Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Verður íslendingum aftur
leyft að taka upp ættarnöfn
Ríkisstjórnin flytur á Alþingi nýtt
frumvarp um mannanöfn
Um það hafa lengi verið skiptar skoðanir hér á landi, hvort
mönnnm skuli leyft að taka sér ættarnöfn. En það hefur verið
hannað með lögum síðan 1925. Nú er komið fram á Alþingi frv.
að nýjum lögum um þessi mál. Er það samið af nefnd, sem rík-
isstjómin setti til að endurskoða gildandi lög.
í 2. gr. frv. segir: „Eiginnafn
skal vera íslenzkt og rétt að
lögum íslenzkrar tungu. Það má
hvorki vera hneykslanlegt né
klaufalegt né imeð öðrum hætti
þannig að gerð eða merkingu, að
til ama verði þeim, sem ber það.
Ekki má gefa kvenmanui
karlmannsnafn né karlmanni
kvenmannsnafn.
Eiginnafn má ekki vera þann-
ig, að kennt sé til nafns ann-
ars manns, hvort heldur nafnið
er haft í eignarfalli eingöngu
eða í eignarfalli að viðbættum
orðunum son eða dóttir.
Ekki má gera löglegt ættar-
nafn að eiginnafni. Þetta tekur
þó ekki til ættarnafna, sem í
eðli sínu eru eiginnöfn og venja
hefur verið að nota þannig“.
3. gr. kveður svo á, að
mannanafnanefnd, sem skipuð
skal skv. 21. gr., skuli gera
„skrá um þau eiginnöfn, sem við
iþykir eiga, að borin séu hér á
landi“ og skal hún gefin út.
Ekki einskorðast nöfn þó við
þessa skrá.
TJpptaka ættarnafna leyfð.
Aðalnýmæli frumv. felst í
10. gr., en hún er þannig: „Lög-
leg ættarnöfn, sem íslenzkir
ríkisborgarar bera nú, mega
haldast. Eftir að lög þessi öðl-
ast gildi, er óheimilt að taka
upp nýtt ættarnafn hér á landi,
nema dómsmálaráðuneytið hafi
veitt leyfi til þess, enda hafi
Mannanafnanefnd samþykkt
ættamafnið“.
Þarna er ráðuneytinu gefin
heimild til að leyfa mönnum að
99'
Enn nýtt vikuhlað
G e s t ii r
taka upp ný ættarnöfn. Eru svo
nánari ákvæði um þessi nöfn,
m.a. að ekki megi gera „eigin-
nafn, sem tíðkað er í landinu,
að ættarnafni og eigi heldur
nöfn, sem enda á orðinu son.“
Svo er um rétt manna til að
bera ætt'árnöfn o.s.frv.
I nefndinni, sem samdi frumv.
voru skipaðir:: Alexander Jó-
hannesson, prófessor, Jónatan
Hallvarðsson, hæstaréttardóm-
ari, Þorsteinn Þorsteinsson,
fyrrv. hagstofustjóri og Þórð-
ur Eyjólfsson, hæstaréttardóm
ari. Skila þeir greinargerð með
frumv. þar sem ýmsan fróð-
leik er að finna um lög og
venjur um nafnrétt hér á landi.
Um aðalbreytinguna frá núgild
andi lögum, ættarnöfnin, urðu
nefndamenn ekki sammála, og
kemur það fram í greinargerð-
inni. Þeir Jónatan Hallvarðs-
son, Þorsteinn Þorsteinsson og
Þórður Eyjólfsson eru sammála
, um að leyft skuli að taka upp
ættamöfn. Þorsteinn hefur þó
þá sérstöðu, að hann er hlynnt-
ari ættarnöfnum, vill hafa skil-
yrðin rýmri. Segist hann ekki
sjá „að íslenzku máli eða ís-
lenzku þjóðerni þyrfti að vera
hætta búin, þó að erlend ættar-
nöfn fengju að flytjast hingað
til Iands, líkt og þau hafa áður
gert.“
I Vilja leyfa.
Þeir Jónatan og Þórður telja
reynslu þá, sem fengizt hefur
af lögunum frá 1925, sýna, að
þau séu dauður bókstafur og
hafi engan veginn náð tilgangi
sínum. Þeir telja það að vísu
,?C
Enn eitt vikublað hefur haf-
ið göngu sína. Nefnist það
Gestur.
„Erindi hans (Gests) er hið
sama og bóndans sem á verkleys-
isstund gengur yfir á næsta bæ
til þess að sýna sig og sjá
aðra. . .“ segir í inngangsorðum
Og greinargerð um stofnun blaðs-
ins. „Haus“ blaðsins er sveita-
bær í gömlum stíl, teiknaður af
Guðmundi Bjarnasyni lækna-
nema. Á forsíðu er mynd af Auði
Sveinsdóttur, Halldóri Laxness
og Sigríði dóttur þeirra, tekin er
Laxness kom heim um daginn.
Af innlendu efni er í blaðinu
skopkvæði um heimkomu Lax-
ness og Hryðjuverk á Vestfjörð-
um. Segir þar frá hvernig
spænskir skipbrotsmenn voru
drepnir á svívirðilegan hátt.
Grein þessi er „stolin, stæld og
frumsamin" eftir grein er Skúli
Þórðarson sagnfræðingur ritaði
um sama efni. Þá er skrifað um
leiksýningar í Austurbæjarbíói
og á Akranesi. Af útlendu efni
eru að sjálfsögðu ástarsögur;
frá mannætum á Nýju-Guineu;
leynilögreglusaga o. fl.
góðan sið og æskilegan, að menn
kenni sig til feðra sinna að forn-
um hætti, en um þetta eigi
menn að hafa frjálsan ákvörð-
unarrétt. „Við fáum ekki séð“,
segja þeir, „að íslenzku þjóð-
erni eða íslenzku máli sé neinn
háski búinn af ættarnöfnum,
sem gerð eru í samræmi við lög-
mál íslenzkrar tungu. Þau geta
engu síður staðizt í íslenzku
máli en viðurnefni þau eða
kenningarnöfn, sem bæði karlar
og konur báru til foma, meðan
íslenzk tunga var enn óspillt af
erlendum áhrifum". Þá telja
þeir það óviðfelldið, „að sumum
þegnujn þjóðfélagsins sé leyft
að bera ættarnöfn, en öðrum
sé það bannað, eins og nú er í
lögum.“
Vill banna.
Alexander Jóhannesson liefur
sérstöðu að því leyti, að hann
er andvígur ættarnöfnum. Við-
urkennir hann, að lögin hafi
ekki verið haldin, því að á s.l.
30 árum hafi ættarnöfnum
fjölgað svo að þau munu nú
vera um 1100 og engin tilraun
hafi verið gerð til að beita refsi-
ákvæðum laganna. En hann
segir: „Flest íslenzk ættarnöfn
eru málspjöll og munu þau er
tímar líða valda skemmdum á
tungu vorri, t.d. á þann liátt, að
tvö föll verði notuð í stað f jög-
urra, eins og þróunin hefur orð-
ið í öðrum germönskum mál-
um.“ Ættarnöfn séu tíðast beyg
ingarlaus og þau muni „slæva
tilfinningu vandaðs máls og
flýta fyrir margskonar mállýt-
um“. Leggur hann til að ættar-
nöfnum verði útrýmt þannig,
að þeir Islendingar, sem fæð-
ist eftir gildístöku laganna
skuli nefna sig að fornum sið,
þó þannig að heimilt sé, að syst-
! kini beri öll sama nafn.
Stuinnð verður félag ís-
lenzhra dmgurlagahöfunda
Annað kvöld verður haldinn stofnfundur félags íslenzkra
dægurlagahöfunda, verður hann í Aðalstræti 12. — Félagsmenn
verða væntanlega allstaðar að af landinu.
Það eru ýmsir helztu dægur-
lagahöfundarnir sem boðað hafa
til fundarins og hafa þeir sent
30—40 íslendingum, sem bú-
settir eru víðsvegar á landinu,
boð um að gerast stofnendur fé-
lagsins.
Tilgangurinn með stofnun fé-
lagsins er að stuðla að þroska
og gengi léttra tónsmiða, ís-
lenzkra, og kynna tónsmíðar
þessar fyrir þjóðinni á sem bezt-
an og jafnframt íslenzkastan
hátt.
Gert er ráð fyrir að á vegum
félagsins verði jafnan starfandi
dómnefnd er skeri úr um það
hverjar tónsmíðar eftir félags-
menn skuli fluttar á vegum fé-
lagsins. Lögð verður áherzla á
samvinnu við íslenzk ljóðskáld í
þessu skyni.
í frumvarpi til laga fyrir fé-
lagið stendur m. a. það skilyrði
fyrir inngöngu í félagið, að við-
komandi hafi vakið eftirtekt með
lagi eða lögum eftir sig og hljóti
meirihluta greiddra atkvæða.
Ymislegt fleira munu fundar-
boðendur hafa á prjónunum
þegar samtökin eflast.
Kiljanskvöld hjá
Norræna félaginu
Norræna félagið heldur
skemmtifund í Sjálfstæðishúsinu
kl. 8,30 á þriðjudagskvöld, og er
það helgað nóbelsverðlauna-
skáldinu Halldóri Kiljan Lax-
ness. Formaður félagsins, Gunn-
ar Thoroddsen, flytur ávarp,
Þuríður Pálsdóttir syngur nokk-
ur lög við Ijóð Kiljans, og að
lokum les skáldið upp úr verk-
um sínum. Að endingu verður
stiginn dans. Öllum er heim-
ill aðgangur meðan rúm endist.
SlS opnaði í gær búsáhaldabúð í húsakynnum sínum í Austur-
stræti. Er hún með samskonar afgreiðslufyrirkomulagi og mat-
vörubúðin á neðstu liæðinni, en hún var opnuð fyrra laugardag.
— Hér sér inn í hina nýju búsáhaldabúð.
Ausliirlandsvegisr verði gerlur jaín-
góðnr öðrum aðalakvegum landsins
Lúövík Jósefsson flytur í sameinuöu þingi eftirfarandi
þingsályktunar tillögu:
Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni aö láta þegar á
næsta sumri hefja gagngeröar umbætur á Austurlands-
veginum frá Mývatnssveit austur í Jökuldal.
Veröi unniö aö nýlagningu og endurbótum á veginum
meö stórvirkum vinnuvélum og unniö eins og tíöarfar
leyfir á næsta sumri.
I greinargerð segir svo:
Austurlandsvegurinn frá
Norðurlandi austur á Fljóts-
dalshérað tengir Austurland við
aðalakvegakerfi landsins. Hann
er því jafnþýðingarmikill Aust-
firðingum og vegurinn um
Holtavörðuheiði er Norðlend-
ingum og vegurinn yfir Hellis-
heiði er Sunnlendingum. Það
er því eðlilegt, að Austfirðing-
ar séu óánægðir yfir því, að
þessi aðalvegur þeirra skuli
vera verr úr garði gerður en
allir aðrir akvegir í landinu.
Austurlandsvegurinn er enn
að mestu leyti ógerður sem
vegur, þó að akfær eigi að heita
þann tíma á sumrum, sem veð-
ur eru bezt. Mestur hluti leið-
arinnar er enn farinn eftir
gömlum ruðningum eða um
slétta sanda. Á leiðinni eru enn
óbrúaðar ár og lækir, sem oft-
ast verða ófær í mikilli rign-
ingartíð.
Þegar þess er gætt, að Aust-
urlandsvegurinn liggur um
mestu öræfi landsins og þar
sem lengra er á milli bæja en
annars staðar eru dæmi um
hér, þar sem þjóðvegur liggur
um, er alveg furðulegt að láta
veginn vera í jafnmikilli van-
rækslu og raun er á.
Undanfarin tvö ár hefur nær
ekkert verið unnið að nýlagn-
ingu á þessari leið, og er ekki
annað að sjá en að það fé, sem
Alþingi hefur ákveðið til ný-
lagningar á Austurlandsvegi,
hafi beinlínis verið tekið til
íinnarra framkvæmda.
Vegarstæði Austurlandsveg-
ar er sérstaklega gott að dómi
kunnugra manna. Svo til öll
leiðin er hið ákjósanlegasta
ýtuland. Nokkrar jarðýtur, sem
látnar væru vinna að vegagerð-
inni heilt sumar, mundu ger-
breyta samgöngum við Austur-
land. Þar sem Austurlandsveg-
urinn er vegur heils landsf jórð-
ungs og þess landsf jórðungsins,
sem býr við lakastar samgöng-
ur í landinu, sýnist ekki óeðli-
legt, að Alþingi ákveði með sér-
stakri samþykkt, að hafizt
skuli handa um lagningu veg-
arins á þann hátt, sem má
koma Austfirðingum að fullu
gagni.
Bílstjórar, sem kunnugastir
eru ferðum um Austurlandsveg-
inn, segja, að vel gerður, upp-
hiaðinn vegur á þessum slóð-
um mundi ekki aðeins stytta til
muna þann tíma, sem nú tekur
bíla að aka á milli Akureyrar
og Austurlands, heldur mundi
vegarsambandið haldast miklu
lengur opið á hverju ári. Vegna
þess, hve Austurlandsvegurinn
er nú hraklega illa gerður, eru
bílasamgöngur við Austurland
miklu minni og ótryggari en
annars mundi vera. Nú hika
flestir við að leggja smærri bíla
í jafnlangan og erfiðan akst-
ur og leiðin frá Norðurlandi til
Austfjarða er. Afleiðing þess
er m.a. sú, að miklu færri koma
að sumarlagi austur á land en
þangað vilja koma. Önnur af-
leiðing er sú, að vöruflutningar
á bílum á milli Austur- og
Norðurlands eru illframkvæm-
anlegir, því að vafasamt er að
leggja þunghlaðna bíla í langa
keyrslu eftir illa gerðum vegi.
Það er almenn krafa Aust-
firðinga, að ekki verði látið
dragast lengur að gera Aust-
urlandsveginn að minnsta kosti
jafnvel úr garði og aðra aðal-
akvegi landsins.
Miklar ógæftir
í Neskaopstað
Neskaupstað. Frá fréttaritara.
Miklar ógæftir hafa verið hér
að undanförnu og því lítið róið,
en afli hefur verið góður þegar
gefið hefur. Fjórir bátar voru
á sjó i gær og hrepptu hvass<*-
viðri.