Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 1
NFundur verður haldinn í sam— bandsstjórn Æskulýðsfylkingar- innar þriðjudaginn 7. júní kl. 9- síðdegis að Tjarnargötu 20. Dagskrá: 1. 5. heimsmót æskunnar. 2. Sumarstarfið. 3. Önnur mál. Framkvæmdanefnd. * • Yorusynmg verður haldinhér í næsta mánuði AUskonar vélar, frá saumnálum til stórra vinnuvéla sýndar í Listamannaskálanum og Miðbæjarskólanum Umfangsmikil erlend vömsýning ver'öur haldin hér í Reykjavík í næsta mánuöi og stendur hún yfir dagana 2.—17. júlí. Þátttakendur í þessari sýningxi eru Sovétríkin og Tékkó- slóvakía og er þetta opinber sýning á vegum verzlunarráða þessara landa. Sýningin verður í Miöbæjarbarnaskólanum og Listamannaskálanum. Um svipaö leyti, eöa síöar, mun einnig verða kínversk vörusýning, og veröur hún í Góðtemplarahúsinu. Þátttakendur í rússnesku sýn- ingunni eru 15 útflutningsfyrir- tæki í Sovétrikjunum og í tékk- nesku sýningunni 11 tékkneskir útflutningshringir. Kaupstefnan — Reykjavík gengst fyrir sýn- ingunni, en fyrirtæki þetta var stofnsett í fyrra og er tilgangur þess að sjá um skipulagningu vötu- og listsýninga hérlendis og ennfremur um þátttöku íslenzkra fyrirtækja i erlendum vörusýn- ingum, og er þessi vörusýning fyrsta verkefnið. 30<M) fermetra sýnlngarsvæði Vörusýning þessi verður i Listamannaskálanum og Mið- bæjarbarnaskólanum. Hafa verið reistir tveir skálar á lóð Mið- 'bæjarskólans sem einnig verða notaðir undir sýningarvörur. Auk þess verða ýmsar vélar og fiutningatæki sýnd undir beru lofti í námunda við sýningar- svæðin. Sýningin verður á sam- tals 3000 fermetra svæði. Reist verða hlið að sýningarsvæðinu og hefur Hans Hansen arkitekt í Kaupmannahöfn teiknað og út- búið þau. Verður sýningarsvæðið m. a. skreytt með innfluttum trjám. — Aðgöngumiðar að sýn- ingunni verða þrískiptir, einn hlutinn fyrir Miðbæjarskólann, annar fyrir Listamannaskálann og þriðji hlutinn fyrir bíó. Knowland hótar Júgó- slövum Einn áhrifamesti þingmaður- inn í Republikanaflokknum bamlaríska, Knowiand, hefur lýst samkomulagi Júgóslavíu og vSovétríkjanna sem „veru- legu áfalli“ fyrir Vesturveldin. Telur hann sjálfsagt að Bandaríkjastjórn taki tafar- laust til athugunar, hvort rétt sé að lialda áfram að styrkja ríki, sem vinni að því að „brjóta niður hervaridr Vest ursins.“ Allt frá saumaálum til stórra véla. Vöruval sýningarinnar verður mjög fjölbreytt, eða ef svo mætti segja allt frá saumnálum upp í stórvirkar vinnuvélar. — Auk þeirra vara sem sýnd- ar eru verða þama einnig fram- leiðslumyndir og myndir úr menningarlífi sýningarþjóðanna. Sýningarskráin mun verða 120 bls. — í auglýsingu frá Kaup- stefnunni á öðrum stað í blaðinu má fá nokkra hugmynd um þá vöruflokka sem sýndir verða. ) Uppsetnlng sýningarinnar. í sambandi við sýninguna koma hingað rúmlega fimmtíu manns frá sýningarlöndunum og eru það bæði verzlunarfulltrúar hinna ýmsu útflutningsfyrir- tækja, fulltrúar verzlunarráð- anna og ráðuneyta og menn sem vinna að uppsetningu sýningar- innar fyrir fyrirtæki sín. Framkvæmdanefnd og heiðurssýningarnefnd Viðskiptamálaráðherra, Ing- ólfur Jónsson, er verndari sýn- ingarinnar og mun flytja ræðu við opnun hennar, en heiðurs- sýningarnefnd skipa fulltrúar frá samtökurh íslenzkra kaup- sýslumanna, viðskiptamálaráðu- neyti og Verzlunarráði íslands og er formaður þess, Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, formaður heiðurssýningarnefnd- arinnar. — Auk þess hafa um- boðsmenn tékkneskra útflutn- ingsfyrirtækja hér á landi skip- að sýningarnefnd og er Kristján G. Gíslason, stórkaupmaður, for- maður þeirrar nefndar. Fram- kvæmdanefnd sýningarinnar . skipa ísleifur Högnason, Haukur1 Björnsson og Áki Jakobsson. Aukin viðskipti Það er von sýningarlandanna að vörusýning þessi megi verða til þess að efla enn hin ört vax- andi viðskipti íslands og þessara stóru markaðslanda. Er enginn vafi á því að íslenzkir kaupsýslu- menn og allur almenningur muni hafa gagn og ánægju af að fá þannig tækifæri til að kynnast hinni fjölbreyttu framleiðslu sem lönd þessi hafa að bjóða. Kinversk sýning. Þess skal að lokum getið að Kaupstefnan g'engst einnig fyrir kínverskri vörusýningu um svip- að leyti, sem verður haldin í Góðtemplarahúsinu og verður skýrt frá henni bráðlega þegar undirbúningur er lengra á veg kominn. Hefst sjómannaverkfall á miðvikudaginn? Sjómenn biðja ekki um skjall þeir krefjast bœttra kjara Sjómenn á farskipunum hafa hoðað verkfall frá og með miðvikudeginum er kemur, hafi samningar ekki tekizt fyrir pann tíma. Samningar runnu út 1. p.m., en sjómenn frestuðu verkfalli sínu í von um qð samningar tœkjust. Útgerðarmenn vísuðu málinu til sáttasemjara og hafa samnmgaumrœður faríð fram, en ekki borið árangur. Undirnefndir fjalla nú um sérkröfur far- manna, en Þjóðviljinn fékk pœr upplýsingar hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur í gœr aö á pessu stigi yrði ekkert um pað sagt hvort pœr viðræður bœru tilœtlaðan árangur eða ékki. Á sjómannadaginn bera sjómennirnir pann hug sem útgerðarmenn sýna kröfum peirra um kjara- bætur saman við skjállið sem útgerðarmenn pylja í eyru sjómanna í dag. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum tóku íslendingar í fyrsta sinn pátt í hinni árlegu alpjóðlegu listiðnaöarsýn- ingu í Múnchen á pessu vori. Myndin sýnir hluta af ís- lenzku sýningardeildinni: silfurmuni eftir Ásdísi Sveins- dóttur og Jóhannes Jóhannesson og keramik eftir Ragnar Kjartansson og Guðmund Einarsson frá Miðdal. 17 ára ísfirðiiigur hlýtur af- reksverðlaun sjómannadagsins Sýndi fádæma dugnað við björgun skips- hafnarinnar af Agli rauða í dag veröa afreksverölaun sjómannadagsins afhent á ísafiröi og hlýtur þau Gísli Jónsson, 17 ára gamall ísfirzk- ur piltur, sem sýndi fádæma dugnaö viö björgun skips- hafnarinnar af togaranum Agli rauöa í janúarmánuöi s.l. Gisli er fæddur og uppalinn á Sléttu í Jökulfjörðum og þaul- kunnugur þeim slóðum er togar- inn strandaði á undir Grænu- hlíð. Var hann því fenginn til að vera leiðsögumaður björgun- arsveitarinnar, sem gekk á land hjá Hesteyri og tókst að bjarga 16 skipverjum. Það er einróma álit þeirra sem til þekkja að björgunarsveitin, sem skipuð var ísfirðingum og skipverjum af Austfirðingi, hafi unnið hér ein- stætt afrek en enginn björgunar- mannanna hafi þó sýnt meiri dugnað og þrek en Gísli Jóns- son. Kannaði hann fyrst við fjórða mann leiðhia á strandstað, leið sem var geysierfið og stór- hættuleg eins og veðri-var hátt- að um nóttina, sneri síðan tii baka og sótti aðalhóp björgunar- manna. Verðlaun þau sem Gísli hlýtur er veglegur silfurbikar. Hátíðahöldin í dag Eins og áður hefur verið skýrt frá verða hátíðahöld 18. sjómannadagsins hér í Reykja- vík með liku sniði og í fyrra. Aðalhátíðin hefst kl. 14 við Dval- arheimili aldraðra sjómanna í Laugarósj að lokinni hópgöngu frá Borgartúni 7. Fyrir göngunni fer skrautbúið víkingaskip, mannað eldri sjómönnum, og hornaflokkur. Við Dvalarheimilið verður fyrst minnzt drukknaðra sjó- manna: Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur og Ás- mundur Guðmundsson biskup talar. Síðan flytja ávörp: sjávar- útvegsmálaróðherra, Ásberg Sig- urðsson fulltrúi útgerðarmanna og Þórhallur Hálfdánarson skip- stjóri í Hafnarfirði fulltrúi sjó- manna. 5 aldnir sjóinenn heiðraðir Þá fer fram afhending j- þróttaverðlauna og heiðurs- rnerkja sjómannadagsins. Verða 5 eldri sjómenn heiðraðir, þeir Gísli Ásgeirsson frá Álftamýri í Arnarfirði, Ellert Schram Reykjavík, Sigurður Jónsson í Görðum Reykjavík, Einar Ólafs- son Hafnarfirði og Guðjón Jóns- son, elzti skráði sjómaður hér á landi. Guðjón er 74 ára og Framhald á 12. síðu. Bandaríkjaher í hanni franska STEFs Hingað hafa nú borizt fregnir frá franska STEFI um að ríkis- stjórn Frakklands hafi bannað útvarp og sjónvarp Bandarikja- hers í Frakklandi og nýlendum þess, af því að herinn hefur ekki fengið leyfi franska félags- ins og höfundanna, en flutt verndaða tónlist í óleyfi. Áður fréttist hingað, eins og frá hefur verið skýrt, að franska ríkis- stjórnin hafði af sömu ástæðum bannað hljómleika herhljóm- sveitar Bandaríkjahers (stjórn- andi Mr. Howard), enda þótt hljómleikana ætti að halda til ágóða fyrir mannúðarmál. (Frá STEFI) Það er á valdi almennings að afstýra kjarnorkustyrjöld — Undirritið Vínarávarpið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.