Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. júní 1955 Sjómannadagurinn % er hátíðisdagur íslenzkra sjómanna, sem sækja björg á miðin, sigla með ströndum fram og víða um heim Bæjarútgerð Hafnarfjarðar óskar öllum s]ómönnum gæfu og gengis I fram- flSinni i filefni af deginum 5 / Bæjarútgerð Hafnarfjarðar I • «■■■••■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■•■»•■■■■■ Tónlistarfélagið og Félag íslenzki’a einsöngvara: La Bohéme eftir Giacomo Puccini Hljómsveitarstjóri: Rino Castagnino Leikstjóri: Lárus Pálsson 1 Fáir söngleikir haía notið jafnmikilla ástsælda frá fyrstu stund og „La Bohéme" eftir tónskáldið italska Giacomo Puceini, enda fallegt verk, hug- þekkt og hlýtt, svo að ber af öðrum óperum meistarans, þótt ekki sé verulega dramatískt, djúpstætt eða stórt í sniðum; þar er leikið af öruggri tækni og meistaralegri nærfærni á viðkvæma strengi. Efnið er sótt í sígilda sögu franska skáldsins Henri Murgers um listamannalíf á vinstri bakka Signu á fyrri hluta nítjándu aldar og í ýmsu reist á raun- sönnum atburðum, þar má kenna Murger sjálfan, ástkonu hans og nána vini. Ópera Pucc- ini er hjartnæmur óður um horfna æsku, þrungin tilfinn- ingu fremur en tilfinningasemi. og efni og tónar í eins góðu samræmi og bezt má verða — líf listamannanna ungu stendur okkur lifandi fyrir hugskots- sjónum, og þar mega raunar allir kannast við æskubrek sín og forna frægðardrauma. Þess- ir rómantísku listamenn lifa fyrir líðandi stund, sárfátækir og tíðast svangir og kaldir, en þó öðrum meiri auðkýfingar, að minnsta kosti að eigin dómi; þeir bera ástarharma í brjósti og eru þó að jafnaði með spaugsyrði á vörum. Ro- dolfo skáldið í hópnum elskar Mimi, hina trygglyndu og góðu saumastúlku, af ástríðuþunga og afbrýði, en kynning þeirra á sér skamman aldur, brjóst- veikin leggur hana að velli áð- ur en varir. Félagi hans málar- inn Marcello fær sannarlega að reyna að engin rós er án Jjyrna, ástmey hans Musetta er jafn léttúðug og hverflynd sem hún er fögur; og við kynnumst líka vinum þeirra, heimspek- ingnum Colline og tónlistar- manninum Schaunard, sönnum fulltrúum æsku, nautna og listar. Bygging söngleiksins er með ágætum, þættirnir fjórir eru sérstæðar heildir og skemmtilega ólíkar og birta á Ijósan hátt andstæðurnar í lífi hins unga fólks, örðugleika og hryggð og gáskafulla kæti; og tónskáldið hyllir ástina í Ijúf- sárum heillandi söngvum. Með flutningi þessarar óperu hefur söngfólk vort fært sönn- ur á, að hér er hægt að flytja fullgildar óperur með prýði. Að þessu sinni var einungis íslenzkt söngfólk að verki, og komu þar þó ekki fram nærri því allir, sem hlutgengir eru. Sérstaklega er athyglisvert, hversu kostajafn flutningur söngfólksins var. Þaraa var ekkert sönghlutverk, sem hægt væri að segja, að hefði mis- tekizt. Aðalhlutverkin voru frá- bærlega vel sungin af Magnúsi Jónssyni (Rodolfo, tenór) og Guðrúnu Á. Símonar (Mimi, sópran). Guðrún hefur áður margsannað hæfileika sína, bæði á óperusviði og í hljóm- leikasal. Um Magnús hefur bjarmi sviðljósanna sjaldnar leikið. Fyrir réttu ári eða þar um bil efndi hann til hljóm- leika, sem lofuðu miklum og góðum hlutum í framtíðinni. Þau loforð hefur hann vissu- lega haldið, og er þó ekki þar með sagt, að hann kunni ekki <k að eiga eftir að gera það enn betur síðar. Rödd Magnúsar reyndist fyllilega hlutverkinu vaxin, flutningur hans í alla staði smekklegur og vandaður. Minnisstæður er samsöngur hans og Guðrúnar í fyrsta og síðasta þætti. Leikarar eru þau ekki enn sem komið er, einkum er leikræn túlkun, Magnúsar svipminni og dauflegri en efni standa til, en mjög geðfeld og látlaus er framkoma beggja. — Nokkru minni, en þó hliðstæð, eru hlutverk Guð- mundar Jónssonar (Marcello, baritón) og Þuríðar Pálsdóttur (Musetta, sópran). Sérstök á- stæða er til að geta ágæts söngs Þuríðar í atriðinu fyrir framan Momus-veitingahúsið í öðrum þætti. Og hún leikur einnig skýrt og skemmtilega, mjög glæsileg stúlka, aðsóps- mikil ,og óskammfell in sem Musettu sæmir, og túlkar ekki sízt Ijóslega góðvild þá og hjálpsemi er dylst að baki allr- ar léttúðarinnar. Þeir Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson (Schaunard, baritón), sem höfðu annars mjög svipuð- um hlutverkum að gegna, eru báðir alkunnir söngvarar, og nægir að taka það fram hér, að söngur þeirra réttlæti algerlega þá lofsamlegu dóma, sem þeir hafa áður getið sér. Að leik þeirra er óþarft að f inna — Guð- mundur er myndugur og mynd- arlegur og dálítið þóttafullur eins og Marcello á að vera, og Kristinn fjörugur og frjáls- legur og lýsir vel léttlyndi og lífsgleði hins ungá listamanns. Um félaga þeirra Jón Sigur- björnsson (Colline, bassi) er það að segja, að hann lét' ekki sitt eftir liggja, og hin mikla rödd hans naut sín ágætlega í því hlutverki, sem hann hafði þarna að leika. Gerfi hans og framganga var einnig vel við hæfi, Colline er traustur mað- ur, ihugull og geðfeldur í með- förum hans. Gunnar Kristins- son l(Benolt, baritón); Ólaf- ur Magnússon (Alcindoro, bassi) fóru einnig mjög vel með sín aukahlutverk, þó hú»- eigandinn hefði raunar mátt verða drjúgum skoplegri. Kór- söngurinn i miðþáttunum tókst ágætlega, og ber vitni vönduðu undirbúningsstarfi Ragnars Björnssonar. En þá er eftir að geta hljóm- sveitarinnar, Til þess að stjórna henni hafði að þessu sinni ver- ið fenginn hingað ítalskur tón- listarmaður, Rino Castagnino. Þarna var auðheyrilega á ferð- inni gagnmenntaður stjórnandi, og það leynir sér ekki, að hann þekkir auk þess til hlítar þá tegund hljómlistar, sem hér er um að ræða, og kann með hana að fara. Nákvæmur og blæ- brigðarikur flutningur hljóm- sveitarinnar undir stjórn hans var slíkur, að unun var á að hlýða. Lárus Pálsson setti óperuna á svið af alkunnum dugnaði og listfengi, og varð ekki á sýningunni séð að tími væri naumur til æfinga, svo háttvis og lýtalaus var framkoma söngfólksins alls, hvort sem margir voru eða fáir á svið- inu. Hinir skrautlegu og vönd- uðu búningar eru fengnir að láni í Kaupmannahöfn, og starfsfólk Þjóðleikhússins hef- ur veitt margvíslega aðstoð og ekki legið á liði sínu. Leiktjöld Lothars Grund eru falleg og vönduð í hvívetna — vinnu- stofa listamannanna hæfilega hrörleg en áþarflega lág und- ir loft, og bæði götusviðin gerð af skilningi á efni leiksins, litirnir samvaldir og línurnar hreinar, og eiga sinn þátt í að skapa hinn rétta hugblæ; Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.