Þjóðviljinn - 07.04.1955, Síða 3
i 2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1955
★ 1 dag er flmmtudagurinn 7.
apríl. Skfrdagur. — 97. dagur
árslns. — Fullt tungl kl. 6:35; í
hásuörl kl. 1:13. — Ardegisháfkeði
kl. 6:24. Síðdegisháflæði kL 18:40.
TIL BABNANNA
Ævintýrið Pétur og úifurinn og
leikdansinn DimmaHmm verða
sýpd.í. Þjóðleikhúsinu,^kl. 3 i.dag.'
Er 'það’ 2'. syningin, og væntir
Þjóðleikhúsið þess að börnin fylli
það,
Krossgáta nr. 622
Lárétt: 1 flatfiskur 4 líkamshluti
5 hvíld 7 nafn 9 óðagot 10 nægi-
legt 11 elskar 13 leikur 15 smá-
orð
Lóðrétt: 1 leit 2 for 3 ryk 4 hests-
na,fn 6 ókyrrðin 7 fora 8 atviksorð
12 neitun 14 drykkur 15 tenging
Lausn á nr. 621
Lárétt: 1 málfar 6 lokaðir 8 ár 9
te 10 áma 11 um 13 an 14 maul-
aði 17 rulla
Lóðiétt: 1 mor 2 ÁK 3 Parmall
4 að 5 rit 6 lásum 7 reyndi 12
mar 13 aða 15 uu 16 al
Séra L. Murdoch
mun ha'.da þrjá fyrirlestra um
páskana í Aðventkirkjunni. Hinn
fyrsti verður ha’dinn á föstudag-
irin langa, og talar hann þá urn
efnið: Hversvegna fær þjáning,
sorg og dauði að ríkja í heimi
vorum? Næsti fyrirlestur verður
haldinn á páskadaginn og talað um
efnið: Upprisuboðskapurinn og nú-
tíminn. Þriðja erindið verður hald-
ið annan páskadag og talað mn
efnið:, Kirkja nútímans undir
smásjá Guðs. — Á föstudaginn
langa mun Guðmundur Jónsson
óperusöngvari syngja með undir-
leik Weishappels. Ath. Allir fyrir-
lestrarnir verða haldnir kl. 5 eh.
Allir eru velkomnir.
Læknar um páskahátíðina
Skirdagur: Arinbjörn Kolbeins-
son, Miklubraut 1, sími 82160.
Föstudagurinn langi: Björn Guð-
brandsson, Hraunteigi 16, sími
82995.
Laugardagur: Gísli Ólafsson, Mið-
túni 90, sími 3195.
Páskadagur: Skúli Thoroddsen,
Fjölnisvegi 14, sími 81619.
Annar i páskum: Árni Guðmunds-
son, Barðavogi 20, sími 3423.
Næturvarzla
er i Ingólfsapóteki, sími 1330.
LYFJABÚÐIB
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
mr | kl. 8 alla daga
Apótek Austur- | nema laugar-
bæjar daga til kl. 4.
(Skírdagur).
K}. 9.30 Morgunút-
7 vrirP: Préttir og
L \\ tónleikar. — 10.10
J ’V \ Veðurfr. a) Fiðiu-
/ V'- konsert i C-dúr
eftir V'Valdi- b) Harpsikordkons-
ert eftir Carl Philipp Emanuel
Bach. c) Sinfónia nr. 4 í B-dúr
eftir Beethoven. 11.00 Messa í Fri-
kirkjunni.rSéra Þorsteinn Björns-
son. Organleikarl: Sig. Isó’fsson.
15.15 Miðdegistónieikar: a) Píanó-
kvintett i Es dúr op. 44 eftir Schu-
mann. b) Cellókonsert i D-dúr e.
Haydn. c) Píanósónata í c-moll
op. 111 eftir Beethoven. Schnabel
leikur. 18.30 Tónleikar. — 19 25
Veðurfregnir. a) Píanókvintett í
Es-dúr op 44 eftir Schumann. Olga
Loeser-Lebert og Léner-kvartett-
inn leika. b) Tríó í d-mo'.l op. 49
eftir Mende’sohn Rubinstein, Heif-
etz og Piatigorsky leika. c) Di-
vertimento nr. 1 í B-dúr (K229)
fyrir tvö klarínett og horn eftir
Mozart. Egill Jónsson, Viihjálmur
Guðjónsson og Hans Ploder leika
19.45 Auglýsingar. — 20 00 Fréttir.
20.20 Tón’.eikar pl.: a) Kantata
fyrir a't, tenór og bassa, tvær
fiðlúr og harpsíkord eft-ir Buxte-
hude. Söngvarar: Elsa Sigfúss, A.
Schiötz og Holger Nörgaard.
Stjórnandi: Mogens Wöldike. b)
Missa Brevis eftir Buxtehude; Mad
rigalkór danska útvarpsins syng-
ur; Mogens Wöldike stjórnar. c)
Chaconna eftir Purcell. Strengja-
hljómsveit Ieikur; Constant Lam-
bert stjórnar. d) Þáttur úr messb
fyrir fimm raddir eftir Byrd. Fleet
Street kórinn syngur. 21.00 Dag-
skrá Kristilegs stúdentafélags:. a)
Séra Sigurður Pálsson flytur er-
indi. b) Helgi Tryggvason cand.
theol. les -kvæði. c) Róbert A.
Ottósson flytur þátt með tóndæm-
um. 22.15 Tónleikar: Þættir úr
Die Kunst der Fuge eftir Bach.
Heitmann leikur á orgei. 22 45
Dagskrárlok.
Föstudaguriim langi
Ki. 9:30 Morguntónleikar. 10:10
Veðurfr. Þættir úr Mattheusar-
passiunni eftir Bach. 11:00 Messa
í Hallgrímskirkju. Séra Sigurjón
Þ. Árnason. Organleikari: Páll
Halldórsson. 15.15 Miðdegistónleik-
ar: Þættir úr Messu í h-moll eft-
ir Bach. — Sinfóníuhljómsveit
Lundúna og fílharmonískur kór
flytja. Stjórnandi: Coates. Ein-
söngvarar: Margaret Baifour, E.
Sohumann, Widdop og Schorr. —
16.30 Veðurfregnir. 17.00 Messa í
Laugarneskirkju Séra Árelíus Ní-
elsson. Organleikari Helgi Þorláks-
son. 18.30 Tónleikar 19.25 Veður-
fregnir. a) Krossfestingar-kantata
eftir Steiner. Croks, Tibbert og
Trinity kórinn syngja. b) Tveir
orgelkonsertar, op. 7 nr. 4 í d-moll
og op. 4 nr. 3 í g-moll eftir Hánd-
el (Kraft og Pro Mosica kammer-
hljómsv.; Reinhard stjórnar).
20.15 Tónleikar: Passacaglia í c-
rnoll eftir Baoh (Sinfóníuhljóm-
sv. í Philadelphíu; Stokowsky
stjórnar). 20.30 Úr kirkj.usögu
miðalda; samfelld dagskrá. Magn-
ús Már Lárusson prófessor tók
saman og flytur ásamt þrem guð-
fræðinemum: Ásgeiri Ingibergs-
syni, Hjalta Guðmundssyni og Ól-
afi Skú’asyni. — Róbert Abraham
Ottósson og Hjalti Guðmundsson
flytja gamla helgitónlist. 22.10
Tónleikar; Sálumessa eftir Cheru-
bini. (ltalskir listamenn flytja;
Carlo Maria Guilini stjórnar).
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagurlnn 9. apríl.
Kl. 8.00—9.00 Morgunútvarp.' 10 10
Veðurfregnir. 12 50 Óskalög sjúk-
linga (Ingibjörg Þorbergs). 13.45
Heimilisþáttur (Frú Elsa . Guð-
jónsson). 15.30 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir — Endurtekið
efni. 18.00 Útvarpssaga barnanna:
Ennþá gerast ævintýr eftir Óskar
Aðalsteip; II. 18 30 Tómstunda-
þáttur ba.rna og unglinga. 18:50
Úr h’ jómleikasalnum '(p1'): a)
Tilbrigði eftir Liszt um stef eftir
Bach (Páll ísólfsson leikur á org-
el). b) Fiðlusónata í A-dúr eftir
César Franck (Hephzibah og Yeh-
udi Menuhin leika) 19:25 Veðurfr.
19:40 Auglýsingar. 20:00 Fréttir.
20:30 Fimm íslenzkir söngvara.r
syngja: Guðrún Á. Símonar, Þu-
ríður Pálsdóttir, Guðmundur Jóns-
son, Kristinn Hallsson og Magn-
ús Jónsson. 21:15 Keppni í mælsku-
list milli guðfræðinga og lög-
fræðinga (Hljóðritað á segu’.band
á kvöldvöku Stúdentafélags Rvík-
ur 25. marz). Guðfræðingar: Sr.
Sigurður Einarsson í Holti, sr.
Sigurður Pálsson í Hra-ungerði og
Þói ir Kr. Þórðarson dósenti.' Lög-
fræðingar: Barði < Friðriksson
skrifstofustjóri, Páll S. Pálsson
framkvæmdastj. og Sigurður Óla-
son hæstaréttarlögmaður. Stjórn-j
andi þáttarins: Einar Magnússonj
menntaskólakennari. 22:00 Fréttir,
og veðurfregnir. 22:10 Passíu-]
sálmur. 22:20 Tónleikar: Þættir
úr klassískum tónverkum (pl.)
Dagskrárlok kl. 23:30.
Páskadagur
Fastir liðir eins og venulega. Kl.
8:00 Messa í Hallgrímskirkju (sr.
Jakob Jónsson.) 9:15 Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur. 10:20 Morgun-
tónleikar (p’): a) Gloría úr
Missa solemnis eftir Beethoven
(Einsöngvarar, Robert Shaw kór-
inn og NBC-sinfóníuhljómsveitin
í New York flytja; Toscanini stj )
b) Kvintett op. 163 í C-dúr eftir
Schubert (Amadeuskvartettinn og
William Pleeth leika). c) Píanó-
konsert nr. 2 í B-dúr eftir Brahms
(Rudolf Serkin og Philadelphíu-
hljómsveitin leika). 12:15 Hádegis-
útvarp. 14:00 Messa í Aðventkirkj-
unni: Óháði fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík (sr. Emil Björnsson.)
15:15 Miðdegistónleikar: -Tvö tón-
verk eftir Mozart (pl): a) Júpíter
sinfónían (Fhílharmoniíska hljóm-
sveitin í Vínarborg leikur; Bruno
Walter stjórnar). b) Píanókonsert
í Es-dúr (K449) (Rudolf Serkin
og Kammerhljómsveit Adolfs
Busch leika). 17:30 Barnatími
(Helga og Hulda Valtýsdætur): Sr.
Bjarni Sigurðsson á Mosfelji á-
varpar börnin. Tónleikar ofl. 18:30
Tónleikar: Þrjú tónverk eftir
Bach (plötur): a) Svíta i D-dúr
(Kammerhljómsveit Adolfs Busch).
b) Fiðlukonsert í Es-dúr (Mischa
Elman og hljómsveit undir stjórn
Sir Johns Barbirolli leika). c)
Krómatísk fantasía (Edwin Fisch-
er leikur á pía.nó). 19:25 Veður-,
fregnir. 19:30 Kórsöngur: Finnsk-
ir kðrar syngja (p'l): 20:00 Frétt-
ir. 20:15 Páskahugleiðing (sr. Jón
Árni Sigurðsson í Grindavík).
■20:30 Tónleikar: Tvö tónverk eftir
Beethoven (pl): a) Sinfónía nr.
1 í C-dúr (NBC-sinfóniuhljóm-
sveitin í New York leikur; Tosc-
anini stjórnar). b) Romance í G-
dúr fyrir fiðlu og hljómsveit
(Mischa E'man og hljómsv. undir
stjórn Lawrence Gollingwood). —
21:05 Leikrit: Helgur maður og
ræningi eftir Heinrich Böll í þýð-
ingu Björns Franzsonar. Leikstj:
Þorsteinn Ö. Stephensen. Leikend-
ur Þ.Ö.St., Lárus Pálsson, Karl
Guðmundsson, Valur Gíslason,
Inga Þórðaxdóttir, Helgi Skú’ason,
Róbert Arnfinnsson Haraldur
Björnsson, Jón Aðils, Arndís
Björnsdóttir, Nina Sveinsdóttii',
Guðrún Stephensen, Þorgrímur
Eina.rsson, Árni Tryggvason,
Steindór Hjörleifsson, Valdimar
Helgason og Einar Ingi Sigurðs-
son. 22:00 Veðurfregnir. Tónleik-
ar: Tvö" tónverk eftir Schubert
(pl): a) Silungakvintet'tinn (Wil-
he’.m Bachaus og International
strengjakva.rtettinn leika). b) Dúó
í A-dúr fyrir fiðlu og p’anó
(Kreisler og Rachmaninoff leika).
Dagskrárlok klukkan 23:00.
Amvar páskadagur
Kl. 9:30 Morgunútvarp: Fréttir og'
tónleikar (a. Brandenborgarkon-
aert nr. 2 í F-dúr eftir Bach
(Kammerhljómsveitin í Stuttgart;
Karl Miinchinger stjórnar). b)
Lagaflokkur úr Vatnasvitunni eft-
ir Hápdel (Hljómsveitin Philharm-
onia; Herbert von Karajan stjórn-
ar). c) Sónata nr. 1 í g-moll fyrir
einleiksfiðlu eftir Bach (Emil Tel-
manyi Jeikur og notar Vega-Bach
boga). d) Konsert í c-moll fyrir
2 harpsikord og hljómsveit eftir
Bach (Linoel Sa.lter, Charles
Spinks og Baroque hljómsv. í
Lundúnum leika; Karl Haas stj.)
11:00 Messa í Dómkirkjunni (Sr.
Óskar J. Þorláksson.) 15:15 Mið-
degistónleikar: Tónleikar Sinfón-
iuhljómsveitarinnar í Þjóðleikhíis-
inu frá 29. fm (Hljóðritað á seg-
ulband) Stjórnandi: Olav Kielland.
a) Konsert fyrir tvær fiðlur og
strengjasveit eftir Bach. Ein’.eik-
arar: Ingvar Jónasson og Jóri
Sen. b) Tragísku'r forleikur op.
81 eftir Brahms. c) Sinfónía nr. 5
i e-moll op. 64 eftir Tschaikowsky.
17:30 Barnatími (El)efu ára börn
úr Hafnarfirði). 18:30 Tónleikar:
a) Serenade nr. 11 í Es-dúr fyrir
8 blásturshljóðfæri eftir Mozart
(Félagar úr Sinfóniuhljómsveit-
inni) b) Fiðlusnillingurinn Isac
Stern leikur; Alexander Zakin
leikur með á píanó (Hljóðritað á
tónleikum í Austurbæjarbíói 5.
janúar sl.) 1. Rondó eftir Moza.rt-
Kreisler. 2. La Fontaine d'Aret-
huse eftir Szymanowski. 3. La
Campanella eftir Paganini. 4.
Valse sentimentale eftir Tschai-
kowsky. c) Sva.nasöngur, laga-
flokkur eftir Shubert (Dietrich
Fischer-Dieskau syngur; ,pl ) 20:20
Erindi: Jón Sigurðsson og bónd-
inn í Hvilft (Lúðvík Kristjánsson).
20:55 Ópera Þjóðleikhússins: I
Pagliacci eftir Ruggerio Leon-
cávaílo. Hiljómsveitarstjóri: Dr.
Victor Urbancic. Leikstjóri: Simon
Edwardsen. Einsöngvarar: Stina
Britta Melander. Þorsteinn Hann-
esson, Guðmundur Jónsson, Árni
Jónsson, Gunnar Kristinsson, Jón
R. Kjartansson og Sigurður
Eimskip
Gullfoss fór frá Leith í fyrradag
til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Ventspils í gær til Hamborgar og
Reykjavíkur. Selfoss fór frá Dubl-
in í gær tjl Leith og Wismar. —
Önnur skip Eimskip eru í Rvík.
Sambaitdsskip
Hvassafell fór frá Bremen í gær
til Rotterdam. Arnarfell er í
Reykjavík. Dísarfell er á Akur-
eyri. Helgafell fór frá New Yorlc
3. þm til Is'.ands. Smeralda er í
Hvalfirði. Thea Danielsen er á
Seyðisfirði. Jutland er á Horna-
firði.
SKÁKIN
. j m m m
ABCDEFGH
Hvítt: Botvinnink
Svart:SmisIoff
15. e3—e4 0—0
16. Bcl—e3 — —
ABCDEF GH
Björnsson. Kór og hljómsveit
Þjóðleikhússins syngur og leikur.
22:20 Danslög; þ.á m endurtek-
inn siðasti þáttur Jónasar Jón-
assonar: Léttir tónar. Dagskrár-
lok klukkan 2 eftir miðnætti,
Þriðjudagur 12. april
Fastir liðir eins og venjulega. KI.
20:30 Daglegt mál (Árni Böðvars-
son). 20:35 Erindi; Unglinga-
fræðsla (Sigurjón Björnsson sál-
fræðingur). 21:00 Áhugamaður tal-
Frarnhald á 10. síðu.
Æfing
á morgun
kl. 2 eli.
litli Kláus og stóri Kláus Ævintýri eftir H. C. ANDERSEN .:. Teikningar eftir Helge Kuhn-Nielsen 5.
Rétt við þjóðgötuna stóð bóndagarður mikill; þar var
stofuhús og útihlerar fyrir gluggum, og lagði út birtu
innan frá að ofan ti). — Hér get ég iiklega fengið að
vera, hugsaði lHli Kláus og drap högg á dyr. — Bónda-
konan lauk upp, en þegar hún heyrði, hvað hann vildi,
þá sagði hún honum, að hann gæti farið sína. leið, mað-
urinn sinn væri ekki heima og hún tæki ekki á móti
gestkomendum. — Nú, þá verð ég að liggja úti, sagi
lítli Kláus, og bóndakonan skellti dyrunum aftur beii
framan í hann.
Fimmtudagur 7. apríl 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (3
A verkfallsvakt
Einar Gunnar Einarsson
hemlaði Pobedabílinn sinn
framan við bækistöð verkfalls-
varðanna við olíustöðina í
Hvalfirði skömmu eftir hádegi.
Gisli Jónsson, sem var ný-
lega orðinn fjögurra ára, stíg-
ur út úr bílnum. Hann var
kominn í stutta heimsókn til
pabba síns, sem er hér liðs-
maður í flokki verkfallsvarða
sem hindra frekari verkfalls-
brot olíufélaganna.
Bjarni Bjarnason og Guð-
eftir dagblöðum. Jú, hér er
Tíminn, Landsýn, Frjáls þjóð
og Alþýðublaðið, en Þjóðvíljinn
varð því miður eftir í bænum,
segja hinir nýkomnu afsakandi.
Blað „allrastéttaflokksins” gaf
olíubílstjóri okkur fyrr í dag
svo nokkuð er nú til að lesa,
þótt sumir sakni vinar í stað
þar sem Þjóðviljann vantar.
Meðan nokkrir spyrja aðra
frétta og tína dót út úr hinum
aðkomna bíl veitir enginn því
athygli að Einar Gunnar styðst
Þeir munu standa vörð um réttindi og heiður alþýðunnar
þar til yfir lýkur.
mundur Bjarnason komu líka
út úr bílnum. Þeir eru komn-
ir hingað til að leysa af. Þeir
ætla að liggja hérna við næstu
daga og vakta Smeröldu sem
olíukóngarnir sendu hingað eft-
ir verkfallsbrotið í Örfirisey.
Jóhanna Jakobsdóttir er meðal
komumanna. Hún er ein þeirra
kvenna sem leggja verkfalls-
vörzlúnni lið. Hún hefur kassa
undir annarri hendi en tösku í
hinni. Gísli litli segir að
mamma sín sé með pönnukökur
í kassanum og ýmislegt fleira
gott.
Bækistöð verkfallsvarðanna
er 20 manna bíll með' svamp-
sætum, sem einnig eru hin á-
kjósanlegustu rúm. Þessi bíll
flutti 20 verkfallsverði frá
Reykjavík til liðs við Guðmund
J. sem var hér við 5. mann
eftir að olíubraskararnir höfðu
sent Smeröldu hingað, sællar
minningar.
Við sem fyrir erum spyrjum
upp við bækistöðina og tekur
kvikmynd ,af því sem gerist. Og
þegar við göngum öll niður á
bryggjuna sem Smeralda liggur
við og bíður eftir því að ríki-
stjómin leyfi lausn verkfalls-
ins er hann annað slagið með
vélina á lofti. — Ef þessi mynd
tekst vel getur hún orðið
skemmtileg heimild frá þessum
stað, og er þá leitt til þess að
vita að mynd hins borðalagða
sýslumanns frá Borgarnesi, sem
lék sinn þátt á þessum stað
fyrir nokkrum dögum, skuli
ekki fyrirfinnast í henni.
Næst var drukkið kaffi und-
ir bröndurum Péturs Hraun
fjörðs. Pönnukökurnar fá verð-
ugar viðtökur, ásamt jólakök-
um og franskbrauði, að ó-
gleymdum sæmundi, sem engir
hafna nema rottur og mýs.
Þeir menn sem í heimsókn
komu halda svo í bæinn aft-
ur, ásamt Einari Kristjánssyni
og Pétri Hraunfjörð, sem ieyst-
ArásarmaðnrÍDn
Framhald af 1. síðu.
•jAr Vissi að telpan var
14 ára
Þegar lögregluþjónarnir komu
að bílnum var Guðmundur bú-
inn að færa teipuna úr bux-
nnum, hafði sjálfur afklæðzt að
neðan og iá ofan á telpunni í
aftursæti bílsins en hún reyndi
að stympast á móti. Stöðvuðu
lögregluþjónarnir fljótt þennan
ófagra leik. Við réttarhöld síð-
ar kom í ijós að telpan hafði
aðeins haft mjög óljósa hug-
mynd um hvað Guðmundur
Guðjónsson ætlaðist fyrir; hún
hafði aldrei haft nokkur mök
við karlmenn og fáttvitað um
kynferðismál. Guðmundur Guð-
jónsson vissi hins vegar full-
við karlmenn og fátt vitað um
og var honum þó vel ljóst að
telpan var ekki nema 14 ára.
Hann hafði oft séð stúlkuna
og var vel kunnugur þar í sveit-
inni, enda bar útlit hennar
greinilega með sér að hún gat
ekki verið eldri.
•^T Afreksmaður í Vísi og
Morgunblaðinu
Að aflokinni réttarrannsókn
í málinu var málshöfun fyrir-
skipuð og er málið ekki enn
komið til dóms. Á meðan geng-
ur þessi margdæmdi glæpa-
maður laus, reiðubúinn til hvers
konar óþokkaverka. Hann er
margdæmdur fyrir brot á bif-
reiðalögum og ölvun við akst-
ur en samt er honum látið
haldast uppi að aka leigubíl
(þótt engin stöð vilji að vísu
hafa hann). Og þegar Sjálf-
stæðisflokknum liggur á er
nafn hans grafið unp niðri í
Holsteini og hann fenginn til
þess a.ð að hafa forustu fvrir
árás á verkfaiismenn; - mað-
ur sem getur fengið sig til þess
að reyna. að nauðga 14 ára
telnubami hefur verið talinn
tilvalinn til slíkra verka. Og
síðan er honum hælt sem af-
reksmanni og fyrirmvnd lög-
hlýðinna borgara í Morgunblað-
inu og Vísi; svona eiga menn
að vera segja þessi blöð.
ir voru af.
Á ég að hita kartöflurnar
upp? kallar Bjami, þar sem
hann situr í „eldhúsinu“, sem
er staðsett í miðri bækistöð-
inni. — Hann ér að byrja ,að
taka kvöldmatinn til.
Ekki fyrir mig, segi ég eins
fljótt og ég get, til þess að
missa ekki af lestri Guðmund-
ar. Hann les upphátt Ofvitann
eftir Þórberg Þórðarson.
Nei, anzar Jakob Sigurðsson
og hóstar lágt um leið.
Guðmundur les Ofvitann ó-
truflaður. Bjarni pumpar prím-
usinn.
Vatnið sýður og Bjarni lætur
englabelli niður í það. Þannig
á að hita upp kjöt segir hann,
þá brennur það ekki.
Jæja, matur! segir Bjarni,
þegar bellirnir eru orðnir hvit-
ir. Bjarni er hættur að bjóða
upp á „ómengað” kjöt þegar
hann hitar þessa litlu rauð-
leitu gamastúfa. Hann veit
að ég aðhyllist ekki krabbamat
þegar annar stendur mér til
boða. Hann veit um líkurnar
fyrir krabbamyndun í mönn-
um af matarlitum. En Bjarni
hefur séð mig éta sæmund eins
og mat. Og sá sem étur sæ-
mund á verkfallsverði er áreið-
anlega alæta.
„Eg neita að fara í portið“,
les Guðmundur og leggur frá
sér Ofvitann og tekur við fjór-
um rauðum garnastúfum, fyllt-
um af lituðu samsafni af kjöti,
sem Bjarni réttir honum á loki
af pappakassa. Á eftir kartöfl-
um og krabbamat drukkum við
ilmandi súpu frá Miðgarði.
Kverkar Guðmundar eru eitt-
hvað viðkvæmar eftir lesturinn,
því hann kvartar um of mikið
salt í súpunni, en Bjarni vill
ekki heyra neina gagnrýni,
hann kveður Guðmundi hollt
að borða saltan mat meðan
hann gegnir varðstöðu 75 km
frá Reykj.avík.
Að lokinni rriáltíð snarast
Jakob út úr bækistöðinni. Það
er aldimmt. Máninn veður
skýjasæinn yfir Hvalfirðinum.
Öldurnar gjálfra í fjörunni og
strekkingurinn stendur beint í
fangið á Jakobi þegar hann
labbar niður bryggjuna í eftir-
litsferð. Dagskrá kvöldsins er á
enda og Ríkisútv.arpið hættir
útsendingu í bili.
Okkur í bækistöðinni dettur
jafnsnemma í hug útvarp og
áróður. í því sambandi er
skemmst að minnast „fréttar”
sem ríkisútvarpið flutti um
Litlafellið, Hornafjörð og á-
standið þar.
Það er komin nótt. Bjarni,
fyrirliði verkfallsvarðanna, rað-
ar niður á næturvaktina og
býður góða nótt. H. H.
Við skuldum þeim
Það var síðla laugardags 2.
þ. m. .að ég fregnaði að Guð-
mundur J. hyggði enn á Hval-
fjarðarferð. Olíuokraramir
bjuggust þar til nýs verkfalls-
brots, en stétt þessi hefur um
skeið skarað framúr í fjand-
semi við verkalýðsfélögin, og
er hennar sóminn að villa ekki
lengur á sér heimildir. Nú
þurfti Guðmundur J. skjótt við
að bregða og gat ég því ekki
notið þess að verða honum
samferða, enda kaus hann sér
til fylgdar vaska menn og dug-
andi svo í bíl hans var eigi rúm
fyrir menn hjartablauða.
• Ber að miina
En Guðmundur Hjartarson
aumkvaðist yfir kjarklítinn en
þeim mun forvitnari blaða-
mann, og Jón Rafnsson, Vinnu-
ritstjóri gat ekki á sér setið að
koma með, sá fjölvísi byltinga-
jöfur. Segir ekki af för okkar
í vorrökkrinu né nóttunni fyrr
en bíllinn beygði niður á olíu-
bryggjuna þar sem arrestboð-
inn hótaði okkur með sýslu-
manni fyrir skemmstu. Ofan
bryggjunnar var bíllinn, bæki-
stöð verkfallsvarða Dagsbrúnar
í Hvalfirði. Verðir þessir höfðu
lengstaf verið hinir sömu, án
hvíldar, undanfarinn hálfan
mánuð. Mér lék hugur á að
sjá .þá. Skilningur þeirra og
fórnfýsi er þeirrar tegundar að
hann ber að muna.
• Þá hallaðist ekki á
Frammi á bryggjuhausnum
hittum við fastaverðina og Guð-
mund J. og hina nýkomnu
menn hans. Öðrumegin bryggj-
unnar lá olíuskip það er Fram-
sókn hlaut samkvæmt helminga
skiptareglunni. Hafi menn ekki
vitað það áður ætti útvarpið
nú að hafa kennt öllum lands-
lýð að skip þetta nefnist Litla-
fell. Fyndist mér tilhlýðilegt að
ráðamenn Olíufélagsins gerðu
sér glaðan dag við nýja skirn-
arathöfn þess og létu mála á
kinnungana Fjandafell og
hallaðist þá ekki á heiti skips-
ins og framkoma Olíufélagsins
í garð verkalýðsfélaganna. — í
Hvalfirði hefur ekki verið verk-
fall nema við skip sem komizt
hafa í bann vegna verkfajls-
brota, eða verið með farm sem
skipa hefur átt upp í Reykja-
vík. Olíufélagið hefði því getað
Iátið Litlafell sitt flytja næga
frjálsa olíu út um landið, en í
þess stað lét Olíufélagið skip
þetta þvælast við verkfallsbrot.
Viðræðum Guðmundar J. og skipstjóra Þyrils að ljúka — Þessari
orustu hafa olíusalarnir tapað.
Slík fjandsemisyfirlýsing verð—»
ur munuð.
• Vinir og samherjar
Það voru 4 færeysk skip við
bryggjuna. Allir að fá olíu. Ró-
legir menn Færeyingar. Ef við
værum í samskonar peysum og
þeir værum við alveg eins,
sagði einn verkfallsvarðanna.
Það fór vel á með Færeyingum
o|f vörðunum. Einn kom rog-
andi með 6 stóra þorska, vinar-
gjöf Færeyinganna til verk-
fallsvarðanna í Hvalfirði. Ein-
hverjir létu þau orð falla, ,að
yrði smalað miklu verkfalls-
brjótaliði væri velkomið að
þeir skryppu upp á bryggjuna
og lánuðu okkur hendi. Það
þarf ekki að segja Færeyingum
hvað verkfall er, þeir hlutu
sína eldskírn í sjómannaverk-
fallinu í fyrra — og mega vera
stoltir af frammistöðu sinni þá.
• Olíusalar töpuðu
orustunni
Loks höfðu Færeyingarnir
verið afgreiddir, — og nú
skyldu leiðslurnar tengdar við
Litlafell. Kom nú hreyfing á
Harðverja, undir forustu arrest-
boðans hins hvassnefjaða. Væri
þó synd að segja að þeir hefðu
nokkuð verið óðfúsir á svipinn.
Verkfallsverðirnir voru á sín-
um stað og tókust nú viðræður
milli Guðmundar J. og skip-
stjóra Litlafellsins. Guðmundur
J. tilkynnti skipstjóranum að
skip hans væri í banni, lestun
þess yrði ekki leyfð. Skipstjór-
inn var hinn kurteisasti, en
túlkaði fyrirmæli sinna yfirboð-
ara. Spurði hann svo arrest-
boðann; — Hvað ætlar þú að
gera? Arrestboðinn svaraði um
hæl: — Eg skipa ekki mínum
mönnum að vinna þegar hér
eru margir menn til staðar er
hafa lýst yfir að þeir muni
hindra það.
Gengu Harðverjar frá olíu-
leiðslunum og héldu siðan heim.
Enn hafði Guðmundur J. og
menn hans unnið orustu í Hval-
firði.
• Við skuldum þeim
mikið
Við, þessir tveir áhorfandi
Jónar, skruppum upp í bæki-
stöð verkfallsvarðanna og nut-
um þar góðrar íslenzkrar gest-
risni. Fjórmenningarnir á verð-
inum í Hvalfirði láta það ekki
á sig fá þótt olíusalarnir hafi
bannað að selja þeim nokkuð
matarkyns. Þannig er gestrisni
olíusala, menning olíusala.
Fjórmenningar þessir láta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna.
Daginn sem 14 stiga frostið var
sáust þeir ösla í sjónum. Og
siðan hlánaði syndir Helgi
Hóseasson trésmiður dag
hvern í sjónum. Þetta eru menn
sem hvorki skjálfa né skelfast.
Þeir hafa nú vikum saman ekki
vikið af verðinum. Þeir munu
standa vörð • um réttindi og
heiður alþýðunnar þar til yfir
lýkur. Það eru slíkir menn sem
viuna sigrana fyrir þig og mig^
Við skuldum þeim mikið.
J.B.