Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 4
norskra karla bind-
indismenn, 19% kvenna
4**—' ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 15. september 1955
Athyglisverð rannsókn á áfengisvenjum í Osló
Noi'ömerm hafa á síðari árum gert ýmsar athyglisverðar
rannsóknir í sambandi við áfengisvenjm' og farið þar
að dæmi Svía. Á síðastliðnu ári hefur norskur hagfræö-
ingur Thorolf Jan Helgesen gert all yfirgripsmiklar rann-
í Osló í þessu efni.
Péturskirkja og páfagarður eru vinsælir staðir meðal feroamanna sem til Rómar
jixrma. Einkum stefna pó kapólskir menn pangað, ogm er myndin tekin um páska af
hópi pílagríma sem bíða blessunar páfa á torginu mikla.
Ávarp til Ilúnvetninga
Byggðasafn í Húnavofnssýslu
Fáar Evrópuþjóðir hafa fram
til síðustu tíma skeytt minna
um vemdun fornra siða og
minja en vér íslendingar, öðr-
um þræði sakir þess að þjóðin
bjó við sérstaka einangrun og
kyrrstöðu, að hinum vegna
ræktarleysis við forfeður og
fortíð, eins og enn vill við
brenna.
Nú blandast engum hugur
um, að Sigurður málari Guð-
mundsson er einn af merkustu
brautryðjendum og nýtustu
sonum ættlands vors, en hann
átti manna mestan þátt í stofn-
un Þjóðminjasafnsins. Býr það
enn í dag að hugsjónum hans
og starfi.
Þótt Þjóðminjasafnið eigi
miklu hlutverki að gegna, sem
varðar landið allt, orkar ekki
tvímælis, að hreyfing sú, sem
hafizt hefur á síðustu árum í
þá átt að sfofna til minjasafna
innan einstakra héraða á full-
an rétt á sér.
Á þessari öld hefur orðið
bylting í lífi þjóðarinnar. Vér
lifum að kalla nýju lífi í nýju
landi. Öll tækni er gjörólík því,
sem áður var, alls staðar hafa
ný tæki leyst hin gömlu af
hólmi. Jafnframt er byggingar-
stíllinn nýr og byggingarefnin
önnur en áður. Jafnvel hús-
munir hafa tekið á sig nýja
mynd. Torfbæir hafa þokað
fyrir steinhúsum, — ýtur, bílar
og dráttarvélar með alls kon-
ar tilheyrandi tækjum, útrymt
að mestu eða öllu orfum og
Ijáum, reiðingum, kvömum, —
jafnvel reipum og kerrum, já
beizlum og hnökkum, svo eitt-
hvað sé nefnt, sem voru dag-.
legustu hlutirnir á hverju
heimili fyrir fáum árum.
Ef til vill kemur ekkert af
þessu aftur í almenn not, og
nöfn og notkun týnist úr minni
og máli almennings. En þetta
á sína aldagömlu sögu, og víst
mun framtíðinni þykja mikill
fengur í því, bæði sakir sögu
og meririmgar að eiga sem
flestar, og sem víðastar minj-
ar hinna fyrri tíða. Til þess
að sannfærast um það, þurfum
vér ekki annað en minnast
þess, hve vér hörmum nú allt,
sem glatazt hefur af fræðum
fyrri tíða, svo að oss þykir nú
mikilsvert ef eitt skinnblað
finnst, hvað þá dysjar með ein-
hverjum munum.
Nokkur héruð hafa þegar
með góðum árangri hafizt
handa um að bjarga undan sjó
og úr hafróti breytinganna
ýmsu úr farkosti fyrri tíðar-
manna sem svo að segja hefur
verið kastað á glæ. Enda eru
nú síðustu forvöð að hirða
margt, sem er að glatast í grasi
eða grafast í sand.
Húnavatnssýsla er eitthvert
sögufrægasta hérað landsins
að fornu og nýju. Þar hafa
einnig orðið hvað mestar breyt-
ingar á byggingum og búnaði
öllum. Oss virðist því ærin
nauðsyn að sinna þar þessu
máli, héraðinu til sæmdar og
nytja í nútíð og framtíð. Þeim
mun sjálfsagðara lika sem nú
eru fyrir hendi góðir og örugg-
ir geymslustaðir fyrir fom-
minjar bæði í héraðshælinu á
Blönduósi og héraðsskólanum
á Reykjum í Hrútafirði. Vér
höfum þegar hafizt lítillega
handa, gert nokkrar eftir-
grenzlanir í þá átt hvað til sé
af merkum fornmunum í sýsl-
unni, og hvort einstaklingar
væru ekki fúsir að láta þá af
hendi til byggðasafns. Þetta
hefur komið í ljós:
A. Mikið er til af allskonar
sjaldgæfum og merkum mun-
um og tækjum, sem nauðsyn
ber til að varðveita, og bezt
eru geymdir í vörzlu og á
kostnað byggðasafns.
B. Þeir einstaklingar, sem
þegar hefur verið leitað til,
hafa yfirleitt brugðizt ágæt-
lega við tilmælum vorum, og
ýmist afhent muni eða heitið
að það yrði gert eftir sinn dag.
Kom það skýrt í ljós, er sendi-
maður af vorri hálfu fór um
úti á Skaga nýlega. En þar eru
bændur enn hvað fornbýlastir,
en einnig örlátir og höfðing-
lyndir.
Húnvetningar búsettir utan
sýslunnar, einkum i Reykjavík,
hafa sýnt máli þessu einna
mestan skilning frá upphafi.
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík átti raunar drjúgan þátt
í að koma verulegum skriði á
málið bæði með nefndarskipun
og fjárframlögum. Þar hafa og
nokkrir einstaklingar lagt fram
góðan skerf svo sem frú Gunn-
fríður Jónsdóttir myndhöggv-
ari.
Sýslunefndirnar í A.- og V,-
Húnavatnssýslu hafa á síðast-
liðnu vori kosið nefndir í mál-
ið, lagt fram húsnæði og heitið
frekari stuðningi.
Nú eru það tilmæli vor, að
allir Húnvetningar innan sýslu
og utan, — sem og vestan hafs,
— gefi máli þessu gaum og
leggi því lið m. a. á eftirfar-
andi hátt:
1. Menn athugi hvort þeir eigi
ekki í fórum sLnum muni,
tæki, mjmdir o. s. frv. sem
þeir telja bezt geymt á
byggðasafni. (Munið að
skrifa nöfnin aftan á gaml-
ar myndir, og láta helzt
sögu hlutanna fylgja, ef
hún er sérstök og þið þekk-
ið hana).
2. Þeir gefi þessa muni til
safnsins eða ánafni þá því
eftir sinn dag.
3. Þeir, sem selja vildu slíka
muni sanngjömu verði, láti
einhvern undirritaðan vita
af því.
Framar öllu leggjum vér þó
ríka áherzlu á að hver ein-
staklingur gæti þess, að ekkert
glatist að óþörfu, sem hefur
menningarlegt og þjóðlegt gildi,
en varðveiti það, ef ekki á
Framhald á 10. 9Íðu
Fróðlegt er að bera þessar
athuganir saman við rannsóknir
Svía frá 1944, og kemur þá í
ijós, að niðurstöður eru mjög
svipaðar.
Hófst bessi rannsókn með
því, að hagfræðingurinn sendi
2509 persónum spurningablað og
það 1104 karlar og 1415
konur.
Af þesum hópi svöruðu 62%
körlum og 60% af konum,
og á svörum þeirra byggist
rannsóknin.
Fyrst gerir höfundurinn grein
fyrir þesu fólki, á hvaða aldri
það er, atvinnu þess, úr hvaða
bæjarhlutum og hvemig efnahag
það býr við.
Allt þetta þarf að athuga vel,
svo að grundvöllurinn sé traust-
ur. Og kemur þá í ljós, að svo
.er. Þarna er fólk frá 21—69
ára aldri úr ýmsum stéttum og
með mismunandi tekjur.
Þá er það rannsóknin sjálf.
Hverjum einstaklingi voru send-
ar 16 spurningar, og það er
margt, sem lesa má út úr þess-
um svörum. Hér verður aðeins
drepið á algengustu svörin við
6 spurningum.
Fyrsta spuming var þessi:
Eruð þér bindindismaður eða
neytið þér áfengis? Svörin eru,
að af körlum eru 62 bindindis-
menn en 623 neyta áfengis, en
af konum eru 155 í bindindi en
681 neyta áfengis, eða 9% karla
eru .í bindindi en 19% af kon-
um. Af körlum eru 9 í bindindis-
félögum en 23 í trúarlegum fé-
lögum, en tilsvarandi tölur hjá
konum eru 12 og 79.
Önnur spumingin, sem hér
verður gerð að umtalsefni, er
til þeirra, sem neyta áfengis, og
er hún þannig: Hvenær neyttuð
þér fyrst áfengis?
Nærri helmingur af körlum og
nærri þriðjungur af konum segj-
ast hafa neytt áfengis fyrir 18
ára aldur. Og við 21 árs ald-
ur hafa 80% af körlum og
62% af konum neytt áíengis.
Til hvíldar og hressingar sögðu
17,3% af körlum og 7,4% af
konum. Hjá þeim flokki virðist
löngunin eftir áfengi vera meiri.
Oft nefna þeir sem ástæðu fyr-
ir áfengisnautninni, að þeir
þurfi „að setja lit á gráan hvers-
dagsleikann." Þriðji stærsti hóp-
urinn svaraði: „Fellur bragðið
og áhrifin“. Það voru 12,1% af
körlum og 18,1% af konum, af
þeim er neyta áfengis. Bendir
þetta til þess, að löngun karla
sé meiri en kvenna eftir áfengi.
Þá kemur fimmta spurningin.
Henni var aftur eingöngu beint
til bindindismanna. Hún var
þessi: Hvers vegna ueytið þér
ekki áfengis? Algengasta svar-
ið var: „Finn enga þörf til þess,
og er algerlega sama um það“.
Það voru 25,8% af körlum og
37,8 % af konum, sem svöruðu
þannig. Nokkur hópur sagðist
ekki neyta áfengis af trúarleg-
um ástæðum, eða 22,6% af körl-
um og 23,2% af konum. En
19,4% af körlum og 19,4% af
konum sögðu, að þau væru bind-
indismenn, af því að það væri
grundvallarregla, sem þau
fylgdu samkvæmt lífsskoðun
sinni.
Þetta eru þrjú algengustu
svörin við því, hvers vegna þeir
eru bindindismenn.
Sjötta og síðasta spurningin
er svohljóðandi: Hvar neytið
þér oftast áfengis? Hér verður
að skýra frá þremur algengustu
svörum. Svör karla eru þessi:
Aðeins heima 13,5%, hjá vinum
og kunningjum 11,7%, á heim-
ilum vina og kunningja 36,7%.
Hliðstæðar tölur hjá konum
eru: 8,2% 22,5% og 27 prósent.
Af þessu sést að vínnotkun
er einkum heima og hjá vin-
um og kunningjum. Einkum á
þetta við eldra fólkið. Og með
aldrinum virðist vera tilhneig-
ing til að nota áfengi aðeins
heima. Það er einkum yngra
fólkið, sem neytir áfengis á veit-
ingahúsum. Það eru fremur
fáir, sem neyta áfengis aðeins
við hátíðleg tækifæri.
Þriðja spurningin var: Er
(var) faðir yðar bindindismað-
ur? Svörin gefa greinilega til
kynna, að það er samband á
milli áfengisvana föður og
barna. Af bindindismönnum
voru 53%, sem áttu föður, er
var bindindismaður en aðeins
13 af áfengisneytendum. Ber
þetta vel saman við sænsku
rannsóknirnar um gildi bind-
indisheimilanna til að stuðla að
bindindissemi unga fólksins.
Fjórða spumingin var: Hvers
vegna neytið þér áfengis? Svör-
in voru á ýmsa vegu en
flestir sögðust gera það
sambandi við skemmtanir og
heima hjá vinum sínum. Það
voru 48,8% af körlum.og 56,8%
af konum, sem svöruðu þannig.
Blöð
Tímarit
Frímerki
Filmur
SÖLUTURNINN
við Amarhól