Þjóðviljinn - 21.05.1955, Blaðsíða 10
2
tó er alveg áreiíanlegt
Ævintýri eftir H. C. Andersen í pýdingu
Steingríms Thorsteinssonar
„Hneykslið ekki smæl-
ingjana", sagði uglu-
pabbi, „Það er ekki fyrir
börn að heyra slíkt.“
Ég ætla nú samt að
segja uglunni, grannkonu
minni, frá því, — það er
svo einstaklega heiðvirð
ugla í allri umgengni".
Og í sama bili flaug
uglumamma til nágrönnu
sinnar.
„Hú, hú,“ vældu þær
báðar og það svo að það
heyrðist niður til dúfn-
anna í dúfnaskýlinu hjá
gagnbúanum. „Hafið þið
heyrt það? Hafið þið
heyrt það? ú-hú! Það er
ein hæna, sem hefur reytt
af sér allar fjaðrirnarí
hanans vegna; hún]
króknar af kulda, — ef j
hún ekki er króknuð, —
ú-hú!“
„Hvar þá, hvar þá?“
kurruðu dúfurnar.
„í húsagarði gagnbú-
ans; það er svo gott sem
ég hefði séð það með
mínum eigin augum; það
liggur við að það sé ó-
sæmilegt til frásagna, en
það er alveg áreiðanlegt".
„Við trúum, við trúum
hverju einasta orði“,
sögðu dúfurnar og kurr-
uðu svo að heyrðist nið-
ur í hænsnagarðinn hjá
þeim. „Það er ein hæna,
sumir segja enda tvær,
sem hafa reytt af sér all-
ar fjaðrirnar, til þess að
vera ekki eins í hátt og
allar hinar og til þess
að leiða að sér athygli
hanans. Það er hættuspil,
maður getur orðið inn-
kulsa af því og dáið úr
köldusótt, enda eru þær
báðar dauðar.“
„Vaknið, vaknið!“ gal-
aði haninn og flaug upp
á skíðgarðinn. Hann var
með stýrurnar í augun-
um, en hann galaði samt:
„Þrjár hænur eru dauð-
ar af lánlausri ást á
hana, þær hafa reytt af
sér allar fjaðrirnar, það
er Ijóta sagan, ég vil
ekki halda henni hjá
mér, látið hana lengra
fara.“ (Niðurlag næst).
LANDI
Einu sinni fór íslenzk
kona með son sinn ung-
an til Noregs. Ðrengnum
þótti förin mjög skemmti-
leg, því að margt nýstár-
legt bar fyrir sjónir. En
eitt leiddist honum þó.
Allir menn, sem urðu á
vegi þeirra, töluðu
norsku, en í henni skildi
hann ekki nokkurt orð.
Einhverju sinni voru
þau mæðginin á gangi
úti við. Þá bar svo við að
hundur gelti í grennd-
inni. Drengurinn var
mjög glaður við, sneri sér
sér að mömmu sinni og
sagði:
„Nei, mamma, hundur-
inn kann íslenzku!“
Orðsendingar
Skemmtileg ferð
Laugardaginn 22. maí |
1954 fórum við krakk-[
arnir í bekknum mínum
í skemmtiferð um Þing- i
völl og Ljósafoss. Við
fórum frá Melaskólanum
í Reykjavík um klukkan
1 eftir hádegi. Fórum við
Þingvallaleiðina um Mos-
fellsheiði og Almannagjá
og skoðuðum allt, sem
markvert er að skoða.
Síðan gengum við upp
að Öxarárfossi. En síðan
héldum við af stað. Nám-
um næst staðar við Pen-
ingagjá, og síðan héldum
við áfram. Næst fórum
við úr bílnum við Ljósa-
foss. Fengum við að
skoða virkjunina og fór-
um 40 niður í jörðina og
komum loks niður í
göng, og þegar við kom-
um úr göngunum vorum
við komin inn í aðal-
salinn. Fórum við í lyftu
upp úr honum. Síðan
lögðum við af stað og
komum heim um klukkan
8 að kvöldi. Mér fannst
ferðin hafa lukkast mjög
vel.
Tómas ísfeld, 12 ára.
Ártölin 1107
og 1807
Hvaða minnisverðir at-
burðir úr sögu þjóðar-
innar eru bundnir við ár-
tölin 1107 og 1807? Hug-
leiðing til næsta laugar-
dags.
E. S. Selfossi. I næst
síðasta blaði var þess
getið, að Óskastundinni
hefði borizt bréf frá Sel-
fossi, aðeins undirritað
E. S. Ritstjórinn gizkaði
á, eftir rithöndinni að
dæma, að bréfið væri frá
stúlku. Nú hefur E. S.
sent annað bréf, og segir,
að rétt hafi verið til
getið. Hún skrifaði mjög
vinsamlegt bréf, og spyr
m. a. hvort „senda megi
augnabliksmyndir, sem
eru teknar á filmu 6X9.“
Svar. Já, Óskastundin
tekur með þökkum við
myndum, sem þið kynnuð
að taka af atburðum,
mönnum eða dýrum og
vilduð koma á framfæri.
Skemmtilegast að stutt
frásögn fylgi með, Það
Áffu vasabók!
Það er bæði gagn og
gaman að eiga vasabók
og skrifa í hana eitt og
annað sér til minnis. Það
er t. d. gaman fyrir ykk-
ur að skrifa hvenær þið
sáuð fyrsta farfuglinn,
hvenær fyrsta út-
sprungna fífilinn, hvenær
þið fóruð fyrst til berja
á sumrinu, hvenær þið
fóruð í ferðalag, hvað
þið unnuð á ákveðnum
tíma og ótal margt ann-
að, sem gaman er að
rifja upp síðar. Vasa-
bók getur orðið upphaf
að dagbók, til fróðleiks
og skemmtunar fyrir þig
og aðra.
er ekkert bundið við
stærð filmunnar, því að
þegar myndamót eru
gerð til prentunar, getur
prentmyndasmiðurinn
stækkað 'eða smækkað
myndimar eftir þörfum.
Hrafnhildur. Við feng-
um fyrir noKkru mynd-
ina þína af máríuerlunni.
Iíún er frekar vel teikn-
uð, ramminn í kring var
sérlega fallegur.
Bréf frá Patreksfirði.
Fyrir nokkru fékk rit-
stjórinn bréf, sem sett
var í póst í Patreksfirði.
í því eru tveir dansiaga-
textar, sennilega eftir
bréfritara.. Heitir annar:
Ó, vinur minn, en hinn
Róður. Undir eru tölu-
stafirnir 33, ekkert" ann-
að. Eins og áður hefur
verið minnst á, þurfið
þið að láta ritstj. vita um
nöfn ykkar. Þau verða
ekki birt, ef þið óskið, að
þeim sé haldið leyndum.
Herdís Þorsteinsdóttir.
Ferðasagan þin kemur
vonandi við tækifæri.
Þa<$ er gaman crS safna
I bréfum, sem ritstjór-
inn hefur fengið undan-
farið, hafa marigr sagt
frá söfnum sínum. Sverr-
ir, 11 ára, sem á heima
í Strandasýslu, segir m.
a.: „Ég safna karamellu-
bréfum, ég er búinn að
safna 13 sortum, en á
alls 48 bréf.“ Telpa á
Akureyri, B. E., segist
safna frímerkjum og
glansmyndum. Ranna 10
ára í Kópavogi skrifar:
„Svo ætla ég að segja
þér, að ég á 400 pentu-
dúka, ég er búin að safna
í 2 ár. Svo er ég nýbyrj-
uð að safna frímerkjum
og á 60. Ég er einnig að
safna biblíumyndum, ég
á 38. Mér finnst ákaflega
gaman að safna.“ Og
Inga, systir Rönnu, 12
ára, segir: „Ég safna öllu
mögulegu, leikaramynd-
um, blaðaúrklippum,
danslagatextum og pró-
grömmum. Heyrðu ann-
ars, hvaða orð kemur í
staðinn fyrir prógramm,
á góðri íslenzku?" — í
10. tbl. bls. 3 er svar við
þessari spurningu. — Það
er gaman að þessum
fregnum frá ykkur, kæru
lesendur, og auðvitað
þykir Óskastundinni sér-
lega vænt urn eina söfn-
un, þ. e. að þið safnið
henni og geymið hana
ykkur til skemmtunar og
fróðleiks. — En nú er
vert áð minna ykkur á
eina söfnun, þar eð sum-
arið er komið og blómin
fara að keppast við að
vaxa og fegra umhverfi
okkar. Það er grasasöfn-
un. Við vitum, að mörg
ykkar safna blómum,
pressa þau og geyma þau
ýmist í bókum eða límd
á spjöld. Gaman verður
að frétta af grasasöfn-
un ykkar, þegar kemur
fram á sumarið.
KI JPPII) HÉK
10) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 21. maí 1955
Leikur Akurnesinga - Rvíkinga
Framhald af 9. síðu.
inu en Árna Njálssyni tókst
með harðfylgi að hindra.
Siðari hálfleik byrjuðu Reyk-
víkingar vel og héldu uppi mik-
illi sókn fyrstu 15 mínúturnar
án þess þó að verulegur brodd-
ur væri í henni. Sigurður Sig-
urðsson nær að skalla á mark
eftir góða sendingu frá Gunn-
ari Guðmannssyni en Magnús
ver. Voru þeir oft mjög nær-
göngulir en því sem vörnin ekki
bjargaði varði Magnús og varð
hann oft að grípa inn í. Þó
var það svo að upp úr sókn-
arlotum Reykvíkinga náðu Ak-
urnesingar við og við þessum
snöggu, óvæntu áhlaupum og
fékk Hreiðar bjargað enn einu
sinni er mark virtist óumflýjan-
legt.
Á 14. mínútu kom eitt slíkt.
Ríkarður er með knöttinn til
hliiar hægra megin og skýtur
ægiskoti sem Ólafur varði og
hrökk knötturinn út til Hall-
dórs sem sendir Ríkarði. Hann
hættir ekki við hálfnað verk og
skorar nú óverjandi af 3. m
færi Á 20. mínútu á Hörður
Felixson (Val) hörkuskot en
það fór aðeins utan við stöng.
Á 25. mínútu emlék Hörður
Felixson fram völlinn allt frá
miðju og komst óhindrað inn
að vítateig og skaut föstu skoti
sem hafnaði uppi í bláhorni
marksins, óverjandi fyrir Magn
Ús 3:1.
Enn er mark Reykvíkinga
mjög aðþrengt. Þórður Þórð-
arson á skot yfir og Þórður
Jónsson á spyrnu yfir sem
strýkst meðfram marklínu og
enginn í marki, enginn til varnar
eða sóknar þar sem knötturinn
fór um og varð innkast. Á 21. j
mínútu er Sigurður Bergsson
kominn innfyrir og á skot í
stöng. Virtist það opið mark. Á
37. mínútu spyrnir Þórður
Jónsson þvert yfir til nafna|
síns sem æðir fram til að taka
á móti knettinum. Varnarmenn
Reykvíkinga hika og Þórður
fær næði til að skora 4. mark-
ið fyrir Akranes að þessu sinni.
Liðin.
Svo gat farið að markamun-
ur hefði ekki orð'ð svo mikill
sem raun varð en það breytir
ekki því að leiktækni Akurnes-
inga var í öllu tilliti fullkomn-
ari en Reykjavíkurliðsins, sér-
staklega kom það fram í öllum
samleik og samstarfi þegar um
það var að ræða að taka þátt
i leiknum án knattarins. Að
bessu levti hafa þeir náð mikl-
um innbvrðisskilningi og skiln-
ingi á bví hvað knattspyrna er.
Þeir hafa líka miklu betri yfir-
sýn og geta hví látið knöttinn
ganga viðstöðu'aust frá manni
til manns en bað gekk Reykja-
víkurl'ðinu miöa illa. Skipting-
ar í Akranes-liðinu voru líka
oft sniallar. Uppi við markið
voru þeir líka ákveðnari og
höfðu meiri tilbreytni í leik
sínum, og að maður tali nú
ekki um skotöryggið. Sem sagt:
þeir hafa engu gleymt og komu
miklu sterkari til þessa leiks
en leiksins s. 1. haust.
Ekki verður beint sagt að
Reykjavíkurliðið hafi fallið illa
saman og úti á vellinum brá
fyrir samleik milli manna en
þeir höfðu ekki þrek og bol-
magn til að standast mótherj-
ana og þá yfirburði sem þeir
höfðu í listum knattspyrnunn-
ar. Framverðir voru of veikir.
Þó Hörður Felixson (KR) tæki
Ríkarð að sér öðru hvoru þá
slapp hann alltaf við og við
vantaði nú illa Halldór Hall-
dórsson. Reynir náði líka of
skammt. Þeir gátu því lítið bú-
ið í haginn fyrir framherjana
Hörður Felixson og Gunnar
Guðmannsson voru beztu menn
framlínunnar. Stundum fannst
manni Gunnar halda knettinum
of lengi en samherjar hans áttu
líka sína sök á því. Þorbjörn
var líka góður og duglegur og
átti í höggi við harðan mann.
Nnfnamir á jöðranum voru
ekki nógu harðir á úrslitastund-
um. Sem sagt framlínan var
ekki nógu samheldin og sam-
leikandi.
í Árna Njálssyni erum við
að fá úrvals bakvörð og lék
hann nú bezta leik sinn. Lék
nú með meiri varfæmi er menn
komu móti honum en áður,
en bað var galli hans í undan-
förnum leikjum. Hann er hrað-
ur, sparkviss og baráttumaður.
^.rni hafði erfiðan mann og
fór vel útúr þeirri viðureign. —
Hreiðar er lika alltaf virkur
og átti ekki erfitt með sinn
mann. Haukur var sparkviss og
stöðvaði Þórð oft vel en er
orðinn dálítið seinn.
Ólafur í markinu verður
naumast sakaður um mörkin
og varði oft vel.
Magnús Kristjánsson í marki
Akraness hefur aldrei komið
eins öruggur til leiks og í þetta
sinn. Það er eins og aldurinn
eigi sérlega vel við hann! Krist-
inn Gunnlaugsson gerði stöðu
Dagbjarts hin beztu skil því
að Þorbjörn er knár og ekkert
fyrir að gefa eftir. Annars
voru það þeir Sveinn Benedikts,
Ólafur Vilhjálms og uppbyggj-
endurnir sem öllu réðu á miðju
vallarins. Þeir Sveinn Teits og
Guðjón eru svipaðir og þeir
hafa verið beztir áður. Sama
er að segja um Þórð, Rikarð og
Halldór, nema hvað skipting-
ar þessara manna hafa sjald-
an verið jákvæðari. Pétur Ge-
orgsson sýndi svipaðan kraft
og vant er en var ekki eins
sparkviss og áður.
Þórður Jónsson virðist ekki
búinn að ná sér eftir yeikind-
in og fótbrotið í fyrra og féll
ekki inn í hraða leiksins.
Það lítur því ekki út fyrir
að Akranesliðið verði auðsótt-
ara til sigurs nú en undan-
farin sumur.
Dómari leiksins var Guðjón
Einarsson og dæmdi vel. Áhorf-
endur voru um 5000.
Háseignin Tjarnargata 16
eign d/b Þuríðar Bárðardóttur er til sölu. Húsið er
125.08 fermtr., 3 hæðir, kjallari og ris. Á hverri hæð er
4ra herb. ibúð, í kjallara 3 ja herb. íbúð. 1 risi 2 herb.,
2 baðherbergi, þurrkloft og geymslur. Eignarlóð. Hita-
veita.
Tilboð í eignina alla eða einstakar íbúðir hennar ósk-
ast send fyrir 6. júní n.k. til Ólafs Jóhannessonar próf.,
Aragötu 13 s. 6701 eða Ólafs A. Pálssonar, lögfr. Miklu-
braut 76 s. 1413, sem veita allar frekari upplýsingar.
Eignin verður til sýnis næstu daga frá kl. 17—18.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði semer eða
^hafna öllum.