Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 9
4 Laugardagnr 21. maí 1955 — 1. árgangur — 13. tölublað Heilabrot Gátur: 1. Hvað er það sem lengist og styttist í senn? — 2. Hvað er það, sem gengið er, riðið, ekið og siglt á? — 3. Hvers- vegna éta hvítu lömbin meira en þau svörtu? Lítill stafatígull. Raða stöfunum svo að fram komi, bæði lárétt og lóðrétt, 1. fjárhúshluti 2. blóm, 3. ákveðin lögn k k ó 6 ó r s s Skrítlur Faðirinn: Gáðu að því Sigga mín, hvort loftvog- in hefur fal-lið. Sigga: Nei, pabbi, hún er enn á þilinu. ★ Árið 1703 fór frám undir stjórn Árna Magn- ússonar. og Páls Vídalíns hið raunverulega fyrsta manntal á íslandi. Voru íslendingar þá rúmlega 50 þúsund alls. Á 18. öld- inni fækkaði landsmönn- um, og þá einkum eftir móðuharðindin 1783. Þá féllu landsmenn úr hungri og sóttum, svo að um 1800 var íbúatala landsins komin niður í 38—39 þúsund. Á 19. öld- inni fjölgaði jafnt og þétt, og nú eru lands- Ráðningar á þrautum í síð- astablaði Talnaborð 5 I 10 9 12 1 8 4 7 I 6 11 Gátur: 1. Róm = mór. — 2 Þangað sem nefið veit. — 3.> í þessari gátu varð prentvilla, svo að ekki er hægt að ráða hana þess- vegna. Þar stóð: Hvað þarf til þess að vel gerðir skór verði að notum, en átti að vera: Hvað þarf til þess að vel gerður skór verði að notum? Ráðning í næsta blaði. fnenn milli 150—160 þús. Árið 1903 var sanv þykkt, að stjórn íslands skyldi vera í landinu sjálfu að mestu leyti, þótt landið lyti Dan- mörku. Samkvæmt því var settur fyrsti innlendi ráðhérrann árið 1904. Það var Hannes Hafstein skáld. Hann orti mörg ljóð, sem eru lærð og sungin um land allt. Og þið kunnið nú sennilega öll fallegu stökurnar hans, sem við höfum í skriftarkeppninni. Gefurðu bofnað vísu! Framh, af 1. síðu sinnar. Er hún á þessa leið: ,5 • Z “> S ’f ** s ri n * í v S v; „Veröldin“ Þegar sólin er sezt á kvöldin, fer svefninn að dreifast um bæinn, því að löng og Ieið er öldin — af því mennimir sofa ekki á daginn. Höfundur Ragna Hall. (10 ára). Ragna litla er okkur að góðu kunn, því að hún sendi okkur margar myndir í vetur og hlaut þá viðurkenningu fyrir. Og svo er bréf frá litl- um dreng í Hólmavík. Hann skrifar allt bréfið með stórum upphafsstöf- um. En bréfið er á þessa lund: „Kæra Óskastund. Ég sendi þér mynd eftir mig. Það er hús og kirkja undir háu fjalli, bíll brunar upp fjallið eftir nýlögðum vegi, efst uppi á fjailinu er vélskófla að vinna. Ég heiti Geisli, er sex ára og á heima á Hólmavík". Og svo fylgir þessi vísa um bróður hans, sem er sex mán- aða: Litli bróðir liggur þar, langar liamt í snuðið, víst er slæmt að varast það, að vont hann fái stuðið. Óskastundin hlakkar til að fá botnana frá ykkur og mun jafnharðan birta þá, sem hæfir munu telj- ast.. Ártölin 1703 og 1903 Útgefatidi: Þjöðviljitin — Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss — Pósthólf 1063. „Litla skáld á grænni grein" Geturðu botnað vísu? gott bréf og vel skrifað. Fylgir þvi vísa, er hún sendir fyrir hönd systur Fram. á 4. síðu S0FANDI BARN Teiknarinn Halla Mjöll Hallgrímsdóttir, 13 ára, Kópavogi, fær viðurkenn- ingu fyrir þessa mynd. fe*8 * í hópi lesenda Óska- stundarinnar eru yngstu skáldin og koma nokkur þeirra hér fram á sjónar- sviðið. Tólf ára telpa, sem á heima uppi í Kjós og tekur þátt í skriftar- keppninni, sendir til ykk- ar upphaf að vísum og biður ykkur að reyna að botna. Hún segir svo í bréfi: „. . .Einu sinni, þegar ég var að hlusta á þáttinn „Já eða neiv‘, þá datt mér í hug að gaman væri að senda vísuhelm- inga í Óskastundina og láta svo aðra lesendur blaðsins botna þá. Svo bjó ég til tvo helminga og sendi þá hérna, ef hægt væri að birta þá. Sigga trítlar tindilfætt að tína ber í móa. Og: Hér una blómin á grænni grund svo glöð í björtu sólar- ljósi. Hulda á Hamii.“ Spreytið ykkur nú og sendið botna við fyrstu hentugleika. í. H., 12 ára, sendir Árni: Hvað ertu að gera þarna, Anna litla? Anna: Eg er að lita föt- in brúðunnar minnar rauð. Árni: Úr hverju litarðu þau? Anna: Úr öli. Árni: Hvernig veiztu að þau verða rauð af því? Anna: Hún mamma sagði í morgun, að nefið á sýslumanninum væri svona rautt af tómu öli. KLIPPIB H É R ! 4" ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON Akraneslíðíð hefur engu gleymt S/groSi Reyk/avlkurliSið 4:1 Lið Akraness: Magnús Kristjánsson, Sveinn Benediktsson, Ólafur Vilhjálms- son, Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugsson, Guðjón Finn- bogason, Halldór Sigurbjörns- son, Ríkarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Pétur Georgsson, Þórður Jónsson. Lið Reykjavíkur: Ólafur Eiríksson, Árni Njáls- son, Hreiðar Ársælsson, Reyn- ir Karlsson, Haukur Bjarna- son, Hörður Felixson, (KR) Sigurður Bergsson, Gunnar Guðmannsson, Þorbjöm Frið- riksson, Hörður Felixson (Val) og Sigurður Sigurðsson. — Mörkin settu fyrir Akraness Rikarður 2, Halldór 1 og Þórð- Ur Þórðarson 1 — Hörður Fel- ixson (KR) fyrir Rvík. Gangur leiksins. Það var engu líkara en lands- leikur væri í aðsigi á vellinum á fimmtudagseftirmiðdag. Bila- stæðin umhverfis völlinn voru þakin bílum og áhorfendabekk- ir og pallar setnir áhorfendur um sem komu í góðri trú að sjá góðan og skemmtilegan leik, og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Glampandi sólskin- ið gerði líka sitt til að gera þetta hátíðlegt. Vinsældir Akurnesinga komu glöggt í ljós er þeir komu hlaupandi i röð inn á miðjan völlinn, og tóku sér stöðu í miðhringnum og heilsuðu með sinni venjulegu smekklegu kveðju til beggja hliða. Akranes vann markvalið og kaus að leika undan norðvest- an golu. Reykvikingar hefja leik og þeir ná þegar að brjótast í gegn en án árangurs. Akra- nes snýst í sókn og á annarri minútu tekst Ríkarði að kom- ast framhjá Herði og út til vinstri og skjóta þaðan þrumu- skoti með vinstri sem Ólafur réð ekki við og hafnaði í net- inu. Á 5. mínútu á Halldór Sigur- björnsson hörkuskot á mark en Ólafur fær varið í horn. Tveim mínútum síðar er Þórður Þórð- arson kominn útá liægri jaðar, sendir knöttinn fyrir til Rík- arðs sem sendir hann til Hall- dórs sem kominn er sem mið- herji og alveg uppí mark og skorar óverjandi 2:0. Á 11. mínútu fá Reykvíking- ar aukaspyrnu. á Akranes rétt við vítateig. Gunnar Guðmanns- son skaut rétt fyrir utan. Enn eru það Akumesingar sem gera áhlaup þar sem knötturinn gengur frá manni til manns og endar með því að Halldór er fyrir opnu og mannlausu marki en knötturinn strýkst við utan- verða stöng og afturfyrir. Litlu síðar gera Reykvíking- ar áhlaup og er vöm Akraness hart að þrengd, en Magnús ver og hættan leið hjá. — Á 30. minútu á 'Halldór skot rétt yfir þverslá og mínútu síðar er Rík- arður kominn í skotfæri en er aðeins of seinn, fótur er kominn fyrir og á 38. mínútu á hann skot framhjá. Tveim mínútum fyrir leikhlé er Ríkarður enn kominn hættulega nærri mark- Framhald á 10. síðu. Laugardagur 21. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN —• (.9 Gunnar M. Magnúss: „Við kunnum það ekki“, sögðu önnur. Og þau voru ennþá hræddari af því að kunna hvorki lagið eða galdravísuna. „Þið verðið þá líklega upp á mig komin með þetta, eins og fleira“, sagði Stjáni. „Það er of seinfl að fara að þylja „Faðir vorið“, þegar rauðmennin eru farin að garga og góla kringum ykkur. Ef þið viljið læra eitthvað af mér til gagns, þá farið í hring og hermið eftir mér.“ Stjáni bandaði út hendinni og snerist á hæií í hring, en krakkarnir hópuðust utan um hann, full af eftirtekt og áfergju. Svo klappaði Stjáni með flötum lófanum á varir sér, svo að röddirí titraði, þegar hann raulaði: De-de dó-dó--------■« Hafið þið nú þetta eftir mér“, skipaði hann. Og allir krakkarnir klöppuðu með flötum lóf-t unum á varirnar og sungu: „De-de dó-dó--------- „Hærra“, skipaði Stjáni, og munnarnir stóðu upp á gátt. — En í sama bili stóðu húsbændurn- ir þar og öllu sló í dúnalogn, þegar mömmurnaii spurðu hvað gengi á fyrir þeim í bláókunnugu landinu. „Við erum bara að byrja að læra galdrabæn-t ina, sem við þurfum að lesa, áður en við förum að hátta á kvöldin“, skrapp út úr einum krakkan-t um. „Us-uss og svei-svei“. Og allt fór út um þúfur, því að Finnur skipaðí að bera allt dótið inn í skála, langan og veggja-< iágan, sem þar var skammt frá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.