Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 VerSlækkuná neyzlovörum í Tékkóslóvakíu Það var tilkynnt í Praha í gær, að verðlag á ýmsum neyzluvörum myndi Iækkað allverulega frá og með deg- inum á morgun. Verður hér um mikla kjarabót að ræða fyrir allan ahnenning í land- inu. Verðlækkunin nær til hvers kyns neyzluvarnings, en er þó minnst á landbúnaðarafurð- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hollenzka fulEgildir þingið Eiseáower ræðir Neðri deild hollenzka þings- ins samþykkti í gær með 71 at- kvæði gegn 6 atkv. kommúnista að fullgilda Parísarsamningana um endurhervæðingu V-Þýzka- lands. Samningarnir fara nú til efri deildarinnar. Þing Frakklands, V-Þýzka- lands, Italíu og Bretlands hafa nú lokið við fullgildinguna, efri deild belgíska þingsins tekur samningana fyrir í næsta mán- uði og þeir eru nú ræddir í utan ríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þingið í Lux- emborg hefur enn ekki fengið samningana til meðferðar. Bændar loka veg- um í FrakkW Vínyrkjubændur í Suður- Frakklandi hópuðust út á þjóð- vegi í gær og lokuðu þeim. Stöðvaðist umferð á níu fjölförn- um þjóðvegum. Var þetta gert í mótmælaskyni við þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að draga úr ríkisstyrk til vínyrkju. Á einum stað kom til átaka niilli bænda og 300 lögreglu- manna og særðust nokkrir menn í þeirri viðureign. Bevan Framhald af 1. síðu. Attlee afsökunar á því, að hægt hafi verið að leggja orð hans í ræðum út á þann veg, að hann efaðist um forustuhæfileika hans og segir það ekki hafa verið aetlun sína. Getur aftur sótt um inngöngu Það er viðtekin regla í Verka- mannaflokknum, að þingmaður, sem vikið hefur verið úr þing- flokknum, en fær áfram að vera í stjórnmálaflokknum, getur sótt um inngöngu í þingflokkinn aft- ur eftir nokkurn tíma. LítilJ vafi er á því, að Bevan mun aftur tekinn í þingflokkinn, þegar hann sækir um upptöku. Cambridge vann róðrarkeppnina Stúdentar frá Cambridge sigruðu Oxfordmenn í hinum árlega kappróðri þeirra, sem fram fór á Temsfljóti í sið- ustu viku. Komu þeir í mark 48 sekúndum á undan keppi- nautunum. — Um hálf milljón manns fylgdist með keppninni. Eisenhower Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn í gær og var fundur æðstu manna stór- veldanna helzta umræðuefnið. Eisenhower ítrekaði þau um- mæli sín í síðustu viku, að hann væri hlynntur því að em- bættismenn stórveldanna kæmu saman til að ganga úr skugga um hvort ástæða væri til að ætla að slíkur fundur gæti bor- ið árangur. Hann gef í skyn, að Winston Churchill hefði lagt til við sig, að ef úr slíkum fundi yrði, ætti ekki að setja honum tak- markaða dagskrá fyrirfram, en taldi slíka tilhögun mjög var- hugaverða. Leiðtogi repúblikana á Banda- ríkjaþingi, Knowland öldunga- deildarmaður, sagði í gær að hann væri hlynntur fundi æðstu manna um Evrópumálefni á þessu ári. Franska stjómin sat á fundi í gær og ræddi um möguleika á fjórveldafundi og Faure for- sætisráðherra lýsti yfir að hon- um loknum, að hún legði á- herzlu á að slíkur fundur yrði lialdinn, ef von væri til að hann bæri árangur. " Enn verkfall við Manchesterhöfn 14.000 af 15.000 hafnarverka- mönnum sem voru í verkfalli í Manchester, Liverpool og Birk- enhead samþykktu í gær að hverfa til vinnu i dag. 1000 verkamenn í Manchester halda verkfallinu áfram og nær verk- fall þeirra til 25 skipa, Verk- fallið stafar af ágreiningi milli sambands hafnarverkamanna og sambands flutningaverkamanna. Sértrúarflokkarnir setjast um Saigon Talið víst að baidagar muni blossa upp aftur milli þeirra og stjórnaihersins Herir sértrúarflokkanna þriggja í Suður-Vietnam hafa nú hafið umsátur um höfuöborgina Saigon og búizt er við að aftur muni koma til átaka milli þeirra og stjórnar- hersins í borginni. i Sovétríkjunum og alþýðu- ríkjum Austur-Evrópu er kosningarétturinn miðaður við 18 ára aldur og er að sjálfsögðu sá sami fyrir kon- ur seni karla. Myndin er af 18 ára gömlum ungverskum skólastúlkum, sem eru á leið á kjörstað í fyrsta sinn í sveitastjórnarkosningunum, sem fram fóru í Ungverja- landi ekki alls fyrir löngu. <5v- í bardögunum í borginni í fyrradag milli stjórnarliðsins og hermanna eins af sértrúarflokk- unum féllu 26 menn, en 112 særðust. Barizt var í tæpa fjóra tíma. Herir sértrúarflokkanna hafa nú á valdi sínu allar samgöngu- leiðir á landi til borgarinnar og hafa stöðvað alla flutninga þang að. Stjórn Ngo Dinh Diem gaf því út lagafyrirmæli í gæf til að tryggja að ekki komi til hung- ráðizt inni Indó Kina 5000 manna lið heldur frá Burma og býsi um nyrzt í Laos Nýtt ófriðarsvæði hefur myndazt 1 Suðaustur-Asíu af völdum liðsafla Sjang Kaiséks. ursneyðar í borginni. Yfirmaður frönsku hernaðar- nefndarinnar í Suður-Vietnam ræddi í gær við Diem forsætis- ráðherra o| leiðtoga sértrúar- flokkanna í því skyni að miðla málum, en talið er að viðræður þeirra hafi litinn árangur borið. Collins, fulltrúi Eisenhowers for- seta í landinu, ræddi einnig við Diem. Leiðtogar sértrúarflokkanna sendu Bao Dai keisara, sem dvelst í Frakklandi, enn eitt skeyti í gær og ítrekuðu kröfu sína um að Diem yrði settur af og þeim fengnir stjórnartaum- arnir í hendur. Kosninpr í Bretlandi Fréttastofa stjórnarinnar i norðurhluta Viet Nam skýrir frá því, að hluti liðs Sjang Kaiséks sem hafzt hefur við í Burma undanfarin ár, hafi ráð- izt inn í Laos, eitt af þrem ríkjum í Indó Kína. Er hér um að ræða 3000 manna flokk sem hefur tekið þorpið Malitao á sitt vald. Auk þess hafa smærri flokkar brotizt inn í Laos ann- arsstaðar. Sveitir úr þessu liði Sjangs hafa lagt til atlögu gegn sveit- um úr alþýðuher Laos, sem samlcvæmt vopnahléssamning- unum í Genf fékk til umráða tvö nyrztu fylki landsins. Her Sjangs hefur hafizt við í Burma sjðan 1949 er hann flýði þangað frá Kína. Burma- stjórn hefur verið um megn að hafa hendur í hári þeirra í hin- um strjálbýlu og torfæru landa- mærahéruðum. Sannanir eru fyrir því að her þessi hefur haft samband við aðalstöðvar Sjangs á Taivan og fengið bandarísk vopn og skotfæri flugleiðis. Fréttaritari Reuters í Ran- goon, höfuðborg Burma, segir að þar sé vitað að um 5000 manna lið Sjangs leitist nú við að komast frá Burma inn í Laos. Frétzt hefur að þær sveitir sem komnar eru á leið- arenda séu teknar að útbúa flugbrautir til að geta tekið á móti vopnasendingum frá Tai- van. Kínversk blöð segja, að ljóst sé að herhlaup manna Sjangs inn í Laos sé þáttur í undir- búningi Sjangs og Bandaríkja- manna undir innrás í Kína. Blöðin segja að Bretum og öðr- um sem stóðu að samningunum í Genf beri nú að standa við þá og koma í veg fyrir þetta herhlaup inní Laos. Sovétríkin skila listaverkum Sendiherra Sovétríkjanna Austur-Þýzkalandi tilkynnti austurþýzku stjórninni í gær, að Sovétríkin myndu skila aft- ur 300 málverkum, sem eru eign listasafnsins í Dresden, en hafa verið í vörzlu Sovétríkjanna síð- an I stríðslok, þegar sovézkir hermenn fundu þau í þýzkum saltnámum. Eitt þessara mál- verka er Sixtínska madonna Rafaels, ein frægasta mynd meistarans. Reuter skýrði frá því í gær, að nú væri talið víst að þing- kosningar yrðu í Bretlandi annaðhvort 26. apríl eða 16. maí. Fréttastofan segir, að Chur- chill hafi þegar í janúar til- kynnt flokksbræðrum sínuin, að liann óskaði ekki eftir að stjórna næstu kosningabaráttu Ihaldsflokksins og liafi þá þegar verið ákveðið að hann skyldi draga sig í hlé, ef til kosninga kæmi í vor. MikiII meirihluti þingmanna íhaldsflokksins vill kosningar og það sem fyrst, bæði til að geta notfært sér ágreininginn í Verkamannaflokknum og af 1 ótta við að efnahagsástandið í Bretlandi muni fara vérsnandL á komandi mánuðum. Vegatollar Framhald af 12. síðu. urveldanna í V-Berlín sagði i gær, að enn væri of snemmt að gera gagnráðstafanir, enda þótt hjá því yrði ekki komizt, ef austurþýzk stjórnarvöld tækju ekki aftur þessa ákvörð- un sína. Hann sagði að enginn vafi væri á að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna fullgild- ingar Parísarsamninganna á vesturþýzka þinginu og mætti búast við fleiri slíkum ráðstöf- unum af hálfu austurþýzkra stjórnarvalda. Ekkjudrotining Belgíu heimsækir Pólland Elisabet ekkjudrottning Belg- íu er koinin til Póliands í op- inbera lieimsókn. Stjórn pólsku tónlistarliátíðarinnar sem keimd er við Chopin bauð lienni. Hún er fyrsta konungborna rnann- eskjan frá Vestur-Evrópu sem heiinsótt hefur Aiistur-Evrópu síðan heimsstyjöhlinni síðari lauk. Elísabet er ekkja Alberts, hins ástsæla konungs Belga, og amma Baudouins sem nú er konungur. Hún er mikill tón- listarunnandi og einlægnr frið- arvinur. íhaldsblöð í Belgíu liafa gagnrýnt för ekkju- drottningarinnar til Póliands ett hún lét það ekki á sig fá. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.