Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 1
Innsfa klíka Sjálfsfæðisfíokksins skipuleggur sveltitilraun við verkamenn Reykjavikur Bjarni Ben. hlakkar yfir því hve lítið hafi safnazt í verkfallssjóð- inn; kallar verkfallsmenn „afglapa46; hrósar sér af því að vera arf- taki Eggerts Claessens í baráttunni gegn verkalýðshreyfingunni Hvar er tilboðið? Heildsalabla.ðið Vísir kemst þannig að orði um verkföllin í gær: „Verkamenn gætu vafa- laust verið búnir að semja, ef kommúnistar og aðrir (!) há- tekjumenn, sem nú eru i verk- falli, hefðu ekki spillt fyrir la.usn deilunnar." Þessi söngur hefur heyrzt fyrr — vegna þess að engin rök eru til gegn réttlætiskröf- um verkamanna. Það er þvi á- stæða til þess að biðja Visi að svara skýrt og skorinort: Hvar er tilboðið til verkamann- anna? Hvaða lausn er það sem hefur verið spiilt? Böndin berast að innsta hring Sjálístæðisílokksins, ofstækisklíku, sem einnig ræður Vinnuveitendasam- bandi íslands. Þessi klíka var sökuð um það á Alþingi í gær, að það væri hennar sök, fyrst og fremst, að nú er gerð tilraun að svelta verkalýð Reykjavíkur með löngu verkfalli. Einar Olgeirsson lét svo ummælt í þingræðu að þjóðinni væri fyrir beztu að ekki yrði látið koma til þeirrar hörku, sem innsta klíka Sjálfstæðisflokksins nú stefndi að. Það mundi reynast enn sem fyrr, að verkalýðurinn væri sá sterkari. Einar minnti á hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft forgöngu um allsherjarlaunalækkunarher- ferð, sem hefjast átti með árás bæjarstjórnarmeiri- hluta þess á mennina í atvinnubótavinnunni haust- ið 1932, árásina sem brotin var á bak aftur 9. nóv. Og enn væri hernaðaraðgerðunum gegn verkalýðn- um stjórnað af innstu klíku Sjálfstæðisflokksins. Umræðurnar um frumvarp Ölafa- Thórs varðandi skatt- frelsi Eimskipafélags Islands snerust að verulegu leyti upp í umræður um verkfallsmálin. Einar Olgeirsson ræddi í ýtarlegu máli afstöðu Eim- skipafélagsins og lýsti því hvemig það fyrirtæki væri nú misnotað af Sjálfstæðisflokks- klíkunni í Jjaráttu hennar gegn verkamönnum. ' Það væri þessi ofstækisfulla, ofríka og of ráðamikla klíka, sem gerði sér leik að þvi að stöðva atvinnutækin, þar á meðal skip Eimskipafélagsins. ★ Misnotkun „óskabarns þjóðarinnar“. Rakti Einar feril Eimskipa- félagsins, hvérnig það var stofnað með framlögum allrar þjóðarinnar, sem uppreisn gegn erlendri einokun og arðráni. Eh snemma hefði borið á því að auðmenn reyndu að ná tökum á félaginu. Lengi hefði félagið þó haft nokkra sérstöðu, t. d. orðið einna. fyrst til að semja, er reykvískir verkamenn brutu þrælalögin, gerðardóminn 1942, á bak aftur, og þiirfti þó að brjóta landslög til að semja þá um kauphækkun. Minnti Einar á hvernig sam- vinna verklýðsflokkanna og nokkurs hluta Sjálfstæðisflokks ins að myndun nýsköpunar- stjórnarinnar hefði tryggt, að Eimskipafélagið gat endumýjað Verkfallssjóðurinn orð- inn 362 þusund krónur í gœr bœttust rúmlega tuttugu og fjögur pús- und krónur í verkfallssjóðinn, og er sjóðurinn pá l orðinn 362 púsund krónur. Þessi framlög bárust í gær: Járniðnaðarmenn • Selfossi, söfnun kr. 1105,00, Starfsfólk Tryggingar- ji stofnunar ríkisins kr. 4173,00. Viðbótarsöfnun frá ii verkalýðsfélögunum í Keflavík kr. 4483,00. Mál- s fundafélag jafnaðarmanna kr. 3000,00. Af söfnun- jj arlista í skrifstofu Dagsbrúnar kr. 6160,00. Viðbót- : arframlag frá Bókbindarafélagi íslands kr. 3000,00. : Það er auðséð, að fullur kraftur er enn í söfnun- inni, og vœntanlega verður svo enn um hríð, eða s svo lengi, sem verkfallsmenn purfa á að halda. I og stóraukið flota sinn eftir stríð. Þannig hefði í einu og öllu 4 Hann þykist eiga sultinn að bandamanni — enda sjálfur þriflegur! verið að félaginu hlúð, og það notið velvilja alþýðunnar og hjálpar. Nú væri þetta fyrir- tæki misnotað í þágu ofstækis- fullrar klíku til að reyna að kúga verkalýðinn. Benti. Einar á, að. það væri varla tilviljun að einmitt nú nýlega hefðu tök innstu klíku Sjálfstæðisflokksins á Eimskip verið hert með því að Bjarna Ben. var troðið þar í stjórnina. Með skírskotun til fyrri framkomu Sjálfstæðisflokksins leiddi Einar rök að því, að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, eða klíka innan hennar, hefði ákveðið, að gera verkfallið að aflraun milli auðmannastéttar- innar og verkamanna í Reykja- vík. En auðstétt Reykjavíkur mun aldrei takast að svelta Framhald á 3. síðu. Skemmtun fyrir verkfallsmenn I dag kl. 2 e.h. hefur verk- fallsstjórnin skemmtun fyrir verkfallsmenn í Austurbæjar- bíói. Söngfélag verkalýðssam- takanna syngur, Þorsteinn Ö. Stephensen leikari les upp, Guð- mundur Jónsson óperusöngvari syngur, Hjálmar Gíslason syng- ur gamanvísur, Hallfreður Ei- ríksson kveður rímur og Guð- mundur J. formaður verkfalls- stjórnarinnar flytur frásögu af verkfallinu. Aðgöngumiðar verða afhentir hjá verkfallsstjórninni í Al- þýðuhúsinu í dag gegn framvís- un félagsskírteina — ef eitt- hvað kynni að verða eftir, og eru ókeypis fyrir verkfallsmenn. Tveir Bögregluþjónar staðnir að þvi að geyma sifiyglbenzín á lóð íbúðarhúss Annar þeirra kvaS jboð notað i sina þágu — og lögreglunnar i Reykjavik!! í gær voru tveir lögregluþjónar staðnir aö því að geyma benzíntunnur á lóð rétt hjá einum stærsta leikvelli bæjar- ins. Lýsti annar yfir við verkfallsverði að benzín þetta væri notað í sína þágu og — lögreglunnar í Reykjavík. Lögregluþjónamir höfðu svo fataskipti og komu aftur í lögreglubúningi og var annar þeirra þá með óviður- kvæmilegar aðdróttanir í garð fyrirliða verkfallsvarðanna. Síðdegis í gær var verkfalls- nefndinni tilkynnt að benzín væri geymt á lóðinni nr. 96 við Grettisgötu, en sem kunnugt er þá er einn af stærstu leikvöll- um bæjarins þar skemmt frá. I Faldar aftan á vörubíl Fjórir verkfallsverðir voru þá sendir, á vettvang og fór einn þeirra upp á bíl sem stóð á fyrr- nefndri lóð. Undir segli á bíl- pallinum voru faldar 4 benzín- tunnum, 2 fullar og 2 tómar. I Notað í þágu hans og — lögreglunnar! Þegar verkfallsvörðurinn var kominn niður af bilnum og til félaga sinna kom maður á grá- um fötum út úr húsinu og spurði verkfallsverðina hvað þeir væru að gera við „sínar eignir“! Þeir sögðust vera sendir frá verkfalls- stjórninni. Maðurinn á gráu föt- unura sagði þá að hann ætti benzínið og væri það einnig notað í þágu lögreglunnar í Reykjavík! Þeir mættu ekki snerta það! Hafði fataskipti! Verkfallsverðirnir sendu mann eftir nánari fyrirmælum verk- fallsstjórnarinnar og liðsauka, hinir biðu við vörzlu benzínsins. Gráklæddi maðurinn fór hins- vegar inn í húsið, en kom aftur, ásamt öðrum manni — og voru báðir þá klæddir einkennis- klæðnaði lögreglumanna. Bar annar númer 94 en hinn 97. Nr. 97 ók bifreið að vörupallinum og byrjaði að losa um seglið yfir benzíntunnunum. Fær tækifæri síðar . . . Meðan hann var að þessu sneri hann sér að fyrirliða verkfalls- varðanna og kallaði hann þjóf!■ Verkfallsvörðurinn spurði hverju hann hefði stolið. Svaraði sá fyrrum gráklæddi en nú borða- lagði að á bilnum væru . verk- færi 7 þús. kr. virði op benzín og væri verkfallsvörðurinn þjófur. Vafalaust verður nr. 97 gefið tækifæri til að standa við þessi orð sín. Út á Seltjarnarnes! Rétt á eftir kom bæði lögregla og liðsauki til verkfallsvarðanna. Lögregluþjónarnir sem komu kváðust taka benzín þetta i sína vörzlu, en verkfallsverðirnir mót- mæltu því, þar sem þeir hefðu geymslu fyrir ólöglegt benzín, sem væri viðurkennd af bruna- málastjórn. Lögregluþjónarnir tóku benzín félaga sinna og fóru með það út á Seltjarnarnes. Framkoma fyrrnefnds lög- reglumanns er með öllu ósæm- andi manni i hans stöðu. I fyrsta lagi er geymsla benzíns skýlaust brot á brunamálasamþykkt Reykja- Framh. á 8. síðu. Iteykvíhingar! Leggið ailir fram fé til aðstoðar rerkfaiísmönnum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.