Þjóðviljinn - 14.04.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Síða 7
Fimmtudagur 14. apríl 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 Um engan menningarviðburð hefur eins mikið verið rætt og ritað hér á landi og þátt- töku Islendinga í Rómarsýn- ingunni, þótt þær umræður væru að vísu oft með næsta sérkennilegu móti. Almenningi er því mikil forvitni á að heyra hvernig sýningin hafi tekizt og hver hlutur íslenzkra myndlistarmanna hafi orðið. Fulltrúar Islands á sýning- unni, þeir Svavar Guðnason formaður Félags íslenzkra myndlistarmanna og Valtýr Pétursson, eru nýkomnir til landsins, og Þjóðviljinn sneri sér í gær til Svavars og spurði hann frétta. — Við Valtýr fórum utan 12. marz, segir Svavar. Við sátum í Róm aðalfund Nor- ræna listabandalagsins, en unnum jafnframt að því að koma sýningunni fyrir. — Urðuð þdð ekki fyrir erfiðleikum vegna bréfa- skrifta Bjarna Benediktssonar menntamálaráðherra til Nor- ræna listbandalagsins og fleiri aðila ? — Nei, nei, langt í frá. ur verið og sú fyrsta sem haldin er utan Norðurlanda. Listaverkin voru á fjórtánda hundrað: 350 frá Finnlandi, 318 frá Svíþjóð, 262 frá Nor- egi, 247 frá Danmörku og 146 frá íslandi. Færeyskur listamaður hafði þrjár myndir í dönsku deildinni. — Segja má að allar deildirnar hefðu einstaka. listamenn í fyrir- rúmi, likt og við höfðum Jó- hannes Kjarva.1 og Ásmund Sveinsson, en af listamönnum annarra. þjóða má nefna mál- arann Larsen-Stevns og mynd- höggvarann Astrid Noack frá Danmörku, málarann Alvar Cawén og myndhöggvarann Áaltonen frá Finnlandi, Ed- vard Munch og myndhöggvar- ana Ornulf Bast og Stinius Fredriksen frá Noregi og málarann Karl Isakson og myndhöggvarann Bror Hjorth frá Svíþjóð. — Hvenær var sýningin opnuð ? — Hún hófst 1. apríl með því að boðið var 300 gestum, forustumönnum í list og menningarmálum á Italiu. ■ — Og hvernig voru svo undirtektir? — Þær voru mjög góðar. Aðsókn var um 1000 manns á dag meðan við vorum þama, og töldu ítalir það á- Úr höggmyndadeildinni. Myidir Ásmundar Sveinssonar. Rónrnrsýninmn Rætt við Svavar Guðnason sem er nýkominn heim irá sýningu Norræna listabandalagsins í Rómaborg Þetta framtak ráðherrans hef- ur líklega bætt fyrir okkur, því að það var ævinlega bros- legt umræðuefni, ef annað þraut; æ, eigum við annars ekki að láta Badda kind liggja milli hluta. — Sýningin hefur verið haldin í veglegu húsnæði? — Já, þetta eru geysimikil og góð húsakynni í Pallazzo delle Esposizioni við eina að- algötu Rómar, Via Nazionale. Eini gallinn á húsnæðinu var sá að það var ekki unnt að koma myndum hvers lands fyrir á samfelldan hátt; á- horfendur voru sífellt að ferðast milli Norðurlandanna og áttu því erfiðara með að athuga list hvers lands í sam- hengi. En þetta varð að gera vegna þess að salirnir voru mismunandi að gæðum, og reynt var að gera löndunum öllum jafn hátt undir höfði. Mjög auðvelt var að koma myndunum vel fyrir í sölun- um, skilrúm voru mörg, þann- ig að hver listamaður gat notið sín án truflandi áhrifa frá öðrum. Islendingar höfðu þama 144 metra veggrými, sem skiptist á marga sali, smáa og stóra. I aðalsalnum miðjum voru myndir Kjarvals en annars reyndum við að raða myndunum eftir aldri listamanna eftir því sem unnt var og bezt mátti fara saman. — Þetta hefur verið mikil sýning í heild. Þetta er stærsta samnor- Formaður Norræna listbanda- lagsins Erik Wettergren hélt þar ræðu og ennfremur ríkis- ritari ítala. — Upphaflega hafði verið ráð fyrír þvi gert að forseti Italíu opnaði sýninguna, en hann gat það ekki af heilsufarsástæðum; hann kom síðar og skoðaði listaverkin. Mikil og vönduð sýningarskrá var gefin út með fánum allra Norðurlanda á kápu; hún var 153 síður og auk þess tugir af myndasíðum frá Norðurlöndunum öllum. gætt. Sýningin verður opin til 20. maí, þannig að á þeim tíma ættu æði margir að hafa fengið kynni af list Norður- landa. Mikið var sagt frá sýn- ingunni í ítalska útvarpinu, og var Islands þar vel getið, og blöðin birtu góðar fréttir. Hins vegar höfðu ekki nærri öll blöðin birt gagnrýni um sýn- inguna þegar við fórum, en þær undirtektir munu berast siðar. — Hvemig fannst þér hlut- ur Islands á sýningunni? — Ekki vil ég leggja dóm á það, segir Svavar, ég yrði eflaust ekki talinn óvilhallur. Hins vegar sýnir hann mér ýt- arlega umsögn úr Rómarblað- inu H Messagero eftir einn kunnasta listdómanda Itala, Scarpa. Lýkur hann þar lofsorði á íslenzku deildina og nefnir sérstaklega listamenn- ina Jóhannes Kjarval, Kristinu Jónsdóttur, Svavar Guðnason, Jóhannes Jóhannesson, Sverri Haraldsson, Benedikt Gunn- arsson og Ásmund Sveinsson. Önnur ítölsk blöð eins og II Tempo og Stampa hafa til þessa aðeins birt almennar yf- irlitsgreinar um sýninguna í heild, en búizt var við að þau myndu síðar ræða hlut hvers lands fyrir sig. Einnig sýnir Svavar mér grein í Svenska Dagbladet frá 2. apríl eftir Göran Schildt sem nú mun kunnastur og mikilsmetnastur sænskra listfræðinga. Kemst hann svo að orði um íslenzku deildina: „Einnig smáþjóðin Islend- ingar kemur á óvart, og þátt- taka þeirra er meira en fram- tak í anda norrænnar sam- vinnu. Allar þjóðirnar hafa sent mismunandi gott úrval af nútímalist, hálf-abstrakt verk og algerlega abstrakt, án þess þó að gera megi ráð fyrir að þau veki mikla athýgli í Italíu, þar eð Italir þekkja slik lista- verk vel frá Biennal-sýningun- rJr sýningarsál Jóhannesar Kjarvals. Höggnynd eftir Sigurjón á miðju gólfi, og sér r£éáa<fbýninginjsew. kaJdin hef-„.H„ ,.»»»! aMápiif ***» ««• um og eiga sjálfir ágæta full- trúa fyrir þá listgrein. Það sem kemur á óvart er að Is- lendingar eiga framsæknustu listamennina á þessu sviði og þá sem mestum gáfum eru gæddir; þeir skara langt fram úr Svíþjóðu og Finnlandi með heilum hópi listamanna, sem hafa fersk og viðfelldin tök á verkum sínum, þótt enginn þeirra valdi beinlínis uppnámi. Ef til vill er skýringin sú að Islendingar eru ekki bundnir af arfðleifð í myndlist sinni? Ef til vill er abstrakt list, þrátt fyrir allar kenningar um félagslegt lilutverk hennar, bezt til þess fallin að túlka lífskennd einveru og einangr- unar“. Auk þessa hafa dönsk:blöð 'birt greinar um sýninguna en þau hafa til þessa aðeins fjall- að um dönsku deildina. Þá sendi norska útvarpið mann til Rómar og vann hann að því að gera mikla dagskrá um sýninguna. — Hefur ekki verið erfitt fyrir Félag íslenzkra myndlist- armanna að annast þetta mikla verk án stuðnings opin- beri’a stjórnarvalda, spýr ég Svavar að lokum. — Jú þetta hefur verið ó- hemjuleg vinna allt frá upp- hafi, og ég vil biðja þig að skila miklu þakklæti til allra þeirra sem þar hafa lagt hönd að verki. Má þar m.a. nefna Valtý Pétursson, Hjörleif Sig- urðsson, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og Ásmund Sveinsson. Einnig ber að þakka listamönnum þeim sem lögðu til verk á sýninguna. Listasafni ríkisins óg einstak- lingum sem léð hafa myndir úr eign sinni. Hér lýkur viðtalinu við Svavar Guðnason, en þótt hann vili sjálfur fátt segja um hlut íslenzku myndlistar- mannanna á sýningunni, sé ég á honum að hann er mjög ánægður. Blaðaumsagnir þær sem þegar hafa birzt bera einnig með sér að hann hefur fulla ástæðu til þess. Forustu- menn Félags ísl. myndlist- ármanna hafa unnið mikið og minnisstætt afrek með því að tryggja þátttöku íslenzkra listamanna í sýningunni miklu í Róm, og þjóðin stendur í þakkarskuld við þá. ...... M.K. .jlhamófainl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.