Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 1. maí 1955 □ 1 dag er sunnudagurinn 1. maí. Tveggja postula messa. — 121. dagur ársins. — Tungl í hásuðri ki. 20.44. — Árdegisháflæði kl. 1.47. Síðdegisháflæði kl. 14.02. Sunnudagur 1. maí 9 30 Morgunútvarp. .1 V\. Fréttir og tónleik- ' ar' 1010 Veðurfr. / \W \l Itölsk tónlist pl.: a) Tvö lög fyrir strengjasveit eftir Giovanni Gabrieli (Kammerhljóm- sveitin í Stuttgart; Miinchinger stjórnar). b) Tveir konsertar í d- moll eftir Vivaldi (Virtuosi di Roma hljómsveitin leikur; Renato Fasano stjórnar). c) Píanókvintett í A-dúr eftir Boccherini (Chigi- kvintettinn leikur). d) Forieikur að Don Pasquale eftir Donizetti (Hljómsveit Borgaróperunnar í Berlín; Rother stjórnar). 11.00 Messa I Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organ- leikari: Páll Halidórsson). 15.15 Miðdegistónleikar: a) Sónata í f- moll fyrir fiðlu og píanó op. 80 eftir Prokofieff. — Isaac Stern og Alexander Zakin leika (H'jóð- ritað á tónleikum í Austurbæjar- bíói 5. janúar s.l.T. b) Fernando Corena syngur aríur eftir Mozart plötur. c) Coppelia, ballettmúsik eftir Delibes (Konungl. óperu- hljómsveitin í Covent Garden ieikur; Constant Lambert stjórn- ar; — plötur). 16.15 Fréttaútvarp til íslendinga erlendis. — 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 19.30 Tónleikar: Casals leikur á selló pl. 20.20 Hátíðisdagur verka- lýðsins: a) Ávörp flytja: Steingr. Steinþórsson félagsmálaráðherra, Hannibal Va'dimarsson forseti Al- þýðusambands Islands og Ólafur Björnsson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. b) Kórsöngur: Söngfélag verkalýðs- samtakanna í Reykjavík syngur. Söngstjóri: Sigursveinn D. Krist- insson. Einsöngvari: Guðmundur Jónsson. 1. Internasjónalinn eftir Adoiphe Geyter. 2. Um urðir eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. 3. Gest- risni; gamalt, íslenzkt lag. 4. Hestar í hafti eftir Áskel Snorra- son. 5. Vor í höfuðstaðnum eftir Magnús Einarsson. 6. Gjör hugans djúp að ljóssins lind eftir Skúla Halldórsson. 7, Vorvísa eftir Odd- geir Kristjánsson. 8. Dettifoss eft- ir Ingunni Bjarnadóttur. 9. í morgunblæ eftir Þorstein Valdi- marsson. 10. Eiegie eftir Hallgrím Jakobsson. 11. Tvö lög eftir Sig- ursvein D. Kristinsson: Hugsað til Hornstranda og Tveir bræður. C) Upplestur. 22.05 Danslög. 01.00 Dagskrárlok. "Útvarpið á morgun: 8.00-fl.00 Morgunútvarp — 10.10 Veðurfregnir. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 18.00 Dönsku- kennsla; I. fl. 18.30 Enskukennsla; Næturvarzla er í Ingólfsapóteki, sími 1330. tTFJABÚBIB Holta Apótek | Kvöldvarzla, til | kl. 8 alla daga Apótek Austur- | nema laugar- bæjar daga til kl. 4. II. fl. 18.55 Skákþáttur (Guðmund- ur Arnlaugsson). 1910 Þingfréttir. — 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 20.30 Útvarps- hljómsveitin. Lög eftir islenzk tón- skáld. — Frú Elísabet Einarsdótt- ir syngur þessi lög með hljóm- sveitinni: Allt fram streymir. Vögguvísa. Taktu sorg mína. Kveðja Vöggukvæði. Island ögr- um skorið. 20.50 Um daginn og veginn (Páll Þorsteinsson). 21.10 Tónleikar: Menuhin leikur þjóð- dansa eftir . Brahms, Bartók og Sarasate. 21.45 Tónleikar: André Kostelanetz og hljómsveit hans leika suðræn lög. 22.10 íslenzkt mál (Bjarni Viihjálmsson). 22.25 Létt lög pl.: a) Fílharmoníu- hljómsveitin í Vínarboi-g leikur polka eftir Josef Strauss; Clemens Krauss stjórnar. b) Xavier Cugat og hljómsveit hans leika. 23.00 Dagskrárlok. Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Rvík kl. 23 í kvöld austur um land í hringferð. Esja á að fara frá Reykjavík á þriðju- dag eða miðvikudag vestur um land í hringferð. Herðubreið átti að fara frá Reykjavík kl. 24 í gærkvö’.d austur um land til Fá- skrúðsfjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill er í Faxafióa. Eimskip Brúarfoss og Dettifoss eru í Rvik. Fjallfoss fer frá Rvik 3. þm til Leith, Hull og Rvíkur. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss fer frá Rvik. 3. þm til Leith og Kaupmannah. Lagarfoss er í Rvík. Reykjafoss fer frá Rvík 3. þm til Hólmavík- ur, Dalvíkur, Akureyrar og Húsa- víkur. Selfoss fór frá Akureyri 29. fm til iSiglufjarðar, Hólmavík- ur og Vestfjarða. Tröllafoss fer frá Rvík um miðja vikuna til N.Y. Tungufoss er i Rvík. Katla er í Rvík. Drangajökull fór frá Isafirði 'í gærkvöld til Rvíkur. Jan lestar í Hamborg, Rotterdam og Antverpen 27A.-2.5. til Islands. Oliver van Noort fór frá Rotter- dam 28. fm til Þorlákshafnar. Fostraum fór frá Gautaborg í gær til Akraness og Rvíkur. Lucas Pieper væntanlegur til Reyðarfj. í gær frá Rotterdam. Skipadelld SIS Hvassafell er i Rotterdam. Arnar- fell er í Rvík. Jökulfell fór frá Hamborg 29. fm áleiðis til Rvík- ur. Dísarfell er á Akureyri. Litla- fell fór frá Rvik i gær til Akur- eyrar. Helgafell er i Hafnarfirði. Smeralda er i Hvalfirði. Jörgen Basse fór frá Ólafsfirði i gær til Skagafjarðarhafna. Fuglen fór frá Rostock í gær til Raufarhafnar. Erik Boye fór frá Rostock 25. þm til Borðeyrar. Pieter Bornhofen fór frá Riga 28. þm til Isafjarðar. Perote væntanlegt til Rvíkur 4. maí. I kvöld er 5. sýning Krítarhringsins í Þjóðleikhúsinu. — Myndin ’ sýnir Róbert Arnfinnsson sem Pao prins. og leikstjórann Indriða Waage sem skáldið. Iírossgáta nr. 637 Lárétt: 1 greiddi 6 fjandi 7 skst 8 hvert einasta 9 reglu 11 atviks- orð 12 hvíldi 14 plantað 15 týndi. Lóðrétt: 1 alda 2 verkfæri 3 end- ing 4 veiða 5 ákv. greinir 8 arða 9 kvennafn 10 athugaði 12 land 13 fyrsta persóna 14 átt. Lausn á nr. 636 Lárétt: 1 fleyg 6 Tryggur 8 tá 9 mó 10 hjó 11 gr. 13 ai 14 garðinn 17 friða. Lóðrétt: 1 frá 2 LY 3 eggjaði 4 YG 5 gum 6 trygg 7 rósin 12 raf 13 ana 15 RR 16 ið. Til vandamanna þeirra sem fórust með Atfli rauða, kr. 100 frá DÓS. Ungmennastúkan Hálogaland Munið skemmtifundinn í Skáta- heimilinu I kvöld klukkan 8.30. Umboðsmaður. , Æ. F. R. Skrifstofan verður opin í dag kl. 13-14 og kl. 16-18. Félagar, hafið samband við skrifstofuna og tak- ið Landnemann og merki dagsins til sölu. Dagskrá Alþingis mánudaginn 2. maí 1955, kl. 13.30. Efri deild 1 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. 2 Lífeyrissjóður barnakennara. 3 Lifeyrissjóður hjúkrunar- kvenna. 4 Iðnskólar. 5 Bæjarstjórn í Kópavogs- kaupstað. 6 Tekjuskattur og eignaskattur. 7 Skattgreiðsla Eimskipafél Isl. 8 Kirkjubyggingarsjóður. 9 Síldarverksmiðjur ríkisins. 10 Kaup á Disastöðum i Breiðdal. 11 Lax og silungSveiði. Neðri deild 1 Fasteignamat. 2 Almenningsbókasöfn. 3 Ræktunarsjóður Islands. 4 Togarakaup Neskaupstaðar. 5 Togarinn Vilborg Herjólfs- dóttir. 6 Heilsuverndarlög. 7 Skólakostnaður. 8 Öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Helgidagslæknir er Ólafur Tryggvason Tómasar- haga 47, sími 82066. Fríklrkjan Messa kl. 5. Séra Þorsteinn Björns son. Laugameskirkja Messa kl. 1.30 árdegis. Ferming. Barnaguðsþjónusta fellur niður. Séra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall Messa i Laugarneskirkju kl. 5. Séra Árelius Níelsson. Dómkirkjan Fermingarmessa Háteigssóknar kl. 11 árdegis. Séra Jón Þorðvarðs- son. Siðdegisguðsþjónusta kiukkan 5. Séra Óskar J. Þorláksson. Háteigsprestakall Fermingarmessa i Dómkirkjunni kl. 11 árdegis. Séra Jón Þorvarðs- son. G Á T A N Hver er sú hin mjóa með mörgum snerjum, duftkorn litið dregur hún að sér, smakkar hún líka smáa hnappa? Grand trúi ég hún geri. Gettu, hvað hún heitir. Ráðning síðustu gátu: SKRÁ OG LYKILL. SKÁKIN Hvítt: Botvinnik Svart: Smisloff Enn hefur taflið snúizt til, svart- ur hefur hörkusókn, svo að hvítur á fullt í fangi með að verjast. Hann getur ekki drepið peðið: 50. fxg4 Rxg4 51. Bel Rg5 52. f3 Dh3 53. Dd3 e4 54. fxe4 f3 og svartur vinnur. Við þessa örðugleika bæt- ist, að Botvinnik er kominn í tímaþröng og á nú aðeins 8 mín- útur fyrir næstu 7 leiki. 50. Bd2—el 51. f8xg4 h7—h5 h5xg4 litli Kláus og stóri Kláus Ævintýri eftir H. C. ANDERSEN Teikningar eftir Helge Kuhn-Nielsen Húðir, húðir! æptu þeir -að honum og skældu sig framan í hann. já, við skulum fá þér húð, sem snýtir rauðu. BUrt með hann úr borginni. Og stóri Kláus varð að flýja eins og fætur toguðu og hafði aldrei feng-ið slíka barsmíð fyrr á ævi sinni. — Nú, nú! sagði hann, þegar heim kom, þetta skal litli Kláus fá borgað; ég skal drepa hann. — Nú stóð svo á heima hjá litla Kláusi, að amma hans gamla var dáin. *Hún-háfði reyhdár Verlð geðstírð og vcmd við hann, en samt tregaði hann hana mjög, tók hana andaða og lagði hana í sængina sina glóðvolga, ef svo mætti verða, að kerling lifnaði við aftur. Þar ætlaði hann að láta hana iigg'ja alla nóttina, en sitja sjálfur úti í horni og SOfa & stól, eins og hann' hafði stundum gert áður. tefinnÉÉ Sunnudagur 1. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 1. niaí ávarp A.S.T Framhald af 1. síðu. kvennadeildirnar og félögin á alla lund til að koma kröfum sínum fram. Nú eru samtök okkar nýkom- in sigursæl út úr mikilli eldraun. Það er fullvíst mál, að ætlun andstæðinganna var sú að ganga milli bols og höfuðs á verka- lýðssamtökunum í þessn verk- falli. Þetta mistókst algerlega. Aldrei hafa samtökin sýnt ótví- ræðari styrk. Aldrei komið heil- steyptari út úr nokkrum hildar- leik. Aldrei sannað áþreifanleg- ar, að það er ekki liægt að brjóta þau á bak aftur — og ekki heldur hægt til lengdar að stjórna landinu gegn vilja þeirra. Með úrslitum verkfallsins stöndum vér nær því en vér höfum staðið í mörg ár, að hægt sé að lifa af tekjum 8-stunda vinnudags. Og verkfallssigurinn færði vinnandi fólki um land allt aukna lilutdeikl í tekjum þjóðarinnar. Þannig höfum vér að verulegu leyti orðið við höf- uðkröfu seinasta Alþýðusam- bandsþings. Ellefu prósent grunnkaups- hækkun réttir nokkuð hlut hinna lægst launuðu, sem þátt tóku í verkfallinu. Full vísitala kemur öllum iðnaðarmönnum, hvar sem er á landinu, til góða. — Sú krafa Alþýðusambands- þingsins er þannig komin í fulla framkvæmd. — Þriggja vikna orlof er nú staðreynd. Sú krafa hefur verið knúin fram í löngu og ströngu verkfalli, þó að slíkt mál sé í eðli sínu algert löggjafaratriði. Þessa munu bráðlega njóta 27.000 félagar _ Alþýðusambandsins, en ekki að- eins þeir, sem baráttuna háðu og fórnirnar færðu. — Atvinnu- leysistryggingarnar eru líka einn þeirra ðýrmætu ávaxta, sem allir félagar samtakanna njóta, en ekki aðeins þeir 7000 verkamenn, sem í stríðinu stóðu. En á þessum fyrsta-maí degi skulum vér þá einnig minnast þess, að einnjitt vegna þessa glæsilega verkfallssigurs stönd- um vér nú fjær því takmarki að greitt sé sama kaup, hvar sem er á landinu. Þetta á að verða hverju ein- asta verkalýðsfélagi áminning um að reyna sem allra fyrst að ná sama kaupi og nú er greitt í Reykjavík og Hafnarfirði. Strengið þess heit í dag, 1. Vöiuskiptaiölnuðurinn Öhagstæður um nær 9 millj. króna í marz-mánuði s.l. var vöru- skiptajöfnuðurinn óliagstæður um 8 millj. 884 þús. krónur, út- flutningurinn nam 76,6 millj. kr. en innflutningurinn 85,5 millj. í marz í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um svip- aða upphæð og nú eða 8,7 millj. króna. Þá var flutt út fyrir 68,8 millj. en inn fyrir 77,5 millj.. Þrjá fyrstu mánuði þessa árs hefur vöruskiptajöfnuðurinn ver- ið óhagstæður um 20,8 millj. kr., út hefur verið flutt fyrir 209,6 millj. en inn fýrir 230,4 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var jöfn- uðurinn óhagstæður um 26,5 millj., Þá voru fluttar út vörur fyrir 205 millj. króna en inn fyrir 231,5 millj. maí, að hafa gert kröfuna um sömu laun, hvar sem unniá er 4 landinu, að veruleika, áður en árið er liðið. Þá er vel að verki verið, góðum áfanga náð í rétt- lætisbaráttu verkalýðssamtak- anna, Framundan er mikið starf, sem gerir strangar kröfur til allra þeirra 27 þiisunda, sem í sambandinu eru. Uppbygging atvinnulífsins með fullkomnu atvinnujafnvægi og atvinnuör- yggi um land allt krefst sam- eiginlegs átaks allra innan sam- takanna, án tillits til stjórn- málaskoðana. — Vér krefjumst vinnu fyrir alla verkfæra menn, sem vilja vinna. Vér krefjumst gjörnýtingar atvinnutækjanna. Vér krefjumst þess, að fjár- magnið sem vinnan skapar, renni til byggingar íbúðarhús- næðis, til landbúnaðar, sjávar- útvegs og iðnaðar .. ti! ráikt- unar lands og lýðs. — Vér krefjumst réttlátra og heiðai’- legra verzlunarhátta. Vér krefj- umst þess, að sjómannastéttin fái rétt verð útflutningsfram- leiðslunnar. Vér krefjumst betra og réttlátara þjóðskipulags. Vér heitum því 1. maí að að leggja fram ósvikið starf í þjónustu Islands. — Vér viljum bæta lífskjörin með því að skila meiri framleiðslu, betri framleiðslu. íslenzkir sjómenn og farmenn munu halda uppi heiðri lands og þjóðar á erlend- um höfum, og hvar, sem fáni íslands blaktir við hún. — ís- lenzk alþýða skal ekki láta hlut sinn eftir liggja. — En á móti lieimtar hún afsláttarlaust sinn fulla og óskei-ta rétt. Vér minnumst brautryðjend- anna lífs og liðinna og vottum þeim aðdáun vora og þökk. Vér þökkum þeim einnig og hyllum þá, sem fórna og berjast í dag fyrir bjartari framtíð íslenzkra alþýðustétta. Sérstaklega þökk- um vér þeim ungu, sem af eld- móði og fórnfýsi hafa nú geng- ið úndir merki íslenzkra alþýðu- samtaka. Vér heitum því, að herða baráttuna fyrir framgangi allra góðra og hárra hugsjóna: fyrir friði, frelsi og efnahags- legu og pólitísku lýðræði. Vér lýsum yfir andstöðu við dvöl er- Jends herliðs í Iandinu og kref j- umst brottí'Iutnings þess. Einn- ig lýsa verkalýðssamtökin sig andvíg lrainleiðslu og tilraun- um með kjarnorkuvopn og taka undir kröfuna um bann við hvorutveggja, Alþýðusamband íslands send- ir öllum vinnandi mönnum — hvort sem þeir vinna með liug eða hönd — öilum góðum Is- lendingum beztu árnaðaróskir og heitar baráttukveðjur á al- þjóðlegum hátíðisdegi verka- lýðsins, 1. maí. Fögnum þeim sannleika að lífið er starf og starfið líf, en lif án starfs vesæll dauði. Starfsins menn skulu því erfa landið og sjá um það, að Island verði fyrir íslendinga — Islend- ingar munið það! — Gleðilega liátíð — góða framtíð! — Út á götuna undir merkin, út í starf og stríð! Lifi alþjóðasamtök verkalýðs- ins! Lifi íslenzk verkalýðshreyt'- ing! MIÐSTJÓRN ALÞÝÐU SAMBANDS ÍSLANDS. 1. MAÍ HÁTÍÐA- HÖLD FiilltrúaráSs Vúrka- lýðsfélaganna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasamhands I íslands Safnazt verður saman við i- Iðnó kl. 1.15. Kl. 2 verður lagt af stað í kröfugöngu undir fánum samtakanna. — Gengið veröur Vonarstræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnarstræti, \ Hverfisgötu, upp Frakkastíg og j niöur Skólavöröustig, Banka- stræti á Lækjartorg. Þar hefst útifundur. j Ræður Oytja: Formaður Fulltmaráðsins, BJÖRN BJARNASON, setur J fundinn. i Fulltrúi Bandalags starfsm. ríkis og bæja GUÐJÓN B. BALD- VINSSON, flytur ávarp. { Formaður IÖnnemasambands íslands, INGVALDUR < RÖGNVALDSSON, flytur ávarp. Formaður Múrarafélag Reykjavíkui", EGGERT ÞORSTEINSSON, flytur ræðu. Ritari Dagsbrúnar, EÐVARÐ SIGURÐSSON, flytur ræðu. Lúðrasveit verkalýðsins og 1 Lúðrasveitin Svanur leika fyrir 1 göngunni og á útifundinum. - DANSLEIKIR — ver&a í kvöld í eftirtöldum samkomuhúsum: \ l IN6ÓLFSKAFFI og ÞÓRSKAFFl, 1 gömlu dansarnir 1 TIARNARKAFFI og IÐNÓ, 1 nýju dansarnir Allir dansleikirnir liefjast kl. 9 e.h. og' standa til kl. 2 V' Aðgöngumiðar að öllum dansleikjunum verða seldir í ,í. skrifstofu Dagsbrúnar, Aiþýðuhúsinu við Hvoríisgötu, \ 1. maí frá kl. 10—12 f.li. og 5—7 e.h. og frá kl. 8 e,h. f í samkomuhúsummi, öðrum en Tjarnarkaffi, ef eitt- j hvað verður óselt. V (4/jtvcínc verða afhent í skrifstofu Fulltrúaráösins, Hverfis- PflSiSiS götu 21, frá kl. 9 f.h. 1. maí. — Sölubörn, komið og seljið merki dagsins. Sérstaklega er skorað á meölimi verkalýðsfélaganna aö taka merki til sölu. Kaupið merki dagsins. — Sækið skemmtanir verkalýðsfélaganna L maí-nefndin Vinnubuxur ¥erð kr. 93.00 Toledo Fischersundi. «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* ■■■■■■■■■■■!■■■• m mnincýarápi öÍJ V erzliin vor flytur frá Laugarvegi 28 og verður fyrst um sinn á LAUGAVEGI 37 Ándersen & Lauth hí. Lauga vegi 37

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.