Þjóðviljinn - 20.04.1955, Page 12

Þjóðviljinn - 20.04.1955, Page 12
Barnadaguriim er á morgun 1200-2000 börn syngja á utiskemmtun HióÐviumN Miðvikudagur 20. apríl 1955 -— 20. árgangur — 88. tölublað í Lækjargöfu á sumardaginn fyrsta Sumardagurinn fyrsti—barnadagurinn—er á fimmtu- daginn kemur. Barnavinafélagið Sumargjöf gengst að vanda fyrir há- tíðahöldum barnanna, sem verða nú með þeirri nýbreytni að útiskemmtun barna verður í Lœkjargötu og hefst kl. liálf tvö. Auk þess hefur Sumargjöf daginn. Formaður Sumargjafar, Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri, og þeir Bogi Sigurðsson og Jónas Jósteinsson skýrðu blaða- mönnum frá fyrirkomulagi há- tíðahaldanna í gær. 10 heimili Sumargjöf starfrækti sl. ár 10 heimili, þ.a. 4 dagheimili og € leikskóla. Barnafjöldinn á .heimilum þessum var samtals á dágheimilunum 541 og.er það nokkuð meira en árið áður. Dvalardagar á dagheimilunum voru rúm 66 þúsund. — Barna- fjöldi á leikskólunum var sam- •tals 1035 og er það 80 börnum fleira en árið áður. Dvalardag- ar samtals 102 582. — Nánar verður sagt frá starfsemi Sum- argjafar síðar. Sýning í Listamannaskálanum Sú skemmtilega nýung verð- ur nú í sambandi við hátíða- höldin að sýning verður haldin i Listamannaskálanum á barna- teikningum, löndurvinnu barna og leikföngum. Foreldrum skal bent sérstak- lega á að sækja þessa sýningu, Blaiaverkfalli lckið í London í gær varð samkomulag milli 700 rafvirkja og vélaviðgerða- manna og blaðaútgefenda í London og lauk þar með verk- falli sem hindrað hefur útkomu allra dagblaða borgarinnar nema Daily Worker, blaðs -kommúnista, í 26 daga. Búizt er við að blöðin komi út aftur á morgun. Útgefendur heita því að taka upp viðræður við verkfallsmenn um kröfu þeirra um hækkað kaup. um 20 inniskemmtanir um því þar verða aðeins uppeldis- leikföng, þ.e. leikföng er gefa börnunum tækifæri til að starfa og æfa hugsun þeirra. — Ætl- unin var að sýning þessi byrj- aði siðasta vetrardag, en hún getur ekki orðið fyrr en á sum- ardaginn fyrsta og verður opn- uð kl. 11 f.h. Atvinnurekandi geíur sex þús. kr. í verkíallssjóð Enda þótt stjórn Vinnuveitenda- sambandsins, Thórsararnir og harðsvíruðustu stóratvinnurek- endur hafi ákveðið að svelta verkalýðinn til hlýðni og fá sjálfir ákvörðunarvald um kaup og kjör á íslandi er öðru nær en slíkt sé afstaða allra atvinnurek- enda. Það sýnir bezt að ekki bera allir atvinnurekendur slíkan hug til verkfallsmanna, að einn at- vinnurekandi hefur gefið 6 þús. kr. í verkfallssjóð. I'á er og þess að geta að á páskunum kom einn kunnur atvinnurekandi með góða gjöf til verkfallsmanna við vegagæzluna. Sýnir þetta o. fl. að margir at- vinnurekendur hefðu fyrir löngu samið við verkamenn ef stjórn Vinnuveitendasambandins bann- aði þeim það ekki. Fer ekki að verða tími til þess fyrir marga smærri atvinnurek- endur að liætta að fórna hags- munum sínum á altari hinna drottnandi fjandmanna verka- lýðsins í Vinnuveitendasamband- inu? SScíSöskáli KR hrunninn Skíðaskáli KR í Skálafelli brann í fyrradag. Þrír piltar höfðu farið í skál- ann og hituðu þeir sér hress- ingu á olíuvél frammi í skál- anum en fóru svo inn í annað herbergi. Þegar þeir komu aft- ur stóð skálinn í björtu báli. Sluppu piltarnir út en skálan- um varð ekki bjargað. Skálinn var 138 fermetrar. Á KR nú engan skíðaskála, því skáli félagsins í Hveradölum brann á sínum tíma. Tveggja ára barn ferst er skriða fellur á sveitabæ í fyrradag vildi það sorglega slys til þegar aurskriða féll á bæ uppi í Kjós að tveggja ára barn grófst í skriðuna og lézt. Skriðan féll um sexleytið á Hjalla, nýbýli undir Meðalfelli í Kjós. Kom skriðan ofan úr Meðalfelli og skall á húsinu að- ^ldyramegin, braut hurðina og rann skriðan inn. Varð aurinn í húsinu um hálfan metra á þykkt. Telpan sem fórst var dóttir Helgu og Ingólfs Guðnasonar í Eyjum. Var telpan þarna hjá föðurbróður sínum Hans Guðna- syni og konu hans, en þau eiga 9 börn og var því 12 manns í húsinu er skríðan féll á það. Ríkisstjómin önnum kaf- In yíÖ Kópavogsmálfö! Önnur þingmál látin víkja! Meöan mestu nauðsynjamál þjóðarinnar liggja ósnert og óafgreidd viröist ríkisstjórnin eiga eitt áhugamál ein- ungis, Kópavogsmálið. Ctiskemmtun Skrúðgöngur verða frá Mela- skólanum og Austurbæjarskól- anum. Mun vorið, þ.e. lítil telpa, koma ríðandi í farar- broddi. Veturinn kemur frá Austurbæjarskólanum. Skrúð- ganga frá Austurbæjarskólan- um kemur niður Skólavörðustig nú, því útiskemmtun verður fyrir börn í Austursíræti og kemur því önnur skrúðganga með Tjörninni, en hin að norð- an og mætast á götunni. Ræðuhöldum við Austurvöll er nú sleppt. í Lækjargötu verður kórsöngur barna, með aðstoð lúðrasveitar, verða 1600 til 2000 börn í kórnum. Þá verða og leikfimi- og þjóð- Hófst 2. umræða málsins um tvöleytið í fyrrinótt, og fluttu þá framsögumenn nefndar ræð- ur sínar. Leggja stjórnarþing- menn til að frumvarp Ólafs Thórs, Steingríms og Emils Jóns- sonar verði samþykkt tafariaust, en Hannibal Valdimarsson telur málið ekki tímabært. Hélt umræðan áfram á fundi neðri deildar í gær, og deildi Lúðvík Jósefsson fast á hin ó- svl'fnú vinnubrögð ráðherranna og hjálparmanna þeirra í þessu máli, sem látið væri taka tíma þingsins dag og nótt, meðan stórmál biðu afgreiðslu. Var málið enn rætt á kvöld- fundi í gærkvöld. Framhald á 3. síðu. Nýtt hefti Réttar koniið út Réttur, 1.—4. hefti 38. árgangs er nýkominn út og flyt- ur að vanda efni er allir sósíalistar þurfa að lesa. Sérstaklega skal öllum bent á að lesa grein ritstjórans, Ein- ars Olgeirssonar: Nokkrar hug- leiðingar um leið Islendinga til þjóðfrelsis og sósíalisma. Einar hefur um undanfarin ár skrif- að hverja greinina annarri betri um helztu vandamál þjóðarinn- ar, og á þessi grein ekki sízt erindi til allra góðra íslend- inga nú. Annað efni er: Ragnarök nýlendukúgunarinnar, eftir Ás- mund Sigurðsson, Guatemala og ísland, eftir Ásgrím Albertsson, Getur lýðræði þróazt í borgara- legu þjóðfélagi eftir Bjöm Þor- steinsson sagnfræðing, Innlend víðsjá eftir Brynjólf Bjarna- son alþm. Þegar menn eru vondir, heitir smásaga eftir Sigurjón Einarsson. Þrjú kvæði eru í heftinu, Brást þér værð, eftir Jakobínu Sigurðardóttur og Marþöll og Að Bæjarstað eftir Þorstein Valdimarsson. Husvíkingar fagna Norðlendingi Húsavík í gær. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Togarinn Norðlendingur sem Húsvíkingar eiga hluta í legg- ur hér upp afla í dag í fyrsta skipti. Er aflinn 140 tonn, Er allstaðar flaggað í bænum í til- efni af komu togarans. SæmUeg- ur afli er á vélbáta hér. r _ Ihald og Framsókn fella fjár- öflun til verkamannabústaða Jóhann Hafstein lýsir yfir að byggingarlán sam- kvæmt húsnæðisfrumvarpi stjórnarinnar séu ekki ætluð láglaunafólki! Jóhann Hafstein lýsti því yfir á Alþingi í gær, fyrir hönd stjórnarflokkanna, að lánakerfi það sem komið væri á fót með húsnæðisfrumvarpi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, væri ekki ætlaö lægst launaða fólkinu í landinu. Það hefði aðgang að öðru lánakerfi, þar sem væru lánin til verkamannabústaða! Nokkrum mínútum síðar fór fram atkvæðagreiðsla í neöri deild Alþingis, sömu deildinni og Jóhann var aö tala í, og felldu þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar tillögu um að 12 milljón króna lánsfé skyldi árlega renna til byggingarsjóös verkamanna, sama upphæö og á- kveöið er að byggingarsjóður sveitanna fái. Áður en þessi atkvæðagreiðsla fór fram minnti Gylfi Þ. Gísla- son á, að heita mætti að ríkis- stjórnin hefði lokað þeim leiðum að verkamenn gætu notið kjara laganna um verkamannabústaði, og að engin bót væri á því ráð- in með lánafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Þessir alþingismenn felldu til- löguna um fjárframlög í bygg- ingarsjóð verkamanna til jafns við byggingarsjóð sveitanna: Björn Ólafsson, Kristín Sigurðardóttir, Jóhann Hafstein, Magnús Jónson, Eiríkur Þorsteinsson, Pétur Ottesen, Sigurður Ágústsson, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Steinþórsson, Einar Ingimundarson, Páll Þorsteinsson, Gísli Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson, Jón Pálmason, Gunnar Gislason, Jónas Kafnar, Jörundur Brynjólfsson, Sigurður Bjarnason. Með tillögunni greiddu atkvæði þingmenn Sósíalistaflokksins, Al- þýðuflokksins og Þjóðvarnar- flokksins. — Reykvíkingum mun verða starsýnt á að sjá þrjá af Reykjavíkurþingmönnum Sjálf- stæðisflokksins taka þessa af- stöðu, að nýgefinni yfirlýsingu Jóhanns Hafstein sem áður getur. Stjómarliðið felldi allar til- lögur þeirra Gylfa og Karls um endurbætur á frumvarpinu, en þeim tillögum er lýst í nefndar- álitinu, sem birt er á 7. síðu blaðsins í dag. Nafnakall var haft um þá breytingartillögu, að svo yrði kveðið á í lögunum, að „þeir lánbeiðendur, sem lvafa fyrir stærstri fjölskyldu að sjá, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir lánsfé.“ Gegn þeirri reglu greiddu þess- ir þingmenn atkvæði: Magnús Jónsson, Páll Þor- steinsson, Pétur Ottesen, Sigurð- ur Ágústsson, Skúli Guðmunds- son, Steingrímur Steinþórsson, Björn Ólafsson, Einar Ingimund- arson, Eiríkur Þorsteinsson, Gísli Guðmundsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Ilafstein, Jónas Rafnar, Sigurður Bjarnason, Kristín Sig- urðardóttir, Haldór Ásgrímsson, Helgi Jónasson. Var tillagan felld gegn atkvæð- um sósíalista, Alþýðuflokks- manna og Þjóðvarnarflokks- manna. Verkfallsmenn! Hafið daglega samband við bækistöðvar verkfallsstjómarinnar!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.