Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 9
t' ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRlMANN HELGASOK Reyk javíkurmótið í knalt- spyrnu hefst n.k. sunnudag Lokio v/ð niSurröoun allra knatfspyrnuleik)a sem fram fara i Reyk}avík í sumar Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefur nýlega lokið við niðurröð- un allra knattspyrnukappleikja, sem fram fara í Reykjayík í sumar. Er það hið vandasamasta verk, því að ákveðinn er hver leikur allt frá 4. flokki B til hins nýstofnaða móts í I. deild,. sém leysir af hólmi Knattspyrnumót íslands. Er einnig tilgreindur keppnisstaður, leikstund og dóm- ari hvers leiks. Ráðið hefur látið prenta skrána í aðgengilega handbók með líku fyrirkomujagi og s.l. ár og er bókin ómissandi öllum, sem hafa eitthvað með íþróttina að gera, leikmönnum, þjálfurum og ekki hvað sízt áhorfendum, sem fá nú á einum stað skrá yfir helztu viðburði sumarsins á í- þróttavellinum, því að þar eru einnig tilgreindir þeir leikir, sem fram fara gegn hinum erlendu liðum sem hingað koma, en þau verða ekki færri en 5 talsins. Fyrst kemur úrval frá.-Jíeðra- Saxlandi á vegum Vals, síðan úr- valslið unglinga frá Hamborg til Vals, og síðan 3. flokkur frá Bagsværd i Danmörku til KR. Danska landsliðið kemur hingað og leikur landsleik 3. júli, og að síðustu kemur meistaraflokks- lið til KR um 10. júlí. Innlendu mótin hefjast sunnu- daginn 8. maí með leik Fram og Vals i Reykjavíkurmótinu, en þann 9. leika KR og Þróttur. íslandsmótið eða 1. deild hefst 12. júní og ]ýkur,aó..ágúst. Mót- in í yngri flokkunum hefjast sem hér segir: 1. flokkur. laugardag- inn 14. maí (Fram-Þróttur og KR—Valur), 2. flokkur laugar- daginn 21. maí (Fram — KR og Valur — Víkingur), 3. flokkur á 2. í hvítasunnu (Þróttur — Fram og Valur — Víkingur) og 4. flokkur sama dag, (Fram— Vík- ingur pg KR,— Þrpttur), Knattspyrnumót Reykjavikur átti að hefjast n.k. mánudag með leik KR og Vals, en vegna verkfallsins hefur ekki unnizt tími til þess að undirbúa völlinn, en einnig er völlurinn votur vegna óvenjumikils klaka, sem verið hefur í jörðu allt til þessa. Badmintonkeppni í gær hófst í íþróttahúsi KR keppni í Badminton með. þátt- takenduní frá - UMF Snæfelii, Stykkishólmi og TBR. Leiknir voru 34 leikir í gær en í dag fara svo fram úrslitaleikirnir, þar sem nokkrir beztu badminton- spilarar landsins leika,, t. d. ís- landsmeistarinn Wagrfer Wál- böm, Óláfur Guðmundsson frá Stykkishólmi og Malajinn Ric- hardo, sem nú spilar í hljóm- sveitinni á Hótel Borg. Keppnin hefst kl. 2 í dag. i*að má iíha..heppa ámótorhjóii á ís Trismir. verkamenn og múrarar oskast strax Byggingafélagið Bru hJ. sími 6298 Grein Hannibals Valdimarssonar Framhald af 7. síðu...... an úr grárri forneskju., Þá ætti það enga þjáð, að móðga, þótt ísland. lýsti yfir þeim blákalda og . augljósa sannleika, að það sé þess alls ómegnugt. að taka noki,urn þátt í kjarnqrkustríði, og .vilji því. engar þœr ráðstafanir gera, sem leitt geti beinar ógn^ ir kjamorkustríðs í, yfir land vort og þjóð. Sunnudagur 1. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Gurvnar M. Magnúss: ornin rra Viðigerði Stjána datt snjallræði í hug. Hann greip undir kyrnuna með kyndaranum og hjálpaði honum til að steypa öskunni í sjóinn. Kyndarinn kinkaðii til hans kolli og benti honum^ frá> svo að hann gerði sig ekki kolugan. En Stjáni sló saman lóf- unum og sagði hlæjandi: „Olræ't', olræt, englisman, olræt". Svo kom næsta kyrna og þeir síeyptu báðir brosandi úr henni. Fleiri kyrnur komu og allt fór á sömu leið, þangað til askan var búin í það skiptið. Svo fór Stjáni á eftir kyndaranum inn á grind- urnar yfir vélarúminu. Þar var hlýtt og nota-' legt. Kyndarinn klappaði á öxl Stjána og sagði eitthvað hlæjandi, sem Stjáni botnaði ekkert í. En nú ætlaði Stjáni að . framkvæma. hugmynd sína,,þegar kyndarinn var horfinn. Hann þvoði sér í framan með grútskítugum og kolugum höndunum og reyndi að dreifa kola- hríminu upp í hársrætur og niður; á háls. Því næst fór hann úr blússunni og milliskyríunni, sneri milliskyrtunni við. og fór í hana úthverfa. En nú var. hann farinri að hreinkast dálítið á hönd. unum, svo að hann leitaði að kolahrími til þess að klína á skyrtuna hér og þar. Síðan bretti hann skyrtuermarnar upp fyrir olnboga og gerði svört; sírik og klessur á handleggina. Nú var hann hróð- ugur. Þetta skyldi hrífas til þess að láta karlana, auðmýkjast. Hann fór sér ekki að neinu óðslega. Ef-tir all- langa stund vafði hann saman blússu sína og lagði af stað niður til Víðigerðisfólksins. „Hér er þá sukkið og fýlan", sagði Stjáni, þegar: hann kom niður í svefnklefana.r Margir litu upp, þegar þeir heyrðu í Stjána og síörðu undrandi á drenginn. „Já, þið starið undrandi á mig. En svona verða; þeir útlits, sem vinna á skipum". Hann rambaði til og frá um klefana, til þess .a<5 flestir gætu séð, hvernig hann var útlits. En svo settist hann fyrir framan Geira, sem lá glaðvak- andi á bekknum. Geiri se'tti sig í kút og ýtti hon- um fram á gólfið. Verkfctllssálittur EFTIB JÓN FRÁ PÁLMHOLTI Verkamaður, í dag; er þjnn dagur, í dag skaltu örtiggur stíga þín skref. f dag skaltu fylkja liði og sýna mátt þúui. 1 dag skaltu rísa upp og mótinæla svo lengl munist sex Aikna herferð sjúks auðvalds, á hendur þér og börnum þínum. I dag skaltu minna heiminn á, að buiu þitt blður um brauð. I dag skaltu láta það berast. að kona þín þrái gott heimili. 1 dag verður þess minnst að hið vinnandl fólk stendur undir þjóðinni, fæðir hana og kheðir, en yerður sjálft að hungra og ganga fáfceklega klætt. 1 dag skal minnst misréttis þess auðvaldsþjóðfélags, sem sveltir. foöni. I dag skal þess miiuxst að verkamenn eiga réttinn. I dag skulu allir yiiuiandi menn fylkja Uðl, til baráttu fyrir samtökum sínum og þar með tilveru sinni. Verkamaður, í dag skaltu minnast lC l>ess hungurs, sem börn þín- hafa þolað. t dag skaltu heilsa þeim mönnum, sem hafa borið á þig þjófsorð. t dag skaltu þakka þau högg er þú hefur hlot iS. ¦—¦-¦^¦^¦^•^.» >..»>»><.<»..... ^^. -^^¦¦^¦^ ^^^^<;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.