Þjóðviljinn - 09.10.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.10.1955, Qupperneq 7
Goðafoss . Eftir Martin A. Hansen Kaíli sá, sem hér birtist, er þýddur úr bók hins nýlátna danska rithöíundar Martins A. Hansens: Rejse paa Island, er út kom í fyrra. Teikningamar, sem fylgja, eru einnig úr bókinni, eftir förunaut Hansens: Sven Havsteen-Mikkelsen. — Málfríður Einarsdóttir þýddi kaflann. Ftmmta júní ókum við frá Akureyri og þá var þíða, en um kvöldið gerði byl og huldi fyrir okkur fegurð landslagsins í hinni frægu Mývatnssveit. Fyrst ókum við yfir heiðarn- ar austur af Eyjafirði og síðan yfir dalaskörð vaxin birki og fuglasöngur í birkinu, síðan birtist langt vatn og svart- ir ásar á baka til. Það héld- um við að væri Ljósavatn. Stórir dökkir fuglar sátu á vatninu, líkastir snældu í lag- inu, þetta var lómurinn með rauðan blett framan á hálsin- um. Urmull af grágæsum stóðu á grænum engiteig, en annars voru bakkamir sandur og möl, eins og eldur hefði nýlega ætt yfir. Gæsimar voru svo spakar að óhætt var að nólgast þær til að skoða þær gaumgæfilga, hve vel 'snytftar þær voru um nef og lappir, og fagureyg- ar og tígulegar í fasinu. Síð- an lyftu þær sér til flugs, og flugu burt, þessir miklu fugl- ar, voldugir sem hljómsveit. Um þetta leyti voru sundfugl- amir að koma að sunnan, og föru um loftið í flokkum, löng- um og mjóum, einstaka hjón flugu sér. . Þegar vatnið var komið á stjómborða við okkur, logaði það allt, því sól var þá öndvert við, nálægt suðri. Ásamir svörtu við austurenda vatns- ins reyndust vera úr gosgrjóti, og var vegurinn allur lagður þessari möl, enda er hún á- gæt í vegi. í suðri laukst upp breiður dalur, og mnnu ár um dalinn. Við sáum bæ í fjarska undir brekku og héldum að þetta væri Ljósavatn, og settum á okkur staðinn, því þangað ætl- uðum við að fara seinna. Landslagíð sem við fórum um var lyngholt og móar, og spratt þar birki og víðir við afgamla hraun. Gömul hraun eru ekki jafn illileg og hin ný- runnu og jurtir una ser þar betur. í austri sást hvítur reykur stíga yfir þennan tröllafans. Við áðum óg heyrðum þá sí- felldan nið, fjarlægan og ná- lægan í einu. H,ann koþi úr loftinu og líka úr jörðinni, eins og dvergar væru þar að amstra. Við nálguðumst reykinn og sáum regnbogann sitrandi í honum miðjum. Það sleit kalda dropa úr vindinum. Framund- an og niðurundan blasti við út- sýnið, háar brekkur svartar, dimmglittandi allt í dalvörp niður. Þar undir, sem reykur- inn steig, hrundi Goðafoss. Hann er einn af stærstu foss- um á landinu. Fossinn er boga- dreginn að sjó, sundurslitinn af klettum, og afarbreiður, það má hugsa sér akur kot- bónda, sem tekið hefur á rás og steypt sér fram af. Við ' áðum á lynggróinni klettasnös fyrir framan foss- inn. Víð áðum lengi, því við gátum ekki slitið okkur frá þessari sjón, svo illa sem þetta stóðst þó á við ferðaáætlun okkar, enda hlaut sú áætlun að víkja, og var það ekki í hið eina skipti. Við fossa er gott að æja og gleyma sér. En hvemig á að í'ara að því að lýsa fossi? Ef ég vissi hve mik- ið af vatni fellur á augabragðl hverju, kynni einhverjum að þykja varið í að heyra það. Stórum fossi er engin leið að lýsa, því hann veldur manni gleymsku. Stór foss er manni eins og brimið við Norðursjó, sjón verður sögu ætíð langtum ríkari. Það er dönskum manni fram- ar annarra þjóða mönnum ill- kieift að lýsa fossi, því foss- hljóðið er hvorki hávaði, skrölt kei-in, rauð sem vín. Kafloðin eða gnýr, heldur verður það klettatröll teygðust yfir aðrar manni brátt ímynd þagnarinn- ihishæðir, órökuð og óklippt. ar. Við erum óvanir fössum, - 'Hráunið er að molna hér, þetta og við þekkjum ekki íossa. En Sunnudagur 9. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 — c * —» . . mér finnst afi og váld brims og fossa vera hafið yfir þetta. Sá sem horfir í foss, honum verður eins við hvort hann er því vanur eða ekki, eða svo finnst mér hljóta að vera. Þegar liðin er nokkur stund, hefur fossinum tekizt að bægja burtu með afli sínu heiminum öllum og því sem í honum er. Síðan verður ‘sjálft þetta sjón- arspil náttúrunnar einnig fjar- lægt. Við sjáum það og sjáum það þó ekki. Áhorfandinn heill- ast fagurri leiðslu, sem virðist vera háleit, en er líklega demón- isk. Þetta er staður freisting- arinnar, ekki forklárunarinnar. Hinn heillaði aðkomumaður lætur vit sitt fossinum á vald eins og Þorgeir goði skurðgoð sín, en þó kann vera að þessi samlíking standist ekki. Mun hann ekki hafa gefið fossinum það sem honum bar, voru það ekki sjálf goð fossins sem hann bar í fossinn? Sá sem foss hefur heillað, sér hann og sér hann þó ekki, heldur þýðingarmikinn tómleika að baki, óljósa sköp- un. Manni býður í grun stór- kostlegir hlutir®en hverjir þeir eru, það fær maður ekki að vita. Réttast mundi vera að sitja við fossinn næturlangt, því þá mundí goðsvarið birtast án efa, hið hulda verða aug- ljóst. Sá sem í fossinum býr, ef hann er nokkur til, þá er hann annaðhvort demón eða guð. líklega Freyr, hinn fagri ás, goð frjóáeminnar, og ástalífs hópsins sém honum er vigt. Ellegar er það gyðja, sem í fossinum býr, ekki Pallas A- þena, heldur sú Hulda djúpsins sem vald hefur til að taka hvem sem heillast lætur af kyngi fossins. Þeirri kyngi er stefnt gegn viti vorú, hún er einn af hinum svörnu óvinum þess. Það var siður sumra forn- manna, að setjast við fossa. Ekki gerðu það allir. Ekki frömdu heldur allir seið eða svartagaldur, heldur drukku þeir óminnisveigar úr tóma- hljóði niðsins og furðunum að baki. En við kusum ekki að láta heillast, heldur reyndum við að standa uppi í hár- inu á fossandanum með ýmsum spélegum uppáíindingum, og þegar við loksins lögðurn af stað var komið kvöld. Það var orðið illkalt. Það er ónotalegt að hverfa fyrirvaralaust frá hlýjum og notalegum húsa- kynnum og þægindum bæjar- lífsins út í kalt vetrarlegt veð- ur. Við supum á pytlunum, dropana sem við annars' ætl- uðum að treina okkur þangað til við kæmumst i hann kjrapp- ann, slík hressing er ómetenleg á ferðalagi um byggðir og ó- byggðir íslands. Úðinn af foss- inum, sem áður sté beint í loft upp, var nú lagstur út af j-fir klettunum, sem urðu bullvotir. Það var farið að hvessa, og það fannst á vindinum, að hann mundi herða á enn fram- ar. Það var farið að smella í segldúksblæjugörmunum j-fir jeppanum. Skammt fyrir neðan fossinn var ný brú, vel þyggð, en ekkur sýndist vera vegiítið þar fyrir utan, og lá leiðin yfir öldótt land, þar sem snjó- ana frá því í fyrra var ekki faiið að taka upp, og gróður sást enginn. Það var lágskýjað og skýjafar í lofti, sagtennt skýin fóru hraðar én vindurinn sem blés um landið. Sýning Karls Kvarans Karl Kvaraa er „maðurinn bak við tjöldin“ í íslenzkri abstraktlist, Hversdagslega er heldur hljótt um hann, ekki vegna þess að hann hafi svo lítið að segja, heldur vegna þess hvað hann þegir mikið. Það eru nú rúm 3 ár síðan hann nuddaði opinni hurðinni á Listvinasalnum svo að lítið bar á: vesgú það er opið. Það er til lítils nú að vitna í mynd- irnar sem þar héngu, það sáu þær svo fáir. En nú er Karl hefur enn einu sinni stuggað við hurð, verða þær aftur ljós- iifandi fyrir hugskotssjóinum sem hlekkur í þeirri sterku keðju sem listferill Karls virð- ist ætla að verða. Karl er nú endanlega kominn af gelgju- skeiði og manndómsárin blasa við. Hingað til hafa ýmsir stórlaxar gægzt yfir öxl hon- um við trönurnar, en hann. er nú óðum að ýta þeim til hlið- ar, eftir því sem persóna sjélfs hans heimtar meira ohiboga- rúm. Breytinglu- er mikil þessi þrjú ár. Hann hefur öðlast vald yfir litunum sem stund- um jaðrar við virtuositet. Þó grípur hann ekki til billegheita sem oft hendir unga menn með mikla tækni. Hann er bless- unarlega laus við inspirásjónir, sem herja á marga rómantík- era í listinni, einskonar sjálfs- blekking gagnvart leti við að vinna úr því sem þeim flýg- ur í hug þegar hinn svokallaði andi kemur yfir þá. Vinnuað- ferð hans er meir í ætt við munkf.na á gotneska tímabil- inu: skýr hugsun, þráseta við verkið og mikil sjálfsgagnrýni. Ein myndin býður annarri beim, leiðir af sér aðra, eins og tilbrigði um stef í tónlist, eru skyldar eins og systur en þó sjálfstæðar, gæddar eigin lífi. Það er í fljótu bragði ein- falt að setja saman 3 liti en ekki svo einfalt að láta þá segja eitthvað umfram það hversdagslega. Karl er dýrkandi þessarar erfiðu- þraut- ar einfaldleikans. Það er tog- streita í hverri mynd, .gnnars- vegar rígbundin bygging, flétt- uð i órofa heild af láréttum og lóðréttum linum, hinsvegar leikandi, spilfjörugir litir sem eiga sér engin bönd önnur en tengslin, samspilið hver við annan. Svo verður víst að finna eitt- hvað að, svo maður haldi sér við jafnvægisstílinn. Ég held að Karl vinni næstum' of vel úr hugmyndum sínum og á þar aðeins við teikninguna, bygg- ingu í línum. Það liggur við að teikningin sé þrautpínd eins og af skattstjóra unz ekkert er eftir að gera og ekki laust við að mann langi tii að sjé marg- Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.