Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Suruiudagur 13. nóvember 1955
□ □ 1 dag er sunnudagurinn
13. ‘ nóvember. Brictíusmessa.
— 317. dagur ársins. — Tungl
í Kásuðri kl. 11.24. — Árdegis-
háí'læði kl. 4.32. Síðdegishá-
ílæði kl. 16.49.
9.20 Morguntón-
leikar: a) Óbó-
konsert í c-moll
eftir Marcello. b)
Klukkusinfón-
ian eftir Haydn. c) Isobel
Baillie sjmgur. d) Píanókons-
ert nr. 4 í G-dúr op. 58 eftir
Beethoven. 11.00 Messa í Dóœ-
kirkjunni.- 13.00 Erindi: Lífs-
skoðun Alberts Schweitzérs
(Sigurbj. Einarsson). 15.30
Miðdegistónleikar: Óperan II
Trovatore eftir Verdi. Flytjend-
ur: Robert Shaw-kórinn, RCA
Victor hljómsveitin og ein-
söngvarar. 17.30 Barnatími: a)
Sig. Skúlason les úr skáldsög-
unni Helga Bárðardóttir eftir
Sigurjón Jónsson. b) Gieseking
leikur píanósónötiv þ B-dúr. c)
Hugrún les úr skáldsögu sinni
Ágúst i Ási. 20.20 Tónleikar:
Ellefu Vínardansar og Larg-
hetto eftir Beethoven. 20.35
Borgarfjörður í sögu og Ijóði:
Samfelld dagskrá tekin saman
af Ásgeiri Hjartarsyni bóka-
verði og Ólafi Hanssyni mennta
skóiakennara. Klemenz Jónsson
leikari stjórnar flutningi. Þul-
ur: Stefán Jónsson rithöfund-
ur. Lesarar: Jón Aðils, Regína
Þórðardóttir, Gerður Hjörleifs-
dóttír, Jón Sigurbjörnsson,* 1 2 3 4
Klemenz Jónsson, Ólafur Ólafs-
son og Sveinn Skorri Höskulds-
son. Söng\'ari: Jón Sigur-
bjöhnsson. 22.05 Danslög. 23.30
Dagskrárlok.
Minningaspjöld Hvítabandsins
eru afgreidd á Laugavegi 8 og
Vesturgötu 10.
Æ F
Sambandsstjórnarfundur á
mánudagskvöld klukkan 9
í Tjarnargötu 20.
Kvöldskólinn
Framhaldsnámskeið í leiklist
hefst þriðjudaginn í þessari
viku. Kennari verður Gunnar
Hartsen. Námskeiðið er ein-
göngu ætlað þeim, sem sóttu
námskeið Gunnars Hansens í
fyrfa, og eru nemendur beðnir
að mæta á þriðjudaginn kl. 5 í
Tjarnargötu 20.
f'tvarpið á morgun:
Í3.15 Búnaðarþáttur: Fóðrunin
í vetur (Pétur Gunnarsson til-
raunastj.). 18.00 Dönskuk. II.
fl. 18.30 Enskukennsla; I. fl.
20.30 Útvarpshljómsveitin; Þ.
Guðmundsson stjórnar: Syrpa
af alþýðulögum. Hátíðarpólon-
esa eftir Johan Svendsen. 20.50
Um daginn og veginn (Ásberg
Sigurðsson framkvæmdastjóri).
21.10 Einsöngur: Guðmunda
Elíasdóttir syngur. 21.30 Út-
varpssagan: Á bökkum Bola-
fljóts. 22.10 Úr heimi mynd-
listarinnar (Björn Th. Björns-
son). 22.30 Kammertónleikar:
Strengjakvartett í d-moll
(Dauðinn og stúlkan) eftir
Schubert. 23.05 Dagskrárlok.
Efrideild
1. Kosning tveggja fulltrúa og
jafnmargra varafulltrúa úr
hópi þingmanna í Norðurlanda-
ráð, að viðhafðri hlutfalls
kosningii.
2. Tilkydníilíi^r.' áðs^tnfsskipta,
3. Skemmtáhaskattúr')lít56, f-rv.
4. Skemmtanaskattur og Þjóð-
leikhús, frv.
Neðrideild
1. Kosning þriggja fulltrúa og
jafnmargra varafulltrúa úr
hópi þingmanna í Norðurlanda-
ráð, að viðhafðri hlutfalls-
kosningu.
2. Sömu laun kvenna og karla.
3. Vamarsamningur milli ís-
lands og Bandaríkjanna, frv.
Bazar
heldur Systrafélagið ALFA í
dag kl. 2 e.h. í Vonarstræti 4.
Hver blés þig upp, frænka?
GÁTAN
Hver er það
sem er ekki bróðir minn,
ekki systir mín,
en þó barn móður minnar?
Ráðning síðustu gátu: Mjólk.
Sameiginlegur fundur
Rithöfundpfélag Jeland^ og ,Fé-
lags íslenzkra rithöfunda verð-
ur haldinn í Tjarnarkaffi uppi
kl. 2 í dag. Rætt verður um
stofnun höfundarréttarfélags
ísleiizkra rithöfunda og ann-
arrá höfundarrétthafa ritaðs
máls.
Millilandaflug
Edda, millilanda-
flugvél Loftleiða,
er væntanleg til
Rvíkur kl. 22.00
frá Lúxemborg,!
Stafangri og Bergen. Flugvélin
fer áleiðis til N. Y. kl. 23.00.'
annaðkvöld
Fundur Jöklarannsókna-
félags íslands
verður haldinn annaðkvöld kl.
8.30 í I. kennslustofu Háskól-
ans, en ekki í Tjarnarkaffi
eins og auglýst hefur verið.
Sunnudagaskóli Óháða
fríkirkjúsafnaðarins
býhjár í dag kl. 10.30 árdegis,
og verður í Austurbæjarskólan-
um á hverjum sunnudags-
morgni eifts og undanfarna vet-
ur. — Emil Björnsson.
M E S S U R
í D A G :
Bústaðaprestakall
Messa ; Kópavogsskóla kl. 3.
Barnasamkoma kl. 10.30 árdeg-
is sama stað. Séra Gunnar
Árnason.
Laugar n eski rk ja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.15
árdegis. Messa kl. 2 Séra Garð-
ar Svavarsson.
Fríldrkjan í Hafnarfirði
Messa kl. 2 (Nýtt pípuorgel
tekið í notkun). Séra Kristinn
Stefánsson.
Langholtsprestakall
Engin messa vegna lasleika
sóknarprests. Árelíus Níelsson.
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11 árd. Sérá Jakob
Jónsson. Ræðuefni: Kristið rík-
isvald og kristinn ríkisborgari.
— Messa kl. 2. Séra Sigurjón
Þ. Árnason.
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Séra Jón Auð-
uns. Síðdegisguðsþjónusta lcl.
5. Séra Óskar J. Þorláksson.
Fríldrkjan
Messa kl. 2. Séra Þorsteinn
Bjömsson.
Óháði fríkirkju-
söfnuðurinn
Messa í Aðventkirkjunni kl. 2
e.h. Séra Emil Björnsson.
Töstuptnn
Nú er það bundna málið — Fyrriparar bárusí margir
Nú á að botna
ftaiisu á skákdæmlnu:
Greinilegt er að ekki dugir að
leika Kb6f og vekja síðan drottn-
ingu. Við Hb2 með hótuninni
Hb8 mát á svartur vörnina Bb5
og er þá piatt ef hvítur drepur.
Riddaranum á d2 er því sennileg’a
ætlað aðalhlutverk í þessum leik.
Geti' maður komið honum til að
valda b7 er unnt að máta með
Rb6.' Við reynum þvi 1. Rc4. Eftir
Bxc2 mátar hvítur með 2. Ra5 og
3. Kb6 — við því er engin vörn.
En ef svartur leikur 1. -Bxc4? þá
er engán leið að máta í 3. leik. Við
reynum því aftur: 1. Ke4. Eftir
Bxc2 2. Kc5 verður svartur mát
á líkan hátt og fy.rr. Eftir Bxe4 2.
Hb2" Bb7 mátar hvítur með Kb6
og eftir 1. -Kb7 mátar hvítur með
2. b8Df Ka7 3. Hc7. Önnur sVör
svarts leiða til máts með Rc5 og
Kb6. Báðir þessir reitir eru svart-
ir svo að biskupi.nn er varniarlaus.
1. Ke4 er því lausnarleikurinn.
Helgidagslæknir
er Skúli Thoroddsen, Heilsu-
verndarstöðínni við Barónsstíg,
sími 5030.
JÆJÁ, þá tökum við til við
kveðskapinn aftur. — Fyrir
langalöngu setti ég hér botn,
sem þið áttuð að prjóna ofan
við. Þetta hefur tekizt all-
sæmilega hjá mörgum ykkár,
og þótt' ótrúlegt sé, hafið þið
miðrím í fyrripörtunum, eins
og í botninum; ég hélt í ein-
feldni minni að einhverjir
mundu flaska á því. En hér
koma fyrripartarnir: (Botn-
inn var allt svo svona:
„Nú er ég þunnur nafni minn,
nú er suunnudagur"):
1) Þurrkur í munni, þrútin
kinn,
þröngur spunninn hagur.
(Þetta er mjög raunsæ lýs-
ing á ömurlegu fyrirbæri;
maður sér í anda grúttimbr-
aðan náunga, með glóðaraugu
og galtóma pyngju).
2) Nægtabrunnur nettausinn,
neyðar kunnur hagur.
3) Opnaði brunninn Bakkus
sinn,
brátt varð munnhöggs-
slagur.
4) Nú er tunnan tæmd um
sinn
og tapsins kunnur hagur.
(Þessi hefur sem sé ekki ver-
ið að burðast með vasapela
eða þriggja pela flösku, held-
ur setið við tunnuna, unz hún
tæmdist).
5) Á fremsta lilunn ég fór
um sinn
unz féll í brunn óragur. —
6) Nautnin brunnin staupa-
stinn,
stopull unninn hagur. — —
7) Öls við brunna ört með
sinn
er nú kunnur slagur. — —
8) Nú er runnin nótt, égfinn,
nú er kunnur hagur --------. —
9) Þurr er munnur, þrútin
kinn,
þriflega unninn slagur--------
10) Af mér runnið enn ég
finn.
Út er brunninn slagur — —
11) Veigar runnu í vambir
inn,
varð um Gunnu slagur----------
(Þetta fannst mér, frómt út
sagt, góður fyrripartpr. Mað-
ur getur rétt ímyndað sér,
hvort slagurinn hefur ekki
verið hressilegur, þar sem
hún ,,Gunna“ var annars
vegar).
12) Lýðs um munna liðast
inn
lögur tunnu fagur.-------—-
Ég held, að fyrripartarnir
hafi ekki verið fleiri, tvo var
ég búinn að birta áður, ef
ég man rétt. Frá minni hendi
hljóðaði stakan svona:
Af mér runninn er um sinn
ölvímunnar bragur.
Nú er ég þunnur nafni minn,
nú er sunnudagur.
■—o—
ÞÁ ERU hér lcaflar úr bréfi
frá ungum menntamanni, sem
kallar sig N. S. — „Heiðraði
Bæjarpóstur! Eg þakka þér
fyrir þá nýbreytni að gefa
lesendum þínum kost á að
botna vísur eða búa til fyrri-
parta. Fyrír mitt leyti finnst
mér mjög skemmtilegt að
glíma við að botna vísúr, og
er eflaust svo um fleiri, en
lítið hefi ég þorað að sýna
öðrum af þessu leirhnoði
mínu, vegna þess, hve lélegt
það er---------“ Það var á-
nægjulegt að heyra álit ungs
menntamanns á þessari þjóð-
legu íþrótt, og Bæjarpóstur-
inn þakkar honum fyrir til-
skrifið. En nú vantar ykkur
náttúrlega vísuhelming til
þess að glíma við, og hér
kemur hann:
„Látum óðinn ylja sái,
yrkjum móð í hjörtun blauð.“
OG AÐ lokum er svohljóð-
andi orðsending:
„Þá, sem hyggja að byrjun
brags,
bið ég vihsamlega
að berja í hann botninn strax,
og berja skynsamlega.“
Skipaútgerð ríkisins
Hekla er væntanleg til Rvíkur
um eða eftir liádegi í dag að
vestan úr hringferð. Esja ér á
Vestfjörðum á norðurieið.
Herðubreið er í Rvík. Skjaid-
breið var á Akureyri í gær.
Þyrill er á leið til Noregs.
Skaftfellingur fór frá Rvík í
gær til Vestmamnaeyja.
Eimskip
Brúarfoss fór frá Rvík 10. þm
til Gdynia. Dettifoss fór frá R-
vík í fyrradag til Vestmainna-
éyja, Raufarhafnár, Húsavíkur,
Dalvíkur, Siglufjarðár, Vestfj.
og Keflavíkur. Fjallfoss fór frá
Rotterdam í fyrradag til Ant-
verpen, Hamborgar, Hull og
Rvíknr. GöðafósS fór frá Kefla-
vík 10. þm til N.Y. : Gullfoss
kemur til K-hafnar árdegis í
dag. Lagarfoss fór frá Rott-
erdam 10. þm til Reykjavíkur.
Reykjafoss fór frá Hamborg í
gær til Rvíkur. Selfoss kom til
Rvíkur 6. þm frá Leith. Tröila-
foss fór frá Vestmannaeyjum í
gær til N.Y. Tumgufoss fór frá
Gíbraltar 8. þrn til Rvíkur.
HJÚSKAPUR
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Emil Bjöms-
syni ungfrú Halldóra Guðjóns-
dóttir og Hörður Þórhallsson
húsasmiður. Heimili brúðhjón-
anna er að Jaðri við Sund-
laugaveg. -— Enmfremúr ungfrú
Bergþóra Snæbjörnsdóttir og
Björn Guðmundsson. Heimili
ungu hjónanna er í Hlíð í
Grafningi.
Eyfirðingar
Munið fundinn í Silfurtungiinu
annaðkvöld klukkan 9.
Krossgáta nr. 725
Lárétt:
1 ráð bænda og verkamaima 6
járn 8 k 9 í stafrófsröð 10
nart 11 tveir eins 13 flam 14
teoría 17 lyftu.
Lóðrétt:
1 hallandi 2 sérhijóðar 3 kunn-
ingjanna 4 tenging 5 skst 6
bræðslu 7 erlent nafn 12 drýp
13 æða áfram 15 númer 16 ákv.
greinir.
p
Lausn á nr. 724
Lárétt:
1 VA 2 lakk 7 oft 9 rór 10
narr 11 ra 13 al 15 löpp 17
uóa 19 púi 20 fall 21 LR.
Lóðrétt:
1 vondauf 2 afa 4 ar 5 kór 6
krappir 8 tré 12 töp 14 lóa 16
púl 18 al.
XXX
NANKIN
KHfiKI