Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Frumkvæði Einars Olgeirs- sonar og Sósíalistaflokksins um hina glæsilegu nýsköpun sjávarútvegsins í stríðlok, knúin fram gegn tregðu og trúleysi afturhaldsins í öllum hinum flokkunum, er nú þegar atriði sem heyrir til Islands- sögu. Broslegt er að heyra Ólaf Thors og aðra íhaldsmenn eigna sér það frumkvæði. Að vísu reyna þeir við hvert tækifæri að nota sér það til lofs, að tókst að draga tals- verðan hluta Sjálfstæðisfl. með í nýsköpunarstjórnina. En trú þeirra á nýsköpunar- togara var ekki meiri en svo, að voldugasta togarafé- lag landsins, Kvöldúlfur dragnaðist til að biðja um Alþingi stöðvar nauðsynjamál sjávar- útvegsms og réttlætismál sjómanna Gegn þeim málum rís þingmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins og Framsoknar eins og veggur Mörgum sjómanni verður það undir ræðuflaumi og orð- skrúði sjómannadagsins að hugleiða hvernig tveir stærstu stjómmálaflokkar landsins, Sjálfstæðisflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn, hafa barizt þing eftir þing móti þeim rétt- lætismálum sjómanna sem flutt hafa verið inn á vett- vang Alþingis. Og sú hugleiðing verður stundum beizkjublandin, þegar þess er minnzt, að hefðu þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkur- mn, lagt rettlætismalum sjo- manna lið, hefðu þau nú fyrir löngu verið skráð á lögbækur sem lög íslenzku þjóðarinnar. Og þó ekki hefði verið nema að annar þessara tveggja flokka, annaðhvort Sjálfstæð- isflokkurinn eða Framsókn, hefði lagt réttlætismálum sjó- manna lið á Alþingi, væru þau löngu orðin að lögum Eln þama hafa þeir setið, þessir tveir flokkar, og ýmist haft að engu réttlætismál sjó- manna, látið þau sofna vært í nefndum eða vísað þeim frá eða beinlínis beitt illafengnum meirihlutavaldi sínu á Alþingi til þess að fella framvörp og tillögur um réttlætismál sjó- manna. ★ að misbeita illa fengnu valdi ríkisstjómar og meirihluta AJþingis til að auðklíkur flokkanna fái sem jafnasta að- stöðu til að arðsjúga fram- leiðsluna. Og þeir samningar verða sifellt flóknari og um- fangsmeiri, svo flokkamir hafa lítinn tíma til annars og láta Alþingi rorra aðgerðalít- ið, nema þegar tekinn er kipp- ur í því skyni að lögfesta ný helmingaskipti eða reyna að ræna enn einu ríkisfyrirtæki handa gróðaklíkunum í innsta hringnum. ★ Þessum tveimur flokkum hefur tekizt svo lengi að blekkja fólk til fylgis við sig, einnig að láta ótal sjómenn og gerðar úti um land, frumvörp i um aukið öryggi sjómanna, , skattfríðindi sjómanna, mark- ' aðsmál, baráttan fyrir hlut- deild sjómanna í bátagjaldeyr- inum — öll þessi mál fluttu þingmenn sósíaiista enn inn á vettvang Alþingis. Gegn hverju einasta þessara hagsmunamála sjómannastétt- arinnar og alþjóðar reis þing- lið Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar eins og veggur og hindraði framgang þeirra. ★ Tvö dæmi um þessi baráttu- mál Sósíalistaflokksins, hags- munamál alþjóðar og réttlæt- ismál sjómannastéttarinnar, skulum við athuga nokkra nánar. Þo eru þeir síður en svo at- hafnalausir í sjávarútvegs- og sjómannamálum, þessir tveir flokkar. Þeir gera ýmislegt fleira en vatna músum af við- kvæmni á sjómannadaginn. Þeir hafa á milli sín skapað dularfullt kerfi atvinnuhátta, sem er þannig í framkvæmd að sjávarútvegur íslendinga, hinn glæsilegi lífsbjörgunarvegur íslenzku þjóðarinnar, á við stöðuga rekstrarerfiðleika að búa, en mestum hluta þeirra gífurlegu verðmæta, sem þjóð- in eignast vegna vinnu sjó- mannanna, er stolið í ofsa- gróða milliliða og okurfélaga, sem lifa eins og sníkjudýr á því að arðsjúga aðalfram- leiðsluatvinnuveg íslendinga. Og það era gerðir um það samningar milli flokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, hvernig þess- um flokkum megi bezt takast ] Ólafur Tryggvason sjómannakonur lyfta sér til vaJda, að hroki þeirra kann sér orðið ekkert hóf. Erkifífl á borð við Ólaf Tryggvason Jensen Thors þykist þess um- kominn að fara háðsyrðum um vandræðin, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn hafa komið sjávarútveginum í, tala um togaraútgerðina sem ó- maga á þjóðfélaginu. Öllum fórst að tala um ómaga á þjóðfélaginu, mun * einhver mæla, sem þekkir feril Ólafs þessa og fjölskyldufyrirtækja hans. ★ Þess mun einnig minnzt á sjómannadaginn, að allt frá stofnun sinni hefur Sósíalista- flokkurinn barizt jöfnum höndum fyrir eflingu íslenzka flotans og heilbrigðri skipan útgerðarmála og fisksölumála og fyrir bættum kjöram sjó- manna. Ár eftir ár hafa þing- menn Sósíalistaflokksins flutt réttlætismál sjómanna inn á Alþingi, barizt fyrir þeim þar og í blöðum sínum, þa.r til þau hafa brennt sig svo í vitund þjóðarinnar, [ að réttmæti þeirra varð ekki véfengt. Þess er skemmzt að minn- ast af þinginiu . í vetur hve mjög þingflokkur sósíalista lét sjávarútvégsmálin og rétt- lætismál sjómanna til sín taka. Mál eins og endurnýjun tog- araflotans, lögfesting 12 stunda hvíldar togaraháseta, uppbygging fiskiðnaðar og út- einn þeirra, þegar nýsköpunar- togararnir, sem taldir era með beztu fiskiskipum í heimi, vora boðnir falir. Þar sást stórhugur Ólafs Tryggvason- ar Thors og hans ættmenna, sú pöntun er minnismerki um trú íhaldsins á nýsköpun sjáv- arútvegsins. Enda hafa þeir fundið að Sjálfstæðisflokkur- inn h.f., saltfisksala ogolíuok- ur var ólíkt arðmeiri fyrirtæki en togaraútgerð. ★ Togaraútgerðin er stórvirk- asti framleiðsluatvinnuvegur íslendinga. Það veltur því á miklu fyrir þjóðina alla að togaraflotinn sé stóraukinn. Þá aukningu hafa ríkisstjórn- ir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar vanrækt með öllu, og ekki einu sinni séð fyrir nauðsynlegri endurnýjun flot- ans. Til að bæta úr brýnustu þörf á þessu sviði fluttu fjór- ir þingmenn sósíalista, Karl Guðjónsson, Lúðvík Jósepsson, Gunnar Jóhannsson og Einar Olgeirsson, á þinginu í vetur framvarp um smíði togara inn- anlands og aukningu togara- flotans. Var þar kveðið á um byggingu tveggja togara í ís- lenzkum skipasmiðastöðvum og ríkisstjórnin keypti erlendis frá átta fullkomna togara. Skyldi miða undirbúning þeirra framkvæmda við það, að smíði þessara 10 skipa Ijúki á tveimur næstu árum, 1956 og 1957. Sams konar frumvarp hafa þingmenn sósíalista einn- ig flutt á undanförnum þing- um. Flutningsmenn lögðu á það áherzlu, að með frumvarpi þessu væri ,,stefnt að því tvennu, að bæta afkomu þjóð- arinnar með eflingu þeirrar höfuðatvinnugreinar, sjávar- útvegsins, sem telja má hyrn- ingarstein undir allar meiri háttar framfarir á íslandi, eins og nú er háttað málum, og blása lífi í hinn unga iðnað, sem áreiðanlega á eftir að vinna hér stórvirki þegar tím- ar líða, ef hann fær að glíma við verkefni, sem honum eru samboðin," eins og togara- smíðar. ★ Þarna var ekki farið fram á mikið, en fáum sem þekkja til íslenzkra atvinnuhátta mun blandast hugur um að þjóðar- nauðsyn var að Alþingi tæki slíku máli af skilningi og festu. En gegn slíkum nauðsynja- málurn rís veggur þingmeiri- hluta SjálfstæðisfIokksins •. og Framsóknarflokksins. Enginn rödd úr þeim flokkum tók und- ir þetta nauðsynjamál þjóðar- innar allrar, enginn þingmað- ur úr þeim flokkum vírtist hafa á því skilning né vilja Ieggja því lið. Enda miðast stefna þeirra í atvinnumálum við annað en heilbrigða framleiðsluatvinnu- vegi íslendinga. Þeirra hug- sjón virðist vera að sópa þús- undum íslendinga til Suður- nesja, til Hornaf jarðar, Langa- ness, til Aðalvíkur, að byggja ný og ný pestarbæli erlendra herstöðva á íslenzkri grand — og fá síðan útlendinga til að manna fiskiskip Islendinga og að framleiðslustörfunum i sveitum landsins. ★ Annað dæmi, augljóst rétt- lætismál sjómannastéttarinn- ar: 12 stunda hvíldin, nýju vökulögin. Að vísu eru þau enn ekkl orðin lög. En 12 stunda hvíld- in á toguranum er þó orðinn veruleiki, sjómennirnir urðu að heyja löng og fórnfrek verkföll til að koma henni á. Gegn þessu sjálfsagða rétt- lætismáli hefur hinn illa fengni þingmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- ar risið eins og veggur, þing eftir þing. Það eru nú liðin 13 ár sið- an ísleifur Högnason, þing- Framhald á 10. síðu. Minnisblað á sjómannadaginn ★ íslenzku þjóðinni er það lífsnauðsyn að hér eftir sem hingað til veljist fjöldi hinna vöskustu æskumanna Islendinga til starfa á fiskiflotanum. -ár Þess vegna á sjómannastéttin að vera forréttindastétt á íslandi, þjóðfélagið verður að kappkosta að búa svo að sjómönnum sínum, að þeim sé á allan hátt boðlegt að starfa að sjómennsku, að þess megi vænta að ungir menn þyrpist til þeirra starfa. ★ Islenzkum togarasjómönnum verður að tryggja stóraukin landfri með fullu kaupi; fátt mæðir meira á þeim nú en fjarvistir frá heinúlum og ástvinum allt að því árið um kring. ★ Til þess að ná rétti sínum verða sjó- menn að hefja stéttarfélög sín til vegs, gera aðalfélag sitt, Sjómannafélag Reykjavíkur. að því forystufélagi ^ið hlið Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, sem það ætti að vera. En það er ekki nóg. Á Alþingi rís meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins eins og veggur gegn nauðsynjamál- um sjávarútvegsins og réttlætismálum sjó- mannastéttarinnar. Sjómenn, konur þeirra og aðrir vandamenn geta ráðið miklu um það hvort sá afturhaldsveggur Ihalds og Fram- sóknar á einnig framvegis að hindra fram- gang þeirra mála, sem sjómönnum er brýn nauðsyn að nái fram að ganga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.