Þjóðviljinn - 14.04.1955, Page 5
Fimmtudagur 14. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
H. C. Andersen settur á svortan
listex í Bandaríkjunum
Franska stjórnin hætt við
smíði kj arnorkuvopna
Hátíðahöldin í minningu danska ævintýraskáldsins H. C.
Andersens stóðu einmitt sem hæst um allan heim, þegar
sú frétt barst til heimalands skáldsins, að' það hefði verið
sett á svartan lista í Detroit
Danska blaðið Ekstrabladet
skýrir frá þessu og hefur fréttina
eftir útbreiddu bandarísku frétta-
riti Newsweek.
Frétt þessi hermir, að lögreglu-
stjóri einn í Detroit, Her.bert W.
Case að nafni, sem er forstöðu-
maður stofnunar þar í borg sem
Gáta „leirkera-
fjallsins“ leyst
Nokkrir ítalskir fornleifafræð-
ingar hafa fupdið leifar af
birgðum víns og olifufeiti frá
tímum Rómverja hinna fornu og
um léið leyst gátu, sem fræði-
menn höfðu kennt við „leirkera-
fjallið".
Þegar gamalt og fornfálegt hús
í fátækrahverfinu Testaccio í
Róm var rifið niður, fannst í
grunni þess sægur af tígulstein-
um og leirkerabrotum. Fræði-
menn sem kvaddir voru á vett-
vang gátu staðfest að hér var um
að ræða ámur undan víni, sem
skattskyld héruð voru skuld-
bundin að senda til Rómar. Þeir
þykjast geta sagt með vissu að
þarna hafi verið geyrrjd hundr-
uð vináma.
Leirkerunum sem notuð voru
til að flytja í vínið til Rómar var
síðan fleygt á sorphaug rétt við
birgðageymsluna. Þar myndaðist
smám saman hóll sem kallaður
hefur verið Mons Testaveus —
leirkerafjallið.
Molotoff og
Raab
vongóðir
Raab, forsætisráðherra Aust-
urríkis, og Molotoff, utanríkis-
ráðherra Sovétrikjanna, rædd-
ust við i Moskva í gær fyrir
og eftir hádegi.
í síðdegisboði hjá austúrríska
sendiherranum sagði Molotoff
blaðamönnum, að viðræðurnar
gengju vel og hann vonaðist
eftir jákvæðum árangri. Það
væri hinsvegar ekki undir Sov-
étríkjunum og Austurríki ein-
um komið hvort friðarsamning-
ur yrði nú loks gerður við
Austurríki, Vesturveldin yrðu
einnig að koma til skjalanna.
Raab kvaðst vilja taka undir
ummæli Molotoffs.
Fuiadu f jögur
kg af perlunt
Tveir fornmenjafræðingar
sem voru að róta í rústum hinn-
ar fornu borgar Nueva Cadis á
Spáni, komu um daginn niður á
hirzlu sem reyndist geyma um
2500 perlur, sem til samans
vega fjögur kiló. Með núver-
andi verðlagi á perlum hefur
fjársjóðurinn verið um fimm
milljóna króna virði þegar
hann huldist moldu en perlurn-
ar eru nú illa leiknar af raka
og áhrifum efna í jarðveginum.
í Bandaríkjunum.
nefnist „Leyfis- og bannstofa
Detroit" (The Detroit license and
censor bureau), hafi nú lengi
unnið að því að semja lista yfir
bækur og rit sem hann telji ó-
hæfar til lesturs fyrir borgar-
búa.
Það er tekið sérstaklega fram,
að lista þennan, sem nefndur er
á fagmáli „Detroit Line“, geti
hver sú borg í Bandaríkjunum
fengið sendan, sem hafi áhuga á
baráttunni gegn „óhollum og
klámkenndum“ bókmenntum.
Case lögreglustjóri hefur einnig
boðizt til að senda listann öllum
þeim bókaforlögum og bóksölum
sem ekki vilja láta bendla nafn
sitt við slíkar bókmenntir. Hann
er sagður vera harla ánægður
með árangurinn af þessari iðju
sinni, fjöldinn allur af forleggj-
urum og bóksölum hafa þakkað
honum fyrir að losa sig við þau
siðspillandi áhrif sem verzlun
með margnefndar bókmenntir
gætu af sér leitt.
Nú getur það engan furðað sem
eitthvað þekkir það ástand sem í
Bandaríkjunum ríkir í dag, að á
lista herra Case eru nöfn höfunda
á borð við Hemingway, Farrell
Kyrrt að kalla
í Saigon
Ekki hefur enn komið til
vopnaviðskipta í Saigon, höfuð-
borg suðurhluta Viet Nam, þótt
sagt hafi verið upp vopnahléi
herja ríkisstjórnarinnar og
einkaherja bófa- og sértrúar-
flokka sem bjóða henni byrg-
inn. Foringjar flokkanna skor-
uðu í gær á Ngo Dinh Diem
forsætisráðherra að segja af
sér þar sem hann hefði gerzt
ber að því að bregða fæti fyr-
ir tilraunir þjóðhöfðingjans Bao
Dai að leysa deiluna með mála-
miðlun.
Fréttaritarar í Saigon segja
að samstarfsmenn Diems og
fulltrúar Bandaríkjastjórnar
saki Frakka um að halda hlífi-
skildi yfir flokkunum og hindra
stjórnarherinn í að ganga á
milli bols og höfuðs á herjum
þeirra.
521 njósnari
handtekinn
Austurþýzk stjórnarvöld hafa
skýrt frá því að á skömmum
tíma hafi 521 maður verið hand-
tekinn fyrir þátttöku í njósnum
og skemmdarverkum í þágu
leyniþjónustna Vesturveldanna
og aðila 1 Vestur-Þýzkalandi.
Meðal þeirra eru menn sem
gerzt hafa sekir um íkveikjur,
skemmdarverk í verksmiðjum
og að eitra fyrir búpening. Aðr-
ir hafa njósnað fyrir leyniþjón-
ustur Bandaríkjamanna, Breta
og Frakka. Njósnunum og
skemmdarverkunum var stjórn-
að frá miðstöð í Vestur-Berlín.
Franska ríkisstjórnin hefur hætt við a'ð láta undirbúa
framleiðslu á vetnissprengjum.
og O’Hara, en fæsta mundi hafa
grunað að H. C. Andersen væri
líka orðinn svo spilltur í augum
réttþenkjandi Bandaríkjamanna,
að þeim fyndist ástæða til að
vara sérstaklega við honum. En
hann er einnig á þessum lista,
og varð Dönum spurn hvort mr,
Case hefði orðið var við lýðspill-
andi hugsanir í ævintýrinu um
nýju fötin keisarans, eða þá hvort
hann héfði fundið klámið í sög-
unni af prinsessunni á bauninni.
Bann við útflutn-
ingi bóluefnis við
lömunarveiki
Faure forsætisráðherra skýrði
blaðamönnum frá þessu eftir
Flugslys á Kínahafi
Framhald af 12. síðu.
ÍBrezka flotastjórnin í Singa-
pore skýrði frá því í gær að
einn fallbyssubátur hennar væri
á leið til hafnar með þá þrjá
menn af áhöfn indversku vélar-
arinnar sem af komust og þrjú
lík sem fundust. Aður hafði ver-
ið skýrt frá að sex menn hefðu
bjargast en það reyndist rangt.
Pólska stjórnin sendi í gær
brezka sendiherranum í Varsjá
orðsendingu og kveðst taka und-
ir vítur Kínastjórnar á van-
rækslu yfirvaldanna í Hong-
kong. Einn pólskur blaðamaður
fórst með vélinni.
ráðuneytisfund í gær. Hann kvað
ráðherrana hafa ákveðið að
Frakkland yrði að gerast kjarn-
orkuveldi og einbeita bæri öll-
um kjarnorkurannsóknum í
Frakklandi að því að hagnýta
kjarnorkuna til friðsamlegra
þarfa. Rannsóknum á notkun
kjarnorku til hernaðar yrði hætt.
Fyrir fáum vikum boðaði
Faure að franska stjórnin myndi
hefjast handa um að láta smíða
vetnissprengjur. Kvað hann þau
ein ríki sem yfir þeim vopnum
réðu geta, talizt tii stórvelda eins
og nú væri komið. Jules Moch,
fulltrúi Frakklands í afvopnun-
arnefnd SÞ, hvatti skömmu síðar
til þess að Frakkar leiddú ’hjá
sér kapphlaupið um smíði
kjarnorkuvopna.
Nokkrum klukkutímum eftir
að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna
leyfði sölu á bóluefni því við
lömunarveiki sem læknirinn
Jonas Salk hefur framleitt og
reynt hefur verið með góðum
árangri, tilkynnti viðskipta-
málaráðuneytið í Washington
að bannað væri að selja bólu-
efnið úr landi nema með sér-
stöku leyfi. Segir ráðuneytið að
þetta sé gert til þess að tryggja
það að Bandaríkjamenn gangi
fyrir þeim birgðum af bóluefn-
inu sem fyrir hendi eru.
Talsmaður Heilbrigðismála-
stofnunar SÞ sagði í Genf í
gær, að þótt sýnt væri að bólu-
efni Salks gerði töluvert gagn
gæti það ekki ráðið niðurlögum
lömunarveikinnar í sinni núver-
andi mynd. Rannsóknum væri
haldið áfram víða um heim og
allar líkur bentu til að enn
traustara bóluefni myndi finn-
ast áður en langt um liði. Löm-
unarveikin væri ekki enn yfir-
unnin en sigur í viðureigninni
við hana væri nú fyrirsjáanleg-
ur.
Yfirframmistöðustúlka !
■
■
■
■
■
(Hostess)
■
■
■
■
óskast í 1. fl. veitingahús hér í bænum.
■
- ■
Málakunnátta nauðsynleg. — Hátt kawp.
Eiginhandarumsókn, meö upplýsingum um mennt- [
un og fyrri störf, svo og mynd, sendist blaöinu j
fyrir 15. þ.m. merkt ,,Starf — 941“.
REKORD-BÚÐINGAR
Romm
Ananas
Appelsín
Sítrón
Hindberja
Jarðaberja
Karamellu
Butter scotts
Efnagerðin Rekord,
Brautarholti 28 —Sími 5913.
Aðalfundur
tim,
Sh=.
Rangæingaiélagsins í Reykjavík
veröur haldinn í Skátaheimilinu viö Snorrabraut
föstudaginn 15. þ.m. og hefst kl. 8.30.
Venjuleg aðalfundarstörf, kvikmyndasýning
og dans.
STJÓRNIN
Beztu hamingjuóskir, með einlœgu pakklæti,
sendast öllum þeim, sem minntust mín á áttatíu
ára afmælisdegi mínum, 11. apríl síðastliðinn.
Reykjavík, 13. apríl 1955
STEINN DOFRI
œttfrœðingur.
oi
•)
líiií