Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: ILLURFENGUR 1. dagur 1. KAFLI Hér greinir frá pví, hvernig fyrirtækið Klitgaard & Synir hóf göngu sína á yfirlœtislausan hátt í vesturjózkri sveit. Þetta var óvenjulegt sumar og gamla fólkið þurfti lengi að leita í huga sér til aö minnast annars eins. Stormurinn æddi inn yfir lága klettana og þyrlaði sandi yfir akrana og brimhljóðið utan af úfnu hafinu ómaði daglega í eyrum. Skonnorta hlaðin námustoðum strand- „Hún sat milli klettanna, sveipuð svörtu ullarsjali“. aði við Agger og sjö menn létu lífið. í trúboöshúsinu voru fundirnir fjölsóttir, og ef til vill voru illviðrin meðal Drottins til þess aö syndarar hlytu frelsun. Þaö varö ekki mikil uppskera af sandbörðum ökrunum, en á hinn bóginn uppskar Guö mikiö af sálum. Á erfiðum tímum er auðrötuð leiðin til hins blessaða blóðs lambsins. Það var tæpast að féð gæti fengið fylli sína í þurrum^ högunum og margt fólk bar kvíðboga fyrir öflun dag- legs brauðs. Sandurinn lamdist um andlit manna, þegar þeir streittust gegn veðrinu niður að ströndinni. En Ka gamla Hvass þurfti að fara þangað daglega til aö horfa út yfír brimgaröinn, í von um aö koma auga á bát sona sinna. Þeir höfðu veriö alltof lengi burtu og í þessu veðri var hætta á ferðum. Hún sat milli klettanna, sveip- uö svörtu ullarsjali og staröi út yfir hafiö og tautaði bænir fyrir munni sér. Enginn minntist á synina viö Ka Hvass, en margir báðu þess að þeir kæmu til lands heilir á húfi. Annar þeirra var ungur, trúaður sjómaður, en hinn yngri hafði ekki enn fundið frelsun. Það er illt að þurfa að bera kvíðboga fyrir afdrifum ástvina sinna, en það er ekki spauglaust heldur að eiga á hættu að missa allar jarð- neskar eigur sínar. Og þetta illa sumar var mikið rætt um það, hvemig færi fyrir mágunum þremur, Grejs Klitgaards, Jens Sand og Lars Trilling. Þeir voru bændur og í góðu áliti í sókninni. Þeim gekk búskapurinn vel og þeir hefðu verið sæmilega settir, ef þeir hefðu ekki tek- ið að sér að byggja brimbrióta. Jens Sand og Lars Trilling áttu stórar fjölskyldur; það úði og grúði af hvíthærðum krökkum í lágreistum, vind- skeknum híbýlum þeirra. Grejs Klitgaard var miklu yngri og átti ekki nema tvo syni. Á hinn bóginn voru Jens Sand og Lars Trilling trúaðir menn, en Grejs hafði ekki fundið réttu leiöina. Hann kom til kirkju éndrum og eins en í trúboöshúsinu sást hann aldrei. Annars var hann talinn duglegastur þeirra þriggja, og sjálfsagt var það hann sem átti hugmyndina að því að þeir gerðu tilboð í verkið. En ógæfan var sú, að þetta ár var ógerlegt að komast að verki í sjónum. Straumurinn var of sterkur og brimið of ofboðslegt. Hver vinnudagurinn af öðrum fór í súg- inn og ef brimbrjótarnir þrír væru ekki tilbúnir á tilsett- úm tírna haföi allt verið unnið til einskis, og það var jafnöruggt og ameniö í kirkjunni aö mennrinir þrír misstu hús og heimili. Þeir höfðu stofnað sér í stórar skuldir til að útvega penihga til vinnulauná og efnis, og nú. virtist helzt sem allt tapaðist. í býti á hverjum morgni fóru mágarnir iiiöur að ströndinni til að aðgæta hvort straumurinn hefði ekki rénað. En stormurinn næddi og brimið öskraði við rifin. Þeir töluðu ekki mikið saman um ólán sitt, heldur gengu hljóðir hver til síns heima. Dag nokkurn var komið meö báöa syni Ka Hvass. Þá hafði rekið í land fyrir sunnan Bovbjerg og nú voru þeir lagðir í sömu gröf og faðir þeiri’a. Hann hafði hafið tekið tveim árum áður, og nú var Ka Hvass ein eftir í litla fiskikofanum og beið þess eins aö röðin kæmi aö sér. Kirkjan var full af fólki sem fylgdi hinum drukknuðu til grafar, og var dauðaþögn 1 kirkjunni þegar prestur- inn talaði yfir kistunum. Hann talaði um góða hirðinn sem gætir sauðanna og neytir allra bragða til að bjarga hinu villuráfandi lambi. Hann talaði um fögnuð þann sem bíður hans hinum megin sem hlýtt hefur kalli hirð- isins, og um ömurleg örlög hins óguölega í hinu mikla j myrkri dauöans. Beinabert, skeggjaö andlit hans var hart og kuldalegt þegar hann gat þess aö aðeins annar hinna látnu sjómanna hefði fundið frelsara sinn. Það er þungbært fyrir móður að hlusta á bað að ann- ar sonur hennar sé fordæmdur. En þegar um sáluhjálp er að ræða verður aö segja sannleikann, og prestur má ekki sýna neina linkind ef hann vill vera sannur þjónn Herrans. Ka Hvass sat við kistu sona sinna og hlýddi á hin miskunnarlausu orð ritningarinnar. Hún hugsaöi um hve stutt væri síðan þeir höfðu hlaupiö um litlir drengir í stofunni hennar og nú var líf þeirra á enda. Bara sú stund rynni upp fljótlega að henni vröi sjálfri stefnt fyrir dóminn og hún gæti kropið og beðið um náð til handa fordæmdum syni sínum. — Hann var góður drengur, hugsaði hún. Þeir voru báðir góðir drengir. Og það veit Jesús, þótt presturinn viti þaö ekki. Eftir hina ömurlegu greftrun varð breyting á veðurfar- inu. Þrumuveður geisaði meðfram strandlengjunni og sandbylur skall á. Brimið gekk langt upp á land og nú kom í ljós aö það var heppni að verkið var ekki komiö lengi-a áleiðis, því að hefðu brimbrjótarnir verið á veg konmir, hefði hafið tekið þá. Og kvöld eitt var hafið orð- ið spegilslétt og gljáandi og það var eins og vindbarið landið andvarpaði af feginleik. Erfitt tímabil var á enda. Þetta sama kvöld sótti Grejs mága sína og þeir gengu saman niður að ströndinni eins og svo oft áöur þetta sumar. — Ætli við fáum nú ekki veður til að byrja aftur? sagði Grejs Klitgaard. Ég fæ ekki betur séð en stra-um- urinn hafi rénað aö mun. Drengjabuxur úr ull og grillon. — Verð frá kr. 143.00. Toledo Fischersundi elmilisþáttur Uppþvottur — smáþvottur — stór- þvottur — nútíma þvottacfni — firjúf- ar hendur og exem? Nú eru komin á markaðinn mörg fyrirtaks uppþvottaefni og þvottaefni sem létta okkur daglegu störfin, en í kjölfar þeirra fylgja fregnir af óþægi- legum húðsjúkdómum og exem- um. í þeim löndum sem fyrst fengu súlfóneruðu þvottaefnin, t. d. Englandi og Bandaríkjun- um, bar einnig fyrst á exem- um, og nú höfum við fyrir skemmstu lesið í dönsku blaði um að talsvert beri orðið á slík- um sjúkdómum hjá dönskum húsmæðrum. Margar konur éiga sjálfar sök á exemunum, en það er lítil huggun þegar exemið er komið á annað borð. Einnig hefur alltof lítið verið gört að því að fræða fólk um skaðsemi ofnotkunar nútíma þvottaefna. Það þarf að gera rannsóknir og skýra almenningi frá árangri þeirra. Bæði svokölluð uppþvottaefni og sjálfvirk þvottaefni geta verið skaðleg húðinni. Húsmæð- ur verða að gera sér ljóst að þessi ágætu þvottaefni eru mjög sterk og það verður að nota þau í hófi. Allt of marg- ir hella þvottaleginum beint úr flöskunni í uppþvottafatið og nota í hugsunarleysi fjór- um til fimm sinnum meira en þörf krefur. 1 fyrsta lagi er þetta sóun á verðmæti, í öðru lagi verður uppþvotturinn sið- ur en svo hægari vegna þess að það þarf líka að skola sápuna af ef of mikið er notað og í þriðja lagi fer þetta mjög illa með hendurnar þegar til lengd- ar lætur. Hafi maður viðkvæma húð eða sprungnar hendur er hætt við exemi og um 'leið og vott- ar fyrir exemi á höndunum sem mann grunar að stafi af sápu- leginum, er ekki aðeins sjáif- sagt að ráðfæra sig við lækni heldur einnig að snúa sér að venjulegri sápu um tíma og að- gæta hvort það bætir úr skák. Þær sem vilja hafa vað'ð fyrir neðan sig geta einnig vanið sig á að vinna með gúmmihanzka. Ef maður mælir þvottalöginn við notkun sparast svo mikið á því að maður vinnur sér fyr- ir gúmmíhönzkum á stuttum tíma. Hið sama er að segja um sjálfvirku þvottaefnin. Kend- urnar hafa ekki gott af of miklu samneyti við þau. Fylgið nákvæmlega notkunarreglunum og notið aldrei meira en gefið er upp. Þótt maður finns ekki til neinna óþæginda við að nota þéssi þvottaefni, getui; maður allt í einu verið búinn að fá ofnæmi fyrir þeim sem á st.utt- um tíma getur brotizt út í ex- emi. Ef maður notar þvottalög og sjálfvirk þvottaefni daglega en í hófi kemur það tæplega að sök nema maður hafi því viðkvæmari húð, en sjáTsagt er að hlífa höndunum við of miklu sambandi við þessi efni og reyna að nota gúmmíhanzka þar sem þeim verður við k'omið. Einkum ber konum að fara varlega þegar þær gera hreinar stofur og ungum mæðrum sem þurfa að þvo mikinn barnaþvott daglega. Þvott af ungum börn- um er bezt að þvo upp úr spón- um, því að ungbörn háfa mörg viðkvæma húð og p.ldrei er of varlega farið í meðferð og hirðingu þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.