Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 12
Ólafur Thórs skipar þingnefnd að vísa máli til ríkisstj órnari nnar! Tillaga Einars, Finnboga og Lúðvíks um ráðstefnu ríkja um land- helgismál komin til síðari umræðu Tillaga Einars, Finnboga og Lúðvíks um að ríkisstjórn hvaða nefnd íslands beiti sér fyrir ráðstefnu þeirra landa sem hags- muni hafa af víðtækri landhelgi, var til fyrri umræðu á íundi sameinaðs þings í gær. Flutti Einar stutta fram- söguræðu og lýsti nauðsyn þess, að ísland leitaði bandamanna á alþjóðavettvangi í landhelgismá]- inu. Ólafur Thórs talaði og hafði allt á hornum sér. Var á honum áð heyra að núverandi og fyrr- verandi ríkisstjórn hefði haldið svo viturlega á þessu máli að þar þyrfti engu við að bæta. Vildi hann af náð sinni leyfa Viðskiptajöfnuðurinn: Óhagstæðuruml^ millj. kr. í tebrúar í febrúar s.l. var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 1 millj. 807 þús. kr.; út voru flutt- ar vörur fyrir 73 millj. 939 þús. kr. en inn fyrir 75 millj. 746 þús. kr. í febrúar í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn hagstæður um 7,4 milfj. króna, þá voru fluttar út vörur fyrir 75,1 millj. kr. en inn fyrir 67.7 millj. Tvo fyrstu mánuði þessa árs hefur vöruskiptajöfnuðurinn verið óhagstæður , um tæpar 12 millj. króna; út hafa verið flutt- ar vörur fyrir 133 millj. kr. en inn fyrir um 145 millj. Fyrstu tvo mánuði s.l. árs var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 17,8 millj. kr. að málið færi til nefndar, en spáði því (eða hótaði því) að sem um málið fjallaði, yrði árangurinn sami, því yrði vísað til ríkisstjórnar- innar. Var tillögunni vísað til utan- ríkismálanefndar og síðari um- ræðu. Aldarafmælis frjálsrar verzlunar iniiizl w land al á morgun Háfíðasamkoma í Þjóðleikhósinu — verzlunum. skriístofum og skólum lokað Aldarafmælis frjálsrar verzlunar á íslandi veröur minnzt á morgun um land allt, en aöalhátíöahöldin verða hér í Reykjavík. Síödegis veröur haidin hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu, minningarrit gefið út, kvöldverðarboö aö Hótel Borg og loks veröur dagskrá útvarpsins helguð afmælinu um kvöldiö að verulegu leyti. þJÓÐVlLllNN Fimmtudagur 31. marz 1955 — 20. árgangur — 75. tölublað Verzlanir, skrifstofur og bankar verða lokuð allan dag- inn, einnig hefur verið gefið leyfi í öllum skólum landsins. Nefnd, sem annazt hefur und- irbúning þessara hátíðahalda, hefur látið gera sérstakt merki sem notað verður við skreyt- ingu á sýningargluggum verzl- ana. Þá verða blöðin Ný tíðindi og Frjáls verzlun helguð aldar- afmælinu. Hátíðarit og samkoma. Hátíðarit dagsins nefnist „Is- lenzk verzlun" og hefur Vilhj. Þ. Gislason útvarpsstjóri ritað það, en í því eru einnig nokk- Vegatollar á bíla til Vestur- Berlínar stórhækkaðir Mun valda miklum truflunum í efnahags- lífi borgarhlutans Austurþýzka stjórnin tilkynnti 1 gær, aö hún hefði á- kveðið stórfellda hækkun á tollum þeim, sem lagöir eru á bifreiðar sem aka milli Vestur-Berlínar og Vestur Þýzkalands. Tollur á vörubifreiðar verður ellefufaldaður, á langferðabif- Dauðaslys á Akureyri I fyrradag vildi það slys til á Akureyri að Helgi Sigurðs- son frá Hallgilsstöðum í Fujóskadal varð undir dráttar- vél og lézt nóttina eftir. Þrír Fnjóskdælingar voru að sækja nýjar dráttarvélar til Akureyrar. Voru þeir lagðir af stað og fór Helgi á undan. Valt dráttarvélin út af veg- brúninni, sem var allhá og varð Helgi undir henni. Hann var fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús, og lézt þar um nótt- ina. reiðar fjórfaldaður, á venjuleg- ar fólksbifreiðar þrefaldaður, en tvöfaldaður á mótorhjól. Kostnaður við flutning varn- ings milli V-Þýzkalands og V- Berlínar eykst að sögn stjórnar- valda í Vestur-Berlín um 15% við þessar tollahækkanir og nemur kostnaðaraukinn rúmlega 100 millj. kr. á ári. Þar sem um 37% af öllum innflutningi V- Berlínar kemur landleiðina frá V-Þýzkalandi, fer ekki hjá því, að tollahækkunin mun valda mjög alvarlegum truflunum á atvinnulífi borgarhlutans og hætt við, að iðnaðarvörur þaðan verði ekki lengur samkeppnis- færar á mörkuðum í V.-Þýzka- landi og öðrum löndum. Má því búast við að mörg fyrirtæki í borgarhlutanum verði að loka. Talsmaður herstjórnar Vest- Framhald á 5. síðu ur ávarpsorð forseta Islands í tilefni aldarafmælisins. Dagskrá samkomunnar í Þjóðleikhúsinu verður á þá lund, að formaður hátíðanefnd- ar, Eggert Kristjánsson, setur hátíðina, Ingólfur Jónsson við- skiptamálaráðherra og Vilhj. Þ. Gíslason flytja ræður, en ávörp flytja þeir Erlendur Ein- arsson forstjóri SlS, Kristján Jónsson kaupmaður fyrir Sam- band smásöluverzlana, Guðjón Einarsson fyrir Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur og Eggert Kristjánsson fyrir Verzl unarráð Islands. Þá syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, en einsöngvarar eru Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jóns- son. Útvarpað verður frá sam- komunni í Þjóðleikhúsinu. Kvöldverðarboð og útvarpsdagskrá. I kvöldverðarboðinu að Hótel Borg flytja ræður yfir borðum þeir Steingrímur Steinþórsson félagsmálaráðherra, Sigurður Sigurðsson j’firlæknir og Björn Ólafsson. I útvarpinu verður flutt sam- felld dagskrá um verzlunar- Framhald á 3. síðu. Köld kveðja í verkfalli: íhaldið lét taka atsvarsgreiðslu af verkamönnum í bæjarvinnunni eftir að verkfaíl var hafið íhaldið sem stjórnar Reykjavíkurbæ sendi verkamönn- unum í bæjarvinnunni kveðju sína við næstsíðustu út- borgun vinnulauna, þ.e. eftir að verkfallið var hafið. Kveðjan var í formi kvittunar fyrir mánaðarlegri afborg- un af útsvari viðkomandi verkainanns. Þykja verkamönn- um þetta að vonum kaldar kveðjur frá sjálfu bæjarfé- félaginu. Eftir að bæjarráð hefur samþykkt, samkvæmt tillögu Guðmundar Vigfússonar, að innheimta ekki útsvar af . þeim launum sem mánaðarkaupsfólk, er í verkfalli á, fær útborguð nú um mánaðamótin, er það sanngjörn og sjálf- sögð krafa að tímavinnuverkamenn fái nú þegar endur- greitt það sem af þeim hefur verið tekið með þessum hætti. SamúðarvinnustöSvun frest- cð á Suðurnesjum í gær átti aö hef jast á Keflavíkurflugvelli samúðarverk- fall er verkalýösfélögin á Suöurnesjum höföu boðað, en forráðamenn félaganna samþykktu að „fresta samúöar- vinnustöövun um óákveöinn tíma.“ Þegar verkfallsstjórnin ræddi samúðarvinnustöðvun við for- ráðamenn Suðurnesjafélaganna tóku þeir því máli vel, boðuðu fund með trúnaðarmannaráðum félaganna og samþykktu þar ein- róma vinnustöðvun þá er Suður- nesjafélögin síðan boðuðu, og átti að hefjast í gær. Félög þessi eru verkalýðsfélögin í Keflavík, Garði, Sandgerði og Höfnum. Fréttin um þessi sinnaskipti Suðurnesjafélaganna hefur að vonum vakið undrun og gremju, ekki aðeins verkfallsmanna held- ur allrar alþýðu. Hinsvegar hef- ur þetta vakið fögnuð í herbúð- um andstæðinga verkalýðsins. Churchilf tek- í landheki Togarinn „Churchill“ frá Grimsby var tekinn í landhelgi í fyrradag. Kom varðskip með hann til Vestmannaeyja í gær og mun réttarhöldum í málinu hafa lokið í gærkvöld. „Churchiir sem er nýr og stór togari, var 0,8 sjómílur innan landhelgislínu þegar, varðskipið kom að honum, en lagði á flótta og var kominn út fyrir línuna þegar varðskip- ið náði honum. Flugmálaráðherra og ViiiuveiíeiSa samb, banna Loftleiium að semja Flugvirkjafélagiö og Félag ísl. atvinnuflugmanna héldu fund í gær til aö ræða verkfallsmálin. Formaður Loftleiða, Kristján Guðlaugsson hrl. flutti ræðu um viðhorf Loftleiða og Agn- ar Kofoed Hansen aðra í sama dúr. Allmiklar umræður og marg- ar fyrirspurnir voru á fundun- um. Á fundi flugvélavirkjanna kom greinilega fram að það eru flugmálaráðherra, þ. e. ríkis- stjórnin og Vinnuveitendasam- bandið sem hafa bannað Loft- ieiðum að semja við verkalýðs- félögin og bera því alla ábyrgð á þeim erfiðleikum sem Loft- leiðir eiga í. Og af bréfi sem Kristján Guðlaugsson las frá Vinnuveitendasambandinu kom ljóst fram að olíufélögin neita Loftleiðum um benzín ef félag- ið semur við verkalýðsfélögin! Bæði flugvélavirkjar og flug- menn kusu tvo menn hvort til að ræða þessi viðhorf við samn- inganefnd verkalýðsfélaganna. Vafalítið hafa margvísleg öfl stutt að sinnaskiptum forráða- manna Suðurnesjafélaganna. Af- sakanir þeirra fyrir sinnaskipt- unum eru haldlitlar: að ekki átti að stöðva „sópun“ á Keflavíkur- flugvelli og ýmsa aðra þjónustu, og hverskonar „rök“ það eru fyrir sinnaskiptunum að Iðn- sveinafélag Keflavikur hafi ekki boðað samúðarvinnustöðvun sést bezt á því að aðeins 2 af félags- mönnum þess munu vinna uppi á Keflavíkurflugvelli. Verkamenn í Suðurnesjafélög- unum hafa sömu þörf fyrir bætt kjör og stéttarbræður þeirra i Reykjavík, og þeim er þetta ljóst. Þess vegna hafa Suður- nesjafélögin lausa samninga. En forráðamenn þeirra hafa tekið þá ákvörðun að fá sínar kjara- bætur „á þurru“, fá þær af sjálfu sér þegar Dagsbrúnar- menn hafa knúið þær fram. Auðvitað dettur engum verk- fallsmanni í hug að láta þessa vansæmandi framkomu forráða- manna Suðurnesjafélaganna hafa nokkur áhrif á gang verk- fallsins. En með þessari fram- komu hafa forráðamenn Suður- nesjafélaganna tekið á sig mjög þunga ábyrgð. Það er verkefni verkafólksins á Suðurnesjum að gera sitt til þess að afmá þennan smánarblett sem settur hefur verið á heiður samtakanna. Pagsbrunarmenn! Mætið í verkfallsskrifstofunni í Áiþfðuhúsinu!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.