Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 1
Sunnuðagur 13. nóvember 1955 — 20. árgangur — 258. tölublað
Iitni í blaíinu
Menningarheildsalan h/'f —
6. síða.
Fá Islendingar að taka upp
ættamöfn? —
3. síða.
Ekki samkomulag—en meiri
sáftfýsi í ræðum í Gertf
RáBherrarnir segjast sammála um markmiB
afvopnunar þátt þá greini á um leiSir
Ekkert samkomulag tókst á Genfarráðstefnu utanrík-
isráðherra stórveldanna um lausn afvopnunarmálsins, en
meiri sáttfýsistónn var í ræðum þein-a á fundinum í gær
en áður á ráðstefnunni.
Utanríkisráðherrarnír komu
saman á tólfta fund sinn í gær,
Pinay, utanrikisráðherra Frakk
la.nds hafði sent annan mann
fyrir sig, þar sem hann hafði
öðru að sinna heima fyrir.
Þessi fundur var stuttur, að-
eins 10 mínútur. Utanríkisráð-
herrarnir lýstu yfir, að þeir
hefðu ekki fleira. fram að færa
í afvopnunarmálinu og þar sem
samkomulag hafði ekki náðst
um sameiginlega yfirlýsingu,
stakk Dulles upp á klukku-
stundar hléi, meðan málin væru
athuguð betur.
Fréttaritarar segja að á síð-
ari fundinum hafi ríkt meiri
sáttfýsi en á öðrum fundum
ráðherranna í Genf. Þeir lýstu
allir yfir vilja sínum til að
leysa málið og voru heldur von-
góðir um að það myndi geta
tekizt, þó þeim hefði ekki
auðnazt að finna lausnina enn.
Leysa ekki cleihimál með
valdbeitingu
Fulltrúar Vesturveldanna
ítrekuðu enn einu sinni að
samkomulag um haldgott eft-
litskerfi væri algert skilyrði
fyrir því að þeir myndu fall-
ast á afvopnunarsamning. Hins
vegar væri vitað að ekki væri
hægt að koma upp fullkomlega
tryggu eftirlitskerfi með kjarn-
orkuvopnum.
Molotoff sagði þá, að hann
viðurkenndi vissulega að erf-
itt myndi reynast að finna
Allt meS kyrrum
kjörum í BrasOíu
Allt var með kyrrum kjörum
í Brasilíu í gær og virðist sem
engin andstaða sé gegn þeim
Lott hershöfðingja, sem stóð
fyrir stjórnarbyltingunni í fyrra-
dag, og Ramos forseta sem þá
tók við af Carlos Li^z. Lott hef-
ur aftur tekið við embætti land-
varnaráðherra. Luz er sagður
hafa hlýtt fyrirskipun um að
snua herskipi því sem hann flúði
á við til höfuðborgarinnar aftur.
Tignarmenn
,,/ deiglunni"
Þjóðleikhúsið bauð ríkisstjórn,
hæstaréttardómurum og alþingis-
mönnum að sjá leikritið „í deigl-
unni“ á 2. sýningu þess í síðast-
liðinni viku.
fullkomlega öruggt eftirlit með
kjarnorkuvopnum, það væri
vandamál sem vísindamennirn-
ir yrðu að glíma við að leysa.
Hins vegar gæti það tekið þá
alllangan tíma og því ættu
stórveldin að lýsa yfir að þau
myndu aldrei beita kjarnorku-
vopnum að fyrra bragði.
Dulles sagði að hann væri
viss um að Molotoff ætti þar
ekki einungis við kjarnorku-
vopn, heldur öll önnur vopn.
Molotoff svaraði því játandi
og sagði að stórveldin ættu að
lýsa því yfir að þau myndu
aldrei beita valdi til að leysa
deilumál sín. |
Macmillan lauk umræðunum
með því að segja að sáttfýsi
hefði einkennt lok þeirra.
Molotoff fór fram á við
Dulles í gær að hann fengi að
ræða við hann í einrúmi. Fund-I
ur þeirra verður í dag fyrir
hádegi í aðalbækistöðvum
bandarísku nefndarinnar í
Genf. Talið er sennilegt að þeir
muni m.a. ræða um ástandið
í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs og um inntöku
nýrra ríkja í Sameinuðu þjóð-
irnar. Það mál ræddu fulltrú-
ar Vesturveldanna um í gær-
morgun.
Tékkar láta lausa 1400
þýzka stríðsglæpamenn
Tékkneska stjórnin hefur ákveöið aö láta lausa stríðs-
glæpamenn, sem afplánað hafa refsidóma í Tékkóslóvakíu
Frá þessu var skýrt í Praha í j þýzka og austurríska borgsra
gær. Hér er um að ræða 1437! sem frömdu stríðsglæpi í Tékkó-
slóvakíu og voru dæmdir þar í
Hver hreppti þennan bíl?
Hver á nr. 133.669?
í gærkvöld var dregið í íyrra skiptið í happ-
drætti Þjóðviljans á skrifstofu borgardómara
og kom upp nr. 133.669. Vinningurinn er
ný skoda-fólksbifreið. Eigandi miðans er beð-
inn að gefa sig fram sem íyrst á skrifstofu
Þjóðviljans.
Munið að miðarnir halda áíram gildi sínu.
Næst verður dregið 23. desemher @g þá um
tvo bíla.
fangelsi að stríði loknu.
Þeir verða nú sendir heim til
sin samkvæmt samningi sem.
tékkneska stjómin hefur gert við
stjórn Austur-Þýzkalands. Þó er
tekið fram að beir fanganna
sem þyngsta dóma hafa hlotið
muni fengnir i hendur austur-
þýzkum stjórnarvöldum sem
munu athuga mál þeirra nánar.
Vesturþýzki her-
inn formlega
stofnaður
Hinn nýi vesturþýzki her var
formlega stofnaður í gær, þegar
Blank landvarnaráðherra afhenti
fyrstu hershöfðingjum og liðs-
foringjum hersins, 101 að tölu,
ráðningarbréf þeirra. Meðal
þeirra voru hershöfðingjarnir
Adolf von Heusinger og Hans
von Speidel, sem báðir voru hátt-
settir hershöfðingjar í her Hitl-
ers.
Skemmtibátinn
rak upp á sker
Við sögðum frá því í gær að
10 ára afmælis Alþjóðasam-
bands lýðræðissinnaðrar æsku
yrði minnzt með skemmtun hér
í bænum í dag. Af ófyrirsjáan-
I legum ástæðum verður að fre&ta
I skemmtuninni fram eftir vik-
unni eða jafnvel til næstu helgar
Skemmtibátinn bar sem sagt
upp á sker.
Rikissfjórn fil aS framkvœma vinsfri sfefnu
„Myndi eiga vísan stuðning verka-
lýðsins og annarra launastétta”
Eftirfarandi tillaga var samþykkt í einu Mjóði á fundi verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja á fimmtudagskvöld;
„Fundur í verkalýðsfélagi Vestmaiinaeyja, haldinn 10. nóv.
1955, lýsir ánægju sinni yfir þeim tilraunum sem miðstjórn Al-
þýðusambands Islands hefur gert tál þess að sameina vinstri öfl-
in í landinu um stjórnarstefnu scin tryggi alþýðunni varanlegt
afkomuöryggi.
Um leið og fundurinn heitir
stjórn Alþýðusambands íslands
fullum stuðningi skorar hann
mjög eindregið á þær nefndir
sem kosnar hafa verið til við-
ræðna um vinstri samvinnu, að
láta einskis ófreistað til að ná
sem fyrst góðum árangri.
Fundurinn lýsir sig fyllilega
samþykkan stefnuyfirlýsingu
stjórnar Alþýðusambands íslands
og telur að sú rikisstjórn sem
Kommúnistar bjarga stjórn
Faure frá falli í annað sinn
NeSri deild þingsins samþykkfi affur
frumvarp hennar um kosningar
mynduð yrði til að framkvæma
þá stefnu sem þar er mörkuð,
megi vænta þess að eiga vísan
stuðning verkalýðsins og annarra
iaúnastétta til lands og sjávar.“
Áhrifin af r
Vilkjáims
Neöri deild franska þingsins samþykkti í gær í fimmta
sinn á fimm vikum traust á stjórn Edgars Faure og í ann-
aö skipti á hálfum mánuöi voru þaö þingmenn komm-
únista sem björguöu henni frá falli.
Faure hafði gert atkvæða-
greiðslu um frumvarp stjórnar-
innar um þingrof og kosningar
að fráfararatriði. Það var sam-
þykkt með 285 atkvæðum gegn
247. Samkvæmt frumvarpinu á
að rjúfa þing við endanlega
samþykkt þess og efna til kosn-
inga. Jafnframt er svo kveðið á,
að kosið skuli eftír hluifalls-
reglu, en um leið lagt bann við
kosningabandalögum flokka.
1 annað skipti.
Þetta var í annað skipti sem
deildin greiddi atkvæði um
Framhald á 7. síðu.
Ræða sú sem Vilhjálniur J»óip
flutti í útvarpið fyrir skemmstu,
þar sem hann boðaði sparnað og
harkalegar aðgerðir i efna-
hagsmálum, hefur liaft þau á->
brif að ýmislegt fólk sem á ein-
. hverja peninga hefur rokið í
að kaupa vörur í von um að þæs?
Iialdi fremur verðmæti sínuu
Munu verzlanir hafa orðið mjög
I varar við þessi áhrif siðustu dag-
ana, og einnig munu hafa orðicS
uokkur brögð að því að fólk
tæki sparifé úr bönkum í þessui
skyni, þar á meðal lir I.aitds-
bankanum, banka Vilhjálms
Þórs.
Fáir muiiu þó liafa verið stór-
tækari í þessu efni en Vilbjálnv-
ur Þór sjálfur; hann keypti sé«
i Kádilják á 208.000 kr.J
_______ __ , .. -»