Þjóðviljinn - 19.05.1955, Síða 7
Fimmtudagur 19. mai 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hallfreður örn Eiríksson, stud. mag:
r
Stúdentaráð Háskóla Islands
genst aðili að
Alþjóðasambandi stúdenta
Nýlega er Iokið skákmóti því,
sem Alþjóðasamband stúdenta
efndi tíl í Lyon. Þar stóðu ís-
lenzldr stúdentar sig allvel og
mætti þá vel vera, að menn
\ildu fræðast eitthvað meira
um þetta merkilega alþjóðasam-
band, sem stóð fyrir mótinu.
17. nóvember mun lengi
minnzt í sögu stúdentanna, því
að þann dag árið 1939 skutu
nazistar níu forystumenn tékk-
neskra stúdenta. Síðan lokuðu
nazistarnir öllum háskólum
Tékkóslóvakíu og eitt þúsund
stúdentum óku þeir til Sachs-
enhausen fangabúðanna. t>essi
atburður vakti geysilega at-
hygli um heim allan. Hvar-
vetna snerust stúdentar til
vamar gegn villimennsku og
menningarfjandskap nazist-
anna. Á örfáum árum gleymdu
þeir innbyrðis misklíð og sam-
einuðust í baráttunni undir
kjörorðinu: Berjumst til sigurs!
Og að lokum vannst sigurinn
og nú var stúdentum orðið
ljóst, að ekki gátu þeir setið
hjá óvirkir, meðan heimurinn
væri reistur úr rústum á ný.
Enn var margt óunnið, þótt
nazisminn væri að velli lagður,
skipuleggja þurfti atvinnulif-
ið og menningarmálin. Þess
vegna komu fulltrúar stúdenta
þeirra þjóða, sem barizt höfðu
gegn nazismanum saman í
Lundúnum og ákváðu að stofna
allsherjar alþjóðasamband
stúdenta og kusu undirbún-
ingsnefnd.
í ágúst 1946 komu saman í
Prag fulltrúar einnar og hálfr-
ar milljónar félagsbundinna
stúdenta frá 38 löndum og
stofnuðu Alþjóðasamband stúd-
enta. Auk þess voru viðstadd-
ir gestir og áheyrnarfulltrúar,
sem kjomu fram í nafni samtals
milljón stúdenta.
Stúdentar flestra þeirra
þjóða, sem barizt höfðu gegn
nazismanum voru stofnendur.
Hér sneru þeir bökum saman
til vemdar friði og f relsi,
Bandaríkjamenn og Rússar,
Bretar og Frakkar. Einnig
mátti sjá í þessum hóp Dani,
Svía, Norðmenn og Finna auk
fjölmargra nýlenduþjóða.
f fyrsta sinn hafði verið:
skapað alþjóðlegt stúdentasam-
band, sem gat sameinað alla
stúdenta heimsins undir kjör-
orðum sínum. Lög sambandsins
voru samþykkt einróma. f
þeim segir m.a. um tilgang
sambandsins:
„Sambandið er málsvari lýð-
ræðissinnaðra stúdenta um all-
an heim og mun veita þeim
aðstoð sína í hagsmunabaráttu
þeirra.
Sambandið vill vinna að því
að öllu fólki, hvar sem er í
heiminum séu tryggð réttindi
og möguleikar til að öðlast þá
menntun, sem hugur þess
stendur til, án tillits til þjóð-
ernis, kynferðis, efnahags,
stjórnmálaskoðana eða trúar-
bragða?
Sambandið vill styðja að ná-
inni kynningu meðal stúdenta
í öllum lýðfrjálsum löndum og
auka kynni þeirra á öðrum
þjóðum“.
Þetta eru glæsileg lög, enda
sveif andi hins nýunna sigurs
og dýrkeypta friðar yfir vötn-
unum.
Á stofnþinginu var ákveðið,
að aðaistöðvar samtakanna
skyldu vera í Prag.
Æðsta vald í málefnum sam-
bandsins eru allsherjar stúd-
entaþing, sem haldin eru þriðja
hvert ár. Milli þinga íer ' ráð,
sem í sitja fulltrúar hinna
ýmsu landssambanda stúdenta
með aéðsta valdið, en er þó á-
byrgt gagnvart allsherjarþing-
unum. JÞað kemur saman ár-
lega og kýs framkvæmdanefnd,
sem í eru forseti, fimm varafor-
setar og ellefu meðlimir aðrir.
Daglegan rekstur annast skrif-
stofa sambandsins, og er henni
skipt í deildir með skýrt af-
mörkuðu verksviði fyrir hverja
um sig. Ein fer með iþróttamól,
önnur vinnur að því að rann-
saka kennslufyrirkomulag og
kjör stúdenta yfirleitt, sú
þriðja að hjálparstarfsemi,
fjórða er upplýsingadeild, sú
fimmta vinnur að auknum
stúdentaskiptum, og sjötta
stjómardeildin stjórnar baráttu
nýlendustúdenta fyrir auknum
réttindum.
Frá upphafi var starfsemi
þessi vel skipulögð og bar mik-
inn ávöxt og góðan, enda jókst
meðlimatalan ár frá ári og nú
á því herrans ári 1955 er með-
limatala þess 5% milljón, en
alls eru taldir vera í heiminum
8 milljónir stúdenta.
Raðirnar riðlast
Frá upphafi vega hafa ný-
lendustúdentar verið fylgjend-
ur Alþjóðasambandsins, enda
hefur það sýnt málefnum
þeirra ríkan skilning, og stutt
baráttu þeirra á allan hátt. í
nýlendum og hálfnýlendum býr
enn nær þriðjungur mannkyns,
og í þessum löndum eru skil-
\
yrði stúdentanna svo slæm, að
við hungursneyð liggur oft.
Þar eru fangelsanir stúdenta
svo tíðar, að þær eru næstum
daglegt brauð. Kröfur stúd-
enta þessara þjóða um bætt
námsskilyrði í’enna saman við
sjálfstæðisbaráttuna. íslending-
ar ættu að vita manna bezt,
að framfarir eru því aðeins
mögulegar, að fullt sjálfstæði
sé tryggt, ekki aðeins áborði
heldur og í orði og íslenzkum
stúdentum á að vera kunnugt
um, að námsskilyrði bötnuðu
því meir sem þjóðin varð ó-
háðari erlendum aðilum.
Ástandinu í nýlendunum og
hálfnýlendunum verður helzt
jafnað við þá eymd og volæði,
sem íslenzka þjóðin bjó við á
17. og 18. öld. Þar duga ekki
orð, heldur athafnir. — Enn
sitja brezkir, franskir, hollenzk-
ir og bandarískir auðkýfingar
yfir hlut þessara þjóða og arð-
ræna þær eftir beztu getu. Og
eins og það var hlutverk Fjöln-
ismanna að berjast móti Dön-
um er það hlutverk stúdent-
anna í nýlendunum að berjast
gegn þessum fjarlægu kúgur-
um sínum.
Því miður lögðu stúdentar
hinna svokölluðu vestrænu
ríkja ekki nógu mikla rækt við
að skilja afstöðu hinna róttæk-
ari félaga sinna til hlítar, og
var það eins og við mátti
búast. Þessum stúdentum hafði
verið kennt frá blautu bams-
beini, að öll stjómmál væru
frá hinu illa og tóku að lok-
um undir rórill heimsvalda-
sinnanria, sem flokkuðu alla
sjálfstæðisviðleitni nýlendanna
undir kommúnisma. Kalda
stríðið komst nú í algleyming
og enn kólnaði vinskapurinn
eftir stjórnarskiptin í Tékkó-
slóvakíu árið 1948. Og þegar
stjórn Alþjóðasambandsins
gerði þá örlagariku villu að
víkja júgóslavneska stúdenta-
sambandinu úr Alþjóðasam-
bandinu fyrir litlar sakir árið
1950, sögðu flest öll vestrænu
stúdentasamtökin sig úr sam-
tökunum nema Finnar og komu
á fót samstarfsnefnd (Coordin-
ating Secretariat of National
Unions of Students, skst. COS
EC), sem hefur aðsetur sitt í
Hollandi. Starfsemi þess hefur
verið miklu minni en Alþjóða-
sambands stúdenta.
Starfsemi
Alþjóðasambandsins
Hins vegar hefur Alþjóða-
hjálparstofnun stúdenta (ISR),
sem Alþjóðasambandið setti á
fót árið 1950 ekki setið auðum
höndum. Berklahæli hefur ver-
ið reist í Tékkóslóvakíu fyrir
atbeina hennar og tekur það
500 sjúklinga og nú á síðasta
ári var opnað heilsuhæli í Pek-
ing fyrir Asíustúdenta.
Of langt mál væri að telja
upp öll verk Alþjóðasambands
stúdenta til eflingar kynnum
stúdenta. Það hefur staðið fyrir
ráðstefnum, skákmótum, í-
þróttamótum; og sem meðlimur
í Alþjóðasambandi lýðræðis-
sinnaðrar æsku hefur það tekið
þátt í hinum margrómuðu
heimsmótum æskunnar, og
verður það næsta haldið í Var-
sjá í sumar, eins og kunnugt er.
Samskiptin við
Alþjóðasambandið
Nokkur samskipti hefur
Stúdentaráð Háskóla íslands
átt við Alþjóðasamband stúd-
enta, þótt ekki hafi kærleik-
urinn verið ofsaheitur á stund-
um. Þremur fulltrúum SHÍ var
boðið á stofnþingið í Prag 1946
en aðeins einn fór, Björn Th.
Björnsson, og var hann að-
eins áheyrnarfulltrúi. Ekkert
vildi Stúdentaráð styðja hann.
Var nú sambandslaust um hríð
en Félag róttækra stúdénta
mælti oft með því að SHÍ gengi
í þessi alþjóðlegu stúdentasam-
tök. Ekki vildi Vökumeirihlut-
inn um þetta tala, enda grúfði
þá myrkur hins bandaríska á-
róðurs yfir félagslífi stúdenta,
Leið svo fram í febrúar 1950,
að þáverandi fulltrúar FRS í
ráðinu, Ingi R. Helgason og Jón
Skaftason, báru fram þá'-tll-
lögu, að SHÍ gengi í aiþjóða-
samband stúdenta. Vökúménn
vildu ekki samþykkja tillöguna,
en samt mun hún hafa baft
nokkur áhrif því að Ingi R.
Helgason var sendur á annað
allsherjarþing sambandsins,
sem háð var þá um sumarið
í Prag. Eftir það gerði stjóm
Alþjóðasambandsins ítrekaðar
tilraunir til að eiga skiptí
nokkur við SHÍ en ráðið var
heldur tregt til svo góðra hluta
og vildi Vökumeirihlutinn ekki
heyra á slíkt minnzt og sáu
rautt, þegar minnzt var á Al-
þjóðasambandið og kærði sig
um það kollóttan, hve hin beztu
samskipti við stofnanir At-
þjóðasambandsins kynnu góðri
lukku að stýra.
í rétta átt
í stúdentaráðskosningunum
1953 biðu Vökumenn ósigur og
misstu meirihluta sinn þar.
í’ulltrúar vinstri félaganna
komu sér fljótlega saman um
stjórn ráðsins og var nú tekin
sú afstaða sem skynsamlegust
var, sem sé að hafa góð sam-
skipti við stúdenta hvar á
hnettinum sem væri. Margt
stuðlaði að þessari breyttu af-
Framhald á 1L síðu.
Frá ráðsfundi Alþjóðasambands lýðrœðissinnaðrar œsku í Péking í fyrrasumar, en með
pví sambandi og Alþjóðasambandi stúdenta eru náin tengsl; t. d. standa bœði sam-
böndin jafnt fyrir heimsmótum œskunnar sem haldin eru annaðhvort ár.
Annað alþjóðamót stúdenta í skák var haldið í Briissel
í marz 1953. Myndin er þaðan; Þórir Ólafsson
leikur svörtu. 1