefur mótað hann, sjávarsíðunnar. Þar er bátur og hús í innilegu samspili við hafið á bak við, viðfangsefni sem klassískt er orðið í ís- lenzkri myndlist, enda gætir hollra áhrifa frá fyrirrennur- unum. Seinni ár hefur Sigur- bjöm eingöngu snúið sér að abstrakt list og þar virðist hann eins og hafa fengið lausn úr viðjum of einhliða viðfangsefnis, myndmál hans verður frjálsara og fjölbreytt- ara. Einkum á þetta við um vatnslitamyndirnar, sem sum- ar eru skemmtilegar og per- sónulegar. Olíumyndimar eru ennþá of þungar í efnismeð- ferð. Þó ber allt svip ein- stakrar vandvirkni og alvöru. Það er ástæða til að vænta árangurs af þessum nýliða í íslenzkri myndlist. Hörður Ágústsson. Alvöruvor — eða bara platvor — Ljósa moldin orðin dökk — Tvær neitanir — Þolíall eða þágufall? LOKAÐ á morgun, föstudaginn 1. apríl Tryggingastofnun ríkisins. Maðurinn minn og faðir okkar, trésmiður, KRISTJÁN ÞÓRÁRINN EINARSSON, andaðist að heimili sínu, Laufásvegi 72, þann 30. þ.m. Sigríður Hafiiðadóttir Jóhann Kristjánsson Sigurliði Knstjánsson „GÆTTU ÞIN NÚ“, var sagt við mig þegar ég andaði að mér mildu og tæru vorloftinu og gat ekki orða bundizt um vorblæinn á öllu. ,,Af hverju á ég að gæta mín?“ — „Jú, í fyrra fagnaðirðu platvori með miklum fjálgleik og rétt á eftir kom kuldakafli, frost og hret.“ — Og kannski skyldi maður aldrei fagna vori fyrr en maður er alveg viss um að kuldi geti ekki komið of- aní fyrstu blíðuna. En þá mætti maður stundum bíða anzi lengi. Og er ekki alveg jafnréttmætt að fagna hverj- um góðum degi þótt ef til vill komi vorhret á eftir? Og þess vegna hlýtur maður að bjóða krakkana velkomna í vorleikina, parís, boltaleik og sipp. Þau spretta upp úr göt- unum þessa dagana, börn sem inflúenzur, hettusóttir og rauðir hundar hafa herjað á í vetur, ef til vill eru þau svolitið guggin fyrsta daginn en kinnarnar litast fljótlega rauðar. Og þótt ekki sé nema leðja og for á stígvélum, buxnahnjám eða botnum, þá er það líka vorboði, sem tákn- ar það að langfrosna moldin sé farin að þiðna. Enda hefur moldin breytt hvað mest um svip. Hún er ekki lengur ljós- mórauð og grá heldur dul og dökk og gefur fyrirheit um gróður, stims staðar bara arfa og illgresi, en annars staðar kannski vöknum við einn morgun og grasið er orðið grænt. FORVITINN HEFUR skrifað Bæjarpóstinum eftirfarandi bréf: — „Kæri Bæjarpóstur. Furðulegt er hvað margir nota orðatiltækið ekki ósjald- an í merkingunni oft. Nú er margbúið að benda fólki á að þetta þýðir sjaldan því að tvær neitanir upphefja hvor aðra. Engum dettur í hug að skilja'orðin ekki ósnotur sem ósnotur eða ljót, heldur eirt- mitt sem snotur. Én enginn notar orðin ekki ósjaldan sem ekki ætíar að nota þau í merkingunni oft. En það virð- ist vera vonlaust verk að koma fólki í skilning um þetta. Annars var það ekki þetta orðatiltæki sem ég ætlaði að bera undir þig, heldur önnur tvö orðatiltæki. I skóla var mér kennt að segja að halda einhverju á íoft og láta eitt- hvað í ljós. Nú hef ég marg- rekið mig á að flestir nota orðatiltæki þessi rangfærð samkvæmt minni uppskrift, sem sé: að halda einhverju á lofti og láta eitthvað í ljósi. Nú þætii mér gaman að vita hvort fastheldni mín á þolfall- ið á rétt á sér eða hvort þarna má eins vel nota þágufall. Að því er mér virðist er þágu- fallsendingin algengari í munni almennings, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki. Vinsamlegast. Forvitinn." BÆJARPÓSTURINN er vissu- lega enginn sérfræðingur í ís- lenzku máli, en hann minnist þess þó að íslenzkukennarinn í skólanum brýndi það fyrir nemendum sínum ,að nota þol- fall í þessum samböndum. En fróðari menn þurfa að gefa úrskurð um það hvort þágu- fallsendingar séu líka réttlæt- anlegar í þessum orðatiltækj- um. Éf til vill verður einhver vitur maður til að gefa okkur upplýsingar um það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.