Þjóðviljinn - 01.05.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Qupperneq 7
Sunnudagur 1. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Helgið fyrsta maí göfugustu hugsjón mann- kynsins: að tryggja frið og farsæld á jörðu Öll verklýSshreyfingin meS sfjórn AlþýÓu- samhands Islands og stjórn Dagsbrunar i fararbroddi undirritar VinarávarplÓ Vínarávarpinu gegn kjarnorkustyrjöld heíur nú verið dreift til þúsunda heimila og undirskriftir ber- ast nú daglega til íslenzku friðarnefndarinnar. Með- al þeirra sem þegar hafa undirritað ávarpið eru stjóm Alþýðusambands íslands og stjórn Dagsbrún- ar, en því fordæmi þarf öll verklýðshreyfingin að íylgja. Engri þjóð í heimi stafar meiri hætta af kjarnorkustyrj- öld en íslendingum. Þorbjöra Sigurgeirsson kjarnorkufræð- ingur segir: „Þó ekki væri kastað nema einni kjarnorku- sprengju á Keflavíkurflugvöll væri mikill hluti þjóðarinnar í bráðri hættu“. Hver og einn hugsandi ts- lendingur sem metur líf og framtíð þjóðarinnar hlýtur því að undirrita Ávarp Heims- friða.rráðsins gegn undirbún- ingi kjarnorkustríðs. Skrifið undir^í dag ásamt heimilisfólki ykkar og þeim sem þið náið til. Takið með ykkur undir- skriftalistann í kröfugönguna, safnið undirskiiftum og mun- ið síðan eftir að Iáta listann í póst strax í dag. (Bréfið þarf ekki að frímerkja). Hver einasta undirskrift hefur sitt gildi, ekki síður á Islandi en annarstaðar. Einn einstakur getur ekki afstýrt kjarnorkustríði, en þegar hundruð milljóna einstaklinga um víða veröld mótmæla með undirskrift sinni eru þeir orðnir svo sterkt áhrifavald í heiminum að engin ríkis- stjóra sem hefur kjarnorku- vopn undir höndum þorir að ganga í gegn vilja þeirra. Þórbergur Þórðarson rit- höfundur segir: „Vitanlega hlýt ég að undirrita ávarp Heimsfriðarráðsins um eyði- leggingu kjarnorkuvopna og stöðvun á framleiðslu þeirra, því að annars myndi ég drag- ast með þann glæp á sam- vizkunni að hafa með af- skiptaleysi Iagt minn litla skerf til að steypa þjóð minni og mannkyninu í kjarnorku- glötun -—- minnugur hinna spaklegu orða: Hver, sem ekki er með mér, liann er á móti mér“. Hannibal Valdimarsson, íorseti Alþýðusambands íslands: Fáar eða engar þjóðir ættu að hafa betri að- stöðu en íslendingar til að tala máli friðarins Tímarit Máls og menningar beindi í síðasta hefti eftirfar- andi spurningum til nokkurra fræðimanna, rithöfunda og stjórnmálamanna: 1. Hvernig lítið þér á aðstöðu fslands, ef til kjarnorku- stríðs kæmi? 2. Teljið þér ekki nauðsynlegt að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir beitingu kjarn- orkuvopna í hernaði? 3. Viljið þér styðja ineð undir- skrift yðar ávarp Heims- friðarráðsins frá 19. jan. 1955 með kröfu um að birgð- ir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð? Hér fer á eftir svar Hanni- bals Valdimarssonar, forseta Alþýðusambands Islands: 1. Mér skilst það vera sam- eiginlegt álit vísindamanna, að öll lönd jarðar séu í hættu, ef til kjarnorkustríðs kæmi. Vís- indamennirnir tala nú þegar um eyðingu allrar menningar og jafnvel útþurrkun lífs á jarðarhnettinum, ef heiminum verði varpað út í kjarnorku- styrjöld. Tilraunir þær, sem nú hafa verið gerðar með vetnissprengjur, eru meira að segja taldar hættulegar lífi jarðarbúa, vegna geislavirkra áhrifa á andrúmsloftið. Þetta er í sem skemmstu máli álit mitt á þeirri almennu hættu, sem vofi yfir öllum löndum heims, og þar með yfir tslandi, ef til kjamorkustríðs kæmi. En auk þess dylst engum, að þau lönd, sem talin eru hafa mikla hemaðarlega þýðingu, einkanlega ef þar eru stað- settar míkilvægar hernaðar- bækistöðvar, eru sérstaklega í bráðri hættu, ef til kjamorku- stríðs skyldi koma. Og þannig er ísland einmitt Hannibal Valdimarsson sett. Þessi bráða hætta er því ískyggilegri fyrir íslenzku þjóðina vegna þeirrar land- fræðilegu staðreyndar, að helmingur hennar býr í næstu grennd Keflavikurflugvallar. 2. Jú, vissulega tel ég nauð- synlegt að gerðar séu allar hugsanlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir beitingu kjarn orkuvopna. En meðan vopn eru framleidd, hverrar tegund- ar sem þau eru, er nokkum- veginn víst, að þeim verði beitt. Sú hlýtur a.m.k. að vera ætlunin með framleiðslu þeirra — og sú hefur líka orðið raun- in með öll vopn fram til þessa. En hvaða ráðstafanir er þá hægt að gera til að koma í veg fyrir beitingu kjamorku- vopna? Ef til vill em engar þær ráðstafanir hægt að gera, sem örii'—’ega tiyggi það, að þessum gereyðingai'tækjum verði ekki beitt. — Ef til vill liggur einasta vörn heimsins við kjamorkustríði í því, að vissa er fyrir eyðingu beggja stríðsaðila, og að enginn getur unnið slíkt stríð. — Til hvers þá að hefja slíkan hildarleik? Bann við framleiðslu allra kjarnorkuvopna, og eyðilegg- ing allra birgða slíkra dráps- tækja, framkvæmd undir ströngu alþjóðlegu eftirliti, er þó sennilega einasta úrræðið, sem til greina kemur. Benda má á, að bann við sýklahemaði aftraði jafnvel óðum stríðsæsingamanni eins og Adólf Hitler frá að grípa til slíks gereyðingarvopns. 3. Samkvæmt framanrituðu svara ég sourningunni ját- andi. Auðvitað verður nú að berjast móti stríðsvitfirring- unni í heiminum og fyrir al- heimsfriði með meiri þrótti en nokkm sinni fyrr. — Nú fyrst liggur þó líf mannkyns- ins alls við. Allar þjóðir eiga að gera allt, sem þær geta til að skapa það almennings- álit, að til striðs megi aldrei framar koma milli þjóða til að skera úr deilumálum þeirra. Það eigi að gerast með málflutningi og dómsúrskurði, eins og nú tíðkast milli borg- ara allra siðmenntaðra þjóða. Fáar eða engar þjóðir ættu að hafa betri aðstöðu en Is- lendingar til að tala máli frið- arins. Vér höfum ekki borið vopn um aldir. Hér |)arf því ekkert hemaðarkerfi að brjóta niður, og hér ríkir ekki sá hemaðarandi, sem allt úppeldi annarra þjóða hefur lagt rækt við að fóstra og móta allt aft- Framhald á 9. siðu Ávarp Alþjóðasambands verklýðsíélaganna: Barátta fyrir bættum kjörum, rétt- indum verklýðssamtakanna, frelsi og varanlegum friði Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna, W.F.T.U., sendir ykkur hlýjar bróðurkveðjur og sínar beztu óskir 1 tilefni dagsins. Á undanförnum árum hafið þið staðið í harðri baxáttu fyrir bættum lífskjörum, friði og frelsi, Þessi barátta stendur enn yfir og framundan eru írekari átck. Til viðbótar áhyggjum um lífsafkomu bætist nú óttinn við styrjöld. Hringavaldið og þjónar þess í ríkisstjórnum, er- indrekar stórveldastefnu og nýlendukúgunar, fara ekki lengur í felur með áform sín. Það eru ekki lengur ógnanir einar saman, heldur hamslaus undirbúningur árásarstyrjaldar gegn ríkjum alþýðunnar, þar sem arðráninu er útrýmt ’og verkalýðurinn er sinnar eigin gæfu smiður. Fjöldi þeirra verðmæta, sem mannkynið hefur skapað með vinnu huga og handa, árangur fram- vindunnar, er í hættu og miklum hluta mannkyns- ins ógnað með algerri tortímingu. Alþýðan verður að treysta einingu sína gegn tortímingaröflunum og hinni glæpsamlegu stefnu þeirra. Verkalýðurinn í bandalagi við framfaraöflin verður að beita orku sinni gegn eyðingarstyrjöld. gegn hervæðingu Vestur-Þýzkalands og gegn ögr- unum Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu. Við getum og verðum að varðveita verðmæti lífsins, verðmætin sem verkalýðurinn hefir skapað. Einhugur verkalýðsins og samfylking er sterkari en nokkrar vítissprengjur, sferkari en öll áform stríðsæsingamannanna. Gerið 1. maí að voldugri viðvörun milljóna vinn- andi fólks um víða veröld. Tryggjum að baráttan fyrirbættum kjörum, fyr- ir réttindum verklýðssamtakanna, fyrir frelsi og varanlegum friði, verði höfuð innihald þessa al- þjóðlega baráttudags, dags samhugs og samstarís. Vín, 31. marz 1955 W.F.T.U. Mritið Vinarávarpið í dag 1 HAIXDÓB KXLJAN KAXNESS rithöfundur: „1 veröldlnni er adeins ein deila sem máli skiptir, deilan milli pólitískra glæframanna annars vegar, og þjóða jarðarinnar hins vegar“. ★ ÞOKBJÖRN SIGUR- GEIRSSON eðlisfræðingur: „Ef tii kjarnorkustyrjaidar kemur, þar sem kjamorku- hættu“. ★ JÓHANNES úr KÖTEUM skáld: „Sá ,friður* sem oss er búinn í skjóli vetnissprengjunnar — það er friður dauðans“. ★ DR. BJÖRN JÓHANNES- SON efnafræðingur: „Því miður kem ég ekki auga á nokkrar skynsamlegar líkur sprengjur yrðu aðal vopnin, er tii þess, að oss íslendingum meimingu alls mannkynsins yrði liUft i kjamorkustyrjöld vissulega mikil hætta búin, og fremur en þeim milijónum ó- með óvægUegri beitingu þess- breyttra borgara, sem fórnað ara vopna má vel vera að yrði.í slíkum hemaðl“. mannkynið yrði sært tU ólífis if og Uði undir Iok hér á jörð- DR. BJÖRN SIGURÐS- inni. SON læknir: ....Tfó ekki væri kastað nema „I>að er öUum þjóðum jafnt í einni kjamorkusprengju á hag að kjarnorkuhemaður Keflavíkurflugvöll væri mikUl verði bannaður og múgmorðs- hluti þjóðarinnar i bráðri vopn eyðUögð“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.