Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur '13. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 4oo.ooo ástandsbörn eru alþjóðlegt vandamál Samfök mœSra um oð knýja feSur i fjarlœgum löndum til oð inna af hendi framfœrsluskylduna í hersetnum löndum í Evrópu og Asíu tiafa undanfar- inn hálfan áratug fæðzt um 400.000 börn, sem alast upp án þess aö feöur þelrra hafi af þeim nokkurn veg eða vanda. Þetta eru ástandsbörnin, ávextir skyndikymia erlendra hermanna og kvenna í löndunum þar sem þeir hafa, dvaliö. f>ýzkir bændur neita að þiggja ríkisstyrki Telja þá niðurlægjandi fyrir stéttina Þýzkir bændur neita aö sætta sig viö þaö aö fá hækk- aö afuröaverð í mynd framleiöslustyrkja úr ríkissjóði. í bandaríska tímaritinu U. S. News & World Report var ný- lega skýrt frá þeim vandamál- um, sem þessi hermannaböm og mæður þeirra eiga við að stríða. Þar sem hernámslið er fjölmennt og hefur langa setu em ástandsbörnin svo mörg að háværar raddir eru uppi um að skipa, málum þeirra með alþjóoasamningi. ' Siniiia, ekki afkvæmum sínuni í öllum siðuðum löndum em feður skyldir til að sjá börn- um sínum farborða hvort sem þau em skilgetin eða ekki. Hermennirnir sem getið hafa ástandsbörnin hafa hinsvegar frábærlega góða aðstöðu til að skjóta sér undan þessari skyldu og þeir hafa flestir notað sér það út í æsar. Börnin alast flest upp án þess að feðurnir greiði éyri til framfæris þeim. 4100 millj kr. skuld. Hermennirnir sem ekkert sinna um börn sín og barns- mæður eru auðvitað af fjölda þjóðema, en þó er talið að meirililuti ástandsbarnanna eigi bandaríska feður. Ástæðurnar eru að bandarískar hersveitir em dreifðar víðar um hnöttiim en hermenn nokkurs annars ríkis og bandariskir hermenn þykja allra hermanna djarftæk- astir til kvenna. Lögfræðingur í Vestur-Þýzka- landi hefur reiknað út að bandarískir hermenn skuldi barnsmæðrum sínum þar í landi að minnsta kosti 4100 Kosningar í Frakklandi Framhald af 12. síðu. fengu rúmlega 5 milljón at- kvæði, 26,5%, en aðeins 103 þingmenn, eða rúmlega 15% þingmanna. Hins vegar fengu sósialdemókratar 105 þing- uieim, enda þótt þeir hefðu að- eins 2,8 millj. atkvæði, eða 14,5%. Stórmmnkuð áhrif sósíaMemókrata. Það er einnig fyrirsjáanlegt að áhrif sósíaldemókrata á þingi munu stórminnka ef friunvarp stjórnarinnar nær fram að ganga, og hugmyndir Mendes-France um bandalag Róttæka flokksins og sósíal- demókrata væri þá úr sögunni. Og þar mun falin skýringin á því hvers vegna Edgar Faure og íhaldsflokkarnir frönsku vilja fella niður ákvæðin sem heimiluðu kosningabandalög. milljónir króna í ógreiddum barnsmeðlögum. Máttur samtakanna Mæður ástandsbarnanna eiga þess af skiljanlegum ástæðum engan kost að koma einar síns liðs lögum yfir bamsfeður sína' í heimkynnum þeirra og fá þá dæmda til að greiða með af- kvæmum sínum. Kostnaðurinn einn gerir slíkt ókleift. Nú er verið að gera tilraun til að ráða bót á þessu með mætti samtakanna. 1 Vestur-Þýzkalandi hefur verið stofnað „Samband mæðra j óskilgetinna hernámsbarna". Hlutverk þess er að hafa upp á brotthlaupnuhi eiginmönnum og öðrum barnsfeðrum úr liin- um erlendu herjum sem í land- inu dvelja og fá dómstóla í heimalöndum þeirra til að dæma þá til að framfleyta kon- um sínum og börnum. Talið er að 94.000 ástandsbörn hafi fæðzt í Vestur-Þýzkalandi ár- in 1946 til 1951. Látin gjalda faðernis Þjóðahatur og kynþáttahleypi- dómar verða þess víða valdandi að ástandsbörnin verða jafnvel enn verr úti en önnur óskil- getin börn. Frönsk barnavemd- aryfirvöld hafa komizt að raun um að börn þýzkra hermanna og franskra kvenna verða fyrir miklu aðkasti á uppvaxtarárun- um, einkum í sveitum og smærri bæjum. Enn lakara atlæti fá þó þau 10.000 börn, sem bandarískir svertingjaheimenn hafa getið í Vestur-Evrópu. Kynþáttafor dómar bitna af miklum þunga á börnum þessum og mæðrum þeiiTa. Það bætir lítið lir skák að svertingjarnir hafa reynzt mun ræktarsamari við afltvæmi sín en hvítir Bandaríkjaher- menn. Dauður bókstafur Til skamms tíma var ekki hægt að höfða barnsfaðernis- mál gegn erlendum hermönnum í Vestur-Þýzkalandi. Nú hefur sú undanþága hernámsliðanna verið afnumin en aðstaða mæðranna hefur lítt batnað. Til dæmis neita bandarisku her- yfirvöldin að draga barnsmeð- lög af mála hermanna nema þeir mæli svo fyrir sjálfir. Sumir foringjar hafa þann sið að senda hermenn í snatri heim til Bandaríkjanna ef barns- faðernismál eru höfðuð gegn þeim. Þar með eru þeir lausir allra mála. Alþjóðasamningur eina úrræðið Þeir lögfræðingar sem kunn- ugir eru málum ástandsbarn- anna segja, að eina ráðið sem dugi til að tryggja þeim fram- færslueyrinn sem þau eiga rétt á sé að gerður verði alþjóða- samningur. Þar þurfi að ganga svo frá hnútunum að sérhver ríkisstjórn skuldbindi sig til að greiða barnsmeðlög sem dæm- ast á hermenn í her hennar. Síðan eiga auðvitað ríkisstjórn- irnar aðgang að hermönnunum sjálfum. Lögrræðingarnir sem hafa borið þessa uppástungu fram játá, að litlar líkur séu á að hún verði að veruleika um fyrirsjáanlega framtíð. Fyrst sýknaði kviðdómur í bænum Sumner þá af ákæru um að hafa myrt 14 óra svertingja- dreng, Emmet Till. i EINLITUR KVIÐ- DÓMUR Lík Tills hafði fundizt í á lóð bundið við það. Vitni báru að hálfbræðurnir Roy Bryant og J. W. Milam hefðu haft liann á brott með valdi af heimili frænda síns. Síðar sást til þeirra þar sem þeir voru að berja drenginn. Móðir Tills bar vitni um að líkið sem fannst í ánni væri sonur hennar, en engu að siður sýknaði kviðdómurinn bræðurna með þeim rökum, að engar sann- anir væru fyrir að likið væri Þetta er nýjasta herbragðið í mjólkurstríðinu, sem framleið- endur og neytendur í Vestur- Þýzkalandi liafa háð undanfarna mánuði. ( MJÓLKURVERKFÖLL Bændur hafa lengi krafizt þes að verð á mjólk hækki úr 40 pfennig lítrinn í 45. í sumar fékkst verðhækkvn leyfð, en henni var svarað með mótað- gerðum neytenda. Húsmæður takmörkuðu mjólkurkaup við það minnsta sem þær gátu komizt af með. í mörgum borgum skipu- lögðu verkalýðsfélögin þessi mjólkurverkföll. Þessar mótaðgerðir neytenda urðu til þess að ríkisstjórnin á- Till. Meirihluti íbúa í Sumner* er svertingjar en þrátt fyrir það skipuðu eingöngu hvítir menn kviðdóminn. SLEPPT ÞRÁTT FYR- IR JÁTNINGU Bryant og Milam játuðu að hafa haft Till á brott með sér frá frænda hans en héldu því fram að þeir hefðu sleppt honum án þess að gera honum neitt mein. Opinberi saksóknarinn krafð- ist þess að þeir yrðu kærðir fyrir mannrán eftir sýknu- dóminn í morðmálinu. Nú hefur kvikdómur, sem rann- sakar hvort tilefni sé til að láta mál kom fyrir dóm, úrskurðað kvað að greiða bændum fjóra fimmtu hluta verðhækkunarinn- ,ar í framleiðslustyrk. Nú hafa formenn bændasam- bandsins hafnað því boði. Segja þeir að bændur muni neita að taka á móti styrkjum, því að þeir telji það niðrandi fyrir stéttina að veita henni hækkað afurðaverð í mynd greiðslna úr ríkissjóði. Danska ríkið styrkir klerka tll sovétfarar Frá Bodil Koch, kirkjumála- ráðherra Danmerkur, hefur beð- ið þihgið að veita 12.000 danskra króhá styrk til að standa straum af ,l ferðakostnaði danskrar ■T '&í' , , kirkjusendinefndar til Sovetrik.i- j anrfa. Fuglsang-Damgfird biskup og þrír prestar hafa verið vald- ir til fararinnar. ISasiaslys £ ilÍBiiiilaya Leiðangur franskra og sviss- neskra fjallamanna hefur klifið tindinn Ganesh Himal (Fílaguð- inn) í Himalayafjöllum. Tindur- inn er tæplega 8000 metra hór og hefur aldrei verið klifinn áður. Síðustu fréttir af leiðangrinum eru þær að Svisslendingurinn Eric Gaucliat, einn af fjórum sem náðu hæsta tindinum, hrap- aði til bana ó niðurleiðinni. að mál skuli ekki höfðað gegn bræðrunum fyrir mannrán. Þessi dómur situr í sýslunni Leflore þar sem frændi Tills bjó. Við mannráni liggur tíu ára fangelsi eða meira og í viss- um tilfellum dauðarefsing í Mississippi. KRAFA TIL RÍKIS- STJÓRNARINNAR Till var búsettur í fylkinu 111- inois norðarlega í Bandaríkjun- um en var í heimsókn hjá frænda sínum í Mississippi. Eftir iað ákveðið var að hefja ekki mannránsmól gegn morð- ingjum drengsins og þeir voru látnir lausir bar Stratton, fylk- isstjóri í Illinois, fram kröfu um að ríkisstjórnin í Washington léti málið til sín taka. Það hefur ekki enn komið íyrir í suðurfylkjum Bandaríkj- anna að hvítur maður, sem vald- ið hefur dauða svertingja, hafi verið dæmdur sekur um morð. SaJcborningarnir og konur peirra sigri hrósandi eftir sýknudóminn í morðmálinu. Bryanthfónin til vinstri, Milamhjónin til hægri. Bræðurxtir sem myrtu sverf- ingjadreng lausir allra mála Voru fyrst sýknaZir af morSákœru, sleppa viS ákœru fyrir mannrán Hálfbræður í bandariska fylkinu Missisippi, sem pynd- uðu svertingjadreng til bana vegna þess aö þeir 'néldu að hann hefði „blístrað og ranghvolft augunum“ aö konu annars þeirra, veröa ekki látnir þola neina refsingu fyrir illvirki sitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.