Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1955, Blaðsíða 6
46) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. maí 1955 -------------- ' ___________________________________' ________________" ' þlÓOVILIINN ] Ötgafandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallataflokkurlnn. Rltstjórar: Magnúa Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (4b.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaCamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedlktason, .Gu8> mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsaon. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 10. — Síml 7600 (3 Unur). Áakrlftarverð kr. 20 á mánuðl i Reykjavík og nágrenni; Jcr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljanp h.f. v______________________________________;_______________j Áfram, unz brautin er bretin tii enda VerJcalýðvrinn fagnar sigri 1. maí. Verklýðssamtökin hafa sýnt auðvaldi íslands það í sex "vikna verkfalli að verkalýöurinn er sterkasta aflið á ís- landi. Öll þjóðin hefur enn á ný sannfærzt um þann sann- leik, sem sumir höfðu gleymt, að allir peningar auö- mannanna, allur auður yfirstéttarinnar er magnlaus til sköpunar verðmæta, — að öll hjól standa kyrr, að öll auð- sköpun stöðvast, þegar sterkur armur verkamannsins vinnur ekki. Nýrík auðmannastétt fslands hafði í peningahroka sín- iim ætlað sér þá dul að brjóta verkalýðinn til hlýðni við sig og undirgefni. Hún neitaði honum um sjálfsagðar réttarbætur og bráðnauðsynlegar kauphækkanir. Sakir valda sinna yfir atvinnutækjunum og ríkisvaldinu tókst þessari auðmannastétt að valda þjóðfélaginu stórtjóni rneð því að láta ekki undan kröfum verkalýðsins strax í upphafi. Framkoma auðmannastéttarinnar í þessu verk- íalli sýnir aö þjóðin á ekki aö una forustu hennar og yfir- láðum til lengdar. Það er þjóð vorri þegar of dýrt. Sameinaöa alþýðu íslands fær ekkert auðvald brotið á bak aftur. Og það er óðs manns æði að reyna það eins og auðvaldið hefur nú gert. Þjóðin mun ekki þola auö- mönnunum slík tilræöi við alþýðuna og þjóöfélagiö. Og verkalýðurinn þarf nú þegar að hefja sínar aðgerðir til þess að hindra að auðmönnum landsins verði fært aðsýna sig í slíku ofríki á ný. Verkalýðurinn fagnar afli einingarinnar í unnu verk- falli fyrsta maí. Og hann strengir pess heit að skapa þá einingu alpýðunnar áfram í átökum framtíðarinnar. Verkalýðurinn hefur sýnt það, svo ekki verður um villzt, sð hann er auðvaldinu yfirsterkari, ef hann aðeins stend- ur sameinaður gegn því. Eins einhuga og hann stóð í verk- fallinu, eins einhuga parf hann að vera í öllum aðgerð- zim sínum til að kveða niður yfirdrottnun auðvaldsins í pjóðfélaginu, til að skapa verkalýðnum það vald, sem hon- um ber í öllu pjóðlífinu. Það er þjóðinni dýrt að verkalýðurinn skuli verða, hvað eftir annað, aö setja lög með verkföllum, nú síðast at- vinnuleysistryggingarnar. En slíkt er afleiðingin af því að starblint auðvald og afturhald heldur um stjórnvölinn og neitar þeim, sem halda þjóðarskútunni í gangi, um rétt sinn, þar til skútan hefur verið stöðvuð svo lengi að jafn- vel blindingjarnir við stjórnvölinn fara að grilla í stað- reyndir. Það er tími til kominn að verkalýðurinn fái þann forustusess í löggjafarstarfinu og öllu pjóðlífinu, sem sam- svarar gildi hans í atvinnulífinu og valdi hans í pjóðfé- laginu. Það er pjóðinni of dýrt að samsœri auðmanna og afturhaldsseggja takist lengi enn að neita honum um pað. Aldrei hefur verkalýðurinn átt eins almennri samúð að fagna í réttlátum átókum sínum við auðvaldið og nú í af- stöðnu sex vikna verkfalli. Það sýnir að verkalýðurinn er þegar á leið með að verða viðurkenndur sem framherja- og forustusveit allrar al- þýðu landsins í baráttunni við ofríki og of voldugt auðvald Reykjavíkur, — forystusveit þjóðarinnar vegna þess að hagsmunir þjóðarheildarinnar eru um leið hagsmunir verkalýðsins og manngildis-hugsjón verkalýðshreyfingar- innar er í dýpsta samræmi við þjóðararf íslendinga en hvorttveggja í óbrúanlegri andstöðu við peningadýrkun og auðhroka yfirstéttarinnar. Fylkjum liði 1. maí um hagsmuni verkalýðsins og heill þjóðar- Innar, um frelsi alþýðunnar og sjálfstæði íslands! Allir eitt 1. maí: Verkalýður og millistéttir, alþýðan öll! Sýn- njn erlendu og innlendu auðvaldi samheldni og mátt alþýðustétt- anna, þeirra er með einingu sinni og hugsjónakrafti munu frelsa fsland og frelsa sjálfa sig. Sigur er unninn eftir sex vikna harða, fórnfreka baráttu! Nýir sigrar bíða sameinaðrar. alþýðu! Sækjum fram unz sigurbraut fólksins er brotin til enda! w. SKÁKIX Ritstjóri: Guðmundur Anitsmgsson Frá síðasta skákþingi Sovétríkja Rétis byrjun G. Lisitsín — V. Símagín Skýringar eftir Ragosín. 1. Rgl—f3 Rg8—f6 2. g2—g3 d7—d5 3. Bfl—g2 c7—c5 4. c2—c4 d5—d4 5. a2—a3. Hér er venjulega leikið 5. b4 til þess að sundra miðpeð- um svarts sem fyrst. Undirbún- ingsleikur hvíts gefur svarti tíma til að styrkja aðstöðu sína. 5. . . . Rb8—d7 6. b2—b4 e7—e5 7. b4xc5 Bf8xc5 8. d2— d3 o——o 9. o—o Hf8—e8 10. Rbl—d2 Ha8—b8 11. Rd2—b3 b7—b6 12. Rb3xc5 Rd7xc5 13. Rf3—<12 Bc8—g4 14. f2—f3. 'Hvítur hefur ekki verið nógu virkur og er nú knúinn til að veikja peðastöðu sína. Það er gaman að fylgjast með því hve örugglega Símagin vinnur úr þeim aðstöðu mun sem hann er búinn að ná. 14. . Bg4—d7 15. Rd2—e4 Bd7—a4 16. Re4xf6t Dd8xf6 17. Ddl—el Rc5—b3 18. Hal—bl Rb3xcl 19. Delxcl Ba4—c6 20. Dcl— d2 Df6—d6 21. Hbl—b3 Hb8—c8 22. Hfl—al f7—f5. Áætlun svarts er einföld: áð- ur en unnt er að komast að kóngi hvíts, verður að rjúfa peðafylk'ingu hans á miðborð- inu. 23. a3—a4 e5—e4 24. d3xe4 f5xe4 25. a4—a5 d4—d3! Þessi þróttmikli leikur gerir út um skákina. Hvíti kóngurinn er berskjaldaður gegn þeirri árás sem nú fer í hönd. Lisitsín — Símagin Staðan eftir 25. leik 1. maí ENN einu sinni er hann runn- inn upp, hátíðis- og baráttu- dagur verklýðsstéttarinnar, 1. maí. Þá mun hún fylkja liði, voldug og ‘sterk, alþýða Reykjavíkur, og aldrei hefur verið meiri ástæða til að fjöl- menna í kröfugöngu dagsins en einmitt nú að afloknu sex vikna erfiðu verkfalli og unn- um sigri. Þetta verður um leið sigurganga og í dag á al- þýða Reykjavíkur að leggja undir sig höfuðborgina, gera hana að sinni borg, hún hef- ur hvort sem er byggt hana upp, lagt götur hennar og gert hús hennar. Og í göng- una munu fjölmenna ekki ein- ungis verkamenn og verka- konur, heldur og konur verka- manna og börn þeirra; allur þessi skari sem borið hefur hita og þunga nýafstaðins verkfalls mun nú fylkja liði og fagna unnum sigri, sem þó er aðeins áfangi á leiðinni að takmarkinu. Einn árang- ur verkfalla er ævinlega sá, að þau sýna alþýðusamtökun- um yfir hverju valdi þau búa. Séu þau sameinuð eru þau sterkasta afl þjóðfélagsins. Og þetta vald verða alþýðu- samtökin að sýna í dag á sterkari og markvissari hátt en nokkru sinni fyrr. 1 dag munu þau sýna mátt sinn á götum Reykjavíkur, þeim göt- um sem eiga í framtíðinni eft- ir að bergmála af fótataki Mœnusóttar- bólusetníng Á morgun, mánudag, verður tekið á móti pöntunum í Heilsuvernd- arstöð Reykjavikur (inngangur frá Barónsstíg) fyrir böm sem búa austan Snorrabrautar, en norðan Laugavegar og Suður,- iandsbrautar. alþýðu þess íslands sem er frjálst af auðvaldi og áþján, frjálst af erlendum her. 26. e2—e3 e4xf3 27. Bg2—fl Bc6—e4 28. a5xb6 a7xb6 29. Hal—dl Hc8—<18 30. Bflxd3 Dd6—g6 31. c4—c5 f3—f2t Þetta peð má hvítur ekki drepa. (Kxf2, Df7f) 32. Kgl—fl Dg6—e6 33. Bd2 —c2 De6—h3f 34. Kfl—e2 Dh3—g2 35. Hdl—fl Be4—f3f 36. Ke2—d2 Dg2xfl og hvítur gefst upp. 16 síður mtiiIiiM H- tw, — J». »»tH 1 Mi Yfírlýsing Bjama Benediktssomr dófflamálaráSherra á funrfi fuiítrúaráðí, Sjálfstfrfi>(élupinna i gaerkvöldi: Rikisstjórnin mun standa á móti verbhækkunum oq reyna að halda föstu skráðu gengi krónunnar „Ríkisstjórnin mun standa á móti kauphœkk- unum og reyna að halda föstu skráðu gengi krón- unnar“ — pannig hljóðar aðalfyrirsögn Morgun- blaðsins í gœr, skráð yfir pvera síðu, og fyrirheitið er haft eftir Bjarna Benediktssyni menntamála- ráðherra. Þetta er enn ein sönnun þess hversu óttaslegið íhaldið er við afstöðu sína í verkföllun- um miklu; nú hamast pað við aö taka aftur hótanir pœr sem klifað var á mánuðum saman fyrir verkföllin og á hverjum degi meðan pau stóðu. Og pað er Bjarni Benediktsson sem er lát- inn taka hótanirnar aftur, vegna pess að allir vita að hann var forsprakki trylltustu deildarinnar í íhaldinu og þarf þess vegna sérstaklega að reyna að rétta hlut sinn, og Morgunblaðið bœtir pvi viö að það hafi verið Bjarni Benediktsson „sem lagði sig mest fram um pað að koma á sœttum“H Þessi ótti íhaldsins við óhœfuverk 'sín er nýr sigur verka- lýðssamtakanna, og öll pjóðin mun fylgjast með pví hvemig ríkisstjórnin efnir pau fyrirheit sem Bjarni Benediktsson birtir í ótta sínum. Því það er grunnt á ofstœkinu hjá íhaldinu. í leiðara blaðsins og annarsstaJðar í rœðu Bjama birtast gömlu hótanirnar óskertar og blaðið seg- ist skuli sjá til pess að verkafólk finni „að pegar tæplega hálft ár er liðið standi pað í sömu spor- um og áður með kaupmátt launa sinna“. Almenn- ingur parf pví að tryggja það að íhaldið haldi á- fram að skelfast um hag sinn, pannig að fyrirheit Bjarna Benediktssorua á forsíðunni verði yfirsterk- ari hótununum á 8. síðu! Undirritið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.