Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 7
— Fimmtudagur 15. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eitt þeirra vandamála sem . nú er mest rætt manna á meðal eru vandræði þau, sem hljótast af hinni ofboðslegu óþurrkatíð sem í sumar hefur herjað meira en helming landsins, eða allt Suðtirland, Vesturland og stóran hluta Norðurlands. Að vísu er hér síður en svo um neina nýjung að . ræða. Slík óþurrkasumur hafa alloft komið um nokkra hluta landsins, og má minnast hins síðasta 1950, er var eitt hið versta, sem .menn mundu eftir á Austur- og Norðaustur landi. Að öllu samanlögðu mun áreiðanlega mega segja hið sama um þá landshluta sem óþurrkarnir hafa herjað mest í sumar, og engan veg- inn hægt að bæta tjón það er þeir hafa valdið. En alltaf er þó betra að athuga úrbóta- möguleikana í tíma og má áreiðanlega segja, að fremur sé það of seint en of snemma, sem Búnaðarfélag íslands hef- ur tekið málið til athugunar. Dráttur er vitanlega, og að vísu með nokkrum rétti, af- sakaður með því, að í lengstu lög hafi verið vonazt eftir batnandi tíðarfari, sem bætt gæti nokkuð úr skák. En þá má fullyrða, að mjög langt er síðan að auðséð var að hey- fengur hlyti að verða bæði minni og einkum :þó miklu lé- legri en í meðalári á þeim svæðum sem óþurrkarnir hafa verið mestir. Kjarni málsins I blaðaviðtali sem nýlega hefur birt verið við Pál Zóp- hóniasson búnaðarmálastjóra eftir að hann hafði ferðazt um Ves'turiand til þess að kynna sér ástandið þar, gefur hann þær upplýsingar, sem raunar þurftu engum að koma á óvart, að ástandið sé all- breytilegt eftir því hvernig aðstaðan sé til heyverkunar, bæði á einstökum býlum og í einstökum hreppum. Þannig sé ástandið langlakast þar sem minnst sé hlöðurúm fyr- ir vothey og lítið um súg- þurrkunaráhöld. Þótt segja megi að slíkt þýði ekki um að ræða héðan af í sambandi við að bjarga því sem bjargað verði, á þessu ári, þar sem nú sé of seint að ráða bót á þvi, þá er þetta þó málefni til sér- stakrar athugunar. Mun frek- ar vikið að því síðar, þvi hér er einmitt um að ræða þann kjarna málsins, sem framveg- is verður að gefa meiri gaum en hingað til, ef ekki á sífellt að endurtaka sig sama sagan, í einum hluta landsins í ár, og öðrum á næsta ári. Lærum af mistökunum Ekki verður því neitað að svo mörg óþurrkasumur hafa gengið yfir land vort að nokk- uð ættum við af þeirri reynslu að hafa lært um það hvernig snúast beri við þegar slíkt ber að höndum. Nærtækast er þó dæmið frá 1950 um norðausturhluta landsins, sem fyrr er á minnzt. Því miður urðu þá mistök allmikil, sem ollu stórtjóni og er full ástæða til að gæta þess nú rækilega, að láta slíkt ekki fyrir koma í annað sinn. er minnzt er þetta: 1. Bændur munu of mjög hafa treyst á það að aðstoð sú, sein heitin var af hinu op- inbera mundi nægja til að bæta óþv.rrkt tjónið, og gættu þess þvi ekki að fækka svo búfé'ia að það sem ó vetur var sett, væri birgt með fóð- ur í hörðum vetri. 2. Fóðurbætir sá, er bændur höfðu pantað var að nokkru leyti ófluttur af verzlunar- stöðumnn heim til þeirra þeg- ar snjókyngin hófst og vegir tepptust. Þar sem svo var olli það miklum vandræðum og skapaði stóraukinn flutn- ingskostnað. Ásmundur Sigurðsson: 3. Heybirgðir þær, sem þá voru fáanlegar til kaups, eink- um í þeim héruðum sem niður- skurður á fé hafði nýlega ver- ið geröur vegna fjárskipta og því voru fjárlaus, höfðu ann'- að hvort ekki verið pantaðar í tíma, eða voru að minnsta kosti ófluttar, og olli það enn þá meiri flutningavandræðum og kostnaði en fóðurbætis- birgðirnar, sem fyrr voru nefndar. Óhætt mun að full- yrða, að ef alls þessa hefði verið betur gætt, þá hefðu hiótizt stórum minni vand- ræði, bæði af óþurrkunum um sumarið og hinum miklu harð- indum er veturinn á eftir færði þessum landshlutum. (Eínginn skyldi halda að á þetta viðkvæma mál sé minnzt til þess að ýfa gömul sár eða í árásarskyni á neinn sérstak- an aðila, heldur aðeins til að minna á það, að við verðum að færa okkur í nyt okkar eigin reynslu í þessu máli sem öðrum. Og hér er vissulega uín svo þýðingarmikið mál að ræða, að engu atriði má gleyma, sem dregið gæti úr tjóni því sem orðið er. Mjólkurframleiðsl- an í hættu Að einu leyti er þó ástandið núna frábrugðið því sem var 1950. Þá herjuðu óþurrkarnir austurliluta landsins, þar sem mjög lítil mjólkurframleiðsla var. Nú hafa óþurrkarnir herj- að aðalmjólkurframleiðslu- svæðin, er birgja Reykjavík af neyziumjólk og að allmiklu leyti af öðrum mjólkurvörum. Þurfi að fækka kúastofninum á þessum svæðum verulega, þá hlýtur það að hafa í för með sér mjólkurleysi í Reykjavík, a.m.k. í vetur, e.t. v. lengur. Þetta mál snertir því á beinan hátt meira en helming þjóðarinnar, þótt með ólíkum hætti sé. Að þessu okkur enn betur nauðsyn þess að hindra slíkt í framtíðinni. Farið er nú að ræða um leiðir þær sem líklegastar séu til úrbóta. .Rætt hefur verið um að tryggja fóðurbæti bæði innlendan og erlendan. Einnig hefur verið rætt um heykaup til óþurrkasvæðanna. Þetta er í raun og veru svo sjálfsagt að ekki þarf að fara um það mörgum orðum. Þó má búast við að minna verði um sölu heys en í reyndinni varð 1950 af þeirri einföldu ástæðu að nú eru engin héruð sauðfjár- laus vegna fjárskipta. En að því leyti sem hægt er að leysa málið á þann hátt þá er vit- arilega sjálfsagt að gera það, og framkvæma alla þá flutn- inga áður en nokkur hætta er á að samgöngur tefjist vegna fannkomu og frosta. Sama gildir vitanlega um fóðurbæt- isflutningana. Eðlilegast að aðstoð verði veitt gegnum Bjargráðasjóð En óhætt má fullyrða að einhverskonar f járhagsleg að- stoð verði að koma til greina. Þar liggur auðvitað beinast við að sú stofnun sem beinlín- is er til þess ætiuð að hlaupa undir bagga í tilfellum sem þessum, taki það hlutverk að sér, að öllu þvi leyti sem fjár- hagsgetan leyfir. En sú stofn- un er Bjargráðasjóður Is- lands. Að vísu má telja lík- legt að fjárhagsgeta hans hrökkvi ekki til, en að flestu leyti væri æskilegast að því leyti sem um verður að ræða fjárhagslega lána- eða styrkt- arstarfsemi, þá færi hún fram á vegum hans. Því miður hefur þess ekki verið gætt sem skyldi á und- anfömum tímum lækkandi peningagildis að tryggja sjóðnum nægilega auknar tekjur. Nokkuð var þó reynt úr því að bæta fyrir nokkr- um ámm, en vafalaust er fjárhagur hans þó ekki svo góður sem æskilegt væri. Bjargráðasjóðurinn var fyrst stofnaður með lögum 1913 og er myndaður af tram- lögum sveitarfélaganna ásamt mótframlagi frá ríkinu. Er framlag hvers héraðs fyrir sig séreign þess, en sá hluti sjóðsins sem myndaður er af framlagi hins opinbera, sam- eign allra héraða landsins. 1 12. gr. laganna segir svo: „Ef hallæri ber að höndum á hvert hérað tilkall til sér- sinni. Ef haustbirgðir reynast svo litlar í einhverju héraði að ’hætt er við bjargar- skorti fyrir menn eðá skepn- ur, ef illa vetrar, þá má hér- aðið með leyfi bjargráða- stjórnarinnar neyta séreignar sinnar til að kaupa eða tryggja sér vetrarforða, en það fé sem þannig er notað, skal greiða aftur að fullu, en vaxtalaust, í bjargráðasjóðinn á ársfresti, nema það komi til útbýtingar samkvæmt 1. máls- grein þessarar greinar. Nú hrekkur ekki séreign einhvers héraðs til forðatryggingar eða hjálpar í hallæri, og má þá stjórnarráðið með ráði bjarg- ráðastjómarinnar veita því héraði vaxtalaust bráðabirgða- lán af sameignarfé sjóðsins gegn veði í bjargráðagjaldi héraðsins. Ef mikil óáran gengur um land allt og bjarg- ráðasjóðurinn kemst í fjár- þröng þá má ríkisstjórnin, ef bjargráðastjómin fer þess á leit, lána bjargráðasjóðnum fé úr ríkissjcði eða útvega hon- um lán annarsstaðar gegn veði í eignum og tekjum sjóðs- ins“. Eins og sést á þessu er hægt samkvæmt ákvæðum þessarar lagagreinar að fram- kvæma þá fjárhagsaðstoð, sem um væri að ræða, ef sjóðnum er séð fyrir því fjármagni, sem hann þarf. Mjög þykir það illt að skerða höfuðstólinn með því að nota séreign héraðanna til beinnar útbýtingar, svo sem ráð er fyrir gert í 1. máls- grein greinarinnar. En það má einnig fullyrða, að sé það nokkuratíma réttlætanlegt að Asmundur Sigurðsson lejrfa héruðunum að nota sér- eign sína á þann hátt, þá sé slikt ástand fyllilega fyrir hendi núna. Ætti þ'VÍ að heimila þeim að verja þessu fé svo langt sem það hrekk- ur til óafturkræfra framlaga milli þeirra sem verst eru settir, en gæta þess jafnframt vandlega að skipting sú komi sem réttlátast niður, í sam- ræmi við efni og aðstæður. Af sameignarfé sjóðsins ætti síðan að veita vaxtalaus lán til fóðurkaupa. Vafalaust þyrfti að nota þá heimild, sem fólgin er í síðustu málsgrein fyrrnefndrar lagagreinar um að útvega sjóðnum viðbótarfé annaðhvort með láni úr rík- issjóði eða á annan hátt, því eins og fyrr er að vikið mun engin von til þess að sjóður- inn sé nægilega öflugur til að leysa væntanlega þörf. En þar sem Bjargráðasjóði er með lögum einmitt ætlað það hlut- verk, sem hér um ræðir sýnist vera bæði eðlilegt og sjálf- sagt að aðstoð sú sem veita þarf fari sem mest fram á vegum hans. Að öðru leyti skal ekki frekar rætt hér um fyrirkomulag í einstökum at- riðum en aðeins lögð fyllsta áherzla á, að hér er um að ræða vandamál, sem allt kapp verður að leggja á að leysa á sem beztan hátt, bæði fyrir framleiðenduma, neytenduma og þjóðarbúið sem heild. Nauðsynlegt að leita nýrra kjöt- ; markaða En þrátt fyrir það, þptt gert yrði nú allt sem hægt er til að bæta úr ástandi því, sem skapazt hefur, má óhætt fullyrða, að ekki verði komizt hjá að fækka búfé á óþurrka- svæðinu svo verulegu nemi. Enda ættum við að vera orðn- ir það ríkir af reynslu í svip- uðum tilfellum, að vita að ekkert er hættulegra fyrir bú- skapinn en slæmur ásetningur búfjárins. Enda hefur það þegar kom- ið opinberlega fram, að ýmsir, sem til forustu hafa valizt í félagsmálum bændastéttarinn- ar, hafa þungar áhyggjur af því að slátrun verði svo mikil, að innanlandsmarkaðurinn taki ekki við nærri því állri kjötframleiðslunni, og muni því þurfa að koma til allmik- ils útflutnings. Hefur í því sambandi verið rætt um ,sér- stalca vcrðtryggingu fyrir út- flutt kjöt í fomii sviþúðu bátagjaldeyrinum svonefnda. Með þessu er í raun og ýem verið að slá því föstu að is- lenzkur landbúnaður geti á engan hátt verið samkeppnis- fær um kjötútflutning neins- staðar á mörkuðum heimsins. Ég tel algjörlega rangt að slá því föstu að svo komnu máli. Að visu mun enski markaður- inn ekki gefa fullkomlega sama verð og innanlandsverð er nú. Og enn fremur var reynslan af hinum ameríska kjötmarkaði, sem mest var gumað af fyrir fáum árum, slík, að nú dettur landbúnað- arleiðtogum vomm eklci í hug að nefna hann á nafn sem samkeppnisfæran við innan- landsmarkað. En þar fyrir er engin ástæða til að gefast upp við markaðsleit, eins og hvergi nema í Englandi og Banda- rikjum Norður-Ameríku sé til fólk, sem sé kjötneytendur. Við skulum ekki gleyma því, að þegar við vorum komnir í lireinasta öngþveiti fyrir örfá- um árum með fiskframleiðsl- una, vegna þess að markaðirn- ir í Englandi og Ameríku brugðust öllum vonum, þá reyndust einmitt nægir mark- aðir í löndum Austur-Evrópu, fyrst og fremst í Sovétríkj- unura, aðeins þegar leitað var eftir þeim. Og jafnframt reyndust þeir mun hagstæðari, ’hvað verð snerti heldur en nokkrir aðrir. Ef sama sagan gæti gerzt með dilkakjötið okkar, væri mikið framtíðarvandamál leyst fyrir íslenzkan landbún- að. Nú mun margur spyrja hvort nokkrar líkur séu til að svo geti orðið. Þeim skal bent á, að á allra síðustu- árum Framhald á 10. síðu En það semyfyjrftt ogi,fre*n.@t,..]'irtey^í.ef ;mál$t þ^.^eðm.^ra^.^ei^naþ;^innar^tU útbýtingar er átt við þegar;á;jþau.jnistök'; • *iú p^.^etíi^ð ;ýð ^yna* sámkvÆintÞj^rgýáðasamþykkt BnrÁttAn vid óþurrkinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.