Þjóðviljinn - 05.06.1955, Side 6
•IJ I
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. júní 1955 -----------—-
þJÓÐVIUINN
Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Ritotjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
A.uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Kitatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7600 (3 línur).
Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð
PrentsmiSja Þjóðviljanp h.f.
K--------—--------------------------------------------/
Hvernig laia verkin?
f dag er sjómannadagurinn, og það’ ver'ða mikil hátíða-
höld, og fögur orð munu hvergi verða spöruð. Ingólfur
Jónsson viðskiptamálaráðherra flytur aðalræðuna, og trú-'
lega verður hann sæmdur æðsta heiðursmerki sjómanna-
dsgsins á eftir, eins og útgerðarráðherrann Ólafur Thors
í fyrra. í ár hefur hins vegar skort framtak til þess að
sækja prófessor vestur til Ameríku til þess að koma fram
sem fulltrúi sjómanna í tilefni dagsins, og er það mikið
saknaðarefni.
Ókunnur maður sem fylgist með hátíðahöldum dagsins
mun að sjálfsögðu álykta sem svo að íslenzkir sjómenn
séu miklir forréttindamenn, einna líkastir þjóðhöfðingj-
uní erlendis. Öll þjóðin, og þá ekki hvað sízt ráðamenn
hennar, keppist um að hampa þeim og gera hag þeirra
sem beztan; þeir njóti þess í ríkasta mæli að vera óska-
höm þjóðarinnar.
En orðin eru ódýr hér á íslandi, og verkin tala minnis-
stæðara máli alla aðra daga en þennan eina. Staöreynd-
in er sú að því fer svo fjarri að sjómenn séu förréttinda-
nienn að þeir hafa orðið að heyja harða baráttu árum
saman til þess að tryggja sér frumstæðustu réttindi.
Það kostaði þannig sjómenn verkfall eftir verkfall að
hnýja fram svo sjálfsögð réttindi sem 12 stunda hvíld á
sólarhring á togaraflotanum. Gegn því réttindamáli stóðu
Ólafur Thors — maðurinn með heiðursmerkið — og allir
félagar hans á Alþingi árum saman og þeir sóuðu tugum
milljóna í gjaldeyri til þess að reyna að koma í veg fyrir,
aö sjómenn hlytu þessi sjálfsögðu mannréttindi.
Þessir sömu herrar hafa talið það eitt meginverkefni
sitt að stela af réttmætum hlut bátasjómanna með báta-
gjaldeyriskerfinu. Síðast nú í janúar og febrúar urðu sjó-
menn í Vestmannaeyjum að heyja harða baráttu til þess
að rétta hlut sinn að nokkru, og voru þá svívirtir látlaust
í blöðum þeim sem hrúga munu upp mestum lofsyrðum
í dag.
Þrátt fyrir þær miklu umbætur á kaupi og kjörum sem
sjómenn hafa tryggt sér með harðri baráttu, er það þó
staöreynd að útgerð héðan hefur verið stunduð með er-
lendri aðstoð; það hefur orðið að flytja inn sjómenn frá
Færeyjum. Svo mikil er umhyggja ráðamannanna fyrir
sjómennsku, að þjónustustörf 1 þágu erlends hernámsliðs
eili látin tryggja betri og eftirsóknarverðari kjör. En auð-
vitað munu þeir ekki minnast á það í ræðum sínum í dag.
Einnig er það í fersku minni að ráðamennirnír stöðvuöu
farskipaflotann lengi 1 vetur 1 vonlausum tilrauninn til
að komast fram hjá sjálfsögðum kröfum eins starfshóps-
ins, og ekki er útséð um nema þeir kunni að stöðva hann
í annað sinn af sömu ástæðu.
Þegar rætt er um kjör sjómanna er viðkvæðið jafnan
það að útgerðin beri sig ekki; það sé ekki hægt aö tryggja
sjómannastéttinni verðuga afkomu. Hversu haldlaus
þessi röksemd er sést þó bezt á því að íslenzkir sjómenn
eru lang afkastamestu sjómenn í heimi, draga á land sjö-
falt meiri afla en þeir sem næstir koma. Ef útgerðin ber sig
ekki hér, hvernig í ósköpunum er hún þá rekin í öðrum
löndum? Ef íslenzkir sjómenn verðskulda ekki að vera
raunverulegir forréttindamenn, við hvers konar kjör ættu
þeir þá að búa í öðrum löndum? Enda er staðreyndin sú
að íslenzk útgerð er einhver gróðavænlegasti atvinnuveg-
ur sem sögur fara af — gróðinn rennur aðeins til annarra
en þeirra sem skapa hann. Fyrir nokknim dögum var
mikið skrifað um gjaldeyiisspamaðinn af áburðarverk-
smiðjunni, og hann er vissulega ánægjulegur. Þó nam
hann ekki meiru en gjaldeyristekjunum af veiði þriggja
nýsköpunartogara, en fyrir verðið sem áburöarverksmiðj-
an kostaði mætti nú kaupa 10 nýtízku toga. Togaraútgerð
er því margfalt arðbærari en sú stóriðja sem felst í áburð-
arverksmiðju, og er hún þó einnig mjög arðgæf fyrir
þjóðina.
Þessa ber að minnast í dag er stjórnarvöldin flytja hin-
ar fögru og hjartanlegu ræður sínar. Og það mun verða
haldið áfram að berjast þar til verkin tala í ögn meira
usamræmi við orðaflauminn.
Ritstjóri: Guðmundur Arnl&ugsson
SKÁKIN
BORIS SPASSKl
Á síðasta skáþingi Sovét-
ríkjanna vakti enginn meiri at-
hygli en yngsti keppandinn,
hann var í fylkingarbroddi frá
upphafi til loka. Séu gerðar
upp sakir milli 6 efstu manna
innbyrðis verður röðin þessi:
1.-3. Smisloff, Spasskí, Ilviskí,
3 vinninga hver; 4. Petrosjan
2y2; 5- Geller 2; 6. Botvinnik
1%.
Spasskí er lesendum skák-
dálksins ekki með öllu ókunn-
ur, því að hér hefur verið
minnzt á hann tvívegis áður
og kann ég litlu við það að
bæta. Hann er frá Leningrad,
er stúdent og talinn 18 ára nú.
Hér fer á eftir ein af skákum
hans úr þessu síðasta skák-
þingi og er andstæðingurinn
enginn annar en sá, er vann
skákmeistaratitilinn að lokum.
Nimzoindversk byrjun
Geller Spasskí
(Skýringarnar eru eftir
Lilienthal)
1. d2—d4 Rg8—f6
2. c2—c4 e7—e6
3. Rbl—c3 Bf8—b4
4. a2—a3
Það má deila um hvort þetta sé
bezta framhald hvíts. Hvernig
sem því er farið, er þetta eft-^
irlætistilbrigði snjallra leik-
fléttumanna eins og -Bronsteins
Kotoffs og Gellers.
15. c3xd4 Rc6xd4
16. Rh5xf6 Dd7—e7
17. Ddl—a4
Það er ekki rétt af hvít að
draga drottninguna líka úr
vöminni kóngsmegin.
17. Ba6—b7
18. Rf6—h5
Hér gat virzt svo sem Geller
gæti komið upp flækjum sér
í hag með því að leika 18. Rd5
— eftir exd5 hótar hvitur bæði
Dxd4 og Dxa7. En Ssasskí
hefði áreiðánlega afþakkað
boðið og leikið í staðinn 18. —
Dh4 með öflugri sókn, t.d. 19.
Dxa7 Rf3+ 20. gxf3 Hhg8f 21.
Khl Dh3 og mátar, eða 19. Re3
Hhg8 20. Khl f5.
18. Hh8—g8
m^m mmm,
...
AB CDEFGH
19. Da4—dl
Geller sér, að ástandið er að
verða alvarlegt, en nú er hann
orðinn of seinn. Svartur hefur
nú frumkvæðið og Spasskí
kveður það til enda af mikilli
snilld. Hvítur gat vitaskuld
ekki leikið 19. Dxa7 vegna 19.
— Hxg2f 20. Kxg2 Bxe4f 21.
Bxe4 Dxa7.
19. f7—f5!
20. Hfl—el De7—h4
21. f2—f4
Þetta er engin yfirsjón, hvítur
á ekki betra til!
21. e6—e5!
Auðvitað vinnur Dxelf einnig,
en leikur svarts er ennþá betri.
Ef nú Khl þá Hg4.
22. Hal—cl e5xf4
23. Bd3—fl Dh4xelf
24. Ddlxel Rd4—f.3t
25. Kgl—f2 Rf3xel
26. Hclxel f4—f3!
Enn eitt bragð, sem gerir tafl-
ið alveg vonlaust fyrir hvít
vegna þess að kóngur hans
verður gersamlega berskjald-
aður.
27. g2xf3 f5xe4
28. f3xe4 Hd8—f8f
29. Kf2—e3 Bb7xe4!
30. Bfl—h3t Be4—f5
31. Bh3xf5 Hf8xf5
og hvítur gafst upp.
4. Bb4xc3f
5. b2xc3 c7—c5
6. e2—e3 Rb8——c6
7. Bfl—d3 d7—d6
8. Rgl—e2 b7—b6
9. 0—0 Dd8—d7
Svart býr sig undir að þrýsta
á c4 og undirbýr þar að auki
langa hrókun.
10. e3—e4 Bc8—a6
11. Bcl—g5 0 0 0
í skákinni Kotoff—Arnlaugs-
son á Ólympíumótinu í Am-
sterdam hrókaði svartur langt
í nokkum veginn sömu stöðu.
Spasskí hefur þó aðra og öfl-
ugri áætlun í huga en íslend-
ingurinn.
12. Re2—g3
Geller flytur riddarann yfir á
kóngsarm. Þessi áætlun er
vafasöm, því að kóngur svarts
stendur öruggur drottningar-
megin. Vilji Geller fórna peð-
inu á d4 fyrir sókn, var rök
réttara að leika Rcl, eins og
Spasskí benti á, að skákinni
lokinni. Hugsanlegt framhald
væri þá 12. Rcl cxd 13. cxd
Rxd4 14. a4 með sókn sem spá-
ir góðu.
12. h7—h6!
Spasskí er taflmaður, sem er
það sízt móti skapi að láta peð
eða tvö fyrir sókn. Hér er það
Geller sem býður fórn, en ekki
hefði verið ráðlegt að þiggja
hana: 12. — cxd4 13. cxd4
Rxd4 14. Rh5, og taflið er ó-
þægilegt fyrir svart.
13. Bg5xf6
Þessi kaup koma svarti að
haldi. Eg skil vel, að Geller sé
ekki fús að hætta við áform
sitt og leika Be3, en ég held
að það hafi ekki verið of seint.
13. g7xf6
14. Rg3—h5 c5xd4
Áttræður í dag:
Jón Árnason, prentari
Jón Ámason er áttræður í
dag, því hann fæddist í Mikla-
holtshelli í Hraungerðishreppi
5. júní '1875. Hann hóf prent-
nám 18 ára gamall, stundaði
prentstörf í Noregi um alda-
JÓN ÁRNASON
mótin og vánn við iðn sína þar
til hann var sjötugur.
I prentaratalinu er þess get-
ið að Jón sé eini prentarinn
hér á lándi, sem hafi lært
fastaletrún (eftirsteypu) til
hlítar.
Jón var einn af stofnendum
Hins íslenzka prentarafélags
1897 og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum, sérstaklega
á fyrri áram.
Þá var Jón einn þeirra
tuttugu prentara, er stofnuðu
prentsmiðjuna Gutenberg árið
1904, en sú framkvæmd olli
tímamótum í kjarabaráttu
prentara og varð þar að auki
til þess að meiri rækt var lögð
við vöndun prentgripa en áð-
ur var.
í Góðtemplarareglunni hefur
Jón starfað áratugum saman,
og gegnt þar mörgum embætt-
um, bæði í sinni eigin stúku,
Umdæmisstúkunni nr. 1 og
Stórstúkunni og síðan árið
1939 hefur hann verið umboðs-
maður alþjóða-hátemplars
hér á landi.
Hann var um mörg ár rit-
stjóri Templars, sem var mál-
gagn góðtemplara á íslandi og
háði þá marga orrahríð, með
penna sínum, fyrir áfengis-
bindindi og áfengisbanni.
Þá hefur Jón starfað mikið
í Guðspekifélaginu og ritað
margt um guðspeki, dulfræði,
táknfræði og stjörnuspeki.
Jón Árnason var kjörinn
heiðursfélagi Hins íslenzka
prentarafélags 4. apríl 1937 og
Stórstúku Islands 24. júní
1950. Riddari af fálkaorðunni
varð hann 15. okt. 1945.
Jón Árnason er ákveðinn í
skoðunum og ómyrkur í máli
og þó að hann sé félagslyndur
eins og sjá má af því, sem að
framan greinir, og er þó að
sjálfsögðu ekki allt talið af því
tagi, þá verður þó ekki sagt
að hann hafi ætíð bundið bagga
sína sömu hnútum og sam-
ferðamennirnir. Hann hefur
sagt skoðanir sínar á mönnum
og málefnum án tillits til þess
hvort þær áttu fylgi að fagna
eða ekki.
Þó að ég hafi haft nokkur
kynni af Jóni Árnasyni um
meira en 40 ára skeið, tel ég
mig ekki svo kunnugan einka-
lífi hans að ég treysti mér til
að lýsa því á einn eða annan.
hátt, ég hefi því hér aðeins
Framhald á 10. síðu.