Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.04.1955, Blaðsíða 10
Sœfinnur með 16 skó Framh. af 1. síðu. burðum, drengurinn sá arna, og er þó ekki nettia 18 vetra. Lítið á hvað brjóstið er breitt og hvelft, og herðarnar að sama skapi. Litið á vöðvana þá arna. Það er auðséð, að hann hef- ur krafta í kögglum. Þó er höndin smáger og bein. Eða sjáðu þetta höfuð, þessa dökkjörpu lokka, sem liðast fallega uiður með eyrunum, þetta háa, beina og slétta enni, þessi bláu, djúpu, rólegu augu, þetta beina háa nef. Það er eins og náttúran hafi haft eitthvað listaverk til fyrirmyndar þarna. Svo segir sagan, að hann hafi heitbundizt ungri, ljóshærðri, bláeygðri, glaðlyndri stúlku. En hamingja þeirra varð skammvinn, og sleit stúlkan tryggð við hann. Upp frá því gerðist hann einrænn og ein- mana, en var þó alltaf að búa í haginn fyrir stúlkuna sína, þegar hún kæmi aftur. Spgir síðan frá því, að ráðizt var í þennan helgidóm Sæfinns, safnið hans í skúrnum, þegar hann var fjarverandi. Var draslinu ekið niður í fjöru. En brátt kom í ljós hvílíkar gersemar voru þarna. Þar voru peningar vafðir inn í bréf, hver peningur út af fyrir sig, bréfunum frátætta þumalgarma, þar voru innlendir og erlendir peningar, auk fúlgu af ógildum pen- ingum, spesíum, ríkis- dölum, mörkum og skild- ingum. Þá voru í haugn- um hattræflar, tómar flöskur, mörg hundruð skóbætur, mörg hundruð flöskubrot, skeljabrot svo þúsundum skipti, nokkur hundruð þuml- ar af vettlingum og mörg hundruð taupjötl- ur, auk margs annars. Það er hægt að gera sér í hugarlund hvað þar eru þrír, — þar sem Stundum potað niður í þrír eru þar eru tveir, og Sæfinnur hefur hugsað, þegar hann kom heim og fann allt rifið og tætt og f jármunum hans ekið í fjöruna. Hann sagði fátt, en ráfaði raunamæddur burt, lét þau orð falla við mann, sem hann hitti á leið- inni, að einkennilegt réttlæti ríkti hér á landi. Síðan fór hann niður í fjöru til þess að reyna að bjarga einhverju af gersemum sínum. Hann hafði aldrei gert neinum mein, svo menn vissu, aldrei sagt styggðaryrði til neins, en svona lék heimurinn hann. Orðsendingar Sonurinn lærði Siggi litli kom einu sinni heim úr skólanum og var venju fremur svangur, voru þá borin fram 5 egg í skál, en egg voru bezti matur drengs- ins. Siggi vildi nú sýna föður sínum lærdóm sinn og segir: — Það eru 15 egg í skálinni þarna, pabi. — 15 egg? Nei, þau eru ekki nema fimm, sagði faðir hans. — Jú, 'vist eru þau 15, segir Siggi, — ég skal sanna þér það. — Látum sjá, segir fað- ir hans. — Þar sem fimm eru þar eru f jórir, er það ekki svo, pabbi? — Jú, víst er það. — Þar sem fjórir eru þar sem tveir eru þar er einn, er ekki svo? — Jú, ekki verður móti því mælt, segir faðir hans. — Nú geturðu séð: 5 og 4 ög 3 og 2 og 1 eru samtáls 15, svo að það eru 15 egg í skálinni. — Já, satt er það að þú ert lærður sonur, sagði faðir hans, — ég tek þessvegna ekki nema fimm egg úr skálinni, en þú mátt eiga hin 10. Gátur 1. Hvenær byrjar and- arunginn að synda? 2. Hversvegna getur ekki rignt tvær nætur samfleytt? 3. Hvernig er hægt að skrifa vatn með tveimur stöfum? Nú er gaman að vera ritstjóri Óskastundarinn- ar. Með hverjum ■ pósti berast mörg og skemmti- leg bréf, hvaðanæva af landinu, Það sem ánægju- legast er við öll þessi bréf, er það, að vinátta ykkar og gleði skin út úr þeim. Ritstjórnin þakkar ykkur fyrir bréfin, efnið sem þeim fylgir og mynd- irnar allar. Eftir því sem rúm leyfir verður birt efni frá ykkur smátt og smátt. Og umfram allt, látið óskir ykkar í ljós, þeim verður sinnt eftir föngum. Ó. J. Magnússon, Bæ, Króksfirði. Möppurnar utan um Óskastundina kosta aðeins 2 krónur. Þú skalt fá möppuna þína bráðlega. Mynd af Erlu Þorsteinsdóttur birtist í 7. tbl. Hefurðu ekki feng- ið það? Ártölin 1118-1918 Veturinn 1117—1118 er talið að ritöld hefjist á íslandi. Frá þeim tima eru fyrstu skráðu heim- ildir. Árið 1918 var ísland viðurkennt fullvalda ríki, aðeins í konungssam- bandi við Danmörku. Tuttugu og fimm árum síðar gátu íslendingar losnað að fullu úr tengsl- um við Dani og stofnað lýðveldi. • --------- Ártölin 930 og 1930 Hvaða minnisverðir at- burðir úr fslandssögunni eru bundnir við ártölin 930 og 1930? Möppumar. Þið, sem hafið pantað möppur fá- ið þær með næstu ferð. Þær verða lagðar í póst með þessu tölublaði. Unnur K. Karlsdóttir, Kjartansstöðum, Flóa. Skriftin þín er falleg. Þakka þér fyrir gáturnar sumar birtast bráðlega. Við skulum tala við Ingi- björgu Þorbergs fyrir Þig. 9 ára lesandi í sveit. Kvæðið, sem þú biður um er töluvert langt, þess' vegna dálítið erfitt fyrir blaðið okkar að birta það. Skrítla frá G. Á. 9 ára. Karl einn kemur í póst- húsið með frímerkt bréf. Póstmaðurinn vegur það vandlega og segir svo: — Bréfið er því miður of þungt. Þér verðið að bæta frímerki á það. — Nú, þá verður það enn þyngra, sagði karl- inn. Það er gaman að safna. Þóranna Þórarinsdóttir, 11 ára, Vestmannaeyjum, skrifar að hún safni glansmyndum og eigi nú 248 alls. „Einnig er ég að safna frímerkjum. Eg byrjaði í morgun og á 38“, segir hún. S. G., 13 ára, ísafirði, skrifar: Eg er að safna serviettum eða pentudúk- um, eins og á að kalla það á íslenzku. Eg er líka að safna prógrömmum. Prógram, er það íslenzkt orð? Ef það er ekki, vild- ir þú þá birta islenzka nafnið. Svar: Prógram er ekki íslenzkt orð, þó að það sé almennt notað. I stað þess er oftast hægt að nota orðið dagskrá, þó á það ekki allsstaðar vel við, þá er stundum hægt að nota orðið efnisyfir- lit. Nú verða ekki fleiri orð- sendingar í þesu blaði, þó að ritstjórinn þyrfti að senda langtum fleiri. Bíð- ur það næsta blaðs. Hringur og maríuerlan Eg á heima í sveit. Eins og gengur og gerist í sveitum eru hlaðnir kof- ar úr torfi og grjóti. Bær- inn stendur í hvammi við rætur brekkunnar, og stendur kofi upp í brekk- unni. Eitt vorið verpti maríuerla í kofaveggnum og ungaði þar út eggjum sínum. Þegar ungarnir voru komnir, varð Hring- ur, sem var þá hvolpur, var við þá. Hring var illa við allar mýs og drap hverja sem hann náði i. Tiringur hélt nú að þetta væri mús, og, þegar ungarnir komu úr hreiðrinu sat hann um þá og náði í einn þeirra. Eg kallaði til hans, en hann - gegndi mér ekki. Allt í einu sé ég hvar maríuerl- an kemur og flýgur hring eftir hring í kringum hann. Varð hann þá svo hræddur, að hann lagði niður skottið og reyndi ekki framar að ná í þá. 12 ára telpa S-Þing. KLIPPIÐ HÉ R ! 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. apríl 1955 Erlend Framh. af 6. síðu rikin þar í átökum kalda stríðs- ins. Nehru, U Nu forsætisráð- herra Burma og Sastroamidjojo forsætisráðherra Indónesiu telja þetta mjög varhugaverða þróun, Þeir álíta að Asíuríkin eigi sjálf að skipa málum í álf- unni, setja niður deilur sem þar • kunna að rísa og halda sér sem ' mest utan við átök hinna miklu hervelda. Nehru hefur gert sér tiðrætt um að með samningi Indlands og Kína um Tíbet og samningum Burma og Kina hafi verið myndað friðarsvæði ' i Asíu, þar sem rikin skuld- bindi sig til samskipta á jafn- réttisgrundvelli og hafni öllum tilraunum til íhlutunar um innri mál hvers annars. Annað helzt markmiðið með ráðstefn- unni í Bandung er að búa svo í haginn að þetta friðarsvæði nái sem víðast, efla með því friðinn i Asíu og í öllum heimi um leið. \ ■fjlutleysisstefna flestra Col- omboríkjanna í kalda stríð- inu og stuðningur þeirra við sjálfstæðiskröfur nýlenduþjóð- anna hefur mætt skilningi í So- vétríkjunum og Kína en andúð í herbúðum Vesturveldanna. Að nokkru leyti stafar andúðin af því að nýlenduveldin er öll að finna í hópi Vesturveldanna. Það skýrir þó ekki; að hvergi er Nehru og stefnu hans hall- mælt eins og í Bandarikjunum, sem eiga tiltölulega litlar ný- lendur. Þeim mun meiri á- tíðindi herzlu hafa þau lagt á að ánetja sér hin ungu ríki í Asíu og gera þau að hálfný- lendum. Eftirtekjan svarar þó ekki til erfiðisins. Þegar Banda- rikjastjórn tók að koma sér upp hernaðarbandalagi í Asíu í fyrrasumar eftir að saminn hafði verið friður í Indó Kína þvert gegn vilja hennar fengust aðeins þrjú Asíuríki til að ganga í bandalagið, Pakistan, Thailand og Filippseyjar. Bandarískir ráðamenn kenna Nehru öðrum fremur um að svona fór og hafa því ekki vandað honum kveðjurnar síð- asta árið. Jafnframt verður gagnrýni Nehrus á stefnu Vest- urveldanna og þá einkum Bandaríkjanna sífellt skelegg- ari. I þingræðu um síðustu mánaðamót komst hann svo að orði að hernaðarbandalagsbrölt Bandaríkjastjórnar hefði ónýtt horfurnar á friðsamlegra á- standi í Asíu sem sköpuðust við friðargerðina í Indó Kína. Hann vítti stríðshótanir Bandaríkja- manna gagnvart Kína og sagði að tilraunir til að halda eyjum við, ströndina fyrir Kínverjum gætu ekki haft aðrar afleið- ingar en stórstyrjöld. Loks benti Nehru á, að Vesturveld- unum hefði tekizt með hern- aðarbandalagsbrölti að kljúfa Arabaríkin í andstæðar fylking- ar. í því sambandi er athyglis- vert, að Nasser, forsætisráð- herra Egyptalands, sem hefur beitt sér fyrir andstöðu gegn fyrirætlunum Vesturveldanna í Kirkjan Framhald af 3. síðu. Ætlunin er að setja kistu Páls biskups Jónssonar í suðurstúku, en í norðurstúku hið forna altari Skálholtskirkju; ennfremur verð- ur öðrum fornum kirkjugripum komið þar fyrir, sem við á. Hæð hákirkju vérður 14 m (sama hæð og var á kirkju Bryn- jólfs biskups), lengd kirkjunnar allrar 29 metrar. Við hlið gamia griuinsins ðin nýja kirkja verður reist norðan við gamla grunnstæðið. Og þess gætt við smíði hennar að valda sem minnstu raski. Verður hún því látin standa á grunnstöplum. Hún mun því standa norðan við gamla grunn- inn, en sunnan við Norðurstúku. Kirkjugarðurinn verður hlaðinn upp,.en framan við kirkjugarð- inn verður stórt og myndarlegt torg, er liggur nokkra lægra en kirkjustæðið. Má þá reisa hús norðan og sunnan við torg þetta, en ný heimreið liggur heim á staðinn úr vestri. Líkan kirkjunnar verður til sýnis í Þjóðminjasafninu á venju- legum sýningartímum þess. Arabaríkjunum, kom í gær til Rangoon, höfuðborgar Burma, í för með Nehru og settust þeir strax á rökstóla með U Nu og Sjú Enlæ, forsætis- og utaiirík- isráðherra Kína. Síðan halda þeir fjórmenningar rakleitt til Bandung. M. T. Ó. Innsta klíka íhaldsins Framhald af 1. síðu. verkalýðinn til hlýðni. Verka- lýður Reykjavíkur hefur staðizt allar þær árásar- og kúgunar- herferðir sem miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins hefur skipulagt gegn honum. Þess mætti minn- ast, að það væri hægt að reka öll atvinnutæki Islands án þess að auðmannaklíkur hirtu af þeim gróðann, en það væri ekki hægt að reka neitt þeirra án verkamanna. Verkalýðurinn mun ekki þola það, að Eimskipafélag Islands sé misnotað gegn verkalýðs- hreyfingunni. Ætli auðmanna- klíka Sjálfstæðisflokksins að halda slíku áfram, verður þjóð- in að taka til athugunar hvern- ig haga beri rekstri þess fyrir- tækis í framtíðinni. Ólafur Tliors, flutningsmaður frumvarpsins um skattfrelsið, treysti sér ekki til að hrekja neitt af hinni þungu ádeilu Einars og sagði aðeins nokkur orð út í hött. ★ Bjarni Ben. hrakyrðir verkfallsmenn. En annar ráðherra Sjálfstæð- isflokksins virtist fastar snort- inn af ádeilu Einars. Bjarni Ben. ruddi úr sér langri æsinga- ræðu gegn alþýðusamtökunum, er jafnframt átti að afsaka skipulagningu Sjálfstæðisflokks ins á sveltitilraun atvinnurek- enda. Verkfallið sagði hann „til- gangslaust,“ og hefðu „afglap- ar“ hrundið því af stað, og yrðu þeir dregnir til ábyrgðar fyrir það! En sérstaklega hlakkaði í honum yfir því hve söfnunin í verkfallssjóðinn næmi enn lágri upphæð. I sambandi við kosningu sína í stjórn Eimskipafélagsins, lýsti Bjarni því yfir, að hann vildi gjarna geta orðið arftaki Egg- erts Claessens, að því er virtist einna helzt í baráttunni gegn verkalýðssamtökunum! Var ræða ráðherrans öil með van- stillingarblæ og auðbeyrt hve mjög ádeila Einars hafði kom- ið honum úr jafnvægi. ★ Afglapar Sjálfstæðisfloliks- ins bera ábyrgðina. Einar benti á að yfirlýsing Bjarna um vilja til að verða ann ar Eggert Claessen staðfesti í einu og öllu ádeilu sína. En þessi fyrírmynd Bjarna hefði verið framkvæmdastjóri Vinnu- veitendafélagsins, sem Bjarni væri ekki enn, og því eðlilegra að hann gengi fram fyrir skjöldu til baráttu við verka- lýðshreyfinguna. Hannibal Valdimarsson deildi fast á misnotkun afturhaldsins á Eimskipafélagi Islands, og sagði Bjarna Ben. að „afglap- ar“ þeir sem hann nefndi svo, væri fólkið í verkalýðsfélögun- um. Það væru afglapamir í klíku Vinnuveitendasambands- ins og Sjálfstæðisfl okksins, með Bjarna Ben. og hina ráðherrana að baki, sem yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir það að hindra svo lengi samninga um sann- girniskröfur verkamanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.