Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 12
Rlindrafélagið undirbýr byggingu vinnuheiniilis fvrir blinda menn Blinda fólki<S stjórnar sjálft félagi sinu rneS oSsíoð sjáandi manna I dag liefur Blindrafélagið merkjasölu til að afla tekna tii starfsemi sinnar. — Blint fólk liefur sjálft stofnað Biindrafélag- ið. Félagið liefur stofnsett og rekur vinnustofu fyrir biint fólk. Vinnustofan er að Grundarstíg 11 í Reybjavík. Blindrafélagið vinnur þannig að því að styðja blint fólk til sjálfsbjargar með því að gefa því kost á að vinna fyrir sér sjálft að einhverju eða öllu leyti. Erlendis þar sem málefnum öryrkja hefur verið komið í . gott iag hefur það sýnt sig, að blint fólk getur, þrátt fyrir hina alvarlegu fötlun sina, innt af höndum hagnýtt starf, séu því sköpuð skilyrði til þess. Blindrafélagið mun nú leitast við að skapa slík skilyrði fyrir blint fólk á íslandi. Vinnustofa sú, sem félagið rekur, er nú allt og lítil og skortur er þar á afkastameiri tækjum. Markmið félagsins er að koma upp vinnu- heimili þar sem blindir geti átt samastað og fengið tækifæri til að vinna hagnýt störf. Félagið leitar eftir aðstoð landsmanna í dag til að koma þessu verki í framkvæmd. Með því að kaupa merki félagsins lætur hver og einn félaginu í té aðstoð, sem samsvarar nokkurra mínútna vinnu, og stuðlar þann- ig að því, að blindir geti orðið betur sjálfbjarga í framtíðinni. lÓÐmJINM Engin miskunn h|á Bretum á Kýpur Yfirréttur á Kýpur synjaði í gær náðunarbeiðni Kýpurbúa af giískum ættum sem dæmdur hafði verið til iífláts fyrir starf sitt í þrjóðfrelsishreyfingu lands- ins. Bretar hafa heitið hverjum þeim manni miklum fjárfúlgum sem segir til um felustaði skæru- liða og hvar Þeir geyma vopn sín og sprengiefni. Rithöfundar beita sér fyrir stofnun höfundarréttarfélags í dag kl. 2 verður lialdinn í Tjarnarkafíi (uppi) sameiginlegur fundur rithöfundafélaganna til að ræða stofnun liagsmunafélags allra handhafa höfundarrétfar ritaðs máls. þjóðviljinn sneri sér til ritara Rithöfundafélags íslands, Einars Braga Sigurðssonar, og spurði hann hvað hér væri í bígerð. Sagði hann að um mörg undan- farin ár hefði staðið í samninga- þófi milli rithöfunda og Ríkisút-1 varpsins um hækkun á gjaldskrá útvarpsins fyrir flutning á verk- um rithöfunda og fleira í því sambandi, en hvorki gengið né rekið. Hefði rithöfundum smám saman orðið ljóst að ef þeir ættu að geta komið fram þessum og öðrum hagsmunamálum sínum yrðu þeir að stofna félag á laga- grundvelli til verndar höfundar- rétti — með svipuðu sniði og STEF — og sameina innan vé- banda þess alla rithöfunda og aðra eigendur höfundarréttar að ritverkum, svo sem þýðendur, menn sém erft hafa höfundar- rétt o. s. frv. Rithöfundafundurinn í dag er til þess haldinn að ræða og taka ákvörðun um stofnun höfunda- Sunnudagnr 13. nóvember 1955 — 20. árgangur — 258. tölublað Sala nýrra bankavaxta- á snorpn Bréíin eru skattírjáls, undanþegin fram- talsskyldu og vísitölutryggð Landsbanki íslands hefur tilkynnt að á morgun hefjist' sa-la á nýjum bankavaxtabréfum, sem gefin eru út af veðdeild bank- ans skv. lögum um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygg- inga o.fl. Gefnir verða út tveir flokkar bankavaxtabréfa, visi- tölubréf og íbúðalánabréf, en fénu, sem aflast með sölu þeirra, verður varið til lánveitinga til íbúðabygginga samkvæmt liigunum Hinir nýju flokkar banka-, fríðindi fylgja. Auk þess verð- vaxtabréfa eru með mun betri ur upphæð vísitölubréfanna kjörum en nokkur ríkistryggð verðbr$f, sem gefin hafa verið út liingað til. Bréfin eru skatt- frjáls og undanþegin framtals- réttarfélags á umræddum grund- skyldu, og eru þetta fyrstu velli. I verðbréfin hér á landi sem slík Kommúnistar bjarga Faure Framhald af 1. síðu. frumvarpið. Eftir fyrri at- kvæðagreiðsluna var það sent til efri deildar sem gerði á því þá breytingu að kosið skyldi í einmenningskjördæmum. Fengi enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í kjördæmi, skyldi kosið aftur og nægja einfaldur meirihluti. Þannig breytt var frumvarpið samþykkt með mikl- um meirihluta atkvæða, en vegna breytingarinnar varð neðri deildin að fjalla um það aftur. Ekki kosningar í desember. Nú fer frumvarpið aftur til efri deildar og geri hún enn á því breytingar, verður neðri deildin enn einu sinni að fjalla um það. Efri deildin getur tafið framgang mála sem neðri deild- in hefur samþykkt í 100 daga, hafi ekki náðst samkomulag milli deildanna fyrir þann tíma, ræður vilji neðri deildar. Nú þegar er fyrirsjáanlegt, að enda þótt frekari tafir verði ekki á afgreiðslu kosningafrum- varpsins, muni ekki unnt að efna til kosninga í desember. Likur eru á að kosningarnar verði í janúar. Koiiiinúnistar styðja frum- varp stjórnarinnar. Nær allir 100 þingmenn kommúnista greiddu í gær at- kvæði með frumvarpi stjórnar- innar. Jacques Duclos, leiðtogi þeirra á þingi, gerði þá grein fyrir afstöðu þeirra, að þeir væru fylgjandi að efnt yrði til kosninga sem fyrst og styddu einnig tillögur stjórnarinnar um tilhögun kosninganna. Aukin áhrif kommúnista á þingi. Nái frumvarp stjórnarinnar endanlega fram að ganga, eins og telja má líklegt, er fyrir- sjáanlegt að kommúnistar muni verða mun öflugri á þingi eftir kosningar en fyrir. Bæði er það að talið er víst að þeim hafi aukizt kjörfylgi og svo hitt að þessi kosningatilhögun stjórn- arinnar er réttlátari í þeirra garð en sú sem höfð var í síð- ustu kosningum 1951. f þeim kosningum voru leyfð kosningabandalög flokka. Þeim var þannig háttað, að flokkarn- ir buðu fram hver í sínu lagi, en atkvæði þeirra sem gengið höfðu í bandalag voru taiin saman. Hefðu þeir samanlagt fengið meira en helming at- kvæða var öllum þingmönnum kjördæmisins skipt á milli þeirra, en hinir flokkarnir fengu engan mann kjörinn. Þessi lög Voru sett til að hindra framgang kommúnista, enda tókst það. Kommúnistar Framhald á 7. síðu. Mikil aðsókn hefur verið að sýningu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal í Listamannaskálanum og höfðu sjö málverk selzt 7 , , , , ’ , bankavaxtabrefum hennar, en bundin vísitölu framfærslu- kostnaðar, en A-bréfin, sem eru venjuleg bankavaxtabréf, verða með háum vöxtum eða 7%. Vísitölubréf. Vísitölubréfin eru með 5(4 % vöxtum og verða dregin út á 15 árum. Á hvert bréfanna er skráð sú vísitala framfærslu- kostnaðar, sem í gildi er, þegar viðkomandi flokkur er opnað- ur, en við útdrátt verða bréfin endurgreidd eiganda með }>ein’i hækkun framfærsluvísitöiunn- ar, sem orðið hefur frá útgáfu þeirra. Fyrsti flokkurinn,. sem nefnist B-flokkur 1 og nú verð- ur gefinn út, verður með grunn- visitölunni 173, sem er fram- færsluvísitala fyrir nóvember- mánuð. Er ekki gert ráð fyrir, að þessi flokkur verði opinn, nema 1-2 mánuði, og er ólíklegt, að til sölu verði ;af honuin meira en 8-10 millj. kr. íbúðalánabréf. Ibúðalánabréf veðdeildarinn- ar verða svipuð hinum fyrri gær. Sýningin er opin kl. 11-22 daglega tii 20. þ.m. Myndin hér fyrir ofan er frá Grænlandi. Fyrsta íslenzka tónlistarhátin tialdin i hyrjun næsta mánaðar Tónskáldafélag Islands varð 10 ára í sumar, og hefur það af því tilefni ákveðið að efna til íslenzkrar tónlistarhátíðar í byrjun næsta mánaðar, hinnar fyrstu sem haldin hefur verið. Hátíðin hefst sunnudaginn desember, en henni lvkur 9. desember. Flutt verða eingöngu verk íslenzkra tónskálda. Ríkis- útvarpið og Þjóðleikhúsið hafa heitið öllum þeim stuðningi sem þessar stofnanir megi veita. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Skúli Halldórsson tónskáld. Vegna þrengsla í blaðinu eru í dag ekki tök á að greina ýt- arlega frá hátíðinni, þeim verk- um sem flutt verða né þeim sem flytja þau; en það verður gert við fyrstu hentugleika. Há- 4. sem getur orðið íslenzkri tónlist til aukins gengis. Tvo báta rak á land í Norðfírði Neskaupstað í gærmorgun. frá fréttaritara. Norðvestan hvassviðri gerði hér í nótt og rak tvo báta á land. Hafbjörgu, sem er 28 lesta tíðin hefst með kirkjutónleikum, bátur, rak upp inni á strönd næsta dag syngur karlakórinn og tókst jarðýtu að koma henni Fóstbræður, kammermúsíktón- á flot í morgun og mun hún lítið leikar verða í Austurbæjarbíói, skemmd. Frey, sem er 15 lesta hljómsveitartónleikar i Þjóðleik- bátur, rak á land á vestanverðri húsinu, einsöngvarar og einleik- eyrinni, þar sem fjarna er stór- arar korpa fram; og flutt verða ýms verk, sem aldrei hafa verið flutt opinberlega áður, sum reyndar svo til nýsamin. jþetta er gleðilegur viðburður, grýtt og mun báturinn mikið brotinn. Ekki hefur enn verið hægt að reyna að koma honum á flot végna hvassviðris og heldur báturinn áfram ,að brotna. þau eru flestum vel kunnug’. Lánstíminn verður þó lengri, þar eð þau verða dregin út á 25 árum, og vextir hærri eða 7%. Loks verða bréfin algjör- lega skattfrjáls, eins og að of- an getur. Má búast við, að þau henti vel ýmsum sjóðum og stofnun- um, sem ávaxta fé sitt í verð- bréfum. Sala bréfanna. Sala hinna nýju bankavaxta- bréfa liefst á morgun og verða þau til sölu hjá Landsbanka ís- lands í Reykjavík og útibúum hans þar og á ísafirði, Akuieyri Eskifirði og Selfossi. Einnig munu nokkrir helztu vérð- bréfasalar hér í bænum hafa þau á boðstólum, eins og nán- ar er frá greint í auglýsingum. Bréfin verða aðeins seld gegn staðgreiðslu, en frá kaupverði, þeirra verða dregnir vextir frá kaupdegi til gjalddaga, sem verður 1. marz n.k. Vísitölubréfin verða í tveim- ur stærðum, 1 þúsund krónur og 10 þúsund krónur, en íbúða- lánabréfin í þremur stærðúm, 1 þúsund krónur, 10 þúsund krónur og 50 þúsund krónur. Tékluieska stjómin sendi stjórn Bandaríkjanna í gær orð- sendingu til að mótmæla því að hún lætur senda loftbelgi með áróðursbæklingum yfir Tékkó- slóvakíu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.