Þjóðviljinn - 29.04.1955, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1955, Síða 3
FöstudagUF 29. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Hæstiréttur dæmdi Ölíufélagið og H.Í.S. til oð greiða 1 milljón 180 þús. kr. í ríkissjóð SigurSur Jónasson hlauf 100 þús. krónasekf, Jóhann Gunnar Sfefánsson 20 þús. kr„ en Haukur Hvannberg var sýknaður af ákœru i Oliumálinu í gærmorguu kvað Hæstiréttur upp dóm í Olíumálinu, máli á- kæruvaldsins gegn Sigurði Jónassyni, Jóhanni Gunnari Stefáns- syni, Hauki Hvannberg, Olíufélaginu h.f. og Hinu íslenzka stein- olíufélagi. Er þar með lokið einu umfangsmesta fjárspillingar- máli, sem íslenzkir dómstólar hafa fengið til meðferðar, en eins og kunnugt er ljóstraði Þjóðviljinn upp um þetta stórfellda hneyksli á sínum tíma og tókst með Iangri baráttu og öflugum stuðningi almenningsálitsins að knýja fram rétfarrannsókn, sem leiddi síðan til málshöfðunar og dóms. í dómi Hæstaréttar var Sigurður Jónasson dæmdur í 100.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi varðhald í 9 mánuði í stað sektar verði hún ekki greidd áður en 4 vikur eru liðnar írá birtingu dómsins. Er refsing Sigurðar sú sama og hann hlaut í héraðsdómi. Jóhann Gunnar Stefánsson var dæmdur í 20.000 króna sekt og 3 mánaða varðhald til vara. Var sektar- refsing hans þyngd um helming í Hæstarétti. Haukur Hvannberg var hinsvegar sýknaður af á- kæru í málinu (!), en hann var í héraði dæmdur í 30.000 króna sekt og 4 mánaða varðhald til vara. Þá voru stjórnir Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags dæmdar til að greiða in solidum f.h. hlutafélaga þessara kr. 1.180.152,77 í ríkissjóð ásamt 6% ársvöxtum frá 1. apríl 1950 til greiðslu- dags. í héraðsdómi var hin upptæka fjárhæð kr. 1.600.165.05. Forsendur hæstaréttardómsins eru alltof langar til þess að hægt sé að birta þær í heild. Mála- vextir eru raktir þar allýtarlega en þeir eru í sem styztu 'máli þessir: Hinn 10. marz 1950 — níu dögum áður en gengi ís- lenzku krónunnar var fellt — kom olíuskipið Esso Memphis til landsins með mikinn farin (13621 smálest) til Olíufélags- ins h.f. og Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags, en þau hafa haft náið samband sín á milli um inn- flutning og sölu á olíuvörum allt frá stofnun fyrrnefnda fé- Iagsins 1946, enda eignaðist Olíu- félagið um það leyti meginið af hlutafé í HÍS. Olíufélagið hafði handbært andvirði farmsins í erlendum gjaldeyri, en engu að síður seldi það farminn á því verði sein ákveðið var eftir gengislækkun og var miklu hærra. Til þess að koma þessu í kring gáfu forráðamenn Oliu- félagsins rangar upplýsingar til opinberra aðila. Gáfu opinberu yfirvaldi ranga skýrslu í forsendum dóms Hæstaréttar segir m. a. svo um sök Sigurðar og Jóhanns Gunnars: „Eftir að gengi ísl, krónu lækkaði hinn 19. marz 1950, fól verðlagsstjóri Ragnari hrl. Ólafssyni, lögg. end- urskoðanda, að gera verðreikning á olíuvörum hins nýja gengis. Við framkvæmd þessa starfa aflaði Ragnar skýrslna olíufélaga hér á landi um birgðir þeirra af olíuvörum, er keyptar voru fyrir gengisfellinguna, Ákærði Sigurð- ur Jónasson, er þá var fram- kvæmdastjóri Olíufélagsins h.f., og ákærði Jóhann Gunnar Stef- ■ónsson, er þá var skrifstofustjóri þess hlutafélags, gáfu þá Ragnari Ólafssyni skýrslur um birgðir Olíufélagsins af olíuvörum, sem greiddar hefðu verið samkvæmt hinu gamla gengi. í þeim skýrsl- um töldu þeir farmhluta þann af olíuvörum, sem kom til lands- ins i skipinú Esso Memphis 10. marz 1950 og ætlaður var inn- lendum aðiljum eigi greiddan fyrir gengisfellingu, þótt farm- hluti þessi væri raunverulega greiddur að meginhluta fyrir gengisfellinguna. Skýrslur á- kærðu Sigurðar og Jóhanns Guimars voru því rangar, og varðar verknaður þessara á- kærðu þá refsingu skv. 146. gr. laga nr. 19/1940. Skýrslur ákærðu Sigurðar og Jóhanns Gunnars leiddu til þess að verðlagsyfirvöld settu mcð tilkynningu hr. 7. 31. marz 1950 hærra verð á þann hluta farms Esso Mem- phis, sem ætlaður var inn- lendum kaupendum, en gert hefði verið, ef réttar skýrslur hefðu legið fyrir. Varðar at- ferli ákærða Sig. Jónassonar því einnig við 15. gr., 20. gr. og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 70/ 1947.“ „Þykir varhugavert að fullyrða“ Um þátt Hauks Hvannbergs er þetta m. a. í forsendunum: „Ákærði Haukur Hvannberg var á þeim tíma, er hér skiptir máli, framkvæmdastjóp Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, Svo sem iýst var að framan hefur Olíufé- lagið h.f. eitt með höndum inn- flulning á oliuvörum handa sjálfu sér og Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi, en hið siðar- nefnda félag lætur Olíufélaginu "h.f. með hæfilegum fyrirvara í té áætlun um þarfir sínar. Olíu- félagið h.f. eitt gaf verðlagsstjóra skýrslur þær, sem hann hafði hliðsjón af, þá er hann ákvað verðlag' á olíuvörum. Hið ís- lenzka steinolíuhlutfélag afhenti skv. samningi Olíufélaginu h.f. þá dollara, sem inn komu fyrir seldar olíuvörur, en eigi er í ljós leitt gegn ákveðnum mótmælum ákærða Hauks Hvannbergs, að hann hafi fylgzt með hversu miklar olíubirgðir Olíufélagið h.f. átti á hverjum tima, né hann hafi vitað nákvæmlega, hversu miklu Olíufélagið h.f. hafði ráð- stafað á hverjum tíma af gjald- eyri þeim, sem Hið íslenzka steinolíuhlutafélag afhenti Olíu- félaginu h.f. Þá er litið er til þessara atriða, þykir varhuga- vert að fullyrða, að ákærða Hauki Hvannberg hafi verið ljóst að sá hluti farms Esso Memphis, sem seldur var inn- lendum aðiljum, hafi verið að meginhluta greiddur fyrir geng- isfellinguna og því seldur of háu verði. Þykir þvi eiga að sýkna hann af ákæru í máli þessu.“ Óvíst um raunverulegan gróða 'Um hinn ólöglega ágóða olíu- félaganna segir: „Eigi er í ljós leitt, svo öruggt sé, hversu mik- ill raunverulegur ágóði Olíufé- lagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hefur verið, vegna þess að farmhluti úr Esso Meniphis var seldur innlendum aðiljum á of háu verði. Svo sem rakið var, greiddi Olíufélagið h.f. fyrir gengisfell- inguna 19. marz 1950 $ 169.684.08 fyrir þann hluta farms Esso Memphis, sem seldur var inn- lendum aðiljum. Skv. gengi 19. marz 1950 jafngilti þessi fjár- hæð ísl. kr. 2.769.244.18 en eft- ir eldra gengi kr. 1.589.091.41. Mismunur kr. 1.180.152.77. Þessa fjárhæð þykir, eins og máleefni er háttað, rétt að gera upptæka til ríkissjóðs, og ber að dæma stjórn Olíufélagsins h.f. og stjórn Hins ísl. steinolíuhlutafélags in solidum til að greiða ríkissjóði fjárhæð þessa ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. apríl 1950 til greiðsludags. Ákæruvaldið krafðist ekki málskostnaðar úr hendi félagsstjórnanna Um málskostnað segir: „Flytja varð mál þetta að miklu leyti tvisvar fyrir Hæstarétti, þar sem. Einar Arnórsson hrl., er flutti málið upphaflega sem verjandi ákærðu Sigurðar Jónssonar og Jóhanns. Gunnars Stefánssonar, andaðist áður en flutningi máls- ins yrði lokið. Af þessu hlauzt aukinn kostnaður, sem rétt þyk- ir að leggja á rikissjóð. Af hendi ákæruvaldsins hefur eigi verið krafizt málskostnaðar úr hendi stjórnenda Olíufélagsins h.f. og Hins ísl. steinolíuhlutafélags í Framhald á ÍO. síðu. r I r\ 0LIUANNALL 9. 11. 17. 18. 26. 27. 30. 15. 9. 23. 3. 21. 21. 24. 16. 28. jan. 1951: Þjóðviljinn skýrir frá því að Olíufélagið hafi gert sig sekt um mjög stórfellt verðla.gsbrot og myndi okrið nema allt að tveim milljónum króna. — Alger þögn i þriflokkablöðunum næstu daga. jan. 1951: Verðgæzlustjóri, Pétur Pétursson, lýsir yfir þvi að olíumálið sé í athugun og megi vænta opinberrar greinargerðar eftir viku. jan. 1951: Verðgæzlustjóri lýsir yfir því í viðtali við Þjóð- viljaiur að hann geti ekki ha.fið neina rannsókn fyrr en Sigurður Jónasson komi heim frá útlöndum. Tíminn hefur mikinn stórþvott. jan. 1951: Alþýðubiaðið birtir mikla lofgrein urn Olíufé- lagið og sýknar það af öllum verðlagsbrotum. — Þjóð- viljinn krefst rannsóknar dag eftir dag. jan. 1951: Verðgæzlustjórinn Pétur Pétursson sýknar Olíu- félagið án nokkurrar rannsóknar í samræmi við varn- arskjal frá Sigurði Jónassyni. jan. 1951: Þjóðviljinn flettir ofan af embættissvikum verð- gæzlustjóra, krefst þess að vinnubrögð hans verði rann- sökuð og olíumálinu vísað til verðlagsdóms. jan. 1951: Verðgæzlustjóri er svo aðþrengdur af ákærum Þjóðviljans að hann snýr sér til Björns Ólafssonar — hluthafa í Olíufélaginu —- og fer fram á að embættis- rekstur hans sé rannsakaður, ef ástæða finnist til. febr. 1951: Vei-ðgæzlunefnd samþykkir mótatkvæðalaust áskorun um að olíuhneykslinu sé visað til verðlags- dóms. — Þjóðviljinn hamrar á kröfum sínum dag eftir dag. febr. 1951: Ríkisstjórnin samþykkir með fjórum atkvæð- um af sex að láta lögfræðingana Jónatan Hallvarðsson og Theódór B. Líndal rannsaka embættisfærslu veið- gæzlustjóra í sambandi við þetta mál. marz 1951: Lögfræðingarnir lýsa yfir því að sjálfsagt sé að málið fari fyrir 'dóm til rannsóknar. — Verð'ags- dómi falið að framkvæma rannsókn. — Þjóðviljinn krefst þess að Pétur Pétursson segi af sér eða sé vikið úr starfi. apríl 1951: Verðgæzlustjóri segir af sér. sept. 1952: Réttarrannsókninni lokið, málshöfðun fyrir- skipuð gegn ráðamönnum Olíufélagsins h.f. des. 1952: Ráðamenn Olíufélagsins dæmdir í verðlagsdómi. — Dómnum áfrýjað til Hæstaréttar. marz 1955: Olíumálið kemur til flutnings í Hæstarétti. niarz 1955: Málflutningi frestað í miðjum klíðum um nokkra daga vegna frekari rannsóknar og gagnaöflun- ar. apríl 1955: Olíumálið tekið til dóms í Hæsta.rétti. apríl 1955: Ráðamenn Olíufélagsins h.f. dæmdir i Hæsta- rétU til að greiða rikissjóði á aðra milljón króna sem endurgreiðslu á okri sínu, sektir og sakarkostnað. — Fjögur ár og tæpir fjórir mánuðir liðnir síðan Þjóðvilj- inn ljóstraði upp um oliuhneykslið og hóf baráttu sína. Tilræðið við verklýðshreyf- iriguna misfóksf herfilega Verkalýðshreyfingin gaf at- vinnurekendum og ríkisstjórn langan frest til þess að semja án þess að til vinnustöðvunar kæmi. Atvinnurekendum og ríkisstj. var bent á það að ekki yrði undan því komizt að semja við verkalýðsfélögin um réttlætiskröfur þeirra, og að það væri eina vitið fyrir alla aðila að semja án þess að til stöðvunar kæmi. Þessari fram- réttu hönd verkalýðshreyfing- arinnar var ekki sinnt og í staðinn sóuðu atvinnurekendur og ríkisstjóm geysilegum fjár- fúlgum fyrir þjóðinni í sex vikur. Að sex vikum liðnum er svo bognað og samið. Hvernig stendur á þessari glæpsamlegu ráðsmennsku? Skýringin er sú að innan at- vinnurekenda og ríkisstjómar voru sterk öfl sem alls ekki vildu gera neina samninga við verkalýðssamtökin. Þessir að- ilar vildu heyja stríð þar til yfir lyki og hvað sem það kost- aðí, þar til samtökin riðluðust og hungurvofan sveigði verka- fólk til undanhalds. Þessir að- ilar hafa frá upphafi reynt að egna til borgarastyrjaldar gegn verkfallsvörðunum og hamazt vikum saman gegn því að nokkuð yrði gert til þess að leysa deiluna. Það eru þessir aðilar sem nú hafa beðið herfilegasta ósigur, fyrirætlanir þeirra eru hrund- ar til grunna. Jafnhliða hin- um mikilvægu efnahagslegu sigrum hefur verkalýðshreyí- ingin brotið á bak aftur þessa ofstækisfullu árás gegn verk ;.- lýðssamtökunum. Þáð er sigur sem á eftir að marka djúp spor og móta alla þróun þjóð- málanna í nánustu framtíð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.