Þjóðviljinn - 22.05.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. maí 1955
tlr líf i aiþýðuntwr
GOMUL
KTOMI
Ejtir
Björn Magnússon
Skömmu eftir aldamótin yar
ég samtíða Sveini Jósefssyni
um tveggja ára tíma. Við vor-
um húskarlar séra Bjarna
Pálssonar í Steinnesi. Sveinn
var gildur maður til allra
verka, en farinn að lýjast af
mikilli vinnu en þó duglegur
enn og mikill afkastamaður.
Ég yar óharðnaður unglingur,
seinþroska og pasturslítill 10
—16 ára, ekki baggabær, enda
nýsloppinn úr tveggja ára
þrældómi, svelti og illu at-
læti. Sveinn mun þá hafa ver-
ið um fimmtugt, meðalmaður á
vöxt, þrekinn og sívalur, herð-
arnar nokkuð signar og kúpt-
ar, hann var fremur holdugur,
rjóður í kinnum og var gráblár
fölvi á andlitinu. Ulhryssings-
leg vetrai’veðrátta, hríðar og
frost höfðu skilið eftir merki
á andliti hans. Hárið var dökkt
og byrjað að grána, fremur
þunnt. Augun gráblá fremur
daufleg. Fasið hæglátt. Hann
var rólyndur og fáskiptinn og
dulur.
Hann átti 3 sonu, vaxna; ekki
voru þeir honum að skapi, enda
var móðerni þeirra ekki gott.
Skilið hafði hann samvistum
við móður þeirra, en var nú
giftur konu er Ingibjörg hét,
voru þeirra samfarir góðar,
hún var vönduð kona og hæg-
lát. Sá var helzti ljóður á ráði
Sveins að hann var nokkuð
ölkær og gætti lítt hófs, ef
lionum varð á að minnast við
flöskuna. Ingibjörg hélt hon-
um mjög frá víni.
' Þau höfðu eignazt tvær dæt-
ur en misst báðar á 1. ári.
Yngri dótturina misstu þau í
Steinnesi. Ég man þann atburð
eftir 50 ár einsog hann hefði
gerzt i gær. Litla stúikan lá
afturábak í rúminu þeirra.
Séra Bjarni kraup við rúm-
stokkinn, hélt um handleggi
ihennar og gerði ýmist að lyfta
þeim eða þrýsta þeim að síð-
' um hennar. Hún opnaði blá
! augun við og við og horfði á
' hann syfjuðum augum. Svona
' leið nokkur stund, barátta
! milli lífs og dauða — án þján-
' ingar. Við rúmstokkinn stóð
1 móðirin hljóðlát og harmi lost-
1 in. Létt andvarp leið frá
! brjósti litlu stúlkunnar, —
’ annað og þriðja — og hún var
' örend.
1 Ekki var Sveinn við dánar-
' beð hennar, hann var ein-
1 hvers staðar úti við vinnu sína
f — eða í ferðalagi. Seinna eign-
' uðust þau þriðju dótturina, er
1 hún enn á lífi.
í Við Sveinn unnum mikið
■ saman og fór vel á með okk-
1 ur; hlífði hann mér við öllu
' erfiði, sem mér var um megn
’ og var mér hinn bezti vinnu-
' féiagi.
f Við unnum að vallarávinnslu,
' hann malaði áburðinn, ég mok-
1 aði uduí kvörnina. Sauðataðið
' sem á þeim árum var brennt
1 stakk hann, krakkar báru til
1 dyra. en ég ók bví í hjólbör-
1 um á burrkvöllinn. Við tókum
' til tófta og bjuggum um öll
' hey. bæði haust og vor, ristum'
T heytorf og fluttum það úr
1 flagi. var bað hvortveggja erf-
1 itt verk. Þá voru engar hlöð-
1 urnar. og bnrft.i mikið hevtorf
1 þar sem mikið vaj: hevið. Mik-
1 ill tími fór í að gera við hús,
1 hlaða, unp vegai og gera við
1 bök. Við tókum unn mó. Stakk
' Sveinn móinn og kastaði upp
' úr gröfinni; ég henti hnaus-
' ana á lofti og hlóð þeim í
kesti á bakkanum. Eftir 2—3
daga reiddum við hann út í
krókum eða á kerru, ef henni
varð komið við. Siðan hreykt-
um við honum, og fluttum
hann heim á haustin í hripum.
hripum.
Venjulega byrjuðum við
vinnu eftir morgunverð. Hafði
ég þá verið í ýmsum snúning-
um, og unnum til kl. 8—9 á
kvöldin. Þá fór ég heim og
Sveinn að ganga til ánna —
um sauðburðinn til kl. 11—12.
Og kl. 7 á morgnana fór hann
til ánna og hafði lokið eftir-
litinu um kl. 9y2. Bjargaði
hann mörgu lambinu og
margri lambsmóðurinni sem
gat ekki fætt án hjálpar frá
kvalafullum dauða. Liti út
fyrir hret á kvöldi var smalað
óbornum ám og þær hýstar,
lömb sem komin voru á spena
voru falin forsjá mæðra sinna
og sakaði þau sjaldan nema
hretið væri því verra. Sveinn
þekkti allar ærnar með nafni
og vissi um burðardaga þeirra
og leitaði þeirra þangað til
hann fann þær, hafði hann oft
mikið fyrir þessu, en dyggð
hans og húsbóndahollusta var
meiri en í meðallagi; átti við
hann, sem bóndi nokkur sagði
um vinnumann sinn, að hann
gréti af dyggð.
Stæði ær yfir dauðu lambi
varð að koma henni í hús,
leita síðan að tvílembingi og
venja undir hana. Var þá
skinnið fengið af því dauða og
saumað á það lamb sem venja
átti undir ána. Gott var að
rjóða blóði hins dauða á höf-
uð og rass hins, var ærin síðan
byrgð í dimmu húsi; tókst þá
venjulega að blekkja ána, sem
hélt það vera sitt er hún hafði
þefað af því. Væri ærin lamb-
elsk tók hún lambið fljótt, en
væri hún stygg og kaldlynd
gekk oft illa að sætta hana
við lambið. Ég gekk sjaldan
til ánna með Sveini, var latur
að vaða blauta flóana og
kunni engin tök að koma
lambi á snena eða veita fæð-
ingarhjálp; — það er þó hin
mesta nauðsyn hverjum bónda
áð kunna á þessu góð skil.
Frá einum atburði ætla ég
þó að segja, þar sem ég gat
orðið að liði — og sýnir hörku
sauðkindarinnar og hreysti.
Við Sveinn vorum að smala
ánum og skyldu lömbin mörk-
uð. Rakst ég þá á unga á,
sem lá afvelta milli þúfna með
lamb í burðarliðnum. Fyrir
aftan hana var þúfa og þrýsti
hún svo að henni að höfuð
lambsins rakst í þúfuna svo að
fæðing var vonlaus. Ég hag-
ræddi nú veslings ánni, sem
var svo nauðulega stödd. En
hún var slegin slíkum ótta að
hún spratt upp og hljóp eins
og hún væri hundelt. Lambið
þrýstist smátt og smátt út úr
burðarliðnum og skall fremur
óþyrmilega á jörðina. Hin
unga, óttaslegna, móðir sinnti
ekki lambinu og hljóp áfram
skelfingu lostin. Ég lagðist
niður milli þúfna og beið þess
að hún áttaði sig og vitjaði
lambsins. Brátt stanzaði hún
og hljóp til lambsins, sem var
að reyna að brölta á fætur.
Hún þefaði af því og tók að
kara það. Ég beið þangað til
lambið var komið á spena.
Móðurástin hafði sigrazt á
hræðslunni. Lífi móður og
lambs var borgið.
Hér segir frá einni kaup-
staðarferð okkar Sveins.
Áður en Kaupfélag Hún-
vetninga tók að hafa opna
sölubúð allt árið höfðu bændur
um nokkur ár starfrækt pönt-
unarfélag og pöntuðu matvöru
og aðrar nauðsynjar; kom
varan á vorin nokkru fyrir
slátt og var skipt milli fé-
lagsmanna. Húsakostur var
fyrst lítill eða enginn; varan
geymd undir segli og vakað
yfir henni. Pöntunarsvæðinu
var skipt í deildir eftir hrepp-
um og vörunni úthlutað vissa
daga í hverri deild undireins
og hún var komin.
Laugardaginn í 10. sumar-
viku sendi séra Bjarni okkur
Svein með 10 hesta undir reið-
ingi að sækja vörur. Við fór-
um Húnavatn á vaðinu fyrir
vestan Akur. Er um hálftíma
reið yfir vatnið sem er sjald-
an grynnra en á síðu og
dýpra um flóð og í norðan-
kuli.
Við vorum með" tvær fol-
aldshryssur; þær eru alltaf
vandmeðfarnar, hætt við
klumsi ef þær hitna í rekstri
og látnar standa í rétt.
Þegar í kaupstaðinn kom,
létum við þær á gras. Sveinn
var hraðhentur við að taka
út vöruna og binda uppá hest-
ana og hjálpaði ég honum
eftir megni. Tókum við síð-
an hestana, löguðum á þeim
reiðingana og girtum þá.
Sveinn var handfljótur að
snara upp vörunum. Ég varð
að láta mér nægja að standa
undir, þótti þó minnkun að;
það var stolt hvers stráks að
verða snemma baggafær, fyrr
gat hann varla talizt maður
með mönnum og ekki hlut-
gengur í hópi kvenna, því
. hreysti og karlmennsku dáðu
konur þá jafnvel meira en
nú.
Þegar við vorum komnir
inn fyrir Blöridu bað Sveinn
mig að sjá um lestina og
láta hana rölta suður veginn
meðan hann skryppi til
Möllersverzlunar og fengi
sér á vasapelann.
Nokkru fyrir sunnan
Drangagil náði hann lestinni
og hafði tveggja potta blikk-
brúsa á hnakknefinu með
brennivíni, var hann búinn að
taka úr honum tappann og
svala sárasta þorstanum og
lét nú verða stutt á milli
sopa. Varð ég hræddur um að
hann drykki sig ófæran og
Björn Magnússon
fékk hann til að láta dunkinn
í poka og binda hann við
hnakkinn. Sveinn var nú
orðinn ör af víni og kvað við
raust. Ég spurði hann hvort
Ingibjörgu, konu hans, félli
ekki illa, ef hann kæmi fullur
heim. Hann sagði að nú yrði
ekki farið að því, nú væri
hann sinn eigin herra; kæmi
hann lestinni heim og vörunni
óskemmdri varðaði kerlingu
sína ekkert um þó hann væri
góðglaður, og ekki mætti
minna vera en hann létti af
sér þrældómsokinu einusinni á
ári — og sæi til sólar.
Sagði hann mér, að einu
sinni hefði hann verið staddur
á Blönduósi og var búinn að
fá sér þriggja pela flösku af
brennivíni. Stóð hann á ár-
bakkanum rétt norðan við
Möllersbúðina, var búinn að
taka tappann úr flöskunni og
var að bera stútinn að vörum
sér og hlakkaði til að fá sér
vænan teig. Veit hann þá
ekki fyrri til en læðst er aftan
að honum, þar sem hann stóð
grandalaus á árbakkanum og
horfði til Strandafjalla og
Húnaflóans sem sindraði í
skini kvöldsólarinnar í júní,
og flaskan þrifin af lionum
og kastað út í Blöndu. „Vár
Ingibjörg mín þarna komin,
og þá langaði mig til að berja
hana“, sagði Sveinn og hló
við og kenndi klökkva og
kjökurs í röddinni. „En svo
mikið vald hafði ég yfir mér,
lagsmaður, að ekki keypti ég
aftur á /flöskuna 'í þeirri
ferð, og hefði hún þó átt
það skilið fyrir böivaða frekj-
una. En Ingibjörg hefur ver-
ið mér góð kona og viljað mér
vel. Eg var ógæfusamur mað-
ur áður en ég kynntist henni,
en nú tel ég mig gæfumann,
þó ég hafi misst litlu stúlk-
urnar okkar. En nú langar
mig til að fá mér kot og
fara að hokra. I vinnumennsk-
unni má ég aldrei um frjálst
höfuð strjúka, kaupið lítið og
verkin oft vanþökkuð þó mað-
ur reyni að leggja sig fram
og vinni af dyggð og trú-
mennsku".
„Ö1 er innri maður“, segir
máltækið. Víst var það, að
vínið örvaði hann, svo að hann
sagði hug sinn allan. Nú ’var
hann ekki hinn duli og fáláti
Sveinn. Við höfðum farið
lestamannaleiðina inn Hjalla-
bakkamela inn að Laxá, nið-
ur með henni og yfir hana
þar sem hún fellur niður á
sandinn, skammt frá sjó, suð-
ur Húnstaða- og Skinnastaða-
sand, suður að Akursmelum
og vestur með þeim í áttina
til Húnavatns. Hestarnir voru
heimfúsir og stigu greitt.
Nokkrum sinnum hafði Sveinn
farið af baki og hresst sig
á víninu en var enn ekki
miðg drukkinn Þegár við
komum vestur fýrir meiana og
beygðum inn með vatninu,
verður Sveini litið um öxl og
sér þá að pokinn er horfinn
frá hnakknum.
Sveinn bað mig að líta eftir
lestinni meðan hann leitaði
pokans. Brennivínið mætti
hann ekki missa. Eg sagðí að
svo yrði að vera. Bað ég hann
að hraða för sinni því óvíst
væri að ég gæti haldið aftur
af hestunum. Og ef ég missti
þá í vatnið gæti svo farið að
þeir veltu af sér böggunum og
væri þá varan ónýt. Sveinn
var óðar horfinn úr augsýn
fyrir melbarð. En brátt sá óg
hvar hann kom þeysandi,
kveðandi við raust, með fiaks-
andi kápuna og jakkann, bað-
andi út öllum öngum og með
dunkinn í annarri hendi. Þá sá
ég Svein glaðastan.
Við löguðum á hestunum og
lögðum í vatnið. Það var
grynnra en um morguninn,
því nú var fjara. Sveinn reiddi
nú dunkinn á hnakknefinu,
vildi hann vita hvað lionum
leið úr þessu — ekki eiga
neitt á hættu.
En helzt til oft þótti mér
hann taka úr honum tappann,
það sem eftir var leiðarinnar.
Gerðist hann nú alldrukkinn;
oft lá nærri að hann dytti
af hestbaki. Hann slagaði sitt
á hvað út á hliðamar. En
það var eins og hesturinn
skildi ástand riddarans og
gekk undir hann svo hann
gat rétt sig við.
Segir svo ekki af ferðum
okkar fyrr en við komum í
hlað í Steinnesi. Sveinn tók
Framhald á 10. síðu.