Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.09.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 15. september 1955 — y-------------------------- IIIÓSVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu i — Sfðsíalistaflokkurnn — L-------------------------- Lifa á skilnings- leysinu Morgimblaðið virðist hafa þá trú á lesendum sánum að það sé hægt að bjóða þeim upp á hvað sem er. Því meiri rökleys- ur þeim mun betra. Síðasta uppfinning Morgunblaðsins á þ: ssu sviði er sú að kenna verkamönnum — þeim sem læ-gstar hafa tekjurnar í þjóð- félaginu — um dýrtíðina og verðbólguna. Verkamenn búa við of góð kjör; þess vegna er óhjákvæmilegt að klekkja á þeim með því að hækka allt i vorði; ef kaup verkamanna væri l;ogra mvndi allt falla í ljúfa lcð á nýjan leik, fullt jafnvægi rikja, engin efnahagsvandamál. Þetta er furðuleg kenning og ekki þarf langan umhugsunar- fi est til að sjá að hún stríðir á móti einföldustu reglum ó- b.'eng'aðrar skynsemi. Hvemig arti efnnhagslegt öfugstreymi á þjóðfélaginu að geta verið sök- þc-irra manna sem minnst bera úr býtum, sem fá stjúpmóður- flisar þegar arði þjóðfélagsins er skipt? Engu að síður er sagt að til séu menn sem trúa jþessari hagspeki, og meira að Scgja munu vera til verkamenn i málfundafélaginu Óðni, sem bcra sig upp undan þvd að þeir brfi a)lt of hátt kaup — þeir líta víst á sig sem einhverskon- gr ómaga á framleiðslunni! Það hlýtur að vera einkenni- legt umhorfs í heilabúi þeirra manna sem sporðrenna þannig þ.igsunarlaust niði Morgun- b aðsins um sjálfa sig, og ef- kust trúa þeir þá fullkomlega öilu öðru sem þeim er sagt. Þ'-im er það auðvitað heilagur s; nnleikur að það séu atvinnu- n kendurnir sem halda uppi tog- ai aútgerðinni með stanzlausum lúxusbílainnflutningi sínum, en brmn nemur nú að verðmæti fcátt á annaðhundrað milljón kr. á þessu ári. Auðvitað draga þeir það ekki í efa að það sé inn- fmtningur á tóbaki sem geri sjómönnum kleift að draga síld úr sjó og brennivínssala sé und- irstaðan að lífskjörum opin- : rra starfsmanna. Og ef eitt- fc”að stangast á við þessa frum- lcgu lífsmynd þeirra, loka þeir Eöeins öllum skilningarvitum. Auðvitað leiða þeir aldrei hug- ann að því hvemig hinir merg- scgnu atviimurekendur fari að því að byggja sér fleiri og g.æsilegri lúxushallir en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar áður, fcvernig þeir fara að því að ptunda lúxuslíferni eins og það fcr ýktast með öðrum þjóðum. 1 augum Óðinsmanna eru og vtrða atvinnurekendurnir mátt- arstoðir þjóðfélagsins sem eru að sligast undan taumiausum kaupkröfum verkafólks. Það er Morgunblaðinu lífs- he.uðsyn að meirihluti þjóðar- ir.nar skilji ekki það sem er að gv-rast í þjóðfélaginu. Hins veg- ar er það vonlaust verk og andstætt þróuninni að binda allt traust sitt við blekkingar og skilningsleysi, og það fylgi sem byggt er á slíkum grunni á sér skamma framtíð. Búlgarskt ljóðskáld gefur næsta óljósa hugmynd um listfengi hins búlgarska skálds; þýðandinn valdi sér það ljóðið er honum virtist í fljótu bragði einna auðveldast viðureignar. Mikill hluti kvæð- anna er ortur undir fastri hrynjandi og auk þess rimað- ur; sýnast mér þau Ijóðin að öllum jafnaði snjallari, eins Ein þeirra ályktana sem Heimsfriðarráðið samþykkti á fundi sínum í Búdapest í júní 1953 hljóðaði svo: „Er vér höfum nú leitazt við að meta þann mikla skerf, er búlgarska ljóðskáldið og þjóðhetjan Nikola Vaptsaroíf lagði málstað friðarins og vin- áttu þjóðanna, höfum vér á- kveðið að veita honum friðar- verðlaun Heimsfriðarráðsins fyrir árið 1952“. Samþykktin var ekki lengri; þess var ekki getið að veið- launin voru veitt látnum manni, æviatriði hans voru ekki rakin. Nú hefur Þjóðvilj- anum borizt bók er geymir enska þýðingu á allmörgurn ljóðum Vaptsaroffs; mér þykir sýnt af þessari bók að liann hafi verið einn af stórskáld- um álfunnar á fjórða og önd- verðum fimmta tugi aldarinn- ar. Hann er alinn — og dáinr — í landi sem sjaldan er látið koma við sögu heimsbókmennt- anna; má vera að ýmsurn les- endum blaðsins þyki þeim :.um fróðlegra að rakin séu æviat- riði hans í einum dáiki eða svo, og er einkum farið eftir ior- mála nefndrar ljóðabókar. Nikola Vaptsaroff fæddist árið 1909 í smábænum Bansko, er liggur við rætur Pirinfjalls sem nefnt er í eftirfarandi ljóði. Gáfur drengsins komu fljótt í ljós. Móðir hans kunni að meta þær og vísaði honum ungum veg inn í þjóðsagna- heim búlgarskrar aiþýðu; síðar vakti hún áhuga hans á Shake- speare, Göthe og öðrum sígitd- um höfundum. En það voru ekki bækur einar sem höfðu áhrif á Nikola unga, heldur einnig lífið í umhveríi hans, heimssögulegir atburðir i æsxu hans. Búlgaría „tók þátt“ í Balkanstríðunum 1912—1913, síðan í heimsstyrjöldinni 1914^" —1918; að þeim búnum var hún hálfeytt land. í september 1923 gerði búlgarskur verkaiýð- ur uppreisn gegn kúgurum sínum; hún var barin niður af hryllilegri grimmd. Þá var Nikola 14 ára, en þeir atburö- ir liðu honum ekki síðan úr minni. Ári síðar hóf hann nám í menntaskóla, og tók íljótlega forustu í menningarstarfi nem- enda í róttækum anda. Þar stofnaði hann til dæmis leik- félag er flutti ýms íeikrit, sem fólu í sér þjóðfélagsgagnrýni eða boðuðu jafnvel nýja tíma. Á þessum árum komst hann í náin kynni við helztu verk búlgarskra og rússneskra stórskálda á fyrri öld, og voru þeir æ síðan eftirlæti hans. Tveimur árum síðar innritaðist hann í sjóliðaskóla í Varna. Vistin þar átti mjög illa við hann; sökkti hann sér þeim mun dýpra niður í lestur bók- mennta í frístundum sínum, og orti fyrstu bemskuljóð sín. í námi sínu kynntisthann nokkr- um róttækum sjómönnum, er smygluðu inn marxískum bók- menntum og blöðum; af lestri þeirra réðst hugmyndastefna hins unga skálds. Árið 1931 sigldi hann til margra hafna við austanvert Miðjarðarhaf, og má sjá af Ijóðum hans síðar að kynni hans af lífinu i þessum hafnar- borgum hafa haft á hann mikil áhrif. Nokkru síðar gerðist hann vélamaður í verksmiðju einni í smábænum Kocherin- ovo. Þá voru erfiðir tímar fyr- ir búlgarskan verkalýð: samtök Nikola Vaptsaroff þeirra höfðu að heita má verið brotin á bak aftur, brottrekst- ur og ofsókn vofði yfir hverj- um einum sem ekki laut þræla- haldaranum í auðmýkt. Vapts- aroff hófst handa um upplýs- ingu verkamanna, dreifði meðal þeirra framfarasinnuðum blöð- um og tímaritum, auk þess sem hann kom upp leikflokki í verksmiðjunni, og fékk hljóm- listarfólk til að flytja verka- mönnum list sina. Þetta fram- tak var hættulegt ríkjandi þjóðskipulagi —Vaptsaroff var rekinn. Árið 1936 kom Vaptsaroff til Sofiu, höfuðborgar Búlgaríu. Hann var þá 27 ára að aldri; en honum hafði unnizt tími til að gerast „yfirlýstur óvinur ríkjandi þjóðskipulags“ í Búlg- aríu, og þessvegna átti hann ekki að fá neina atvinnu í borg- inni. Að lokum leyfðist honum þó að gerast kyndari í verk- smiðju einni. Það var erfið vdnna og langur vinnudagur, en það var þó hér og nú sem Vaptsaroff komst fyrst í per- sónuleg kynni við róttæka samtíðarrithöfunda og lista- menn. Þeir vöktu athygli hans á sovézkum byltingabókmennt- um; kynni hans af ljóðum Majakofskís urðu honum sér- staklega afdrifarík. Er Vapts- aroff oft líkt við hinn rúss- neska meistara, er hann dáði umfram öimur skáld. Á þessum árum reis skáldskapur hans í fulla hæð — enda gerðist nú skammt til hinztu tíðinda. Búlgaría varð hernaðarbæki- stöð nazista árið 1941. Verka- mannaflokkur landsins skipu- lagði vopnaða andspyrnu gegn hinum þýzku innrásar- og her- námsmönnum. Vaptsaroff tók sæti í ,,hernaðamefnd“ þeirri er miðstjórn flokksins setti á laggirnar. En honum gafst að- eins stuttur stundarfrestur: 4. marz 1942 var hann handtek- inn. Hann var píndur nokkra mánuði. Þegar það bar ekki árangur var hann riæmdur til dauða, 22. júlí 1942. Þann dag orti hann siðasta kvæði sitt: Eitt banvrænt skot, og ormar legjast á náinn; það er einfalt og rökrétt, og við fáum ekki gert við því. Samt mun ég verða með þér framvegis í storminum, þjóð mín, því svo hef ég unnað þér. — Daginn eftir var Nikola Vaptsaroff tekinn af lífi. Ljóð það sem hér fer á eftir Þetta land sem ég hef imdir fórum' mér, þetta land sem vorblærinn vekur — þetta land er ekki mitt eigið land, þetta land er útlent, — eða skjátlast mér? Eg held af stað í morgunsárið. Verksmiðjugeilin er þéttskipuð verkamönnum — endalausrl röð. Ein er tllfimiing okkar, ein er hugsun olckar; samt sem áður: mér finnst þetta ekki vera mltt land; það verð ég að játa. Mitt land. er baðað geislum vorsólar, geislaregnið steypist yflr land niitt; ég skynja hjarta landsins d.júpt í mold þess, úr moldinni spretta Mómin og opna krónur sínar. Vílr mínu landi laugast tindur Pirlnfjalls himinlinduni, þytur stormslns í skóginum er lofsöngur, yfir Ohrid hvelfLst hiádjúpið ■vítt, - * og lengra suður liggur Eyjahafið bjarta. i Blóðið streymir mér til hjarta og fyllir hol þess, og mhmingin gerlr hug miim gljúpan . . . Mitt land! Mitt eigið fagra Uuid — mettað órósemi, driflð blóði. og verða vill þegar skáld hafa hætti á valdi sinu á annað borð. En þetta ljóð gefur þó nokkra sýn inn í hugmynda- Framhald á 10. síðu. Bandaríkin óttast? HvaS er það sem Það er auðséð að jafnvel hernámsblöðin sjálf eru feim- in við hið kynlega boð „verk- lýðsleiðtoga" til Bandaríkj- anna og vilja sem minnst úr þvi gera. Jafnvel fau kynoka sér við að verja þær aðfarir að bjóða „fulltrúum islenzJtr- ar verkalýðshreyfingar" án þess að tala orð við verklýðs- hreyfinguna sjálfa, hvorki 'heildarsamtíökin né eiimtök verklýðsfélög. Enda er þessi aðferð ósvífin móðgun við al- þýðusamtökin. Að sjálfsögðu hefðu öllum þótt það ánægjulegar fréttir ef bandarískir valdamenn hefðu boðið verklýðshreyfing- unni sjálfri að sénda fulltrúa vestur um haf. En alþýðusam- tökin geta ekki sætt sig við það að óviðkomandi aðilar velji verðuga fulltrúa úr hópi hennar og geri þá gíðan að - ... é-l ii-uiij-,. inóo. gert. Þegar verklýðssamband Sovétríkjanna bauð fulltrúum austur í vor var það boð að sjálfsögðu sent til Alþýðusam- bandsins. Alþýðublaðið reyndi um daginn að skýra það með þvi að Sovétríkin hafi vel- þóknun á núverandi stjóm ASl, en þá hafa þau ekki haft síðri velþóknun á stjóm Helga Hannessonar og félaga 'hans, því vorið 1954 barst stjóm ASl einnig boð um að senda fulltrúa á 35 ára af- mæli sovézka verklýðssam- bandsins. Af einhverjum á- stæðum var því boði ekki tekið. Annars er það kynlegt að bera saman boð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um þessár mundir, en bæði ríkin gera mikið að því að bjóða til sín erlendum gestum. Sovétríkin virðast leggja á það megin- kynnast aðstæðum af eigin raun. Bandaríkin halda uppi hinu margbrotnasta kerfi til að hindra að nokkur sá maður komist til landsins sem eitt- hvað kann að sjá athugavert við bandarískt stjómarfar. Þeir em svo nákvæmir, að það hrökk engan veginn til að völdustu ráðamenn her- námsflokkanna kysu fulltrú- ana í ,,verklýðssendinefndina“. Allir voru þeir yfirhevrðir eins og sakamenn, tekin af þeim fingraför og þeir urðu að gefa hinar margbrotnustu skýrslur um allan lífsferil sinn, ættingja sína, vini og kunningja. Svo strangar vom þessar varúðarráðstafanir að það tókst ekki að finna nema einn „Framsóknarverkamann“ á öllu landinu sem kæmist í gegnum nálaraúgað; en Framsókn var upphaflega boð- ið að velja tvo! Það er von að menn spyrji: Hvað er það sem Bandarík- in óttast? Hvað er það sem engir mega kynnast af eigin raun nema nákvæmlega kos- fulltrúum !ýjerklýð4hréýfingári-1 ' aSílfátí.tít,aíá'íaiidstasftí>iiiÍÞ'J éiíiýklalið harðgerðustu ■ innar sjalírár eins‘ og nú'ér óg,?j^Í)á-'Íáiflí,..K6öt' á“áð - BándaTíkjadindla ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.