Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 *■ Kingsbury Smith segir að Hearst og félagar hans séu sér þess fyllilega meðvitandi hversu N. S. Krúsjoff sé önn- um kafinn sökum þings Æðsta ráðsins og séu honum mjög þakklátir fyrir það að hann skuli hafa getað fundið tíma til að taka á móti þeim. All- ir höfum við, hélt Kingsbury áfram, veitt með miklum á- huga athygli hagstæðum um- mælum N. S. Krúsjoffs í ræðu hans á fundi miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna um áðferðir er beitt er í landbúnaði Bandaríkjanna, sér í lagi þó orðum hans hversu þessar landbúnaðaraðferðir gætu þjónað sovézkum land- búnaði sem góð fyrirmynd. í þessu sambandi vildi Hearst mega leggja spurningu fyrir N. S. Krúsjoff. Hearst segir að þegar hann las hin hagstæðu ummæli N. S. Krúsjoffs um maís- og komrækt í Bandaríkjunum, þá datt honum í hug að betra væri ef sovézkt fólk veitti oft- ar athygli hinum betri hliðum bandarísks þjóðlífs, og Banda- ríkjamenn því sem vel er í Sovétríkjunum. Um þessar mundir gagnrýni þessir aðil- ar hvorn annan of oft og staldri of sjaldan við jákvæðar staðreyndir. Hearst spyr, hvort N. S. Krúsjoff sé þessu samþykkur. N. S. Krúsjofi' svarar að hann fallist á þetta og telji að þetta væri mjög gagnlegt. Að hans skoðun sé margt um góða hluti í Bandaríkjunum. Hann telji og að Bandaríkja- menn fyndu í Sovétríkjunum margt athyglisvert og gagn- legt fyrir þá. Þetta gildi ekki einungis um vandamál land- búnaðar heldur og um iðnað og önnur svið. Mearst segir að þar sem N. S. Krúsjoff hafi látið góð orð falla um nokkrar hliðar bandarísks þjóðlífs, þá vildi hann, Hearst, láta í ljós þá ósk, að N. S. Krúsjoff sæi •sér einhverntíma fært að beímsækja Bandaríkin (á svipaðan hátt og honum, He- arst, og félögum hans hafi verið gert kleift að heim- sækja Sovétríkin) til þess að kynnast persónulega banda- xískum landbúnaði, iðnaði osfrv., þar sem N. S. Krúsjoff befur aldrei komið til Banda- ríkjanna. N. S. Krúsjoff staðfestir að bann hafi vissulega aldrei til Bandaríkjanna komið. Kingsbury Smith spyr hvort N. S. Krúsjoff væri þess reiðu- búinn að heimsækja Bandarík- in og kynnast bandarískum búnaðarháttum, einkum á sviði griparæktar, ef honum bærist boð um að takast för þess á hendur á tíma er hon- um hentaði. N. S. Krúsjoff svarar að bann vildi svara Hearst og Kingsbury Smith í einu lagi. Hann telji að gagnkvæmar heímsóknir milli landa séu þjóðunum ávallt til gagns séu þær ekki beinar embættisferð- ir. Að hans skoðun væri það mjög gagnlegt bæði frá sjón- armiði gagnkvæms skilnings og í efnahagslegu tilliti, að sovézkir borgarar heimsæktu Bandaríkin. Á sínum tíma bafi félagi Míkojan dvalizt í Bandarikjunum og hafi hann sagt frá mörgu athyglisverðu t-------------------------------------------:----------------------------- Bandarísku blaðamemiirnir IÍJngsbury Smith og Randolph Hearst dvöldust um skeið í vetur í Ráðstjórnarríkjunum. Hearst er æðsti maður Hearst-blaðahringsins alkunna, en Smith yfifmaður frétta- deildar hans í Evrópu. Þeir félagar áttu viðtöl við ýms.a helztu for- ustumenn Ráðstjómarríkjanna; og fer hér á eftir fyrrihluti viðtals þeirra við Krúsjoff, aðalritara KommúnistafL Ráðstjórnarríkjanna. v.______________________________________:__________________________________j Sovétþjóðir styðja friðsamlega sambúð sósíalisma og gagnlegu er hann sá þar. Kingsbury Smith vekur at- hygli á að V. M. Molotoff hafi og verið í Bandaríkjunum. N. S. Krúsjoff svarar að fé- lagi Molotoff hafi verið í Bandaríkjunum á tímum styrjaldar og skömmum tíma eftir styrjaldarlok. Honum hafi ekki verið kleift að kynn- ast landinu eins ýtarlega og félaga Míkojan. Hvað snerti för hans, Krú- sjoffs, til Bandaríkjanna þá sé hún vissulega ýmsum erfiðleik- um háð nú, þó að, eins og hann þegar hafi tekið fram, í Bandaríkjunum sé margt at- hyglisverðra og lærdómsríkra hluta einkum á sviði landbún- aðar og landbúnaðarvélafram- leiðslu. Hvað varði skipulag búnaðarhátta þá sé þeim fé- lögum samyrkjubúskapur auð- vitað ekki að skapi, en sovét- fólk hafi fyrir sitt leyti ekki miklar mætur á. skipulagn- ingu bandarísks landbúnaðar. Samt sem áður komi þetta ekki í veg fyrir að liægt sé að líta á það hið góða sem Bandaríkin hafa fram að bera á sviði griparæktar, landbún- aðarvélaframleiðslu osfrv. -— Auk þess verði að segja að bandarískur landbúnaður sé rekinn á mjög hagnýtan hátt og mannsaflið nýtt mjög vel. Þegar tekið væri tillit til þess að hann, Krúsjoff, hefði á hendi stöðu aðalritara Kommúnistaflokks Ráðstjórn- arríkjanna, væri þá hægt að ætla að nokkur sá maður fyndist í Bandaríkjunum sem þyrði að bjóða honum heim? Yrði ekki sagt þar að til- gangur ferðar hans væri sá einn að velta um koll þjóðfé- legskerfi Bandaríkjanna ? í þessu sambandi bendir N. S. Krúsjoff í gamni á að hann sé hræddur um að Hearst geti orðið erfitt að útskýra það í þingnefnd McCarthys að hann hafi átt viðtal við aðalritara miðstjórnar Kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna. Hvað snerti ferð hans, N. S. Krúsjoff Krúsjoffs, til Bandaríkjanna, þá sé það mörgum skilyrðum háð. Bandaríkjamenn neiti ekki einungis fólki eins og honum um vegabréfsáritun heldur og ritstjórum sovézkra stúdentablaða, og líti það mjög einkennilega út. Hearst segir að hann og hans félagar hafi með mikl- um áhuga veitt athygli á- kvörðun sovétstjórnarinnar um að herða enn á þróun þungaiðnaðarins. Þýðir þetta að talið sé óhjákvæmilegt að veita aukningu varnarmáttar landsins meiri athygli, eða þýðir hún nýja áætlun um að auka framleiðslu á fram- leiðslutækjum til þess síðan að auka neyzluvöruframleiðsl- una? N. S. Krúsjoff svarar að er- lendis hafi menn ekki skilið rétt ráðstafanir sovétstjórn- arinnar til eflingar fram- leiðslu neyzluvarnings, og virð- ist menn þar halda að hér sé um að ræða aukna áherzlu sem lögð sé á þungaiðnað. Við höfum ávallt álitið, segir N. S. Krúsjoff,-álítum og munum álíta að allar greinar iðnaðar- ins verði að þróast hlutfalls- lega en þungaiðnaður verði að ganga fyrir öðrum iðn- greinum. Hvers vegna er það óhjákvæmilegt? Það er óhjá- kvæmilegt sökum þess að þungaiðnaður framleiðir fi’am- leiðslutækin og ef bæta á lífskjörin verður að efla fram- leiðsluöflin, auka tæknina. En án málma, véla, raforku er vélvæðing óframkvæmanleg. Þess vegna er þungaiðnaður grundvöllur atvinnuveganna. Svo tekið sé dæmi, þá sam- þykkti síðasti fundur mið- stjórnar Kommúnistaflokksins ályktun um frekari þróun griparæktar. En hvað er griparækt? Hún er í rauninni framleiðsla neyzluvöru. En þróun griparæktar er ófram- kvæmanleg án þróunar þunga- iðnaðar sem veitir landbún- aðinum dráttarvélar, landbún- aðarvélar af ýmsu tagi. Þann- ig má segja að ef efnahagslíf landsins sé ein heild, byggð upp af’ hinum ýmsu greinum atvinnuveganna, þá verði þungaiðnaðurinn að hafa á hendi forustulilutverkið í þeirri heild. Hvað varði spurninguna um það hvort þungaiðnaði sé beitt í þágu landvarna eða í frið- arþágu, þá verði hann, Krú- sjoff, að segja að í Sovétríkj- unum séu ekki mótsetningar milli þessa tvenns. Við komm- únistar, segir N. S. Krúsjoff, álítum eyðslu fjár til land- varna illa nauðsyn. Við vild- um framar öllu öðru geta átt þess kost að þurfa ekki að eyða almannafé til land- varna. Hann, Krúsjoff, sé þeirrar skoðunar að einhvern- tíma komi sá tími að þess gerist ekki þörf. En hið nú- verandi ástand á alþjóðavett- vangi neyði Sovétríkin til að eyða hluta tekna sinna til landvarna. Bandaríkjamenn haldi því fram að núverandi viðsjár á alþjóðavettvangi séu sök Sovétríkjanna. En sovét- þjóðirnar líti svo á að orsök þeirra sé fyrst og fremst Bandaríkin, sem sett hafi á stofn herstöðvar í kring um landamæri Sovétríkjanna og vilji ekki tala við Sovétríkin öðruvísi en ,,í krafti aflsins“ eins og Churchill sagði og Dulles endurtekur margsinnis ásamt öðrum. En hvernig sem . á málin sé litið þá séu Sovét- ríkin undir núverandi aðstæð- um neydd til að beina hluta tekna sinna og afls til að auka varnarmátt sinn. Samt sem áður er markmið okkar það fyrst og fremst, heldur N. S. Krúsjoff áfram, að auka hamingju þjóðar okk- ar, bæta lífskjör hennar. Við óskum þess að ekki einungis þjóð okkar geti notið ham- ingju, heldur og aðrar þjóðir. Helzta mið þjóðanna má ekkb með nokkru móti felast í þvi að framleiða sem mest af fall- byssum og kjarnorkusprengj- um: það er árangur hinna nú- verandi óeðlilegu samskipta þjóða á milli. Það er ekki hægt að líta svo á að fall- byssur og sprengjur teljist til auðæfa þjóðanna. Þær standa öllu heldur í vegi fyrir því að hægt sé að efla velmeg- un þjóðanna. Kingsbury Smith þakkar Krúsjoff fyrir svarið. N. S. Krúsjoff segir að hann vildi mega bæta nokkr- um orðum við það sem hann sagði um „pólitík aflsins". Hann telji þetta mjög hættu- Lega stefnu, hættulega að því leyti að samkvæmt henni verði báðir aðilar að leggja stöðuga rækt við mátt sinn, reyna stöðugt að verða öfl- ugri en hinn aðilinn. Þetta Framhald á 10, síðu. Þannig er „flokkur allra stétta” Sjálfstæðisflokkurinn re.ynir oft og einatt að hampa því að hann sé „flokkur allra stétta“; þar uni í sátt og samlyndi verkamenn, sjómenn, útvegs- menn, iðnaðarmenn, kaup- menn, útgerðarmenn, heildsal- ar milliliðir, braskarar og okr- arar, vilji hver öðrum vel og styðji hver annan til velmeg- unar og farsældar. Þetta er fögur kenning, enda hefur engu smáræðis orðskrúði ver- ið hlaðið kringum hana á undanförnum árum. Svo verð- ur allt lakara þegar til veru- leikans kemur og reynir á kenninguna. Og nú reynir ein- mitt á hana í vinnudeilunum miklu. Hvað um verkamennina ? Morgunblaðið heldur því fram sýknt og heilagt, hvern einasta dag, með æ ofsafengn- ara orðalagi, að það sé kommúnistiskur glæpur og skemmdarverk gegn þjóðfé- laginu að verkamenn fái 4.000 kr. í laun á mánuði. Allir verkamenn vita þó. að það er ekki hægt að lifa mannsæm- andi lífi fyrir lægri upphæð, ekki síður þeir sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að mál- um. En þegar á herðir er Morgunblaðið ekki skrifað fyrir þá, heldur einkennast allar ritsmíðar þess af hatri til verklýðsstéttarinnar og hagsmuna hennar. Hvað um sjómennina? 1 Hafnarfirði hefur bæjarfé- lagið samið við Hlíf með þeim afleiðingum m.a. að út- gerð getur haldið áfram af fullum krafti. Þá gerist það að alþingismaður íhaldsins neitar að selja beitu og bind- ur bát sinn. Olíufélög íhalds- ins neita að selja olíu og benzín. íshús íhaldsins neita að selja ís. Ihaldið fer ham- förum til þess að stöðva ver- tíðina og reka sjómennina í land. Og þessar aðfarir hitta í hliðstæðum mæli útvegs- menn þá sem vilja gerá út og afla verðmæta. Hvað um iðnaðarmennina ? Fái verkamenn óþvegin orð í Morgunblaðinu eru svívirðing- arnar ekki síður tvinnaðar um iðnaðarmennina. Þeir taka fyllsta þátt í hinu kommún- istíska samsæri gegn þjóðfé- laginu og eiga ekkert gott skilið af „málgagni allra stétta". Þannig talar hin ólýgna reynsla og „flokkur nllra stétta“ skreppur saman í hagsmunaklíku stórútgerðar- manna, heildsala, milliliða, braskara og okrara. Þegar á reynir eru þau einvörðungu hagsmunir þeirra sem stjórna skrifum Morgunblaðsins en vinnandi fólk er hrakyrt og ofsótt. Skyldi ekki vera rét’t að fiokkurinn fengi aðeins at- kvæði sinna stétta í næstu kosningum ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.