Þjóðviljinn - 17.04.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.04.1955, Síða 6
16) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 17. apríl 1955 (IIÓOVIUINN Útgefasdl: Sameinlngarflokkur alþýSu — Sósíallstaflokkurlnn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður GuBmundsson C&b.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaOamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjaml Benedlktsson, Gu5- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Öiafssoau A.uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg 1». — Síml 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 & m&nuði i Reykjavík og n&grenni; kr. 17 annars staðar & landinu. — Lausasöl uverð 1 kr. éintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. j Eru verkföllin pólitísk? „Verkfallið er pólitískt* hrópar Morgunblaðiö á mörg- um stöðum í gær, og „Verkfallið má ekki verða pólitískt" heitir forustugrein Tímans. Það er því augljóst að stjórn- arflokkarnir og atvinnurekendaklíkan eru farin að ótt- ast mjög pólitískar afleiðingar verka sinna, og einkum er ótti íhaldsins augljós. Auðvitað eru verkföliin orðin pólitísk — vegna athafna stjórnarflokkanna og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. Á Alþýðusambandsþinginu í haust var samþykkt einróma af fulltrúum allra stjórnmálaflokka að hefja kjarabaráttu sem ætti að tryggja það að átta stunda vinnudagur hrykki verkamönnum til mannsæmandi lífs. Þegar til fram- kvæmda kom voru haldnir fundir í öllum þeim félögum sem að verkföllunum standa, og í hverju einasta félagi var samþykkt einróma, af kjósendum allra flokka, að leggja til baráttunriar. Kröfur þær sem fram voru bornar voru á sama hátt samþykktar í einu hljóði. Innan verk- lýðssamtakanna var þannig ekki unnt að finna nokkurn pólitískan ágreining um þetta mikilvæga hagsmunamál og hefur eining og samstaða alþýðunnar aldrei verið jafn mikil í nokkurri kjaradeilu. Því fór vissulega mjög fjarri að af alþýðusamtakanna hálfu væri stofnaö til nokkurra pólitískra verkfalla. Ef stjórnarflokkarnir hefðu tekið tillit til þessarar óvé- íengjanlegu staðreyndar hefði aldrei komið til nokkurra verkfalla; frestur sá sem verkalýðsfélögin veittu hefði þá verið hagnýttur til þess aö semja viö verklýðssamtökin um réttlætiskröfur þeirra. Ef stjórnarflokkarnir hefðu átt nokkurn einlægan trúnað við lýðræði það, sem þeir hampa mest við hátíðleg tækifæri, hefði einnig verið samið án tafar — því þá hefðu forsprakkarnir litið á það sem heil- aga skyldu sína að fylgja vilja kjósenda sinna. En þetta hefur ekki verið gert, heldur hefur öllu valdi Sjálfstæðisflokksins verið beitt til þess að koma í veg fyrir samninga. Meö þessu hefur verkfallsklíka flokksins gert verkföllin pólitísk — því það verður að brjóta ofstæki hennar og hatur á bak aftur til þess að fá nokkra lausn á deilunni. En valdaklíka flokksins hefur einnig sýnt al- þýðu allri tilgang' sinn og innræti. Hún lítur ekki á það sem hlutverk sitt að hlíta í neinu vilja þess sem greiðir flokknum atkvæði; þegar á herðir verður Sjálfstæðisflokk- urinn' og allt valdakerfi hans tæki fámennrar og harð- svíraðrar auðmannaklíku. Það eru milljónararnir í Reykjavík en ekki kjósendumir sem stefnunni ráða, og í verkföllunum hefur almenningur rekið sig harkalega á þá staðreynd. Þetta valdakerfi gi'óðaklíkunnar verður að brjóta á bak aftur; það er brýnasta nauðsyn verklýðssam- takanna ef þau eiga að geta háð bráttu sína með fullum árangri. Stjórnarblaðið Tíminn segir í gær að það sé fráleit krafa að ríkisstjórnin segi af sér; verkföll geti aldrei orðið til þess að velta ríkisstjórn, það sé aðeins á valdi alþingis. Þessi ummæli sýna glöggt að aðstandendur blaðsins skilja ekki hvað lýðræði er; þeir binda sig við form en ekki inn- tak. Þegar ríkisstjórn er komin í andstöðu við vilja megin- þorra þjóðarinnar, þegar henni hefur mistekizt á herfi- legasta hátt að leysa brýnustu vandamál þjóðfélagsins, eins og nú hefur orðið raunin hér á landi, er það skylda hennar að hlýða vilja almennings og segja af sér, enda þótt alþingismenn hafi ekki manndóm til þess að gegna sjálfsögðustu störfum sínum. Það má einnig fullyrða að í engu lýðræðislandi öðru en íslandi myndu ráðhei’rar sitja sem fastast eftir að hafa beðið algert skipbrot frammi fyrir þjóðinni, eftir að þeim hefði mistekizt að sinna sjálfsögðustu verkefnum sínum. Verklýðshreyfingin hefur ekki stofnað til pólitískra verkfalla, en stjórnmálaflokkar afturhaldsins hafa gert verkföllin pólitísk. Með því móti, hafa þeir getað staðið gegn sjálfsögðum réttindum verkalýðsins í heilan mánuð, en þeim er nú að skiljast að þeir hafa lagt inn á hættulega braut. Þeir munu einnig fá pólitísk svör frá verkalýðnum, og þau geta á skammri stundu gerbreytt valdaaöstöðunni í þjóðfélaginu. SKÁK VUtstjóris GuSmundur Arnlaugsson 1 DroftningarbragS Á nýafstöðnu skákþingi Sovct- ríkjanna var taflmeistarinn Petr- osjan sá eini keppenda er engTÍ skák tapaði. Hann vann fjórar skákir en gerði fimmtán jafn- tefli, Hér fer á eftir skák hans við Tajmanoff frá þessu móti. Hér í dálkunum var einhvern tíma birt skák frá þinginu í Ziirich milli þessara sömu manna. Þar tókst Tajmanoff að koma Petrosjan á óvart og1 vinna hann fallega. Hér hefnir Petrosj- an sín á jafn óvæntan hátt. DROTTNINGARBRAGÐ Petrosjan — Tajmanoff 1. d2—ilt Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rgl—fS d7—d5 4. Rbl—c3 c7— c6 5. e2—e3 Rb8—d7 6. Bfl—d3 Bf8—b4 Þessi leikur svarts var sú nýj- ung er Euwe hafði með sér á keppnina um heimsmeistaratign- ina 1948. Hann reyndist ekki sérstaklega vel þá og hefur lítið sézt síðan. 7. 0- 0 0 '0 8. Ddl—c2 Bb4—d6 Biskupinn heldur heimleiðis — Eitt er hugsjón og annað veruleiki, Moggi sæll! Morgunblaðið heldur áfram að lofa og vegsama verkfalls- brjóta og ofbeldismenn á borð við Guðmund sólarhring. Njóta bílstjórar þeir sem reynt hafa að troða illsakir við verkfalls- vörzluna sérstakrar hylli blaðs- Þessi hylli er þó ekki sprott- in af neinni ást Morgunblaðsins á bílstjórastéttinni, heldur kemur annað til. Smyglbílstjór- arnir hafa gert sig seka um mjög alvarleg afbrot við stétt sína og samtök. Þeir eru félag- 'ar í Alþýðusambandi íslands og þeim ber skyldá til að heiðra skráð og óskráð lög samtak- anna og samheldni og fórnfýsi í baráttunni fyrir bættum kjör- um. Þeir meðlimir verklýðsfé- laganna sem gerast brotlegir við stéttarsamtökin eru fyrir- litlegir svikarar, og því sann- arlega ekki að undra þótt mál- gögn atvinnurekenda geri gæl- ur víð þá. Sem betur fer hafa bílstjórar almennt fyrirlitningu á smygl- urunum og verkfallsbrjótunum sem Morgunblaðið hampar. Fjölmargir bílstjórar hafa tekið þátt í verkfallsvörzlu og lagt fram bila sína til þeirra þarfa. Hefur Morgunbiaðið heiðrað þessa bilstjóra með því áð birta númerin á bifreiðum þeirra — og sérstaklega er blaðið hneykslað á því að þeir skuli fá benzín á bíla þá sem notaðir eru til vörzlunnar! Hugsjón blaðsins er sem sé sú að smygl- arar og lögbrjótar fái að leika lausum hala en verkfallsvarzl- an hafi ekkert benzín á sína bíla! En eitt er hugsjón og annað veruleiki, Moggi sæll. en betra hefði verið d5xc4 fyrst. 9. b2—b3 d5xc4 10. b3xc4 efi—ea 11. Bcl—b2 Hf8—e8 12. Rc3—e4! Rf6xe4 13. Bd3xe4 h7—h6 Ekki dugar 13. —Rf6 14. dxe5 og hvítur heldur peðinu. 14. Hal—dl e5xd4 15. Be4—h7t! Kg8—h8 16. Hdlxd4 Þessi óvænta hugmynd að rýma til fyrir hróknum og beita hon- um síðan framan við peðin, set- ur svart í mikinn vanda. Nú dugar Rf6 augsýnilega ekki: 16. —Rf6 17. Hfdl Rxh7 18. Hxd6 og Hxh6. 16. — Bd6—c5 17. Hd4—f4! Dd8 —e7 18. Hí4—e4! De7—f8 19. He4—h4! Hótar Hxh6 og við þeirri hótun. á svartur enga viðunandi vörn. Frekast kæmi til greina að' reyna 19.—Hefi, en þá kemur 20. Rg5 Hd6 (hxg5 21, Bg8í ! og mátar) 21. Re4 He6 22. Bf5 Be7 23. Hg4 og vinnur skiptamun. 19. — f7—f6 Með þessu móti kemst svartur hjá manntjóni, en nú er komið slæmt skarð í víggirðingarnar á g6. 20. Bh7—g6 He8—e7 21.Hh4—h5! Bc5—d6 22. Hfl—dl Bd6—eð 23. Bb2—a3 c6—c5 24. Rf3—h4 og svartur gafst upp, því að gegn. Be4 og Rg6 er engin vörn. Morgunblaðið áfellist ekki brennuvarga Heimdallar Morgunblaðið heykist á pví í gœr að pegja alger- lega um íkveikju'Heimdellinga á Þórsgötu 1. Birtir pað litla frétt á öftustu síðu, en reynir að draga sem allra mest fjöður yfir pað hvílíkan stórglœp v parna var reynt að fremja og lætur sér ekki til hugar koma að ileggja nokkurt mat á petta afrek stuðningsmanna sinna. Blaðið segir í lokin með greinilegum ánœgjutón: ,,Rannsóknarlögreglunni hefur ekki enn tekizt áð upplýsa hver innbrotið framdi“. í pví efni gœtu ýmsir helztu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og að- standendur Morgunblaðsins eflaust gefið lögregl- unni mikilvœgar vísbendingar með pví að yfir- heyra syni sína sem tóku pátt í aðförinni að Þórs- götu 1, Þjóðviljanum og lögreglustöðinni, eftir að peim hafði mistekizt að efna til óspekta á úti- fundi verklýðsfélaganna. Afstaða sú sem birtist í Morgunblaðinu er mjög alvarlegs eðlis. Það stóð pví blaði nœst að vanda um við Heimdallarskrílinn og var raunar skylda pess. Þetta hefur ekki verið gert og pað talar sínu skýra máli um pað hversu grunnt er á fasismann hjá valdamönnum íhaldsins, einnig peim sem komnir eru til vits og ára. •MuiimmiitiiHiHNnni : ER EKKI EÐLILEGAST að alþýða Reykjavíkur verzli við sínar • • 1 o ' eigm buoir: Verkamenn og aðrir launþegar: KRON er stofnað og starfrækt fyrst og fremst ykkur til hagsbóta. Með því að ganga í félagið, skipta við það og fylgjast af áhuga með rekstri þess, eflið þið ykkar eigin samtök og bætið jafnf ramt kjör ykkar. ! IV, VL-.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.