Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ringulrefð í Saígon, forsætlsráðherra annan Sk'iólsfœSingar Bandaríkjamanna boÓa baráttu gegn áhrifum Frakka Ringulreiöin í Saigon, höfuöborg suöurhluta Viet Nam, fer sífellt vaxandi. í gær lágu bardagar milli herja rík- isstjórnarinnar og flokka. þeirra sem hún á í höggi við niöri, en í þess staö settu þjóöhöföinginn og forsætisráð- herrann hvor annan af. f ráðhúsinu í Saigon komu í gær saman á fund helztu stuðn- insgmenn Ngo Dinh Diem for- sætisráðherra og samþykktu að Bao Dai þjóðhöfðingi væri settur af enda hefði hann aldrei verið annað en leppur Frakka. Um sama leyti sendi Bao Dai forsætisráðherranum skeyti frá dvalarstað sínum í Cannes á Rivieraströnd Frakklands, og lýsti yfir þeirra skoðun að ekki væri lengur hægt að líta á hann og félaga hans sem ríkisstjórn. < Byltingarráð myndað Samkundan í ráðhúsinu skýrði f fylkinu North-Dakota Bandaríkjunum hafa verið sett lög um það, að tilvonandi eiginmenn 'Aj'ði að láta kanna áfengismag*J í blóði sínu fyrir vígsluathöfnina. Ástæðan til þessarar lög- gjafar er að mikil brögð þykja að því að konur drasli ölvuðum mönnum á fund fó- geta, þar sem þeir eru svo búnir að segja hið afdrifaríka já áður en þeir vita af. Það hefur þó ekki hindrað þá í að hlaupast frá brúðum sínum næsta morgun þegar víman var runnin af þeim. sig Allsherjarþing lýðræðissinn- aðra byltingarafla landsins, sam- þykkti ályktun og kaus bylting- arráð. í ályktuninni segir, að undinn verði bráður bugur að því að ganga á milli bols og höfuðs á herjum sértrúarflokkanna. Þess er krafizt að endi verði bundinn á öll ítök Frakka í Viet Nam og franski nýlenduherinn verði á brott fyrir fullt og allt. Byltingarráðið tilkynnti eftir fundinn, að það hefði leyst rik- isstjórnina frá störfum og falið Diem að mynda nýja stjórn. Frakkar við öllu búnir Jafnskjótt og þessi tíðindi spurðust flutti Eiy, yfirhershöfð- ingi franska liðsins í Viet Nam, liðsauka til Saigon. Franskar fallhlífahersveitir og skriðdreka- herfylki standa vörð um hverfi Evrópumanna í borginni. Diem forsætisráðherra og fé- lagar hans sem skipa byltingar- ráðið hafa jafnan leitað halds og trausts hjá Bandaríkjamönn- um og njóta stuðnings þeirra. Bao Dai hefur hinsvegar haft fulltingi Frakka. Hershöfðingjar handteknir Svo vildi til að Van Vy hers- höfðingi, sem Bao Dai hafði fyr- ir nokkrum dögum skipað til að taka við yfirherstjórninni af Di- em forsætisráðherra, átti erindi í ráðhúsið ásamt herráðsforseta sinum einmitt þegar fundur fylg- Tillaga um Iausn læknisdeilunnar Halvðrsen fan fcá Klakksvík um sfund en verði síðan ráðinn ti! frambiiðar Taliö var í gærkvöldi aö komiö heföi fram sáttatillaga sem líkleg væri til aö leysa læknisdeiluna í Færeyjum. Viggo Kampmann, fjármálaráöherra Danmerkur, bar til- löguna fram eftir aö hann hafð'i heimsótt Klakksvík. Kærðfyrir að Ely hershöfðingi f T' i* • 717 • saina ie ivrir Æsi ismanna forsætisráðherrans stóð sem hæst. Þeir brugðu við og tóku báða hershöfðingjana fasta. Síðan voru þeir látnir undirrita yfirlýsingar um að þeir væru samþykkir afsetningu Bao Dai og erlendir fréttamenn í Saigon voru boðaði á fund þar sem- yf- irlýsingarnar voru lesnar upp. Hershöfðingjarnir voru viðstadd- ir og stóðu verðir með hlaðnar byssur að báki báðum. Fréttarit- ari Reuíers spurði Vy þrisvar, hvort hann væri frjáls maður en fékk ekki annað svar en hæðnis- bros. Fór ráðherrann til hins víg- girta bæjar í fylgd með mönn- um þeim, sem komið höfðu til Þórshafnar til að semja við yfirvöldin fyrir liönd Klakks- víkinga. Talið er að sáttatillaga Kampmanns sé á þá ieið, að Halvorsen læknir, sem deilan reis útaf, fari frá Kiakksvík um stundarsakir og við rekstri sjúkrahússins í bænum taki tveir Iæknar sem eru með lög- reglufhitningsskipinu Parke- Sænsk kennslukona, 58 ára gömul, er ákærð fyrir að hafa sefjað og dáleitt 73 ára gamla konu til að láta af hendi mest- allar eignir sínar, á annað hundr- að þúsund krónur. Kennslukonan taldi gömlu kon- unni trú um að hún væri að út- vega fé handa Óðni og öðrum Ástim, sem væru heldur illa stæðir um þessar mundir. Hún myndi fá ríkuleg laun örlætis síns í Valhöll. Við húsrannsókn hjá kennslukonunni fundust 120.000 krónur faldar í brjósta- haldi. 1 ston. Síðan verði staða sjúkra- hússlæknis auglýst og Hallvor- sen veitt hún. Nielsen sá sem staðan var áður veitt en Klakks víkurbúar ráku á brott á að fá læknisstöðu á Þvereyri. Fullyrt er í Þórshöfn að Klakksvíkingar hafi samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti en eft- ir er að fá samþykki danska læknafélagsins og Niclsens. Kampmann hitti Halvorsen í Klakksvík. I gær fór Kampmann urn borð í Parkeston og ávarpaði lögregluþ jónana 120 sem nú hafa hafzt þar við á aðra viku. Þakkaði hann þeim auðsýnda stillingu og þolinmæði. Fagnaðarrík- ii r Itiíslirmti Lofaður veri Allah! æptu allir sanntrúaðir í A1 Hogeria í Saudi- Arabíu á dögunum, þegar eldur kom upp í skattstofunni þar sem allar skrár um skattaskuldir bæj- arbúa voru geymdar. Svo kyn- lega vildi til að brunadælurnar reyndust óvirkar þegar brunalið- ið kom á vettvang svo að húsið brann til kaldra kola með öllu sem í var. !nd!andsstiórn reynir að miðla mólum í Taivandeilunni Indlandsstjórn hefur ákveöiö aö reyna aö' miðla málum i deilum stjórna Bandaríkjanna og Kína útaf eynni Taivan. Talið útilokað að boluefni geti valdið Sömunarveiki Börn sem veiktust hljóta oð haía verió smituS fyrir bólusetninguna Læknar í Bandaríkjunum segja aö heita megi útilokað aö börn sem veiktust af lömunarveiki eftir bólusetningu með hinu nýja bóluefni Salks hafi smitazt viö bólusetn- inguna. Allt þykir benda til aö börnin hafi verið búin aö taka smitiö fyrir bólusetninguna. Nehru forsætisráðherra skýrði frá þessu í þingræðu í gær. Kvað hann Krishna Menon, aðalfull- Kríshna Menon trúa Indlands hjá SÞ, vera á förum til Peking til að ræða við ráðamenn Kína. Hefði Sjú Enlæ forsætisráðherra boðið honum til Kína á ráðstefnu Asíu- og Afrikuríkja í Bandung. Sagði Nehru, að í Bandung hefðu bæði hann og Menon rætt Taivanmál- ið við Sjú Enlæ. Yfirlýsing Sjú um að Kína- stjórn sé reiðubúin að hef ja við- ræður við Bandaríkjamenn með það markmið fyrir augum að draga úr viðsjám er merkilegt framlag sem vekur nýjar vonir, sagði Nehru. Ástandið við Taivan er nú svo viðsjárvert að Indlandsstjórn telur sig ekki geta látið hjá líða að reyna að leggja eitthvað af mörkum til að brúa bilið milli málsaðila. Áður en Menon fór heim frá Bandaríkjunum á útmánuðum átti hann tal við þá Eisenhower forseta og Dulles utanríkisráð- herra um ástandið í Austur- Asíu. Eins og á hverju ári hefur lömunarveikifaraldur hafizt með vorkomunni í syðstu fylkjum Bandaríkjanna. Veikin er einna útbreiddust um þessar mundir í Suður-Kaliforníu, og það er einmitt þar sem 29 börn sem verið höfðu bólusett hafa tekið lömunarveiki. Nokkur þeirra hafa lamazt meira eða minna. / Of stuttur íneðgöngutínii Læknar færa fram margar á- stæður fyrir því að liverfandi litlir möguleikar séu á sýkingin stafi frá bólusetningunni. í fyrsta lagi hafa börnin veikzt fáum clögum eftir hana- en með- göngutími lömunarveiki er ekki talinn geta verið skemmri en hálf önnur vika til hálfur mán- uður. í öðru lagi kom það skýrt í ljós við tilraunabólusetningu í fyrra að bólucfnið veitir ekki í sinni núverandi niynd fullkomna vernd við smitun. Niðurstaða þeirra sem önnuðust skýrslugerð um þá bólusetningu var að bólu- setningin bæri ckki fullan ár- angur í eitt skipti af hveijuin níu. Á móti liverjum 9 börnum úr liópi óbóLusettra barna sem veiktust af lömunarveiki veiktist eitt úr jafnstórum hópi þeirra sem fengu bóluefni. Greinilegt var að veikin lagðist ekki eins þungt á þau bólusettu og á ó- bólusett börn. í þriðja lagi tekur myndun niótefna í blóði barnanna fyrir tilverknað bóluefnisins um það bil mánuð. Er því ekki hægt að vænta þess að bólusett börn verði ónæm fyrir lömunar- veiki fyrr en mánuði eftir bólu- setninguna. Ekki er talið neitt óeðlilegt við það að veikzt hafa börn sem bólusett hafa verið með bólu- efni frá einni af sex lyfjaverk- smiðjum sem framleiða bóluefni Salks. Svo er mál með vexti að verksmiðja þessi, Cutters, er í Berkeley í Suður-Kaliforníu, og bóluefnið þaðan hefur auðvitað einkum verið notað þar um slóðir. Þarna er einmitt yfir- standandi lömunarveikifaraldur ákafastur og þar hafa börnin veikzt eftir bólusetningu. Engu að síður hefur það þótt sjálísögð öryggisráðstöfun að innkalla allt bóluefni frá Cutt- ers og rannsaka það en hverf- andi litlar líkur eru taldar á að það reynist saknæmt. Bólusetningu er haldið áfram með bóluefni frá öðrum fram- leiðendum. Aðeins í fylkinu Utah, borginni Milwaukee í Wis- consin og í sýslunni Jackson í Indiana hefur bólusetningu verið hætt. Þrjár og hálf milljón barna hafa nú verið bólusett í Banda® ríkjunum með bóluefni Salks, Ellefu lömunarveildfræðingar, þar á meðal Salk, sátu fund i New York í gær. Var einróma álit þeirra, að ekkert benti til að bóluefnið ætti sök á því að 29 bólusett börn hafa veikzfc af lömunarveiki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.