Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 r v * ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRJ. FRÍMANN HELGASON Heimsókn þýzku knattspyrnumannanna eftfr skemtiitllegan leik Albert skoraði tvö mörk af mikilli snilli Það var ekki laust við að áhorfendur ættu erfitt með að átta sig á þeim „Valsmönnum“ sem komu hlaupandi inn á völl- in í fagurrauðum peysum og hvítum buxum í fylgd með hinu liðinu sem var í þverröndótt- um peysum sem aldrei höfðu sést hér áður. En þessir Vals- menn voru Þjóðverjarnir bún- ir litum Valsbúningsins. Eftir að liðin höfðu heilsazt og fyrir- liði Vals afhent fyrirliða Þjóð- verjanna blómvönd hófst þessi skemmtilegi leikur. Gott lið. Það kom fljótt í ljós að lið þetta er eftir þessum leik að dæma betra en þau sem komið hafa hingað undanfarið. Leikni Þjóðverjanna er mikil og hreyf- anleiki og sýndist oft sem þeir væru fleiri á vellinum. Spyrnur þeirra eru hreinar, og samleik- urinn oft mjög góður og vel upp byggður. Leikur liðsins í heild með skalla er betri en flestra liða sem hér hafa kom- ið i langan tíma. Hraði þeirra var mun meiri en Valsmanna. Það var því ekki að furða þótt lið með svona eiginleika héldi uppi mikilli sókn meiri hluta leiksins, og eftir gangi leiksins hefðu Þjóðverjarnir átt að fá meiri markamun, en vörn Vals var sterk og ákveð- in, sérstaklega Árni og Einar Halldórsson. Góður leikur Alberts. Að ekki varð meiri munur á mörkum má þakka Albert Guð- mundssyni. Án hans hefðu Valsmenn tæpast skorað og þessi glæsilegu mörk sem hann gerði voru liðinu mikil örfun. Albert sýndi leikni sem varla á sinn líka hér á vellinum, sérstaklega er hann skoraði síðara mark sitt, og mun það lengi minnisstætt. Hann snýr baki í mark Þjóðverja, fær knöttinn frá vinstri, löng og há spyma. Hann stekkur upp, læt- ur knöttinn snerta vinstri fót innanverðan svo hann missir ferð og fer aftur á milli fóta hans. í sömu andrá snýr hann sér við í loftinu og snýr nú andliti að marki Þjóðverja og knötturinn ,,dauður“ við fætur hans, hleypur 2-3 skref og skýtur af 20 m færi og svo snöggt og óvænt fyrir mark- mann Þjóðverja að hann hafði enga möguleika að verja, enda fór knötturinn í bláhornið upp við þverslá! Þessa marks verður lengi minnst. Sendingar Alberts voru mjög nákvæmar og gerð- ar af skilningi. Hann er þó sýnilega ekki í fullri þjálfun, miðað við sitt bezta. Þó Vals- menn berðust rösklega var sókn arleikur þeirra of laus i reip- um og sendingar of ónákvæm- ar. Þó komust þeir oft allnærri marki Þjóðverja en aldrei hættulega. Gangur leiksins. Á 10. mín. gefur Sclieuman Georges knöttinn en hann hafði komizt frír inn á vítateig og skorar óverjandi. Á 24. mín. fær Alhert sendingu frá Herði sem leikur á Þjóðverja hleypur að marki en spyrnir óvænt í bláhorn marksins. Markmaður hafði hendur á knettinum en skotið var svo fast að hann hélt honum ekki og hann hrökk inn í markið 1:1. Á 29. mín. er Scheuman kom- inn út á hægri jaðar, sendir vel fyrir og enn er það Georges sem skorar. Á 30. mín. er Scheuman, mið- herjinn kominn inn fyrir alla en misheppnast skotið. Á 42. mín. gerir svo Albert annað mark sitt eins og lýst hefur verið. Á 50. mín. átti Hilmar skot framhjá marki Þjóðverja. Á 60. mín. átti Georges skot rétt fyrir ofan þverslá. Litlu síðar er Sigurður kom- in inn fyrir en er of seinn að skjóta, bakvörður bjargar í horn. Á 69. mín. skorar hægri út- herjinn, Fesser, eftir góða sendingu frá Ziebs. Á 76. mín. bjargar Helgi meistaralega. Hörður og Sig- urður áttu á 80.. og 82. min. skot á mark Þjóðverja en þau voru laus og varði Bolchert það auðveldlega. Á. 84. min. munaði litlu að skot frá Fesser hafnaði ekki í neti Vals. 3:2 gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins og tækifærum. 5:2 hefðu verið nær sanni. Liðin. Af Þjóðverjum vakti vinstri innherjinn Georges, og útherj- arnir Kallermann og Fesser mesta athygli. Miðherjinn Scheuman var líka góður og hreyfanlegur. Miðframvörður- inn Hoffman var sterkur. Ann- ars er liðið jafnt og enginn veikur hlekkur í því. Bezti maður Vals og e. t. v. vallarins var Albert. Einar Halldórsson átti mjög góðan leik og sama er að segja um Árna Njálsson sem var sá eini sem gaf ekki Þjóðverjum eftir með hraða og baráttuvilja. Halldór Halldórsson er nú kom- inn í fulla þjálfun og átti ágæt- an leik. Helgi í markinu var á- gætur. Gunnar er ekki enn í sínu bezta og Hörður var ó- venjudaufur og ónákvæmur með sendingar. Vömin sem heild var sterkari hluti liðsins. Sem sagt þetta var mjög skemmti- legur leikur frá upphafi til enda þar sem sjá mátti oft listir knattspymunnar leiknar með prýði. Veður var ákjósanlegt í alla staði. Áhorfendur 6-7 þús. — Dómari var Hannes Sigurðsson og dæmdi vel. — Næsti leikur Þjóðverjanna verður á morgun og keppa þeir þá við KR. Gunnar M. Magnúss: J Börnin frá Víðigerði að fólkið gat flutt í það. Og um það leyti vaf'vinn- an við veginn að byrja, svo að þeir fóru þangað með Stjána og Geira. Þeir unnu í fyrstu mjög langt frá heimili sinu, en þarna fengu þeir peninga fyrir vinnuna og' mat upp á veturinn fyrir vinnuna. Vinnan stóð langt fram á haust. En svo kom óveður, svo að ekki var hægt að vinna. Hver hélt heim til sín og fór inn í sinn bjálkakofa. Og óveðrið hamaðist þarna í Ameríku, engu vingjarnlegar en á íslandi. Stormurinn æddi, það gerði blindþreifandi hríðar- veður og það undarlega var, hvað snjókornin voru stundum stór og hörð. Vatnið fraus og ána lagði, landið var hvítt og ömurlegt, rétt eins og á Islandi. Skógurinn gránaði, og það hvein ömur- lega í honum. Bjálkahúsin næddu og það varð að troða í rifurnar og klessa því, sem til náðist í þær. Það var amerískur vetur inni í auðninni. Tíminn leið. Erfiðleikar landnemanna s’tóðu árum saman, og aldrei mátti mannshöndin hvíl- ast frá skóflu eða öxi. — Það líða átta ár. Og margt brey’tist. Börnin eru vaxin upp til vinnu. Sum fara burt úr nýlendunni og fólkið er alls ekki ánægt með Jandskosti. Það vill fly’tja burtu. Geiri hefur verið einn af hinum kappsömustu við alla vinnu og hjálpað foreldrum sínum. Hann er nú orðinn fulltíða maður og hefur verið eitt ár í öðru byggðarlagi, til þees að kynnast háítum innfæddra manna. En hann hefur alltaf hugsað heim til gamla landsins. Og hann hefur alltaf sagt foreldrum sínum, að hann skyldi einhvern- tíma fara heim, til þess að aftra fólki frá að fara MATRÁÐSKONA ■ ■ ■ ■ Dugleg matráðskona óskast að mötuneyti voru í á Keflavíkui’flugvelli. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um [ fyrri störf sendist skrifstofu vorri. Sími 82563. ■ ■ ■ ■ Islenzkir aðalverktakar s.f. ■ ■ ■ ■■■MaaMmÉHÍMWataMBPaMmMaMMMMMsaaMaBMMaHMaaMaMBaauaMHBUMnnMMMMMam | S .• . ’ - •■ ■ ' •• y' \ I Á SJÖMANNADAGINN K.R.B. K.S.S. Knattspyrnuheimsókn H.S.F .V. 2. ieikur Heykjavíkurmeistaranisr KJR. gegn Neðra Saxlandi verður á íþróttavellinum annað kvöld, mánu- dag, klukkan 8.30. Dómari: Ingi Eyvinds Aðgöngumiðasala hefst á íþróttavellinum sama dag kl. 4. — Verð: stúkusæti kr. 30,00, stæði kr. 15,00 og kr. 3,00 fyrir börn. Forðizt biðraðir — kaupið miða tímanlega Móttökunefndin «B*MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMaMM«MMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMUI sendum við íslenzkum sjómönnum, hvar sem peir eru staddir og aðstandendum peirra, beztu óskir um framtíðina og pakkir fyrir störf á liðnum árum. Akurgerði h.f., Hafnarfirði. Félag ísl, kjötíWarmaniia heldur fund mánudaginn 6. júní kl. 8.30 í veitinga- húsinu Naust, uppi. Pundarefni: SAMNINGARNIR. Stjórnin. «MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMBMMMMMMMMMMMMMMM«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.