Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN er 20 síður í dag I. Mætum öll í sigurgöngu alþyðusamtakanna í dag Fyrir friði, frelsi, efnahagslegu og pólitísku lýðræði Hlþýðusambandið krefst brottflutnings hersins 'í dag íer alþýðan sigurgöngu um götur Reykjavík- ui. í dag er fyrsti maí ekki aðeins kröfu- og hátíðis- dagur reykvískrar alþýðu heldur sigurdagur. 'í sex vikur hafa Dagsbrúnarmenn og reykvísk al- þýða háð sína hörðustu baráttu og sigrað. Eftir sex vikna átök, þar sem auðstéttin ætlaði að brjóta verka- lýðssamtökin niður til aigerrar auðsveipni, eru verkalýðssamtökin samstilltari, djarfari og sterkari en nokkru sinni fyrr. En einmitt á þessum sigurdegi minnist íslenzk al- þýða þess að enn er löng barátta framundan þar til iuliur sigur hefur verið unninn. í dag fylkir alþýðan því einnig liði til undirbúnings næstu sókn í hinni löxigu baráttu þar til réttur hins vinnandi manns til þessa lands og arðsins af starfi sínu hefur að fullu verið viðurkenndur. Mætum öll í sigurgöngu dagsins! Kátíðahöld dagsins verða með líku sniði og undanfarin ár. Kl, 1.15 verður byrjað að safn- ast saman undir merki samtak- lngvaldur Kögnvaldsson anna og kröfur dagsins niðri við Iðnó og fylkt til göngu í Vonarstræti. Kl. 2 leggur kröfugangan af stað og verða farnar þessar göt- ur: Suðurgata, Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverfisgata, Frakkastígur, Skólavörðustígur, Bankastræti og staðnæmzt á Lækjartorgi. tÍTIFUNDUBINN. TJtifundurinn hefst á Lækjar- torgi að lokinni kröfugöngunni. Björn Bjarnason, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna, setur fundinn með ávarpi. Ræðumenn eru Guðjón B. Bald- vinsson frá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, Ingvaldur Rögnvaldsson formaður Iðn- nemasambands Islands, Eggertj Þorsteinsson formaður Múrara-' félags Reykjavikur og Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar. HÉR FER A EFTIR FYRSTA MAÍ ÁVARP ALÞÝDI SAM- BANDS ÍSLANDS: Fjölmennasta þing, sem hald- ið h.efur verið á íslandi — sein- asta Alþýðusambandsþing — fól hinni nýkjörnu sambandsstjórn einróma að hefja þegar öfluga baráttu, er tryggði vinnandi fólki aukna hlutdeild í tekjum þjóðarjnnar. Lágmarkskrafan skyldi við það miðuð, að tekjur 8-stunda vinnudags nægðu til mannsæm- andi framfærslu meðal fjöl- skyldu. Þingið krafðist þess, að full vísitala yrði greidd á öll laun. Þingið krafðist þess, að bar- izt yrði fyrir sama kaupi fyrir sömu vinnu, hvar sem hún væri unnin á landinu. Og enn var sú eindregna krafa einróma samþykkt á hinu Eggert Þorsteinsson Eðvarð Sigurðsson fjölmenna þingi verkalýðsins, að ötul barátta yrði hafin fyrir sama kaupi kvenna og karla. Ráðlagði þingið að kalla saman kvennaráðstefnu til að undirbúa sóknina fyrir því sjálfsagða réttlætismáli. Þessari bendingu var fylgt. Kvennaráðstefna Alþýðusam- bands Islands nú í vetur lagði traustan grundvöll að þeirri bar- áttu, sem hefst með vorinu fyr- ir hækkun kvennakaupsins. Heitir Alþýðusambandið á alla meðlimi sína að styðja verka- Framhald á 3. síðu. Nýr ágreiningur Frakka og Þjoð- verja Það varð kunnugt í gær að ný ágreiningsefni ríkisstjórna Frakklands og Vestur-Þýzka- lands hafa skotið upp kollinum á viðræðufundum þeirra Aden- auers forsætisráðherra og Pinay utanríkisráðherra í Bonn síð- ustu daga. Segja fréttamenn, að útséð sé um að þeir nái end- anlegu samkomulagi og verði viðræðurnar teknar upp á ný í París í næstu viku. Uiirriil í dag Vínarávarpið Endursendið listana til ís- lenzku friðarnefndariimar og látið fylgja S eða 10 krónur upp í kostnað. Verður A-bandalags- fundi frestað? Það sem nú veldur deilum er einkum þrennt: Yfirráð yfir Rechling stálverksmiðjunum í Saar, sem báðir vilja eignast, gröftur skipaskurðar við ána Mosel og aukin völd hinnar sameiginlegu yfirstjórnar kola- og stáliðnaðar Vestur-Evrópu- landauna. Frakkar munu ekki fullgilda samningana um hervæðingu Vestur-Þýzkalands endanlega fyrr en öllum þessum málum hefur verið ráðið til lykta og kann því svo að fara að fundi A-bandalagsráðsins um upptöku Vestur-Þýzkalands, sem boðað- ur hefur verið í P-arís 9. maí, verði frestað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.