Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. septemiber 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: 95. dagur að g'líma við stórkostleg verkefni. Og í samanburði við ykkar verkefni er það sem ég hef dútlað við aðeins smá- munir. Jú, ég held ég heföi gjarnan viljaö taka þátt í því. Hann sat um stund og starði fram fyxir sig eins og hann væri aö dreyma um voldugar aflstöðvar, mann- virki, verksmiðjuborgir, sem bolsévíkamir höfðu reist og nú voru aðeins brenndar og hrundar nistir. Svo kinkaði hann kolli og sagði: W Nei, hugsaði hann. Það er óhugsandi. — Já, já, drengur minn, tími minn er liöinn og ég geri mér ekki miklar vonir um þá kynslóö sem nú hefur völdin. Það eruð þið sem allt byggist á. Og þótt ég sjái þá baráttu ekki bera neinn árangur, þá er það betra en aö reyna að hagnast sem mest á sinni eigin smán. Þú verþur að breyta eftir samvizku þinni. Ef við hlýðum æviniega rödd hennar, Gregei's, getur ekki fariö mjög illa fyrir okkur . . . 27 KAFLI Danskur kler cur og forscstisráðherra lýsa skoðun sinni á hinurn rétiu yfirvöldum. Og í samkvœmi, par sem menningarfrömi;8ir skiptast á liáleitum skoðunum, heyrum við ilit ýmissa viðurkenndra mennta- manna, en alþýðan er farin að hugsa sitt. Presturinn á Haslev prestssetri er dálítið kvefaður. Hann hefur verið í fyrirlestraferð um landið og látið rödd sína óma í kirkj um og tmboðsstöðvum, og hið göfuga starf hefur ofreynt í honum raddböndin. Ráös- konan hans oer honum sjóðheita ylliberjasaft, og hinn góði drykkur mýkir á honum góminn, svo að hann þrífur pennann og skriíar með ákefð síðasta kaflann í riti sínu um Stríff og kristindóm. Hann situr þarra, hjúpaður innisloppi, og eiginlega minnir hann rnest á skikkanlega, gamla konu sem ætl- ar að fara að firja upp á nýjan sokk. En látið ekki blekkjast. Haon tr stríðsmaður drottins, og sjómenn á Vesturströndinni, smáborgarar í kaupstöðum, fátækir sem ríkir hlýða á orö hans; hann getur dæmt fólk til helvítis og lyi't því til himna, og honum finnst það eðlilegt og sjáifsagt aö hann sé andlegur leiðtogi þjóðar- innar af guð’ náð. RáÖskonan kemur meö nýtt glas af þessum mýkjandi drykk og hún lítur á hann með áhyggjusvip, því að það er skelfilegt hvað presturinn veröur að leggja mikiö á sig. En á þessum tímum verða allir .að gera sitt bezta. — Ætlar presturinn ekki að fara að ganga til náða? leyfir hún sér að spyrja. Hann lítu” viðutan upp úr handritinu og svarar síð- an vingjarnli'ga. — Nei, Friðiikk? litla, presturinn gengur ekki til náða. Presturimi gengur aldrei til náða. Presturinn hefur sitt verk að vinnt. Og hann kinkar kolli til hennar og heldur áfram að skrifa: „Þegar við með tilliti til 13. kapítula Rómverjabréfs- ins, valdstéttimar skipaðar af guði til að ríkja með valdi, drögum þá ályktun að styrjaldir geti verið kristi- leg skylda, þa leiðir þaö af sjálfu sér aö til er stríð sem bann liggur riö, stríðið gegn valdstéttunum, borg- arastyTjaldir, uppreisnir. Hversu óánægöir sem við er- um með þæ;’ valdstéttir sem guð hefur yfir okkur sett, þá eru þær frá honum komnar og guðs börn hafa engan rétt til aö bo’a þeim frá meff valdi. Þá synd verða börn heimsim aö drýgia eins og aðrar syndir. Ef við höfum yfir okkur óv'nsæla stjórn, framandi vald sem beitir kúgun, þá er oft crfitt að mæla guðs orð og segja: Sér- hver maöur sé yfirbodnum valdstéttum hlýöinn. Það getur verið mjög óþjóðlegt. En það er kristindómur. Viö verðum að aðvara hina ungu. Skemmdarverk og njósnir eru syndsamleg. Og afleiðingamar eru örlaga- ríkai'“. Hann leggu)’ frá sér pennann og les vandlega þaö sem hann heiur skriíaff því að hann er maður með ábyrgö- artilfinningu og veit h\aö í þessum oröum felst. Þau bóða hlýðni og undirlægjuhátt viö hinn sigrandi naz- isma. Og houum flaug í hug: ef það væru kommúriist- amir sem væru valdstéti.in! — Nei,-hngsaöi hanr. Það er óhugsandi, þaö kemur ekki til mála aö beir sigri. Guð almáttugur sér fyrir þvi. Og ef þeir sigruðu, væru þeir ekki hin rétta vald- stétt skipuð af guði. Þá væri þaö þvert á móti kristileg skylda að gera uppreisn gegn þeim. Hann tærr. r gíasiö með ylliberjasaftinni sem nú er ekki nema volg og kinkar kolli með ánægjusvip. Þetta rit er gott og mergjað eins og greinar Lúthers eða hirð- isbréf hans gegn uppreisnarbændum! Berjið þá niður eins og óöa hunda! Hann heldur sér við kenningar Lút- hers og kristmdóminn cg getur rólegur gengiö til náða. Bronstein 0$ eimilisþáttnF Allar höfum við einhverja gaila, sumar eru of magrar, aðrar of feitar og enn aðrar of litlar. Hér eru sýndar flíkur \dð hæfi þeirra sem eru of grannar og of feitar. Sú sem er of þrekin þarf að vera í slétt- um, sniðlitlum kjól með bein- um línum. Kjóldragt með plíser- uðu pilsi er afbragð fyrir þrekna konu. í mittið á blúss- unni er mjótt belti og hálsmál- ið er skemmtilegt. Ermamar eru diáifsíðar og venjulegur ! Önnur of feit, J i | Mn of mögur axlasaumur. Þetta er látlaus og snotur dragt og hentar vel þeim sem eru of þreknar. Stúlkan sem er of grönn á við önnur vandamál að stríða, en einnig handa henni er fellda pilsið heppilegt. Hér er léttur kjóll úr röndóttu efni, og snúa rendumar þversum í blússunni niður á mjaðmir. Það undir- strikar granna mittið og gefur hæfilega breidd í blússuna þeg- ar þverrendurnar ná út fyrir axlir. Framhald aí 5. síðu. og Ungverjinn Szabo hafa báð- ir 9 vinninga, en aðeins fjórar skákir eftir, og geta átt á hættu að fara niður fyrir Geller og Petrosían, sem eru með 81/2 vinning. Síðan koma Tékkinn Paohman, Argentínumaðurir.n PiJnik og Júgóslavinn Fuderer með 8 vinninga og það verður við þá sem Spasskí mun keppa um niunda sætið. I síðustu fimm umferðum get- ur þó margt óvænt gerzt. Fud- erer á þannig eftir að tefla við fjóra Rússa, og síðustu skákir hans verða því enginn barna- leikur. Júgóslavinn Rabar og Arg- entínumaðurinn Najdorf hafa 7 vinninga, en Svíinn Stáhlberg og Argentínumaðurinn Guimard hafa 6*1/2. Svíinn er algerlega vonlaus, þar sem hann teflir aðeins við Rússa í síðustu fimm umferðunum. láð handa nýgiftn fólki Afborgimin hættuleaa Kaupið ekki of mikið með af- borgunum þegar heimili er stofn að. Það getur verið hættulegt og það er svo freistandi, því að manni finnst ævinlega hægt að bæta við örlitlu máiiaðárgjaldi. Afborgunarfyrirkomulagið get- ur verið mikil hjálp fyrir nýgift fólk sem getur ef til vill ekki á annan hátt eignazt dýra bús- hlutx, en notfærið ykkur ekki afborganir þegar hægt er að komast hjá því. Unga fólkið sem skuldbindur sig til að borga mánaðarlega háar upphæðir, lendir oft í miklum vandræðum, þegar frá líður, Þótt bæði hjónin vinni fyrii" háu kaupi mega þau ekki vera of bjartsýn, og alltaf verður að gera ráð fyrir að sjúkdómar og óhöpp geti átt sér stað. Konan verður ef til vill barns- liafandi og hættir að vinna og hin einföldu laun geta ekki stað- ið undir mánaðargreiðslum, með þeim afleiðingum að verzlan- irnar geta sótt aftur húsmun- ina. Þess ber einnig að geta að hinn langi greiðslufrestur er dýr og maður sparar sér hreint ekki lítið með því að biða með að kaupa þar til hægt er að borga út í hönd. Hættulegust er sú afstaða að halda að maður fái vöruna ,,ókéypis“ þegar hún er keypt með afborgun. Eink- um hættir kvenfólki til að vera léttúðugt í þessum sökum og það gleymir oft að gera ráð fyrir þeim sveiflum sem geta átt sér stað í heimilisútgjöld- unum. Stundum endast matar- peningarnir mjög vel eina vik- una, eix i næstu vilcu þarf ef til vill að kaupa ýmislegt sem léttir mjög pyngjuna, og mað- ur þarf alltaf að gera ráð fyr- ir óvæntum nauðsynjaútgjöld- um. tíigefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sosíalistaflokkurinn. — Ritstjóiar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit- ttóri: Jón Bjamason. — BlaðamettK: Asmundur Sígurjónsson, Bjami Benediktsson, GuðmundUr Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús 'Toríi Ólafssöh. —- AuglýSingastjðri: Jónfileá*a Haralisson. — RitStjórh, af greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 7500 (S línur). — Áskrtftarverð kr 2® 6 MiSmtíSi í Rðsdofavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljan* hJL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.