Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elsha. • • ...og deyja 103. dagur „Og ég' fer vegna þess að annars myndu þeir hand- taka foreldra mína og eiginkonu og senda þau í fanga- búðir eöa drepa þau“. Jósef þagði. „Ég fer og samt veit ég aö ástæður mínar eru engar ástæöur og samt hafa milljónir manna sömu ástæður. Hvað þú hlýtur að fyrirlíta okkur“. „Vertu ekki svona hégómlegur", sagði Jósef mildum rómi. Gráber starði á hann. Hann skildi hann ekki. „Enginn er að tala um að fyrirlíta neinn“, sagöi Jósef. „Aðeins þú. Hvers vegna skiptir það svona miklu máli fyrir ykkur? Fyrirlít ég Pohlmann? Fyrirlít ég fólkið sem felur mig á hverr-i nóttu og leggur líf sitt að veði? Væri ég á lífi ef ég nyti ekki hjálpar þess? Hvað þú ert barnalegur?“ Allt í einu brosti hann aftur. Það var draugalegt bros sem leið yfir andlit hans án þess aö breyta því aö ráði. „Við erum komnir burt frá málefninu“, ságði“hann. „Maöur ætti ekki að tala of mikiö. Og maður ætti ekki að hugsa. Ekki ennþá. Það lamar mann. Og sama er aö segja um minningar. Þeirra tími er ekki kominn enn. Á hættutímum má maður ekki hugsa um annað en bjarga sér“. Hann benti á niðursuðudósirnar. „Þetta hjálpar. Ég tek viö þeim. Þökk fyrir“. Hann tók dósirnar og stakk þeim bakvið bækurnar. Honum fórst það undarlega klaufalega úr hendi. Gráber sá aö fremstu kögglarnir á fingrum hans voru afmynd- aðir og án nagla. Jósef tók eftir augnaráði hans. „Dá- lítil minning úr fangabúöunum. Sunnudagsskemmtun eins varðarins. Ég vildi óska að hann hefði heldur skemmt sér viö tærnar á mér. Þá hefði þaö ekki verið eins áberandi. Það er auövelt að þekkja mig á þessu. Úti geng ég með hanzka“. Gráber reis á fætur. „Hefurðu gagn af gömlum ein- kennisbúningi og launabókinni minni? Þú gætir breytt henni eftir þörfum. Ég get sagt að hún hafi brunnið". „Nei, þökk fyrir. Ég þarf þess ekki með. Áður en langt um líður mun ég verða Rúmeni. Pohlmann á hug- myndina og hann kom öllu í kring. Hann er mjög snjall i þeim sökum. Það dytti engum í hug sem sæi hann. Ég mun verða Rúmeni, félagi í járnfylkingunni og vinur flokksins. Ég er ekki ólíkur Rúmena í sjón. Og þá veröur auðvelt aö útskýra líkamslýti mín. Verk kommúnist- anna! Ætlarðu aö taka með þér rúmfötin og pinklana?" Gráber skildi að Jósef vildi losna viö hann. „Verður þú hér kyrr?“ spurði hann. „Af hverj-u spyröu?“ Gráber ýtti sínum dósum til hans. „Ég get náð í meira. Ég fer aftur á sama stað og næ í annað hlass“. „Það er þegar of mikið. Ég get lítinn farangur haft. Og nú verö ég að fara. Ég get ekki beöiö lengur". „Sígarettur. Ég gleymdi sígarettum. Það er líka nóg af þeim. Ég get fariö og sótt þær“. Svipur Jósefs breyttist. Allt í einu varð hann rólegur, næstum mildur. „Sígarettur“, sagði hann eins og hann væri að tala um vin. „Um þær er öðru máli að gegna. Þær eru mikilvægari en matur. Auðvitað bíð ég eftif þeim“. 22 Mikill mannfjöldi beiö í súlnagöngTim Katrínarkirkj- unnar. Næstum allir sátu á töskum og körfum eða voru umkringdir pökkum og pinklum. Flest voru konur og börn. Gráber fékk sér sæti meðal þeirra með rúmfata- pinkilinn sinn og bögglana. Gömul kona með hrossandlit sat rétt hjá honum. „Bara þeir sendi okkur ekki úr borginni sem húsnæöisleysingja“, sagði hún. „Það ganga svo skelfilegar sögur af því. Að búa í skálum við mátár- skort og bændurnir viöskotaillir". „Mér stendur alveg á sama“, svaraði mögur stúlka. „Ég vil bara komast í burtu. Allt er betra en hrökkva upp af. Það er skylda þeirra að sjá fyrir okkur. Við höfum misst allar eigur okkar. Það er skylda þeirra að annast okkur?“ „Fyrir nokki*um dögum fór lest með húsnæöisleys- ingjum úr Rínarlöndum hér um. Hvílík sjón! Þeir voru á leiðinni til Mecklenborgar". „Mecklenborgar? Þar eiga ríku bændurnir heima“. „Ríkir bændur!“ Konan með hrossandlitið hló reiði- lega. „Hjá þeim verður maöur að vinna meðan nokkurt hold er eftir á beinum manns. í staöinn fær maður aumlegan matarskammt. Einhver ætti að kæra þetta fyrir Foringjanum“. Gráber leit á konuna með hrossandlitiö og mögru stúlkuna. AÖ baki þeirra glitti í fyrstu grænkuna gegn- um opin súlnagöngin. Páskaliljur blómstruðu fyrir fram- an stytturnar. Syngjandi þröstur tyllti sér á styttu af Kristi pynduðum. „Þeir verða aö hýsa okkur ókeypis“, sagði magra stúlkan. „Hjá fólki sem er vel stætt. Við erum fórnar- lömb stríðsins. Fórnarlömb stríðsins“, endurtók hún. Kirkjuvörðurinn birtist. Hann var horaöur maður með stórt rautt nef og signar axlir. Gráber gat tæplega í- myndað sér að hann þyrði að fela nokkurn mann sem Gestapo væri að elta. Kirkjuvörðurinn hleypti fólkinu inn. Hann fékk öll- um númer upp á eigur sínar og límdi pappírsmiöa með sama númeri á pakkana og pinklana. „Komiö ekki of seint í kvöld“, sagði hann við Gráber. „Við höfum ekki nóg rúm í kirkjunni“. / flesfum löndum hefur faSir- inn réffindi en ekki skyldur gagnvarf börnunum 1 flestum löndum er það enn faðirinn sem hefur forgangsrétt til að taka ákvarðanir varðandi börn sem fædd eru í hjónabandi og eignir þeirra. Ef um er aö ræða börn sem fædd eru utan hjónabands'hvíla skyldurnar því nær alls staðar á móðurinni. Norðurlönd eru i flokki fárra landa þar sem hægt er að á- kvarða faðerni með aðstoð lag- anna og skyldur föðurins gagn- vart barninu. Þetta kemur fram í skýrslu sem félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna hefur samið eftir upp- lýsingum frá 43 löndum. Skýrsl- una á að nota sem grundvöll að baráttu sem kvenréttinda- nefnd S.Þ. ætlar að heyja þegar hún kemur saman í þessum mánuði. Tilgangurinn með rann- sókninni er að berjast fyrir að afnema það misrétti sem á sér stað i mörgum löndum gagn- vart mæðrum. I löndum þar sem réttindi kvenna eru stutt á veg komin er faðirinn almennt talinn hinn sjálfsagði forsvarsmaður barns- ins. Ef faðirinn deyr fer for- eldravaldið sjálfkrafa í hendur Allt fyrir kjötverzlanir. jU 14 tlUll.r S**ikruckrn Smii SH’lliH ■ Þórtur H. Teitsson ■ Crtlliqtli I tþróttir Framhald af 9. síðu. heimsmeisturum sínum og þar á meðal hinn fræga Fritz Walt- er sem þó var talinn hættur að keppa með landsliðinu. Vörnin var mjög taugaóstyrk og fram- herjana vantaði lokaátakið. —• Hins vegar léku ítalir mjög vel þar sem knötturinn gekk frá manni til manns á miðju vallar- ins og skotin voru ágæt. B-landslið Þjóðverja lék við B landslið Breta og skildu lið- in jöfn 1:1. Síðast þagar þessi lið kepptu vann England 4:0; í fyrri hálfleik stóðu leikar 1:0 fyrir Breta. móðurinnar hér á Norðurlönd- um og víðar. En til dæmis hjá múhameðstrúarmönnum gildir sú regla að deyi faðirinn, geng- ur foreldrarétturinn til þeirrar persónu sem faðirinn hefur bent á í erfðaskrá sinni. Hafi hann ekki bent á neinn, fer hann i hendur afans. Er múhameðs- trúar ekkja giftist i annað sinn missir hún foreldraréttinn yfir börnum sínum af fyrra hjóna- bandi, nema hún gifti sig ætt- ingja fyrra manns síns. Ef um er að ræða skyldur gagnvart barni sem fætt er utan hjónabands, er öðru máli að gegna. Þá er það móðirin ein sem verður að „bera skömm- ina“. 1 mörgum löndum er ekki hægt að neyða föður til að taka á sig neinar skyldur gagn- vart barni sem fætt er utan hjónabands (þetta gildir t.d. i Frakklandi, Belgíu og Hol- landi!) Aðeins ef faðirinn við- urkennir af frjálsum vilja að hann eigi barnið, er hægt að skylda hann til að greiða með- lag. I gönguf erðina Það þarf að klæða lítil börn vel þegar farið er með þau út. Einkum þarf að hafa það i huga þegar taka þarf börn upp úr barnavagninum utan dyra. Þá er pokabúningurnin sem er heill að neðan alveg tilvalinn. Það er hægt að sauma hann sjálfur, en gæta verður þess að hafa hann ekki of þröngan að neðan. Barnið þarf að geta spriklað og hreyft fæturna. Ekki er nauðsynlegt að fóðra þennan Síldarsalat 25 g smjörlíki og 30 g hveiti bökuð upp og þynnt með ca. 2Y2 dl. soði, grænmetisvatni, mjólk eða vatni. 1—2 eggja- rauður, 3 matsk. matarolía, salt, pipar, edik, sykur, sinnep og ögn af enskri sósu hrært út i heitu sósuna sem síðan ér kæld. Einn hluti af kryddsíld, 1 hluti af soðnu eða steiktu kjöti, 1 hluti soðnar kartöfiur, 1 hluti epli og 2 hlutir niðursóðnar rauðbeður, allt skorið í þunnar ræmur og hrært út í sósuna. Tvíhóiía taukarfa Flestar okkar eru gjarnár á að stinga öllum óhreina þvott- inum í eina bendu í taupokann eða körfuna með þeim afleið- ingum að við þurfum að flokka upp allan þvottinn áður en við getum byrjað að þvo. í rauninni ætti það að liggja í augum uppi að þvottakörfur væru tvískipt- ar, og annað hólfið væri fyrir hvítan þvott, hitt fyrir mislit- an. Með því móti sleppur mað- jir við flokkunina á eftir. Ef maður liefur npg húsfými er hægt að hafa ’aðra tvíhólfa körfu í viðbót fyrir annars kon- ar þvott. poka. Nóg er að hafa barnið hlýlega búið innaní honum. En farið ekki út í öfgar og klæð- ið barið ekki of mikið. Það er stundum erfitt að vera ung og óreynd móðir, en ef til vill get- ur verið bót í því að vita að ungbörn eru þvínær alltaf köld á höndum og fótum. Það er þeim eðlilegt, eu auðvitað má þeim ekki vera. ískalt á hönd- • um. En þótt hendur barnsins séu kaldar er ekki þar mcð sagt að barninu sé kalt, þvert á móti — ef barninu er heitt á hönd- um, er þvi sennilega of heitt á skrokkinn. Ef maður ætlar að gæta þess hvort barninu sé kalt á maður að þreifa á hnakka þess, handlegg eða fótlqgg. Ef barninu er hlýtt á þessum stöð- um, skiptir engu máli þótt því sé skinnkalt á höndum og fót- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.