Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Hans Kirk:
Klitgaard
og Syxtlr
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■*■■■■■■■«•■■■
40. dagur
— Já þakk, ég þekki hana, sagði Jóhannes Klitgaard
og hugsaði með beizkju til allra hádegisverðanna og
vínanna sem hann hafði sóað í þessa feitu hlussu. —
En þér eruð þá orðinn þjónn?
— Það er eiginlega mín sérgrein, ég hef afbragðs
menntun að þessu leyti, þótt ég hafi ekki komið ná-
lægt faginu í mörg ár, sagði Egon. En ég hef nú ekki
hugsað mér að ílendast hér í kjallaranum sem bjór-
beri. Og ef þér komið auga á eitthvað af betra tagíhti,
herra, þá gætuð þér vel sett yður í samband við mig,
því að eidd stiéndúr á mér, og viö þekkjumst og höfum
unnið vel saman hér áður fyrr.
— Já, það má nú segja, sagði Jóhannes Klitgaard og
borgaði bjórana. En nú verðum við að fara. Sælir.
— Sælir og kærar þakkir, sagði Egón og fylgdi gest-
um“sinttm til dyra meö lotningu.
— Já, hann veit á hverju hann á von, ef ég kemst
einhvern tíma í færi við hann, sagði Jóhannes Klitgaard,
þegar þeir voru aftur komnir út á götuna. Hann og þessi
feita Þjóðverjamella sviku mig og prettuðu eftir nótum,
en við því var ekkert aö gera. En hann á eftir að finna
fyrir því aö ég er enginn hálfviti. HejTÖu — eru nokkrar
nýjar fréttir af Evelyn?
— Hreint engar.
— Hefur hún ekki farið fram á að fá peninga?
— Ekki grænan eyri. Hún er sjálfsagt enn i vinnu,
og það væri synd að segja að hún gerði niiklar kröfur
til þin. Hún er alveg sérstakt tilfelli í sögu hjónaskiln-
aða.
— Og hvað um son minn?
— Hann býr enn á stúdentágarðinum. Ég hef sent
honum peninga í hverjum mánuði, og auk þess hefur
hann komið nokkrum sinnum til að sækja viðbót.
— Sagöirðu honum ekki að ég yrði látinn laus í dag?
— Jú, en hann bjóst ekki við aö þú kæröir þig um
að hitta hann.
— Hann hefur bara ekki nennt að koma, þessi spjátr-
ungur. En hann hefur lag á að koma peningunum mín-
inn í lóg. Maður hefur ekki mikla ánægju af lífinu,
• Seidelin, sagöi hann þunglyndislega.
— Hvaða vitleysa, sagði Seidelin. Þú ert athafnamað-
á bezta aldri og það sem þig vantar er bara góður há-
degisverður. Nú förum viö niður í Lymskubukt, þar hitt-
ir þú engan sem þú þekkir. Hertu bara upp hugann,
ekkert alvarlegt hefur komið fyrir og áður en missiri
er liðið eru allir búnir áð gleyma þessu máli þínu.
Þeir gengu yfir Kóngsins Nýjatorg og niður Breiðgötu
og Seidelin bandaöi með höfðinu í áttina að Hótel Fönix.
— Sjáðu, í gamla daga bjuggu tignustu viöskiptavinir
frænda míns þarna, þegar þeir brugðu sér til borgarinn-
ar í einkaerindum eða þeim var boðið á dansleik hjá
kónginum. Nú sitja kommúnistarnir þarna. Það er
furðulegt hvernig allt getur snúizt við í þessum brjálaða
heimi.
— Þeir leggja bráðum allt undir sig, urraði Jóhannes
Klitgaard.
— Maður á ekki áð hafa áhyggjur af framtíðinni, held-
ur fagna hverjum degi sem gengur vel sagði Seidelin.
Og fjandinn hafi þaö, mér má næstum standa á sama.
starfsemi mín fær hægt andlát. Meðan þú varst ....
já, meðan þú varst fjarverandi jarðaði ég tvo, og auö-
vitaö sé ég um dánarbúin, en hópurinn minnkar iskyggi-
lega. Bara ég hefði viðskiptahæfileika þína ....
Þeir snæddu góðan hádegisverð og hresstu sig á ágætri
vökvun og Jóhannes Klitgaard varð sýnu hressari í
bragði. Þegar þeir voru komnir að gini og greip fannst
honum sem lífið væri samt sem áður þolanlegt, og fjand-
inn hafi það, hann hlyti að geta nælt í þessa peninga
aftur.
— Einhvern tíma hlýtur húsaleigan að hækka, sagði
hann. Þetta er skömm og svíviröing. Og fyrst allt hækk-
ar hlýtur leigan að hækkr. líka.
— Já, þaö hlýtur aö koma að því, og þá ert þú á
grænni grein, samsinnti Seidelirí. Þessir' stjórnmála-
Hagsýnar konur sauma
sjálfar
McCall's
9917
Hvað kostar svona kápa
úr góðu ullar tweed?
1 McCalI snið kr. 26.75
4.1 m tweed 120/50 — 494.05
iy2 m miílif. — 30.00
3.5 m fóður 18/85 — 65.98
tvinni — 4.00
hnappar — 12.00
hnappagöt — 2.00
Samtal kr. 634.78
McCalI-snið í úrvali fyrir
börn og fullorðna. Saumar og
festingar prentað á sniðin
og gerir það saumaskapinn
auðveldan öllum.
Úrval af efnum og smá-
vörum til sauma. Þaö er
viturlegt aö velja efni og
sniö saman.
Gerum hnappagöt, yfirdekkjum hnappa, spennur
og belti, zig-zag saum, plisseringar og ýms önnur
viiuia, scm krefst sérst&kra véla.
STEIMPÖRál
L»agaveg 80 — Síml 82209
Fjðlbreytt úrvat af
steínhringnm ^
Póstsendum
Vinnubuxur
Verð frá kr. 93,00
T0LED0
Fischersundi
Skólavörðustíg 12
ÖDÝRIR
karlmannaskór
margar teg. nýkomnar
Skóbúð Reykjavíkur
Laugavegi 38.
' * ÞJÓDVILJANN *
* > ÞJÓDVILJANN * *
éimllisþáttiir
Slaiifm*
í liálsivm
Það eru aðalatriði tízkunnar
sem mest umtal hljóta, en það
eru smáatriðin sem við notum
og eftirlíkjum. — Slaufutízkan
á öllum gerðum kjóla, bæði
hversdagskjólum og sjaldhafn-
arkjólum. Við kjólinn með víða
pilsinu og bogadregna axlastál-
inu og víðu, hálfsíðu skyrtu-
ermunum er notuð stór dropótt
slaufa. Þetta er unglegur kjóll
og dálítill sportsvipur á honum
og hann þolir vel þessa stóru
slöiufu. Sé maður kominn af
barnsáldri fellur manni sjálf-
sagt betur skáslaufan á hinum
kjólnum. Kjóllinn er með hóf-
legu túnikusniði og rendumar
í köntunum myndast með rand-
saumi. Það lítur vel út. Á
svörtum kjólum eru notuð
svört og hvítröndótt jaðrabönd
í staðinn.
hefur t.d. mikla möguleika a
að ná útbreiðslu vegna þess að
það 'er auðvelt og ódýrt að til-
einka sér hana. Hún er sýnd
Detíifii börn
Öll börn detta og meiða sig,
en sum börn eru dettnari en
önnur, og einstöku börn detta
ótrúlega oft og meiða sig. Það
getur vferið af tilviljun en ef
barnið manns dfettúr oftar en
flest börn önnur, er sjálfsagt
að athuga, hvort einhver sér-
stök orsök sé til þessara mörgu
byltna. Það er ekki óalgengt
að eitthvað sé athugavert við
sjón þessara barna. 7 ára telpa
sem var létt í hreyfingum og
liðleg, var afar dettin, og það
kom í ljós að hún var mjög
nærsýn. Hún hrasaði beinlínis
um hluti sem hún gat ekki
séð. Drengur á sama aldri hafði
sjóngalla á öðru auga og átti
bágt með að reikna út fjar-
lægðir og af því leiddi að liann
var sífellt að detta þegar hann
var að klifra eða reyndi að
hoppa yfir eitthvað.
örihtír börn dettá af allt öðr-
um ástæðum. Móðir ein tók eft-
ir því a.ð dóttir hennar fékk
flestar bylturnar þegar liðið
var nokkuð fram á dag. Telp-
an var hætt að sofa síðdegiS-
lúr og móðirin var nógu skyn-
söm til að taka hann upp aftur.
Hún gerði ráð fyriír að
barnið væri orðið of þreytt þeg-
ar líða tók á daginn og liti ekki
í kringum sig, og þess vegna
dytti hún svo oft. Strax og
telpan fór aftur að sofa á dag-
inn fækkaði byltunum mjög. —
Síðast en ekki sízt getur göngu-
lag og fótaburður barnanna or-
sakað bylturnar. Börn sem eru
mjög innskeif hrasa oft um
fæturna á sjálfum sér. Ef
maður tekur eftir göllum á.
fótaburði er sjálfsagt að leita
læknis.
iMðfWIUINN
Utgefandi: Samelningarflokkur albýðu — Sósialistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnis
Kiartansson (áb.). Slgurður Guðmundsson. — Préttarltstjórl: Jón Bjarnason. — Elaðs-
menn: Asmundur Slgurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guðmundur Vigfússon. Ivar H.
Jónsson. Magús Torfi Ólafsson. — Auglýslngastjóri: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstjórn.
afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. - Siml: 7500 (3 linur). - Áskriít-
arverð kr, 30 4 mánuðl í Reykiavík og nágrennl: kr. 17 annarsstaöar. — LausasóluverS
kr. 1. — Prentsmlðia Þjóðvilians h.t.