Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. apríl 1955 l jþjóoyiuiNN OtRofandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Frétta3tjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljan? h.f. L_________________________________________________________j Það sem fyrir þeim vakir Það er hollt og lærdómsríkt fyrir verkalýðinn í landinu og allan þann .mikla fjölda launamanna sem á lífskjör sín undir því komin hvernig núverandi launadeilu lyktar að gera sér skýra grein fyrir því, hvað raunverulega vakir fyrir atvinnurekenda- kh'kunni og Sjálfstæðisflokknum með því að neita öllum samn- Ingum við verkalýðsfélögin og hafa haldið sjö þúsundum vinn- andi manna í verkfalli í fjórar vikur. Athugum fyrst þau ,,rök“ sem atvinnurekendur og Sjálfstæð- isflokkurinn bera á borð fyrir almenning til réttlætingar. verkn- aði sínum. Þau eru í stuttu máli þessi: Það er ekki hægt að greiða hærra kaup, atvinnureksturinn rís ekki undir auknum kaupgreiðslum til verkafólks. Þegsi rökstuðningur atvinnurekenda og Sjálfstæðisflokksins er svo gamalkunnur að hann er hættur að hafa áhrif. Þessi full- yrðing hefur mætt verkalýðnum og fulltrúum hans í hverri ein- ustu vinnudeilu sem verkalýðshreyfingin hefur háð frá því fyrstu samtök vinnandi fólks voru mynduð á íslandi fyrir meira en hálfri öld. Og í hvert einasta skipti hefur þessi staðhæfing atvinnurekenda Og málsvara þeirra reynzt röng. Reynslan hefur jafnan sannað Kð verkalýðurinn hafði rétt fyrir sér en andstæðingar hans fóru lneð fleipur eitt. Atvinnureksturinn bar hærra kaup, og kaup- hækkanir og kjarabætur verkalýðsins leiddu til nýrra framfara í atvinnurekstrinum, véltæknin og afköstin voru aukin, ný og fullkomnari tæki leystu þau sem úrelt voru af hólmi. Þannig hefur framleiðslan verið aukin og þjóðartekjumar vaxið stór- kostlega. Það er ekki of mælt að í þessari þróun eigi íslenzk Verkalýðshreyfing sinn höfuðþátt með því að berjast fyrir auk- inni hlutdeild hins vinnandi manns í afrakstri þjóðarbúsins. Sú barátta hefur beinlínis knúið atvinnurekendur og auðstétt lands- ins til þess að tileinka sér nútímatækni og ný vinnubrögð í at- vinnurekstri og framkvæmdum öllum. Starf og barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur þvi reynzt þýðingarmikill og ómetanlegur aflvaki í sókn þjóðarinnar til nýrra atvinnuhátta og betri lífskjara en áður tiðkuðust. Þröng- Sýni atvinnurekenda og afturhalds hefur hins vegar verið drag- biturinn sem reynt hefur að tefja og hindra eðlilega framþróun. Þessa staðreynd ættu allir að þekkja, einnig núverandi for- ráðamenn atvinnurekenda og flokks þeirra, Sjálfstæðisflokks- ins. Og vissulega þekkja þeir hana. Það er ekki af þekkingarleysi feem forkólfar atvinnurekendasamtakanna og Sjálfstæðisflokksins hamast gegn réttlátum kröfum verkamanna um mannsæmandi lcaup fyrir vinnu sína. Þar koma allt aðrar og verri hvatir til gréina. 1 ' 1 landinu er risin á legg nýrík og hrokafull yfirstétt sem hefur Bára lítil tengsl við atvinnurekstur og framleiðslu landsmanna. Það er jafnvel ekki örgrannt um að hún gréti það þurrum tárum þótt ýmis smærri atvinnufyrirtæki geispuðu golunni af völdum langvarandi vinnustöðvunar. Þessi hrokafulla og spillta yfir- Ftétt tekur ofsagróða sinn af allskonar milliliðastarfsemi og þraski, ein drýgsta tekjulind hennar er ógæfa íslands, hernámið. 1 Fyrir þessari fjárgráðugu auðstéttarklíku, sem náð hefur Ihndir sig samtökum atvinnurekenda og lýtur forustu Thorsara- Vaidsins, vakir raunverulega það að berja niður íslenzka verka- Jýðshreyfingu í eitt skipti fyrir öll. Með því hyggst hún að hindra tim langa framtíð þá sókn til bættra kjara og betra lífs sem verka- iýðshreyfingin í landinu hefur haft forustu fyrir og gjörbreytt hefur aðbúnaði og lífskjörum alþýðunnar frá því sem áður var. En ’þeir forkólfar Sjálfstæðisflokksins og atvinnurekendaklík- junnar sem láta sig dreyma um að standa yfir höfuðsvörðum ís- lehzkra verkalýðssamtaka og treysta á sultinn á alþýðuheimil- tinum sem bandamann sinn eiga eftir að reka sig harkalega á og Verða fyrir miklum vonbrigðum. Öll alþýða stendur með verk- ÍTallsmönnum og mun ekki láta heimili þeirra líða skort meðan Verið er að kenna hrokafullri atvinnurekendaklíku að beygja sig ifyrir kaupkröfum verkamanna. Og enginn meðlimur í alþýðu- feamtökunum mun telja eftir sér að herða nokkuð ólina til þess fcð gera þann sigur mögulegan sem færir fjárgróðastétt Sjálf- þtæðisflokksins og atvinnurekenda heim sanninn um að íslenzk Verkalýðssamtök verða aldrei brotin á bak aftur, heldur eflast f)au við hverja raun og ganga að lokum með endanlegan sigur af fiólmi yfir þeirri spilltu auðstétt sem stöðvað hefur atvinnulífið á fimmtu viku og sóað á annað hundrað milljónum í herkostnað jgegn íslenzkum alþýðuheimilum. Mestu áhrifamenn á ráðstefnunni í Bandung verða tvímælalaust Nehru, forsœtis- og utanríkisráðherra Indlands, og Sjú Enlœ forsœtis- og utanríkisráöherra Kína. Þeir standa hér saman í bílnum á myndinni, sem var tekin á leiðinni frá flugveUinum inni . Peking pegar Nehru.heimþtti Ifiína íJyrMSumafr erjxægrnmegin. Yfírgnæfandí meirihluti mannkyns að baki ráðstefnu Afríku- og Asíuríkja Yesfurveldin hafa beyg af vaxandi áhrifum fyrrverandi nýlendna sinna á heimsmálin TTagstofa Sameinuðu þjóðanna hefur nýskeð skýrt frá því að mannfólkið á hnettinum sé nú orðið hálfur þriðji milljarð- ur talsins. Eftir því munu þrír fimmtu hlutar mannkyns standa að ráðstefnu, sem sett verður í borginni Bandung ó eynni Jövu í Indónesíu á mánudaginn. Ríkisstjórnum 28 ríkja í Asíu og Afríku hefur verið boðið að senda fulltrúa til Bandung og flestar ef ekki allar hafa þekkzt boðið. Fundarboðendur eru stjórnir Colomboríkjanna svo nefndu, samtök þeirra eru kennd við höfuðborg Ceylon þar sem stofnfundurinn var haldinn, Colomboríkin eru fimm, Indland, Indónesía, Cey- lon, Burma og Pakistan. Þau eiga það öll sameiginlegt að sjálfstæði öðluðust þau upp úr lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari þegar nýlenduveldin ev- rópsku, sem höfðu undirokað þessar fornu menningarþjóð- ir eins og svo margar aðr- ar í áldaraðir, höfðu ekki léng- ur bolmagn til að halda þéim í nýlendufjötrum, i Colomboríkin héldu einn af fundum sínum í vetur og þar var ákveðið að tillögu Nehrus, forsætisráðherra Ind- lands, að efna til ráðstefnunn- ar sem nú er að koma saman. Ákveðið var að bjóða stjómum sjálfstæðra ríkjg í Asíu og Afríku að senda fulltrúa og mælzt til að það yrðu annað- hvort forsætis- eða utanríkis- ráðherrar. Það varð að ráði að bjóða ekki stjórnum Norður- og Suður-Kóreu, sem hvor um sig gera tilkall til yfirráðasvæðis hinnar. Einnig var ísrael haft útundan vegna þess að Araba- ríkin sjö myndu neita að setj- ast við sama borð og fulltrúi frá því. Ekki kom til greina að hafa kynþáttakúgunarstjórnina í Suður-Afríku með og Sovét- ríkjunum var ekki boðið vegna þess að mestur hluti íbúanna býr í Evrópu. Ekkert Colombo- ríkjanna viðurkennir stjórn Sjang Kaiséks á Taivan og var henni því ekkert boð sent. Tvö fjölmennustu ríki heimsins, Kína og Indland, eiga fulltrúa á ráðstefnunni í Bandung. Hana munu einnig sækja fulltrúar stórþjóða eins og Japana, sem eru um 90 milljónir, Indónesa sem telja 80 milljónir og Pa- kistanmanna rúmar 70 milljón- ir. AUs er íbúatala þeirra ríkja sem fulltrúa munu eiga í Band- ung um 1500 milljónir. TTvað er það nú sem ríkin í Afríku og Asíu eiga sameig- inlegt og gerir það að verkum að stjómum þeirra þykir hlýða að haldá ráðstefnu sem þessa? Því er tii að svara, að nær allar þjóðir þessara heimsálfa voru til skamms tíma undirokaðar nýlenduþjóðir og margar, eink- um í Afríku, eru það enn. Eitt helzta umræðuefnið á ráðstefn- unni verður því nýlendufyrir- komulagið og hvernig ríkin í Asíu og Afríu geta bezt beitt áhrifum sínum til að afnema það með öllu. Ástandið í Kenya, Túnis, Alsír og Marokkó ber því vitni að ef nýlenduveldin fá að fara sínu fram eru þau vís til að kveikja hvert ófrið- arbálið af öðru með því að reyna að drekkja sjálfstæðis- hreyfingum nýlenduþjóðanna í blóði. Það er því ekki áðeins hinum undirokuðu þjóðum heldur öllu mannkyni fyrir beztu að þær nýlendur og hálf- nýlendur sem þegar hafa brot- izt úr fjötrum að meira eða minna leyti bindist samtökum um að koma vitinu fyrir ný- lendukúgarana. Ef vitanlegt er að öflug fylking ríkja styður málstað nýlenduþjóðanna af ráðum og dáð innan SÞ og ann- arsstaðar á alþjóðavettvangi mun þeim veitast stórum auð- sóttara en ella að ná frelsi sínu. Engir aðrir en stirðnuð nátt- tröllin, forngripir frá fyrri öld- um sem af einhverjum ástæð- um hefur láðst að gera sér grein fyrir framvindu tímans, > neita því lengur að nýlendu- ‘ fyrirkomulagið er dauðadæmt. Það sem um er að ræða er hvort það lognast útaf í hægu ‘ andláti eða hvort helstríð þess á enn eftir að valda meiri blóðsúthellingum eins og þeim • sem orðið hafa á síðasta ára- tug í Indónesíu og Indó Kína, svo að einungis átakanlegustu dæmin séu nefnd. TTIehru og fleiri forystumenn Asíuríkjanna eiga sér einn- ■ ig arinað markmið með ráð- stefnunni í Bandung en að hraða því að nýlenduþjóðirnar fái i sjálfsstjórn. Með því er 'ekki ■ mikið fengið riema raunveru- . legt sjálfstæði fylgL Þótt ný- lenduveldin sleppi í orði kveðnu yfirráðum yfir nýlenduþjóðuri- ' um geta þær orðið leiksoþpar utanaðkomandi afla. Nýlendu- veldin hafa tilhneigingu tiJ að halda áfram að skipa málum Asíu og Afríku sem mest að . eigin geðþótta og ánetja sér Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.