Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 4
'4.) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. april 1955 SS3 Kaup - Sala Samúðarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- -.-arnadeildum um allt land. í Keykjavík afgreidd í síma 4897. Murnð kalda borðið að Röðli. — RöðuU. Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu I Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 (É GEISLRHITUN Garðarstræti 6, sími E749 Almennar raflagnir, raflagna- teikningar, viðgerðir. Rafhita- kútar (160 1.). Hitunarkerfi’ fyrir kirkjur. 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Lj ósmyndastof a Laugaveg 12. Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxl Klapparstíg 30. — Sími 6484. Ragnar ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. O tvarps viðger ði r Radíó, Veltusundi 1. Sími 80300., Saumavélaviðgerðir Skriístoíuvélaviðgerðir S y 1 g j a. Laufásveg 19, sími 2658. Heimasími: 82035. NIÐURSUÐU VÖRUR Þjéðviljann vantar krakka til að bera blaðið til kaupenda við HÁTEIGSVEG Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500 Mótorbátar til söfu 130 ionna bátur, byggður úr stáli, meS nýrri 480 ha. General Motors- vél. 50 tonna bátur, byggður úr eik, með 150 ha. Bolindervél. Hagstœðir greiðsluskilmálar, ef samið er strax. INGI R. HELGAS0N, lögfræðingur, Skólavörðustíg 45 — Sími 82207. *!■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! I a m % m a Trésmiðir! Trésmiðir! Allsberjaratkvæðagreiðsla um skiptingu Trésmiðafélags Reykjavíkur fer fram í skrifstofu félagsins mánudaginn 18. og þriðjudag- inn 19. þ.m. frá kl. 10 árdegis til kl. 8 síðdegis báöa dagana. KJÖRSTJÓRNIN Orðsending frá Múrarafélagi Reykjavíkur OLaMM»MMMMMMMM«l Hr. ritstjóri. Að undanförnu hafa sum af dágblöðum bæjarins deilt á þá iðnaðarmenn, sem eru aðilar að yfirstandandi vinnudeilu, og talið að þeir ættu ekki samleið með verkamönnum í verkfalli, þar sem tekjur þeirra væru margfalt hærri. Hefur einkum verið ráðizt á múrarastéttina og endurvakinn gamall áróður frá þeim tíma er stéttin fór almennt að vinna í ákvæðisvinnu, en sá áróður náði hámarki sínu í „verðlags- stjóradeilunni“ sumarið 1943. Þótt nefnd blaðaskrif séu varla svaraverð, álítur Múrara- félag Reykjavíkur þó rétt að mótmæla’ þeim, þar sem hinn ósvífni áróður virðist gjörður til þess að sverta stéttina í augum almennings og skapa óá- nægju meðal þeirra, er að verk- fallinu standa. Það er almennt viðurkennt, að ákvæðisvinna eigi rétt á sér og sé að mörgu leyti hag- kvæmari en tímavinna, bæði fyrir launþega og vinnuveitend- ur. Hafa líka margir atvinnu- rekendur fremur kosið þá vinnutilhögun og jafnvel Vinnu- veitendasamband íslands vill vinna að því að koma á ákvæð- isvinnu í sem flestum atvinnu- greinum. Með ákvæðisvinnu hafa líka að jafnaði skapast meiri vinnuafköst, þar sem dugnaður og hagsýni einstakl- ingsins fær betur notið sín. Vinnulaunin fara eftir afköst- um en ekki tímafjölda, og hinn duglegi og iðjusami ber meira úr býtum. Múrárar voru fyrstir iðnaðar- manna til þess, að taka upp á- kvæðisvinnu og er ákvæðis- vinnuverðskrá þeirra sú elzta hér á landi, enda þótt hún hafi að sjálfsögðu tekið mikl- um breytingum með breyttri vinnu og vinnuaðferðum. T I L LIGGUR LEIÐIN Allskonar fatnaður á börn og fullorðna. Toledo Fischersundi Sá áróður, sem nú er hafinn gegn þeirri verðskrá virðist bygður á því, að múrarar hafi óeðlilega hátt kaup og séu jafn- vel meðal tekjuhæstu stétta þjóðarinnar. Sé svo, hlýtur múrsmíði að vera orðinn óeðli- lega hár liður í byggingarkostn- aði og hafi farið ört hækk- andi eftir að unnið er í ákvæð- isvinnu. í ljósi staðreyndanna verður þó reyndin önnur eins og opinberar tölur sýna. Hagstofan hefur í mörg ár reiknað út byggingarkostnað í Reykjavík, sem hafður er til grundvallar að byggingarvísi- tölu, er m. a. brunabótamat húsa hér í bæ er miðað við. Þeir útreikningar eru hin tölu- lega staðreynd um það hve mik- ið múrsmíði hefur hækkað mið- að við kostnaðarverð húsanna, Og eru sterkustu vökin gegn nefndum áróðri eítis' og eftir- farandi dæmi saWtihr: Árið 1939 er múrsmíði 14,1% af heildar byggingarkostnaði, en árið 1954 13,9%. Lækkun 0,2%, er þó fyrra árið miðað við tíinavinnu, en hið síðara ákvæðisvinnu. Þótt hér séu að- eins nefndar tölur úr Hagtíð- indum tveggja ára, er saman- burður sízt óhagstæður þótt fleiri ár séu tekin, enda hefur hlutur múrsmíðis lækkað að til- tölu, síðan farið var að vinna í ákvæðisvinnu. Eins og fyrr segir er það eðli ákvæðisvinnunnar að vinnu- launin fari eftir afköstum og þvi eðlilegt að duglegir og kappsamir múrarar beri meira úr býtum en gildandi tíma- vinnu. Þá má geta þess að eft- ir verðskránni vinna menn á ýmsum aldri, með misjafnt vinnuþrek, eða frá 20 ár.a til gamals aldurs og ekki óeðli- legt að aldursmunurinn skapi misjafnar tekjur. Aðstaðan við vinnuna er líka misjöfn. Kemur þar til greina hiti og þurrkur við innivinnu, en útivinnan er jafnan háð veðurfari. Auk þess sem húsin eru misjöfn til vinnslu. Eru þess líka dæmi, að ákvæðisvinnan gefi minna en gildandi tímakaup. Enda miðr ast ákvæðisvinnuverðskráin við meðalafköst og vinnuskilyrði. Að lokum má benda á þá ; staðreynd, að eftirsókn manna um að komast í þessa „hálaun- uðu iðngrein“ er ekki meiri en svo, að síðustu sex árin hef- ur aldrei fengist full tala múr- aranema, sú er leyfð hefur ver- ið á hverjum tíma. Með þökk fyrir birtinguna. F. h. Múrarafélags Reykja- víkur Eggert G. Þorsteinsson Sig. Guðm. Sigurðsson Guðberg Kristinsson Guðjón Benediktsson Júlíus G. Loftsson ósúirtnn Magga eignast útvarp — Morgunútvarp sem vaggar sveín — Áheyrileg kvöldvaka. manni i MAGGA skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Um langt skeið hefur það verið draumur minn að eignast útvarp og rættist sá draumur minn fyrir stuttu, mér til mikillar gleði, en þó er sú gleði min engan veginn óblandin. Eitt af því sem ég hlakkaði einna mest til í sambandi við þessa nýju fast- eign var að láta fjöruga morg- unmúsík vekja mig til dáða á hverjum morgni, þannig að öll morgunleti væri úr sögunni framvegis ijg upprífandi tónar gerðu það að verkum að ég mætti fjörug og ósyfjuð til vinnu minnar klukkan 9 á morgnana. En þessi von mín og tilhlakk reyndist aðeins vindbóla, því að morgunmúsík- in þjónar engan veginn þessum tilgangi, fremur væri hún til- raun til þess að láta hlustend- ur snúa sér á hina hliðina og draga sængina.upp yfir höfuð. Við morgunlata fólkið þurfum að fá fjöruga og dillandi morg- unmúsík, sem kemur okkur á ið og neyðir okkur framúr. Og ekki tekur betra við þegar fréttalestur hefst, því að frétta- röddin er eitt það syfjulegasta sem nokkur maðúr hefur heyrt, að ég nú ékki tali um leiðinleg- heit þess sem röddin flytur, laiigar þulur um veðurfar í Englandí og heilsufar brézku konungsfjölsk.Vldunnar. í öllum bænum fjörgið dálítið upp á morgUnútvárpið, þið sem vald hafið tií þess! Reyhið að .UlfJÍ setja ykkur í spor svefnþunga fólksins sem reynir að fá hvatningu til dáða út úr morg- unútvarpinu! Ef þið gerið það í fullri alvöru þá ætti að vera von nokkurra úrbóta og þá er tilganginum náð. Vinsamlegast Magga“. VEL á minnzt útvarpið! Eg ætla að bæta nökkrum útvarpsorðum við, ekki skömmum, heldur hrósi. Fimmtudagskvöldvakan var að mínu viti mjög skemmti leg og áheyrileg. Frásögnin sem sr. Jón Skagan flutti af Sölva Helgasyni var mjög skemmti- leg og gaf góða mynd af þess- um smáða heimspekingi. Frá- sögn Stefáns Júlíussonar af hinum víðförla sjómarini var ennfremur mjög fróðleg og vakti áhuga og löngun í meira og Ævar Kvaran hefur með út- varpsþáttum sínum í vetur skipað sér í flokk allra vinsæl- ustu útvarpsmanna. Loks voru sinfónískir tónleikar, fiðlukon- sert eftir Katsjatúrían, sem Da- víð Oistrak lék einleikinn í og Goossens stjórnaði. Það er ekki vonum fyrr að hlustendur fái að heyra eitthvað annað eftir Katsjatúrían en Sverðdansinn, og þótt verk þetta léti ekki stórkostlega í eyrum leik- manns sem heyrir það í fyrsta sinn, var yfir því seiðandi aust- urlenzkur blær sem naut sín fyllilega í snilldartúlkun ein- leikarans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.