Þjóðviljinn - 29.04.1955, Side 1
Olíumálið
1
Frásögn af úrslitum Olíu—<
málsins í Hæstarétti er *ki
3. síðu blaðsins.
Sex vtkna barátfu verklýSsfélaganna lokiS meS mikilvœgum sigri:
16% HÆKKUM m VERKALYÐSMS
11% bein kaupbækkun - 4% atvinnuleysistrygg-
ingar -1% orlof - afnám vísitöluskerðingar
Verkíöllunum miklu er lokið eítir hugprúða og íórníúsa baráttu alþýðunnar
í réttar sex vikur, en í sögu alþýðusamtakanna íslenzku heíur annar eins
íjöldi aidrei íyrr háð jafn langt verkfall. Þessarar baráttu mun lengi verða
minnzt í sögu alþýðusamtakanna, samheldni og hugprýði alþýðunnar og þess
árangurs sem vannst. Það vantar að vísu mikið á að verkafólk hafi fengið
öllum réttlætiskröfum sínum fullnægt og heimt þann hlut sem því ber —
ea samt er þetta stérfelldasti sigur sem verkalýðshreyfingin hefur unnið í
kjaraharáffunni síðan 1944, þegar sókn hennar reis sem hæst áður.
Meginatriði nýju samninganna eru á l»essa leið:
11% kauphækkun
Almennt kaup meðlima Dagsbrúnar, Hlífar og
Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar hækkar
umi 11% — en þar af eru 10% grunnkaupshækk-
un og 1% greiðsla til að vega upp veikindadaga
og greiðist hún á allt kaup, dagvinnu, eftirvinnu
og næturvinnu. Grunnkaup Iðju hækkar um 10%
og um 15% hjá nokkrum flokkum, hins vegar
hafði félagið áður samið um greiðslu fyrir veik-
indadaga. Hjá iðnaðarmannafélögunum og á öllum
töxtum sem eru hærri en alinenni Dagsbrúnartaxt-
inn fellur vísitöluskerðingin niður, og er nú
greidd full kaupgjaldsvísitala að viðbættum 10
stigum á allt kaup þeirra félaga sem standa að
verkföllunum. Þessi féiög fá einuig grunnkaups-
hækkun sem er þannig reiknuð að hún og vísi-
töluhækkunin nemi samtals 10% kauphækkun.
Þá fá iðnaðarmannafélögin einnig 1% sem renn-
ur sjúkrasjóði þeirra,
25% kauphækkun iðnnema
Mesta kauphækkun fá iðnneinar, og hefur rétt-
lætiskröfum þeirra verið hrundið góðan spöl
áleiðis. Lágmark þeirra af sveinakaupi liækkar á
fyrsta ári úr 25 i 30%, á öðru ári úr 30 í 35%,
á þriðja ári úr 40 í 45% og á fjórða ári úr 45
í 50%. Ofan á þetta bætist svo sarna grunnkaups-
hækkun og sveinar fá. Fyrir nema á fyrsta ári
samsvarar þetta 25% kauphækkun.
4% í afvinnuleysisfryggingar
Verklýðslireyfingin fær framgengt einu stærsta
hagsmunamáli sínu frá uphafi vega: stofnun
atvinnuleysistrygginga. Til þeirra renna 4% af ár-
legum kaupgreiðslum til meðliina Alþýðusam-
bandsins — miðað við dagkaup Dagsbrúnar-
manna — og greiða atvinnurekendur 1%, ríki
2% og sveitarfélög 1%. Úthlutun atvinnuleysis-
bóta er í höndum verklýðsfélaganna. Greiðslur
í sjóðinn lief jast 1. júní í sumar, en lög verða sett
á þingi í haust. Áætlað er að í atvinnuleysis-
tryggingasjóð renni allt að 30 milljónir króna á
ári, miðað við það að full atvinna sé í landinu.
1% hækkun á orlofsfé
Orlofsfé liækkar um 1%, þannig að orlof verð-
ur eftirleiðis 18 virkir dagar eða 6% af kaupi.
Hefur þar unnizt sigur í miklu baráttuináli
verklýðshreyfingarinnar innan þings og utan.
Afnám vísiföluskerðingar
Eius og fyrr segir er visitöluskerðingin frá 1951
afnumin, eins og verklýðsfélögin kröfðust í upp-
hafi, og full kaupgjaldsvísitala að viðbættum 10
stigum greidd á kaup, en það samsvarar fuUri
framfærsluvísitölu eins og nú standa sakir.
Sérkröfur
Þessi atriði nema samtals 16%, en auk þeirra
hafa verklýðsfélögin fengið framgengt ýmsum
sérkröfum sínum. Þannig styttist eftirvinnu-
tímabil verkamanna um þrjá stundarfjórðunga.
Matartími hefst kl. 19.15 og jafnframt nætur-
vinnutími, en sérstakt Ieyfi þarf til að láta vinna
eftir kl. 20 eins og verið liefur.
Ríkisstjórnin er aðili að pessu samkomulagi og hefur pannig á óbeinan hátt skuld-
bundið sig til pess að framkvœma ekki hótanir sínar um gengislækkun og aðrar ráð-
stafanir gegn kjarasigrum verkálýðsfélaganna. Auk pess eru í samningunum ákvœði
um pað að peir séu uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara ef gengi krónunnar
verði lœkkað. Annars gilda samningarnir til 1. júní 1956, og eru pá uppsegjanlegir
með eins mánaðar fyrirvara, en framlengjast í sex mánuði sé peim ekki sagt upp.
Samningarnir voru undirritaðir með yfirlýsingu um að öll klögumál vegna fram-
kvæmdar verkfallsins skuli niöur falla.
3960 kr. hækkun á árskaupi Dagsbrúnarmanns.
Kauphækkun sú um 11%
sem samið er um jafngildir því
að Dagsbrúnarkaup hækkar úr
kr. 14.88 á klukkustund í kr.
16,53. Hækkunin er þannig kr.
1,65 á klukkustund miðað .við
Samþykkt atvinnuleysistrygg-
inga er einn mikilvægasti á-
fangi sem náðst hefur í sögu
þá vísitölu sem nú gildir, eða
kr. 13,20 á dag af átta tíma
vinnu. Á ári nemur kauphækk-
unin kr. 3.960 ef reiknað er
með núgildandi vísitölu og dag-
vinnu í 300 daga.
alþýðusamtakanna frá uppliafi
vega. Samkomulag það um
tryggingarnar sem gert var
hljóðar í lieild á þessa leið:
„Aðiljar gera með sér síðar-
greindan kjarasamning á grund
velli þess, að ríkisstjómin heiti
því, að lög verði sett um at-
vinnuleysistryggingar, enda feli
lögin í sér eftirfarandi atriði:
1. Stofna skal atvinnuleysis-
tryggingasjóð og um hann sett
löggjöf á þinginu, sem kemur
saman n.k. haust, í sami'áði við
verkalýðssamtökin og samtök
atvinnurekenda.
2. Framlög til sjóðsins vegna
hvers tryggðs aðilja verði sem
Framhald á 10. síðu
átvinnuleysislryggingar: eiff mikilvægasla hags-
munamál verklýðshreyfingarinnar frá upphafi
Stærsti sigur verk-
lýðshreyfingarinii-
ar síðan 1944
Enda pótt verkamenn hafi ekki fengið allar pœr
réttarbœtur sem peir áttu heimtingu á er sigur
peirra samt mjög mikilvægur; petta er stœrsti sig-
ur sem verkalýðshreyfingin hefur unnið í kjara-
baráttunni síðan 1944 en pá fengust 16,6%. Þetta
sést glöggt ef rifjuð eru upp verkföll pau sem Dags-
brún hefur háð síðan og úrslit peirra. Sá saman-
burður lítur pannig út:
1946 ......................... 8,2%
1947 5,7% ,
1949 10,0%
1951 9,0%
1952 7-10%
1955 .......................... 16,0%
Sum verkföllin voru mjög hörö og langvinn, eins
og verkfallið 1947 sem stóð í fimm vikur. Við petta
bœtist að nú hefur verkalýðshreyfingin fengið
framgengt einhverju mikilvœgasta og brýnasta
hagsmunamáli sínu, stofnun atvinnuleysistrygg-
inga, en fyrir pví hefur verið barizt um langt ára-
bil og pingmenn sósíalista hafa ár eftir ár flutt
um pað frumvörp og nú síðast ásamt pingmönnum
Alpýðuflokksins. Sá sigur mun reynast verkalýðs-
hreyfingunni mun mikilvægari en pau 4%, sem
renna eiga í sjóöinn, gefa til kynna.
Samningarnir samþykktir
Verkalýðsfélögin héldu
fundi um samningana í gær;
voru þeir mjög fjölmennir og
samningariiir livarvetna sam-
þykktir svo til einróma. Dags-
brúnaríundurinn var í Gamla
bíói og er nánar sagt frá lion-
um á 12. síðu blaðsins. Iðja
hélt mjög fjölmennan fund í
Iðnó og var þar mikil ánægja
yfir þeim árangri sem náðst
liefði í kjarabaráttu félagsins
tvívegis á nokkrum mánuðum.
Önnur félög sem að samning-
unum slóðu í Reykjavík og
samþykktu þá í gær voru fé-
lög múrara, skipasmiða, flug-
Framhald á 10. siðu.
Verkfallssjóðurinn 547
sund kréfinr
í gær bættust 17 púsund krónur í verkfallssjóð-
inn. Þessi framlög bárust: Söfnun frá Akranesi kr.
3200,00. Söfnun frá Keflavíkurfélögu,num kr.
7510,00. V erkalýðsfélag Austur-Húnvetninga,
framlag kr. 1000,00 og söfnun kr. 1025,00. Verka-
lýðsfélag Dalvíkur kr. 1200,00. Verkalýðsfélag
Bolungavíkur kr. 3000,00.