Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 9
Flmmtudagur 31. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9| 'L. % ÍÞRÓTTIR RÍTSTJÓRI. FRlMANN HELGASON Badmintonmót Reykjavíkur Badmintonmót Reykjavíkur liófst s.l. laugardag og í nokkr- nm greinum var komið að úr- slitum. I tvíliðaleik karla voru þó nokkrir leikir eftir og verða þeir leiknir í vikunni en mótinu á að ljúka á laugardag. 1 einliðaleik karla er aðeins úrslitaleikurinn eftir og er hann milli Vagns Walbom og Lárusar Guðmundssonar. Það hefur þó engan veginn verið auðgengin braut fyrir Lárus að ná úrslit- úm. Barátta þeirra Ragnars Thorsteinsen og hans var hörð, löng og tvísýn og voru báðir að niðurlotum komnir eftir þessa a.m.k. 45 mínútna viður- eign og þó eru þetta þrek- skrokkar. Fyrsta leikinn vann Lárus með 15:10 og næsta vann svo Ragnar líka með 15:10. Aukaleikurinn var frá upphafi jafn þar sem eitt „prik“ skildi á milli hverju sinni og segja má að það hafi verið tilviljun, að Lárus hafði einu priki meira er leik lauk. Albert Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir undragóðan! leik eftir svo stutta æfingu sem hann hefur í leik þessum. Frammistaða hans við Ragnar var mjög góð, 15:12 í fyrri leiknum og 15:7 í þeim síðari. | Hafði hann um skeið i fyrri leiknum mikla yfirburði, en' tók svo að leggja full mikið uppúr góðlátlegum leikbrellum. Sérfræðingar telja að áður en langt um líði muni Albert kom- ast í fremstu röð batminton- leikara hér. Walbom er stöðugt hinn ó- sigrandi í leik þessum. 1 einliðaleik kvenna eru í úr- slitum þær Juliana Isebarn og Jónína Niljóníusdóttir. Eru báðar harðskeyttar. Jónína hef- ur sótt sig mjög síðustu árin, en Júlíana stendur á gömlum merg, og á langan og skemmti- íegan feril að baki. Verður hér örugglega skemmtilegur og jafn leikur. 1 tvíliðaleik kvenna eru í úr- slitum þær Juliana Isebarn og María Þorleifsdóttir gegn Huldu Guðmundsdóttur og Rannveigu Magnúsdóttur. í tvenndarkeppninni komust í úr- slit þau Wagner Valbom og Ell- en Mogensen gegn Einari Jóns- syni og Julíönu Isebarn. I und- anúrslitum áttust þau við Einar og Juliana gegn hjónunum Lárusi Quðmundssyni og Jón- ínu Niljóníusdóttur, og var leik- ur sá skemmtilegur og nokkuð jafnari en stigin gefa til kynna: 15:4 og 15:10. Sem sagt, úrslitin verða á laugardag og verður keppnin skemmtileg. Badmintonmót Enska deildakeppnin Chelsea Wolves Mansh.C Portsm. Everton fíunderl. Burnley Manch.U 33 16 Charlton 33 15 Arsenal 34 13 Preston 34 14 Tottenh. 33 13 Sheff. U. 34 14 Bolton Cardiff 35 16 10 9 69-51 42 34 16 9 9 78-56 41 34 16 8 10 70-57 40 33 15 8 10 61-48 38 33 15 8 10 56-48 38 34 11 16 7 50-44 38 35 15 8 12 44-41 38 5 12 65-61 37 5 13 68-55 35 8 13 56-53 34 5 15 69-51 33 7 13 63-58 33 5 15 54-71 33 33 11 10 12 51-53 32 33 12 8 13 56-62 32 Sunnudaginn 27. marz lauk innanfélagsmóti í badminton í meistaraflokki UMF Snæfells. Einliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir vann Rögnu Hansen, 10:12, 11:9, 11:2. Einliðaleikur karla Þorgeir Ibsen vann Ólaf Guð- mundsson 15:4, 12;15, 15:13. Tvenndarleikur Ebba Lárusdóttir og Þorgeir Ibsen unnu Grétu Ziemsen og Ágúst Bjartmars, 15:12, 15:17 15:10. Tvíliðaleikur karla Ágúst Bjartmars og Bjarni Lárenzíusson unnu Ólaf Guð- mundsson og Þorgeir Ibsen, 15:12, 6:15, 15:13. Tvíliðaleikur kvenna féll niður. Sunnudaginn 13, marz lauk innanfélagsmóti í I. flokki. Einliðaleikur kvenna Hansa Jónsdóttir vann Önnu Bjartmars 11:1, 11:2. Einliðaleikur karla Steinar Ragnarsson vann Sig- urð Helgason, 15:13, 15:9. Tvíliðaleikur kvenna Birna Bjarnadóttir og Hansa Jónsdóttir unnu Önnu Bjart- mars og Ingu Gestsdóttur 15:10, 15:7. Tvíliðaleikur karla Steinar Ragnarsson og Jón Pétursson unnu Jón Sigurðs son og Sigurð Helgason, 15:7, 15:11. Tvenndarleikur Birna Bjarnadóttir og Steinar Ragnarsson unnu Ólöfu Ágústsdóttur og Sigurð Helga- son, 15:8, 15:11, Ferreira da Silva Tvö glæsileg heimsmet Ferreira da Silva 16.56 í þrístökki Louis Jones 45.4 í 400 m hlaupi Aston V. 33 13 6 14 53-66 32 W.B.A. 34 12 8 14 64-77 32 Hudd.f. 33 10 11 12 52-61 31 Newcast. 31 12 5 14 67-71 29 Blackp. 34 10 Leicester 33 8 Cheff.W. 33 7 8 16 46-57 28 9 16 59-76 25 3 22 55-71 17 Getraimaspá England-Skotland 1 Aston Villa - Burnley 1 (x) 2 Blackpool - Everton 1 (Bolton - WBA 1 (2) Cþarlton - Newcastle 1 Huddersfield - Arsenal (x) 2 Manch.Uth - Sheff. Nth 1 Portsm. - Manch.City 1 (x) 2 Sheff. Wedn - Cardiff (x) 2 Sunderland - Leicester 1 Tottenham - Chelsea 2 Wolves - Preston 1 Kerfi 48 raðir Á íþróttamóti sem haldið var nýlega í Mexico City voru sett tvö glæsileg heimsmet. Olympíu- meistarinn frá Helsingfors A. Ferreira da Silva stökk 16.56 metra í þrístökki. Eldra metið átti Rússinn Sérbakoff og var 16.23 m. Hitt metið setti Banda- rikjamaðurinn Louis Jones er hann hljóp 400 m á 45.4 sek. Handknatt- leiksmótiS Úrslit í handknattleiksmót- inu s.l. mánudag urðu þessi: 3. fl. B: KR—Fram 12:2; 2. fl. kvenna: KR—Ármann 7:1 og FH—Fram 8:6; meistarafl. kvenna: KR—Ármann 12:6; 2. fl. B karla: ÍR—FH 16:15 og KR—nFram 12:9. Leikimir, sem áttu að fara fram s.l. sunnudagskvöld, fara fram í kvöld kl. 8. Georg Rhodes átti gamla metið sem var 45.7. Annar maður hlaupsins var líka undir heims- metinu, Jim Lea (Bandarikjun- um) á 45.6. — Jones þessi er aðeins 23 ára gamall. Mffl. Gunnar M. Magnúss: ( \ Börnin frá Víðigerði Víðigerðisfólkið hafði fengið sæti á innstu bekkjunum. Allir höfðu vikið fyrir því og stuðlað að því að það fengi sæti á þessari síðustu sam- verustund þess í kirkjunni. Presturinn hélt einhverja hina hjartnæmusfu ræðu, sem hann hafði nokkurntíma flutt. Var hún út af „brottvikningu hins fríða og fjölmenna hóps frá Víðigerði“, eins og hann komst að orði í ræð- unni. Fólki-ð stóð eða sat með ’tárin í augunum. Allir reyndu að teygja sig í áttina til Víðigerðisfólks- ins, til þess að sjá eitthvað af því, þó ekki væri nema einn smákrakka. Margir gátu ekki til þess hugsað og vissu ekki hvað fólkið meinti með þessu, að rífa sig héðan upp með gamalt fólk og smábörn, til þess að flækjast milli útlendra þjóða, þar sem allt var fullt af hættum og þar sem hermenn voru með byssur. Og fjöldi fólks hugsaði í hjarta sínu, að heldur vildi það horfa á eftir sínum nánustu niður í gröf- ina, heldur en vita af þeim eins og reiðalaust rekald út í þessum s’tóra, óþekkta, hættulega heimi. En Víðigerðisfólkið sat hnarreist í sætunum. Enginn sá því bregða, þó að margir tárfelldu kringum það. Þetta fólk var orðið svo sannfært um sælu Vesturheims, að það aumkaði veslings fólkið, sem þurfti að halda áfram að basla hér heima, hérna, sem engir akrar voru og engin kol eða olía eða gull, engar járnbrautir og engir doll- arar og varla nokkur myndasmiður. Þegar messunni var lokið, dreifðist fólkið um hlaðið og ’túnið, sumt fór út fyrir túngarð eða aftur fyrir bæjarhúsin og útihúsin. Nokkuð af fólkinu stóð kringum kirkjuna og beið og beið þangað til að því kæmi. Tilkynning í tilefni af aldarafmæli frjálsrar verzlunar á ís- landi verö’a bankarnir í Reykjavík lokaöir föstu- daginn 1. apríl 1955. Víxlar, sem féllu 30. þ.m. verða afsagðir 31. marz, séu þeir eigi greiddir fyrir kl. 3 þann dag. Landsbanki íslands, tJtvegsbanki íslands h.f., Búnaðarbanki íslands, Iðnaðarbanki íslands h.f. St jórna rráðið veröur lokað föstudaginn 1. apríl n.k. vegna aldar- afmælis frjálsrar verzlunar á íslandi. FOKSÆTISRÁÐUNEYTIÐ, 30. maiz 1955. ■ :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.