Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 MM ' • v • .. . ■. Nazistar móta nýþýzka Kerinn Undirbúningurinn undir stofnun hins nýja vesturþýzka hers hófst fyrir alvöru, þegar eftir komu Adenauers for- sætisráðherra frá Atlanzbandalagsfundinum í París, segir vesturþýzka fréttastofan DPA. Fréttastofan segist hafa góð- ar heimildir fyrir því, að hinn 62 ára gamli hershöfðingi Lud- wig Criiwell, sem 1 síðari heims- styrjöldinni var um skeið yfir- maður Afríkuhersins þýzka, eigi að verða yfirhershöfðingi alls herafla Vestur-Þýzkalands: landhers, flughers og flota. Yfirmaður landhersins verð- ur Walther Wenck hershöfð- ingi, sem stjómaði síðustu til- tilraun þýzka hersins til að verja Berlín vorið 1945. Yfirmaður flughersins verður Adolf Galland, sem var yfir- maður orustuflugsveita Þjóð- verja á stríðsárunum, Von Gehlen yfirmaður njósna- deildarinnar. Talið er víst, að von Gehlen, sem á stríðsárunum var yfir- maður ,,erlendra herja á aust- urvígstöðvunum", muni taka við stjórn njósnaþ.iónustu hins nýja hers. Hann hefur nú um árabil veitt forstöðu óháðri njósnaþjónustu, sem Banda- ríkjamenn hafa stutt, Á fyrsta stigi endurhervæð- ingarinnar verða teknir í þjón- ustu 40 hershöfðingiar, 250 of- urstar og 600 undirofurstar. Nefnd sem þingið kýs mun ráða þessa menn til þjónustu í hern- um. Norskir leik- sfjórar i Sovéf Nefnd norskra leikhúsmanna hefur verið boðið í heimsókn til Sovétríkjanna í þessum mánuði. Verður nefndin þriggja vikna tíma þar austur frá og kynnir sér leiksýningar, söngleiki og leikdans, og kynnir jafnframt sovézkum starfsbræðrum sín- um norska leiklist og leikhús- mál. Leggur nefndin af stað 27. maí og verða í henni m.a. leik- hússtjórarnir Fritz von der Lippe frá Þjóðleikhúsinu, Hans Heiberg frá útvarpsleikhúsinu og Nils Sletbak frá Norska leikhúsinu. Alræmdir nazistar. Allir þeir hershöfðingjar, sem DPA nefnir í þessu skeyti, eru alræmdir nazistar. Bonnstjórn- in hefur meira að segja hingað til neyðzt til þess að bera til í baka fréttir um að sumir þeirra, | þ.á.m. Gehlen og Galiand, mvndu verða ráðnir til þjónustu i í hinum nýia her, vegna hinnar i nazistísku fortíðar þeirra. Ludwig Criiwell, sem á að ; verða yfirmaður alls hins vest- ! urþýzka herafla, stóð fyrir skipulagningu hins svonefnda „svarta ríkisvarnarliðs“ eftir fyrri heimsstryjöldina. Honum tókst þá að sniðganga takmark- i anir þær sem settar höfðu verið ; fyrir herafla Þýzkalands, sem samkværat ákvörðun Banda- manna máttu aðeins. vera 100. 000 manns. .Nú á svo að heita að vesturþýzki herjnn eigi ekki að vera fjölmennari en 600.000 manns, en fyrri reynsla Crú- wells við up-'byggingu leyni- hers mun sjálfsagt koma í góð- ar þarfir, ef Átlanzríkin ætla Jsér að halda fast við að vestur- býzki herinn verði takmarkað- ur við 600.000 manns. Galland, sem var yfirmaður oru stufl u gsve.ita þýzka flug- hersins á stríðsárunum, flýði til Argentíu ‘ stríðslokin til að slenna við málsókn fyrir stríðs- giæni. Geþjen var á stríðsárunum í herforingjaráði þýzka hersins. Þegar Canaris, yfirmaður njósnaþjónustunnar, glataði trausti Hitlers, hækkaði stjarna Gehlens. Hann varð yfirmaður njósnadeildar þýzka hersins í Austur-Evrópu og hafði sem slíkur nána samvinnu við ör- yggisþjónustu stormsveitanna. Bandaríkjamenn tóku hann höndum í stríöslok, en hann vann sig í álit hjá þeim, með því að útvega þeim njósnagögn, sem hann liafði í fómm sínum um Sovétríkin og Rauða herinn. iBandaríkjamenn réðu hann í sína þjónustu og veittu honum 5 milljón dollara á ári tií njósna- starfsemi. I öllum löndum Banda- i manna úr heimsstyrjöldinni i hefur endurhcrvæðingu V-; býzkalands verið mótmælt. j .— Myndin hér að ofan er af j fundi gegn Parísarsamning- ; unum um endurhervæðingu j I þýzku herjanna, er haldinn j var í marz. í súlnasal Verka- j i lýðsfélagahússins í Moskvu. | Áletr-unin á veggnum þýðir: | Lifi alþjóðasamhjálp vinn- j andi fólks um heim allan. j ntoSmælir Iffirgcingi S.H.S. í sambandinu eru 57 ílugfélög með 500 flugvélum Framkvæmdanefnd samtaka, sem nefnast Alþjóðasam- band óháö'ra flugfélaga (FITAP), samþykkti á fundi í Osló 13. þ.m. ályktun, sem felur í sér mótmæli gegn „tilraunum S.A.S. aö útiloka litlu einkaflugfélögin frá öllum flugsam- göngumV, I nefndinni eru fulltniar frá Svíþjóð og Noregi, en í sam- Englandi, Frakklandi, íslandi, bandinu eru 57 flugfélög sem eiga samtals 500 flugvélar. I ályktuninni er það talin skammsýni að „halda hinum ó- háðu flugfélögum utan reglu- legra loftsamgangna, eins og gert er í sumum löndum.“ Talið er með öllu ástæðulaust að aftra því að þessi félög fljúgi eftir leiðum sem hin stóru flugfélög sinna ekki um. Refsivert að biia samanógift 1 Noregi eru í gildi lög, sem leggja refsingu við því að karl og koría búi saman sem hjón án þess að vera gift. Frumvarp um afnám þeirra laga hefur legið fyrir Stór- þinginu undanfarið, og urðu úrslit málsins þau, að þingið felldi að nema lögin úr gildi með 63 atkvæðum gegn 49. Að vísu hefur engum verið refsað fyrir brot á þessum lögum í hálfa öld, en þeir sem vildu halda lögunum við rök- studdu það með því að með afnámi laganna væri óbeint verið að gefa í skyn að sambúð i án hjónavígslu væri lögmæt. ¥erkam$mg?afEokkuristn krefsf banns kgarnorkuvopna Fjölmennur íundur í Osló með Gerhardsen og Trygve Lie meðal ræðumanna Á fundi í Oslo 10. þ.m., er Alþýöuflokkurinn og fulltrúa- ráö verkalýösfélaganna þar í borg boöuöu til, var einróma samþykkt ályktun, þar sem krafizt er aö kjarnorkan verði notuö til friöarþarfa og þaö tryggt meö alþjóðlegri sam- vinnu. Segir ennfremur í ályktuninni Meðal ræðumanna á fundin- að allt hugsandi fólk krefjist | um voru 'Einar Gerhardsen þess, að liin ægilega ógnun forsætisráðherra og Trygve Lie, kjamorkuvopnanna sé kveðin fyrrverandi framkvæmdastjóri niður og komið verði á banni Sameinuðu þjóðanna. við þeim. Stofnað verði alþjóð- ~ ” ” Vesfrænt frelsi í framkvæmd Enska rithöfundinum og rit- stjóranum Cedric Belfrage, hef- ur verið vísað úr íandi í Banda- ríkjunum, og er sök hans talin „samskipti við Kommúnista- flokkinn." Belfrage hefur átt heimili í Bandaríkjunum í 25 ár. Hann er ritstjóri vinstrisinnaðs blaðs í New York, National Guardian, Tékkneskir kirkiumenn heiðraðir Forseti Tékkóslóvakíu, Ant- onin Zapotocky, hefur sæmt þrjá leiðtoga kaþólsku kirkj- unnar í Tékkóslóvakíu „lýðveld- isorðunni.“ Þeir eru dr. Joseph Carsky, fulltrúi. páfa; Antonin Elsch- ner, biskup í Praha, og Antonin Stehlik, prófastur klerkáféiags- ins í Praha. Sjámanna vant Dögum saman hafa norsk fiskiskip sem ætla að stunda þorskyeiðar við Vestur-Græn- land leitað eftir áhöfnum. Hefur verið auglýst í blöðum um. endilanga Noregsströnd, en enginn maður boðizt. legt eftirlit innan Sameinuðu þjóðanna er eigi hvarvetna frjálsan aðgang. I ályktuninni segir að sam- fara eftirlitinu með kjarnork- unni yrði að vera almenn af- vopnun undir alþjóðlegu eftir- liti. Póstþjóíiíiinn fékk nýjapípn __ Kanslari Austurríkis, Julius Raab, sendi um daginn póst- þjóni í Slésvík krítarpípu. Póstþjóninum varð svo mikið um þegar hann heyrði að undir- rita ætti friðarsamning við Austurríki að hann missti krít- arpípu sína út úr sér og möl- brotnaði hún. Hann skrifaði Raab og spurði hvort ekki væri hugsan- legt að fá tjónið bætt úr Slysasjóði ríkisins. Raab svar- aði, að þar sem hann gæti ekki hugsað sér að þessi atburður yrði til að valda póstþjóninum fjártjóni, leyfði hann sér að senda pípu í stað hinnar sem brotnaði. Lét kanslarinn þá von í ljós, að nýja píþan væri svo óbrot- gjöm, að ekki yrðu stórtap af þó eigandi hennar heyrði öðru sinni góðar fréttir í útvarpinu. Adenauer Raab, forsætisráðherra Aust- urríkis, sagði á fimmtudag, að austurríska stjórnin væri fús til að ræða við vesturþýzku stjórnina um skaðabætur fyrir þýzkar eignir í Austurríki. Það var fyrsta verk vesturþýzku stjórnarinnar eftir að V-Þýzka- land varð sjálfstætt ríki að mótmæla ákvæðum í ríkissamn- ingnum við Austurríki, sem takmarka skaðabótagreioslur fyrir þýzkar eignir í Austurríki, VazafoEstjóri hjá Sam- einuðu þjéðunum Dönsk blöð skýra svo frá að íslendingurinn Ivar Guð- mundsson, sem í fjögur ár hafi starfað í aðalbækistöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York taki um miðjan júní við em- bætti varaforstjóra Upplýsinga- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Sænskir verkalýðsfor- ingjar í Sovétríkjunum Nefnd fulltrúa sænsku verka- lýðsfélaganna er á ferð um Sovétríkin. Fonnaður hennar ef G. Norman, varaforseti sænska alþýðusambandsins. Fær-vofan sitt? Vofa á hestbaki birtist á dögunum fimm mönnum í þorpin Pulau Tikus nærri Penang samtímis í draumi. Hún skýrði þeim frá því að hæsti vinningur í happdrætti í Singapore myndi koma á miðann númer 1.018. Fyrir vikið vildi hún láta fóma sér barni. Þorpsbúar komu saman og ákváðu að vofan yrði að láta sér nægja mannshjarta í fórn, keyptu miða númer 1.018 og biðu þess að dreg- ið væri í happdrættinu. Þeg- ar það hafði verið gert kom í ljós að þeir voru orðnir hálfri milljón Singaporedoll- ara ríkari. Þorpsbúar brjóta nú heilann um, hvað muni ske ef þeim takist ekki að útvega mannsh jartað sem þeir lofuðu. (Orðrétt eftir fréttaritara brezku fréttastofunnar Reut-I ers í Penang á Malakka- skaga).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.