Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. maí 1955 Húsgagnasmiðir Fjölmennum í kröfugönguna og tökum þátt í öðrum hátíðahöldum dagsins. Sveinafélag húsgagnasmiða Rafvirkjar Mætið allir í kröfugöngu verka- lýðsfélaganna og takið þátt í hátíðahöldum dagsins. Félag íslenzkra rafvirkja — —^---------------------—.— ----------— ► Stéttarfélagið Fóstra minnir félaga sína á að mæta í kröfugöngunni og að taka þátt í öðrum hátíðahöldum dagsins. Sjómannafélag Reykjavíkur hvetur alla meðlimi sína til þátt- töku í kröfugöngu verkalýðsfélag- anna og hátíðahöldum dagsins. Stjórnin. — Sveinafélag netagerðarmanna Múrarar hvetur meðlimi sína til að fjöl- menna við hátíðahöld dagsins. Fjölmsnnið til hátíðahalda dagsins Gleðilega hátíð. Múrarafélag Reykjavíkur. —— — ———— —~ Skipasmiðir Fjölmennið í kröfugönguna og til annarra hátíðahalda dagsins. Sveinafélag skipasmiða. Félag starfsfólks í veitingahúsum minnir félaga sína á að láta sig ekki vanta við hátíðahöld dagsins. Gleðilega hátíð. Isoftleiðir hjóða 93Já eða nei** í ferð til Kaupmannahaftmr Tjtvarpsþátturinn „Já eða Nei” var hljóðritaður á segulband í Bæjarbíói í Hafnarfirði í fyrrakvöld fyrir troðfullu húsi. Þettá átti að vera síðasti þátturinn, en Loftleiðir hafa nú boðið, „þætt- inum“ til Kaupmannahafnar og verður síðasti þátturinn tek- inn þar. Þátturinn fór fram með sama sniði og verið hefur, og þótti takast með ágætum. Rímsnilling- arnir, sem fram komu, voru þeir: Guðmundur Sigurðsson, Helgi Sæmundsson, Karl ísfeld og Steinn Steinarr, og botnuðu þeir oft mjög hnittilega. Spurninga- keppnin var mjög fjörug og verð- launin ein hin beztu og skemmti- legustu, sem veitt hafa verið. Að lokinni síðari umferð „snill- inganna“ flutti Sveinn Ásgeirs- son, fyrir hönd þeirra félaganna, hlustendum þakkir fyrir sam- starfið. Gat hann þess m. a. að þættinum hefðu nú borizt um 800 bréf víðs vegar að. Skýrði hann einnig frá því að afráðið væri að gefa út vísur þær, sem orðið hafa til í þættinum og e. t. v. spurningarnar. Kvað hann svo lokið hinum ,,hættulega“ leik þeirra félaga. Þá kom fram á sviðið Sigurður Magnússon, fulltrúi Loftleiða, og spurði hvort þetta yrði að vera allra síðasti þátturinn, og sögðu þeir félagar að svo hefði verið ráð fyrir gert. Sigurður sagði þá, að Loftleiðir hefðu ákveðið að bjóða þeim félögum öllum til Kaupmannahafnar á fund Islend- ingafélagsins þar til þess að taka þar upp allra síðasta þáttinn. Fór hann nokkrum viðurkenning- arorðum um þáttinn og taldi að íslendingum í Kaupmannahöfn myndi þykja mikil skemmtun að komu hans. Þeir félagar kváðust vona að ekkert yrði því til fyr- irstöðu að þeir gætu þegið þetta höfðinglega boð Loftleiða, og er nú í ráði að þeir fari til Kaup- mannahafnar um miðjan maí, og hefur íslendingafélagið nú hafið undirbúning, en formaður þess,‘ J. Söberg Petersen, er einnig fulltrúi Loftleiða í Kaupmanna- höfn. • ■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■ ■»»»■•■■■■*■■■'■ ■■■■■■■■■■ ■ 3 Ruðuísetningar í ■ ■ Ég undirritaður set í ■ rúður eins og undanfarin ár. 3 Upplýsingar í síma 4128 s ■ ■ ■ Ingimundur Bfarnason Ljúffengur og f jörefnaríkur sjémaðkur Bandarískir Iíffræðingar í rannsóknarstofu í San Francisco segjast hafa fundið maðk, sein er frábærlega ljúffengur til átu og úttroðinn af fjörefnum. Maðkurinn heitir palolo og heimkynni lians eru kóraleyjar Kyrrahafsins. Lengst af lifir hann vel falinn djúpt á milli kóralgreinanna en þriðja hvern dag mánuðina desember til októ- ber kemur hann upp á yfirborð- ið og liggur í hrönnum um kóral- % rifin. I>á er liægt að veiða hann með lítilli fyrirhöfn. Löglræðileg vandamál Ef dauðadæmdur fangi drepur böðulinn, er þá hægt að telja það morð eða er um réttlætan- lega sjálfsvörn að ræða? Þessi spurning var nýskeð lögð fyrir 200 lögfræðistúdenta á prófi í París. Önnur prófspurning við sama tækifæri var ekki uðveld- ari: Hvernig ber frá lagasjónarmiði að líta á hjúskaparbrot, sem kona fremur með einkanjósnara, sem maður hennar hefur leigt til þess að afla sannana um áð hún sé honum ótrú? Sex millfénir ftala hafa undirritað Vinaráv arpi ítalska friðarnefndin hefur skýrt frá því, að yfir sex milljónir ítala hafi til þessa undirritaö Vínarávarp heims- friðarráðsins gegn kjarnorkuhernaöi. Ekki eru liðnar nema nokkr- ar vikur síðan undirskriftasöfn- un hófst á ítalíu og hún er nú á hápunkti. Síðustu vikuna sem skýrslan nær yfir safnaðist hálf önnur milljón undirskrifta. 500 fundir sama dagmn Fyrri sunnudag voru haldnir 500 fjöldafundir víðsvegar um ítalíu á vegum Friðarhreyfing- arinnar til þess að fræða um baráttuna gegn kjarnorkustyrj- öld og fyrir banni við kjarn- orkuvopnum. Á fundunum safn- aðist aragrúi undirskrifta, sem ekki var búið að telja þegar friðarnefndin birti skýrslu sína. Samrinna án tillits til stjórnmálaskoðana Menn úr öllum lýðræðissinn- uðum flokkum Italíu, frá komm únistum til kaþólskra, vinna saman að undirskriftasöfnun- inni undir Vínarávarpið. Víða hafa kaþólsku sóknarprestarnir gengið fram fyrir skjöldu í undirskriftasöfnuninni. Sum- staðar hafa yfir 90% íbúanna undirritað ávarpið. Einróma samþykktir borgastjórna Borga- og sveitastjórnir hafa unnvörpum lýst yfir stuðningi við undirskriftasöfnunina. — í Mílanó, einni mestu iðnaðar- borg ítalíu, samþykkti borgar- stjórnin einróma kröfu *um að kjarnorkuvopn séu bönnuð og kjarnorkan einungis notuð til friðarþarfa. I annarri stórborg, Bologna, var einnig samþykkt einróina ályktun, þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur Vímar- ávarpsins og söfnun umdir- skrifta undir það. Að sam- þyklttinni stóðu fulltr. komm- únista, sósíalista, hægri sósíal- demókrata og kaþólskra. Eini fulltrúi Frjálslynda ílokksins í borgarstjóminni var sá eini sem ekki greiddi tillögunBii at- kvæði, hann sat hjá. NIÐURSUÐU VÖRUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.