Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 5. júni 1955 MklS' Á Sjómannadasinn 1955 sendir Sjómanxtafélag Reykjavíkur öllum meðlimum sínum og velunn- urum beirra beztu kveðjur og *• w ^ * rt rr rrf c hamingjuóskir. Stjórnin. womxoLi Gf hefur helgað sjómöimunum þennan dag, hínn árlega sjómannadag, til þess að votta þeim þakklæti fyrir starf þeirra. Alþýðusamband fslands sendir sjó- mönnum hamingjuóskir með daginn og óskir um gæfuríka framtíð Alþýðusamband íslands I■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Bóluefni Framhald af 5. síðu. Kemur ekki að fullu haldi. Gallinn á þessu bóluefni er að það kemur ekki að gagni við öllum afbrigðum lömunar- veikivírusar. Það veitir ónæmi við tveim meinlausari afbrigð- um en kemur ekki að neinu haldi við sýkingu við því skæð- asta. Hefur dr. Meyer látið í ijós að gott kunni að vera að gefa nýja bóluefnið ásamt bólu- efninu sem kennt er við dr. Salk. Hans efni veitir ónæmi við öllum afbrigðum lömunar- veiki en mótefnin eru lengur að myndazt þegar það eitt er notað. lón Árnason Framhald af 6. síðu. getið nokkurra af félagsstörf- um hans, en með þeim hefur hann, m.a, átt þátt í að skapa og efla verkalýðshreyfinguna hér á landi og lagt drjúgan' skerf af mörkum fyrir Góð-' templararegluna og bindindis- og bannhugsjónina yfirleitt, og fleiri menningarmálum hefur hann lagt lið sitt. Ég lýk svo þessari stuttu afmæliskveðju og árna Jóni Árnasyni allra heilla þessa heims og annars. Guðgeir Jónsson. l jin tiúuja )íöíj SJ.RS. Sjómenn og Alþingi Framhald af 7. síðu. maður Sósíalistaflokksins, flutti fyrst frumvarp um 12 stunda lágmarkshvíld togara- háseta. Hvað eftir annað hafa þingmenn Sósíalistaflokksins flutt málið, og aflað því fylg- is með blaðakosti sínum. Samtök starfandi sjómanna á togaraflotanum létu undir- skriftaskjölum rigna yfir Al- þingi, þar sem krafizt var samþykktar frumvarpsins, hinna nýju vökulaga. ★ Fyrst var ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn væru and- vígir málinu. Alþýðuflokkur- inn lagði því ekki lið og þvældist fyrir, hjálpaði meira að segja afturhaldinu í hin- um flokkunum til að tefja málið með tilgangslausri nefndaskipan. l>ó fór svo að sjómenn létu Alþýðuflokkinn vita að slik afstaða til nýju vökulaganna gæti orðið flokkn um dýr, og tók hann þá það ráð að flytja einnig frumvarp- ið um 12 stunda hvíldina og man nú ekki betur en það hafi alltaf verið helgasta þing- mál og áhugamál Alþýðu- flokksins. (Er það lofsverð framför á skömmum tíma. ★ En andstaðan kom frá Sjálf- stæðisflokknum og Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki feiminn að nota enn gegn réttlætismáli sjómanna sömu þingmenn sem höfðu hamazt gegn sex stunda hvild tog- araháseta (Pétur Ottesen) og síðar gegn átta stunda hvíld togaraháaeta á sólarhring (ól. Thórs), og rökin voru svipuð. Það eru ekki nema nokkur ár frá því að fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar í sjávarútvegsnefnd neðri deild- ar lögðu til í nafni flokka sinna að frumvarp sósíalista um 12 stunda lágmarkshvild togaraháseta yrðl fellt. Þá lét Ólafur Thórs einn bræðra sinna senda Alþingi þá orð- sendingu, í nafni Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, að 12 stunda hvíld togaraháseta væri óframkvæmanleg og hlyti að setja togaraútgerðina á hausinn! Loks fengu þessir tveir flokkar því ráðið, að Alþingi neitaði að verða við réttlætis- kröfum sjómanna í þessu máli, og urðu sjómenn í tvennum löngum verkföllum að sækja rétt sinn. Samt þrjózkast Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarfl. enn við að lögfesta þetta rétt- lætismál sjómanna, en því hafa sjómenn óskað eftir, þó þeir hafi orðið að knýja fram framkvæmd þess með verk- föllum. ★ Sjómenn munu halda áfram að kenna Ólafi Thórs og bræðrum hans í holdinu og andanum sitthvað um mann- gildi og reisn íslenzkrar sjó- mannastéttar, kenna þeim, að froðuræður þeirra á sjómanna daginn og við hátíðleg tæki- færi munu ekki endast þeim til langframa, en verk þeirra dæma þá. Þeir hafa auðgað sig á arðinum sem sjómenn- irnir hafa skapað, sogið ofsa- gróða úr útveginum í lúxuslíf sitt og herkostnað Sjálfstæðis- flokksins gegn alþýðu lands- ins, í herkostnað gegn réttlæt- ismálum sjómannastéttarinn- ar. Því mun ekki gleymt. Alþýðan mun læra að þakka þeim svo sem þeir hafa til unnið. Sjómennirnir og sjó- mannakonurnar munu hætta að senda á Alþingi menn, sem rísa eins og veggur gegn rétt- lætismálum sjómanna, og nauðsynjamálum sjávarút- vegsins, og hindra framgang þeirra áratugum saman. Þess er hollt að minnast í dag, á sjómannadaginn, og muna það enn þegar hægt er að þakka þessum herrum með krossi á kjörseðil. Dívantepp! Verð kr. 110,00. : Toledo j Fischersundi : ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■• aðskomum sumarkápum ATHUCIÐ Aðskomar kápur eru rajög í tízku í ár MARKAÐURINN Laugaveg 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.